Tíminn - 16.12.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.12.1977, Blaðsíða 13
Föstudagurinn 16. desember 1977 13 Jólasveinarnir á leið til Akraness t gær varö þess vart aö jólasvein- arnir i Akrafjalli voru komnir á kreik. Aðspuröir sögðust þeir vera á leið niður á Akratorg á Akranesi og verða þar á laugardaginn kl 5 Helgihald á vígsludegi Háteigskirkju Næsta sunnudag, 18. desember, er vigsludagur Háteigskirkju. Helgihald dagsins hefst meö fjöl- skylduguðsþjónustu ki. 11 ár- degis. Þar munu börn úr Hlíðaskóla i Reykjavik flytja helgileik og syngja undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Auk þessa verður svo hugleiðing og almennur söngur. Þessar fjölskylduguðsþjónustur hafa börn, unglingar, foreldrar og aðrir sótt saman undanfarin ár á degi þessum og notið þessa helgi- halds f rikum mæli. Um kvöidiö kl. 10 veröa svo fluttir „Jólasöngvar viö kert- aljós”. Nokkra stund áöur en jólasöngvarnir hefjast munu nemendur úr Tónlistarskólanum i Reykjavik, þeir Birgir As Guö- mundsson og Þröstur Eiriksson, leika á orgel kirkjunnar. Rut Magnúsdóttir syngur jóla- lög frá Englandi. Kirkjukór Há- teigskirkju syngur jólasálma. Kjartan Ragnarsson, leikari, flytur hugleiðingu og Marteinn H. Friðriksson, organisti kirkjunn- ar, leikur á oreglið Magnificat (Lofsöngur Mariu) eftir S. Scheidt og Prelúdiu og fúgu I E-dúr eftir V. Lúbeck. Auk þessa verður svo almennur söngur. Það er ástæða til að hvetja sóknarfólk og aðra til að taka þátt i þessu helgihaldi á vigsludegi Háteigskirkju og eignast þar hlutdeild i friði, kyrrð og fögnuði, er stórhátfðin, sem i vændum er, býr yfir. Margir eiga góðar minn- ingar frá „Jólasöngvum við kertaljós” I Háteigskirkju frá fyrri árum. Arngrimur Jónsson e.h., en þá verður kveikt þar á jólatré, sem er gjöf frá vinabæ Akraness, Tönder i Danmörku. Fulltrúi frá Norræna félaginu á Akranesi mun afhenda tréð f.h. gefenda. Kór Barnaskóla Akra- ness syngur undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. A eftir verður dagskrá fyrir yngri kynslóðina i umsjá æskulýðsráðs og Skaga- leikflokksins. Framkvæmdastjóri Umferðarráðs: Segir starfi sínu lausu FI. — Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs, hefur sagt starfi sinu lausu, og hefur staðan veriö auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 16. janúar 1978. Pétur verið verið fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs frá stofnun þess 1969, en's.l. 1 1/2 ár hefur hann haft leyfi frá störfum meðan hann gegndi starfi fram- kvæmdastjóra Isl. iðnkynningar, eða þar til 1. hann hóf störf að nýju. Samkvæmt nóvember s.l. er hjá Umferðarráði umferðarlögum ræður framkvæmdanefnd Um- ferðarráðs framkvæmdastjóra ráðsins að fenginni heimild dóms- málaráðherra. Jörð til sölu Háafell i Hliöarhreppi N-Múlasýslu, er nú til sölu. Jörðin er vel fallin til nautgripa og hrossa- búskapar, ræktunarskilyrði góð, mikið framræst land, sæmilegt ibúðarhús, upp- steypt 16 bása fjós og 12 metra votheys- turn, laxveiði. Tilboð æskileg. Upplýsingar i sima 4-03-49. Þorvaldur Jónsson, Kjarrhólma 16, Kópavogi. Höfum fyrirliggjandi: Alternatora, dinamóa og vara- hluti i rafkerfi fyrir Land Rover, Cortinu o.fl. enska bila. Viðgerðir á störturum, alternatorum o.fl. T. SIGURÐSSON & CO. Auðbrekku 63 Kópavogi - Sími 4-37-66 Göngu-V íkingar: Jólaandakt til f jalla A sunnudag veröur haldin jóla- andakt i Víkingsskálanum i Innstadal ef skaplegt veöur verö- ur. Þaö eru Göngu-VIkingar sem standa aö þessari nýbreytni, en deildin var stofnuö s.l. haust sem kunnugt er og hefur þaö að mark- miði, aö gefa ungum sem öldnum kost á aö hviia sig frá borgar- skarkala um stund og ganga um Hengilssvæðiö, jafnvel á fjöll, allt eftir vilja og getu þátttakenda. Jólaandaktin verður kl. 11 á sunnudagsmorgun og verða sungnir jólasálmar og önnur há- tiðlegheit höfð i frammi. Fyrir yngstu lesendurna Káta bjargar hvolpum KOMIN er út hjá Skjaldborg hf. á Akureyri sjöunda Kátu-bókin eftir Hildegard Diessel i þýðingu Magnúsar Kristinssonar og nefn- ist hún Káta bjargar hvolpum. I þessari bók segir frá þvi er Káta bjargar fjórum litlum hvolpum, sem ekki geta verið hjá mömmu sinni, og kemur i ljós, að jafnvel fyrir Kátu er það enginn leikur að útvega hvolpunum samastað. Hvernig fer hún aö þvi? — Lesið um það sjálf. Káta bjargar Rvolpum er 78 blaðsiður. Prentun, setningu og bókband annaðist Prentsmiðja Björns Jónssonar. WRIGLEY’S bekktustu tvssieúmmíframleiðendur heims. Sykurlaust tyggigúmmí. með svalandi og hressandi piparmyntubragði. Nú kynnir Wrigley’s Dentokej með xylitol. Xylitol er náttúrulegt sætiefni, sem notað er í Dentokej til verndar tönnum þínum. REYNDU DENTOKEJ í DAG. ÞAÐ FÆST í NÆSTU BÚÐ. dentokej með xylitol, Sérstaklega gert fyrir tennurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.