Tíminn - 04.01.1978, Síða 4
4
ffiMsmt
Miðvikudagur 4. janúar 1978
Prófkjör Framsóknarfélaganna í Keflavik til bæjarstjórnarkosninganna '78
KYNNING A FRAMB JÓÐBNDUM
Prófkjör Framsókn-
arfélaganna i Keflavik
til bæjarstjórnarkosn-
inganna 1978 fer fram
dagana7. og8. jan. n.k. i
Framsóknarhúsinu i
Keflavik frá kl. 14-22
báða dagana. Á listan-
um eru 9 manns og fer
hér á eftir örstutt kynn-
ing á hverjum þeirra:
Berglfn Bergsdóttir.
Berglln Bergsdóttir, húsmóöir
er fædd aö Bæjarskerjum, Miö-
nesi 4. desember 1945. HUn lauk
námi viö Barna- og unglingaskól-
ann i SandgerBi og stundaöi siöan
vinnu i frystihúsi Miöness hf. um
árabil þar til hún fluttist til Kefla-
vikur áriö 1974. Hún er gift Egg-
erti Gunnarssyni og eiga þau 2
börn.
Birgir Guðnason.
Birgir Guönason málarameist-
arier fæddur I Reykjavfk 14. júli
1939 en ólst upp i Keflavik. Hann
lauk prófi frá Gagnfræðaskólan-
um I Keflavik og siöan Iönskólan-
um sem málarameistari. Aö þvi
loknu stundaöi hann nám 12 ár viö
danskan skóla til aö fullnuma sig
enn frekar I iön sinni. Siöan kom
hann heim til Keflavfkur og setti
á stofn Bifreiðaverkstæöi BG og
hefur rekiö þaö siöan. Birgir er
kvæntur Hörpu Þorvaldsdóttur og
eiga þau 5 börn.
Oddný Mattadóttlr.
Oddný Mattadóttir, húsmóöir,
er fædd i Keflavik 10. janúar 1945.
Hún lauk námi við Barna- og
Gagnfræöaskóla Keflavíkur
starfaöi allmörg ár i verzlun og I
frystihúsi en hefur siöustu árin
starfaö viö afgreiöslu I Islenzkum
Markaöi á Keflavikurflugvelli.
Hún er gift Stefáni Kristjánssyni
og eiga þau 3 börn.
Ari Arnljóts Slgurösson.
Ari Arnljóts Sigurösson er
fæddur að Finnastööum Eyjafiröi
11. mal 1933. Hann starfaöi árum
saman sem verkstjóri I fiskiönaöi
en slöustu árin hefur hann unniö I
verzlun Frihafnarinnar á Kefla-
vikurflugvelli. Ari er kvæntur
Halldóru Jensdóttur og eiga þau 4
börn
Kristinn Danivalsson.
Kristinn Danivalsson bifreiöa-
stjóri er fæddur 30. april 1932 I
Keflavik. Hann lauk venjulegu
skyldunámi viö Barnaskólann I
Keflavik vann i nokkur ár viö
Vörubilastöö Keflavikur en hefur
um allmörg siöustu ár ekiö fólks-
flutningabflum hjá SBK. Kristinn
er kvæntur Vilhelminu Hjaltalln.
Friörik Georgsson.
Hilmar Pétursson.
Friörik Georgsson tollvöröur. er
fæddur i Keflavlk 17. júli 1944.
Hann lauk prófi frá Gagnfræöa-
skóla Keflavikur og slöan Iön-
skólanum og öölaöist réttindi sem
meistari I rafiön 1969 og vann viö
þá iön I nokkur ár. Nú slöustu árin
hefur hann starfaö hjá Tollgæzl-
unni á Keflavlkurflugvelli. Friö-
rik er kvæntur önnu Jónsdóttur
og eiga þau 3 börn.
Siguröur Þorkelsson.
Sigurður Þorkelsson skólastjóri
er fæddur 20.nóv.l940 að Bár i
Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Eftir
venjulegt undirbúningsnám fór
hann I verkfræöideild Háskóla ls-
lands en fór slðan I Kennarahá-
skóla tslands og lauk þar prófi
áriö 19741 uppeldis- og sálarfræöi,
ásamt stæröfræöi. Hann hefur
stundaökennslu I Keflavlk I mörg
ár og er nú settur skólastjóri viö
Gagnfræöaskóla Keflavlkur.
Siguröur er kvæntur Hildi
Haröardóttur og eiga þau 2 börn.
Hilmar Pétursson, skrifstofu-
maöur er fæddur 11. september
19261 Skagafirði. Hann lauk prófi
frá héraösskólönum aö Laugar-
vatni og slöar Samvinnuskólan-
um I Reykjavík. Hann starfaöi
sem gjaldkeri hjá Keflavlkurbæ
nokkur ár en síöar varö hann
skattstjóri um árabil. SIBustu ár-
in hefur hann unniö aö skrifstofu-
störfum. Hann er kvæntur Asdlsi
Jónsdóttur og eiga þau 2 börn.
Guöjón Stefánsson,
Guöjón Stefánsson skrifstofu-
stjóri er fæddur I Sandgeröi 26.
ágúst 1943. Hann stundaði nám
viö Gagnfræðaskólann aö
Laugarvatni og slöar Samvinnu-
skólann aö Bifröst. Hann hefur
starfaö við Kaupfélag Suöurnesja
fyrst við afgreiöslu slöan deildar-
stjórn og slöan 1963 hefur hann
verið skrifstofustjóri kaupfélags-
ins. Guöjón er kvæntur Astu
Ragnheiöi Margeirsdóttur og
eiga þau 3 börn.
Landspítalanum færðar góðar gjafir
FIMMTUDAGINN 29. désember
1977 komu I heimsókn til Land-
spltalans fjórar stjórnarkonur frá
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar
Rauöa kross íslands, þær Helga
Einarsdóttir formaöur deildar-
innar, Katrin ölafsdóttir Hjalte-
sted, Sigurlin Gunnarsdóttir og
Edda Lövdal. Tilefniö var aö af-
henda Landspítalanum aö gjöf
hjartagæzlutæki, þ.e. móöurstöö
fyrir hjartagæzlukerfi. Stööin
samanstendur af sveiflusjá (e.k.
sjónvarpi) og skrifara. Skrifarinn
fer sjálfvirkt I gang og skrifar
niöur mynd af hjartslætti siúk-
HEF
OPNAÐ
endurskoðunarskrifstofu á Húsavik.
Kappkosta að veita góða þjónustu á sviði
bókhalds og reikningsskila.
Guðmundur Friðrik Sigurðsson
löggiltur endurskoðandi
Laugarholti 12, Húsavík.
Sími 96/41305
linga, þegar hjartsláttur þeirra
veröur óreglulegur.
Þetta hjartagæzlukerfi er meö-
al fullkomnustu slikra kerfa, sem
nú er völ á I dag. Tækiö var keypt
hjá Mennen Great-Batch Elec-
tronics INC og kostaöi um 5 millj.
Þá hefur Kvennadeild Reykja-
vlkurdeildar RKI einnig gefiö til
bókasafns sjúklinga I Landspital-
anum bækur fyrir 350.000 kr. á ár-
inu 1977.
Stjórn Landspítalans færir
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar
RKI einlægar þakkir fyrir þann
mikla stuöning sem deildin hefur
veitt Landspltalanum nú sem
fyrr.
ckA \ f
Viö afhendingu hjartagæzlutækisins, sem Kvennadeild RKl hefur gefiö Landspltalanum.