Tíminn - 04.01.1978, Side 5

Tíminn - 04.01.1978, Side 5
ílJIÍ.'AiHH!1 Miövikudagur 4. janúar 1978 5 a viðavangi I alla enda og kanta „Hvaö liður baráttunni fyrir sósialisma á tslandi?” spyr leiðarahöfundur Þjóðviljans i gær og verður að vonum dálit- ið ringlaður við svo viður- hiutamikla fyrirspurn, þótt ekki verði honum með öllu svarafátt. Eftir að hafa lýst veröldinni örfáum orðum, eins og hiín er að mati ieiðarahöfundar, gef- ur hann cftirfarandi heiðræði: ,,Ættu allir þeir sem nefna sig sósialista að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að sér.” Munu margir mæla að hér sé heilt ráðið. En að svo mæltu segir leið- arahöfundur: ,,Á siðustu timum kann mörgum bilifismanni að virð- ast það merkingarlitið að kalla sig sósialista, svo marg- ir og ólikir hópar sem skreyta sig með þeirri nafngift, og sd tið er reyndar fyrir iöngu liðin þegar bezta fólk trúði þvi að sósialisk bylting hlyti undir öllum kringum- stæðum að færa þjökuðum lýð himnariki á jörð og leysa flest mannleg vandamál.” i raun og veru hefur leiðara- höfundur Þjóðviljans með þessum orðum svarað fyrir- spurn sinni endanlega. Annars vegar veit enginn stundinni lengur hvað þetta útjaskaða hugtak „sósialismi” merkir eiginlega nú orðið, vegna þess_ að flestir virðast vilja eigna sér það. Hins vegar eru jafn- vel þeir sem i einlægni leggja trúnað á hugsjónina farnir að draga það mjög i efa að hún muni færa mannkyninu mikla blessun i framkvæmd. Þessar efasemdir styðjast að sjálf- sögðu við hörmulega reynslu sem fengizt hefur af fram- kvæmdinni. Eftirsóttur titill t siðara hluta leiðara sins kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu að „sósialisti” sé sama sem „jafnaðarmaður”. Þetta má rétt vera frá mál- söguiegu sjónarmiði, en allir tslendingar vita að áratugum saman hefur ekki verið lögð sania merking i þessi tvö orð hérá landi. „Jafnaðarmaður” hefur verið notað i merking- unni: Alþýðuflokksmaður — krati — sósfaldemókrat, en „sósialisti” i merkingunni: marxisti — kommúnisti — sá scm aðhyllist allsherjarþjóð- nýtingu og alræði öreiganna eða m.ö.o. flokksins. t hugleiðingum leiðarahöf- undar Þjóðviljans um þetta efni kemur fram að á rit- stjórnarskrifstofum Miögarðs hf. rikja nú i alveldi hefðbund- in sjónarmið sósialdemó- krata, en fáar stjórnmála- hreyfingar hafa notið jafnlit- illar hrifningar Þjóðvilja- manna fram til siðustu ára. Er nú fróðlegt að sjá og heyra hvernig Alþýðuflokks- menn taka þessum sinnaskipt- um Alþýðubandalagsins, en það er sjálfur formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins sem er höfundur þessa krataleiðara. Hvort mun Alþýðuflokkurinn fagna eða fyrtast við, eða munu kratarnir endast til þess að leggja trúnað á hollustuyfir- lýsinguna yfirleitt? En hvað segja kratarnir? Það er ljóst fyrir löngu að hugmyndaleg leit þeirra sem til skamms tima kenndu sig við sósialisma og Karl Marx er orðin harla örvæntingarfull. Leiðari Þjóðviljans i gær gef- ur til kynna að Alþýðubanda- lagið hefur áhuga á þvi að veröa krataflokkur. Stendur sá ásetningur vafalitið að ein- hverju leyti i sambandi við áhuga Alþýðubandalags- manna á þvi að drepa Alþýðu- flok kinn. Hætter nú við að allmargir flokksmenn i Alþýðubanda- laginu séu leiða rahöfundi Þjóðviljans siður en svo sam- mála um ágæti þess að vera krati. Og við þvi má svo sem búast að kratarnir sjálfir séu miður glaðir við þennan ný- stárlega félagsskap. Aðrir hafa alla ástæðu til að fagna þvi ef Alþýðubandalagið lýsti þvi yfir í eitt skipti fyrir öll að það og allir fuiltrúar þess séu fallnir frá trú sinni á „kórrétt- an” marxisma, byltingar- hreyfingar og alræði „öreiga- flokksins”, — og sýndu það siðan iverki að þeir aðhyllast lýðfrjálst velferðarsamfélag af heilum hug, þótt róttækir reyni að vera innan þess ramma. Vilja fá að vera „kommar” Von sem þessi á þvi miöur alllangt i það að geta rætzt. Vitað er að innan Alþýðu- bandalagsins eru menn allra sizt samdóma um það að vera eða verða kratar. Flestir i þeim herbúðum vilja halda áfrain að vera „kommar” og þeim finnst, níörgum hverjum a.m.k. heiður að þeirri nafn- gift. 1 flokki „sósialistanna” eru menn hins vegar að þvi er virðist orðnir sammála um þaö að bera kápuna á báðum öxium, slá úr og i um raun- verulegt innihald og merkingu margorðrar stefnuskrár sinn- ar og vera sannarlega opnir i alla enda og kanta, ef slikt gæti orðið til þess að þeim féllu einhver ný óánægjuat- kvæði i hlut. JS Skipuð stjórn Þj óðhátí ðar sj óðs GV— Af alþingi hafa verið kosnir I stjórn Þjóðhátiðarsjóðs sam- kvæmt 6. grein skipulagsskrár fyrir Þjóðhátiðarsjóö Gisli Jóns- son, menntaskólakennari, Ey- steinn Jónsson fyrrv. ráðherra og Gils Guðmundsson alþingismað- ur. 1 varastjórn sjóðsins voru kosn- ir af alþingi Erna Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt, Ásgeir Bjarnason, forseti sameinaðs al- þingis, og Arni Björnsson þjóö- háttafræðingur. Rikisstjórn ts- lands hefur tilnefnt Björn Bjarna- son skrifstofustjóra forsætisráðu- neytisins, til setu f stjórninni, og hefur forsætisráðherra skipaö hann formann sjóðsstjórnar. Rikisstjórnin tilnefndi Þór Magn- ússon, þjóðminjavörð, sem vara- mann Björns I stjórninni. Seðlabanki tslands hefur til- nefnt Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóra, sem sjóösstjórnar mann, og Guðmundur Hjartar- son, seðlabankastjóri, hefur verið tilnefndur varamaður Jóhannes- ar Nordal. Bifreiðaeigendur Athugið! Við lagfærum hemla á öilum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfrem- ur almennar viðgerðir ef óskað er. Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiðá á mjög hag- stæðu verði. , Stilling hf. Skeifan 11 — Simi 3-13-40 pwMmnMiii I V.íUs' i. '1 Eftirtaldar stöður ers lausar til umsóknar við nýja heilsugæslustöð að Asparfeili 12 i Breiðholti: A. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR. B. LÆKNARITARI. Leikni I vélritun, gott vald á Islensku og nokkur tungumálakunnátta áskilin. Starfsreynsla æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningum Hjúkrunarfélags Islands og Starfsmanna- félags Reykjavikurborgar við Reykja- vikurborg. Umsóknir sendist skrifstofu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavikur fyrir 13. janúar nk. U ■fív k n m % m Vy*. •f-V- ■y-’ v>> Heiísuverndarstöð Reykjavikur £ 'if- Tíu hljóta fálkaorðu A nýársdag sæmdi forseti Is- lands eftirtalda menn riddara- krossi hinnar islenzku fálkaorðu: Frú önnu Bjarnadóttur, fv. kennara, fyrir fræöslu- og félags- málastörf. Frú Geirþrúöi Asgeirsdóttur, hjúkrunarkonu, fyrir hjúkrunar- og liknarstörf. Ingimar Finnbjörnsson, fv. út- gerðarmann, Hnifsdal, fyrir sjávarútvegs- og félagsmála- störf. Ingólf Daviðsson, grasafræð- ing, mag. scient., fyrir fræöslu- og ritstörf á sviöi náttúrufræði. Jón Nordal, skólastjóra Tón- listarskólans I Reykjavik, fyrir tónlistarstörf. Magnús Runólfsson, frv. skip- stjóra, fyrir skipstjórn og störf aö félagsmálum. Frú Sesselju Jónsdóttur, Dals- mynni, Noröurárdal, Mýrasýslu, fyrir aöhlynningu feröafólks um langt skeið. Frú Þóru Jónsdóttur fyrir félags- og menningarmálastörf. Þorvald Brynjólfsson, kirkju- smiö, Hrafnabjörgum, Hval- fjarðarstrandarhreppi, fyrir kirkjusmiði. Ævar R. Kvaran, leikara, fyrir leiklistarstörf. Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 • Simar 82033 • 82180 Hitablásarar úrvals þýskir hitablásarar, 3 stærðir. Hitaaf köst 22-75 þús. kcal./h.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.