Tíminn - 04.01.1978, Qupperneq 9

Tíminn - 04.01.1978, Qupperneq 9
Miövikudagur 4. janúar 1978 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar §iöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftij- kl. 20.00: 86387. Verð Ilausasölu kr. 80.00. Áskriftargjal^ kr. 1.500.0 mánuöi. - BlaSaprent h.f. Upp úr áramótum Um áramót rikir viðast glaumur og gleði. Þá er tilhald i mat og drykk. Eldar eru tendraðir i bál- köstum sums staðar jafnvel á fjöllum uppi ártöl letruð á hliðar sem blasa við augum manna og marglitir flugeldar hrislast yfir bæjum og byggð- um. Langflestir leitast við að létta af sér fargi rúm- helgarinnar. Og þó eru einnig til þeir sem það er um megn sökum áfalla af einhverju tagi eða ófarnaðar, er þeir hafa ratað i. Mitt i þeim fyrirgangi sem setur svip sinn á ára- mótin eru einnig töluð alvöruorð sem ætlað er að ná eyrum fólks og verða þvi umhugsunarefni, kannski ekki sizt eftir á. Forseti landsins ávarpar þjóðina og biskupinn flytur nýárspredikun sina. Stjórnmála- foringjamir lýsa viðhorfum sinum leggja dóm á það sem gerzt hefur á liðnu ári og fjalla um það er fram undan sýnist vera. Forsvarsmenn helztu atvinnu- greina og fjöldasamtaka koma sinum vonum og áhyggjuefnum umbjóðenda sinna til skila. Þannig eru áramótin sú stund er allir þeir sem til forsjár hafa verið valdir umfram aðra menn og mestur trúnaður veittur, gera upp reikninga við lið- inn tima og brýna fyrir samtið sinni hvað úrskeiðis hefur farið hvað varast ber og við hvað verður að takast á. Sumir þeirra hafa traust og tiltrú alþjóðar og ekki einvörðungu af þvi hvaða stöður eða em- bætti þeir skipa, heldur af þvi að þeir eru menn þeirrar gerðar sem hæfa hinum mestú mannafor- ráðum. Hér er ekki rúm til þess að rif ja upp varnaðarorð þessara manna nema hvað drepa má á örfáar setningar i áramótahugleiðingum þeirra sem standa utan og ofan við stjórnmálaþrasið og hags- munastreituna forseta landsins og biskups. Báðir drápu þeir á verðbólguna. Forsetinn gerði það með svofelldum orðum: ,,Þvi miður fáum vér ekki leyst oss undan þvi ámæli að hafa alið þennan ófögnuð árum og áratug- um saman i meira óhófi en flestir aðrir, unz svo er komið sem komið er. Mikil er sú fyrirmunun, að skepnan skuli verða þvilikur ofjarl skapara sinum og er litil bót i máli þótt þess séu fleiri hrikaleg dæmi i mannheimi einsog þegar þjóðirnar segjast vilja takmarka hergagnaframleiðslu um leið og þær vigbúast geipilegar en nokkru sinni fyrr. Það er engu likara en vopnin æxluðust af sjálfs dáðum þvert ofan i vilja mannanna. Eitthvað svipað gæti sýnzt um verðbólguna á íslandi. En þvi tek ég þannig til orða, að enginn á landi voru lætur á sannast að hann íordæmi ekki verð- bólguna og allt hennar athæfi”. Biskupinn sagði i nýárspredikun sinni: , , Vita menn ekki að það er hægara að bjóða upp i dans en kalla til átaka við sinn verri mann? Og hver er stefnan i þjóðaruppeldinu þegar á heildina er lit- ið? Hver eru áhrifin sem flæða inn á heimilin i land- inu að opinberri tilstuðlan? Hver eru musterin sem ungdómur landsins á að sækja sér til lifsfyllingar og mótunar? Menn segja, að verðbólgan eigi alla sök á meinsemdumþjóðfélagsins. En hvaðan er hún? Og hvernig verður hún læknuð? Ég hélt,að hún og það hugarfar sem hún mótar stæði i einhverju sam- bandi við sálarlif fólks. Og sálarlif skiptir engu máli i fræðum vorra daga”. Hvort tveggja má hugsa um ef þjóðin hefur vilja á að hysja upp um sig brækurnar — kvörnina sem snýst i trássi við þann er setti hana af stað og foröktunina á uppeldi er horfir til þess að gera manninn að manni. —JH ERLENT YFIRLIT Hernaðarleg íhlutun Castros í Afríku Verður hann fyrir sama áfalli og Portúglar? Castro ÞÓTT Kúba sé I hópi van- þröaöra rikja og hafi þurft og þurfi á mikilli efnahagslegri aöstoð Sovétrikjanna og fleiri kommúnistarikja aö halda, leggur ekkert riki nú meira af mörkum til hernaöarlegrar Ihlutunar I Afrlku. Auk þess aö hafa 19 þúsund manna her I Angola, hefur Kúba fleiri eöa færri hernaöarlega sér- fræöinga I a.m.k. ellefu Afríku-löndum öörum. Sumir fréttaskýrendur gizka á, aö Castro, einræöisherra á Kúbu, geri þetta aö undirlagi leiö- toga Sovétrlkjanna og meö fjárhagslegri aöstoö þeirra, þar sem þeir telji, aö slik ihlutun Kúbu mælist betur fyr- ir, en ef um beina Ihlutun Sovétrlkjanna væri aö ræöa. Aörir fréttaskýrendur telja, aö Castro ráöi sjálfur mestu um þetta, en hins vegar láti Rússar sér þetta vel llka og styrki hann til þessarar Ihlutunar. Castro reyndi I fyrstu aö beita sér fyrir beinni og óbeinni íhlutun um málefni rlkjanna I latnesku Amerlku, en náöi litlum eöa engum árangri þar. Hann viröist telja jaröveginn betri I Afriku. í ýmsum tilfellum er þaö vafa- laust rétt, aö sjálfstæöis- hreyfingar eöa sósíalískar hreyfingar I Afrlku, telja betra aö fá aöstoö frá smárlki eins og Kúbu en frá risa- veldunum, því aö þær geti frekar oröiö háöar hinum slöarnefndu. Ýmsir fréttaskýrendur eru nú farnir aö ræöa um, aö Castro hafi gengiö svo langt I þessu, aö hann sé búinn aö reisa sér huröarás um öxl, og jafnvel geti fariö fyrir honum eins og Bandarlkjamönnum I Vletnam. Fleiri telja hitt lik- legra, aö endalokin hjá honum geti oröiö svipuö og hjá Portú- gölum I Afrlku. Þeir sátu þar meðan sætt var og uröu svo aö hröklast þaöan meö litilli sæmd. KÚBUMENN segjast ekkert óttast þetta, enda vaki allt annaö fyrir þeim en Portúgöl- um. Þeir stefni ekki aö ný- lendustjórn eins og Portúgal- ir, heldur séu aö hjálpa sóslal- Iskum hreyfingum til aö ná völdum. Aö þvl loknu munu þeir draga sig I hlé. En þaö getur sýnzt auöveldara sagt en gert. Um þaö vitnar Angola bezt. Kúbumenn sendu þangaö um 16 þúsund manna herliö haustiö 1975 til þess aö styrkja þá sjálfstæöishreyfinguna þar, sem var þeim mest aö skapi, MPLA-hreyfinguna. Hún virtist hafa unniö fullan sigur snemma árs 1976 og heföi þá veriö eölilegt, aö Kúbumenn kölluöu herliö sitt heim, enda gáfu þeir þaö þá óspart til kynna, aö þaö væri ætlun þeirra. En kúbanska herliöiö er enn I Angola og hef- ur aldrei veriö fjölmennara þar en nú. Taliö er, aö Kúba hafi nú I Angola um 19 þúsund manna herliö, auk 4000 sér- fræöinga, sem aöstoöa viö borgaralega stjórn. Ástæöan er sú, aö ekki hefur tekizt aö bæla niöur til fulls sjálfstæöis- hreyfingarnar, sem á slnum tlma kepptu viö MPLA, þ.e. FNLA og UNITA, sem voru andvlgar kommúnistum. Þær ráöa enn allstórum landshlut- um og hafa aö undanförnu frekar færzt I aukana, en hiö gagnstæöa. Kúbumenn hafa þvi oröiö aö senda aukiö herliö til Angola til þess aö verja ríkisstjórn MPLA-hreyfingar- innar falli. ÞRATT FYRIR þaö, aö Kúbumenn hafa oröiö aö auka herliö sitt I Angola, hafa þeir komiö vtöar viö I Afrlku á sama tlma. Þaö er taliö, aö þeir hafi nú hernaöaríega ráöunauta I ellefu öörum Afrlkurlkjum, eöa sem hér segir. Guinea 300-500, Gui- nea-Bissau 100-200, Sierra Le- one 100-125, Benin 10-20, Equat.-Guinea 300-400, Kongo 300, Libýa 100-125, Eþlópla 400, Uganda 25, Malagasí-lýöveld- iö (áöur Madagaskar) 30, Mosambik 450. Auk þess hafa Kúbumenn borgaralega sér- fræöinga I ýmsum þessara landa, auk 300-500 I Tanzanfu, en sumir sérfræöingar þar eru taldir einnig hernaöarlegir sérfræöingar. SÉU þessar tölur nokkurn veginn réttar, hefur Kúba nú samtals um 24 þús. hermenn og hernaöarlega sérfræöinga I Afrlku, auk allmargra borgaralegra sérfræöinga. Kostnaöurinn viö þessa íhlut- un, hlýtur að vera geysilega mikill, og næstum útilokaö aö Kúba geti risiö undir honum, nema til komi mikil fjárhags- leg aöstoö annars staöar frá. Viö þetta bætist lika, aö Kúba hefur búiö viö erfið viöskipta- kjör aö undanförnu. Sykurinn, sem er aöalútflutningsvara landsins, hefur falliö I veröi. Sovétrikin og önnur kommún- istariki i Austur-Evrópu hafa hlaupiö undir bagga meö þvl aö kaupa sykur frá Kúbu á hærra veröi en heims- markaösverö hefur veriö aö undanförnu. A þennan og ann- an hátt hafa kommúnistarikin I Austur-Evrópu veitt Kúbu mikinn fjárhagslegan stuön- ing og gert þeim ihlutunina i Afriku fjárhagslega mögu- lega. Þegar Carter kom til valda, var þaö ætlun hans aö bæta sambúöina viö Kúbu og koma á aftur eölilegu stjórnmála- sambandi milli landanna. Þaö skilyröi var hins vegar sett fyrir þessu, aö Kúba kallaöi heim herliö sitt frá Angola. Um skeiö virtust horfur á aö þessu skilyrði myndi veröa fullnægt, en ástandiö I Angola hefur komiö i veg fyrir þaö. Meöan þannig er ástatt, aö Kúba eykur hernaöarlega Ihlutun I Afrlku, getur oröiö erfitt fyrir bandarlsk stjórnarvöld aö breyta veru- lega afstöðunni til Kúbu frá þvi, sem nú er. Þ.Þ. QUINEA 300-500, mostly military advlsers QUINEA-BI8SAU 100-200, two-thlrda military advisera SIERRA LEONE 100-125 milltary advisars BENIN 10-20 security advisers EQUAT. QUINEA 300-400, half military advisers CONQO 300 military advisers, 100-150 civilian technicians ANGOLA 19,000 military, 4000civilian advisers Sovrct:US Governmant LIBYA 100-125 military personnel ETHIOPIA 400mUitary, 150civillan advisers UQANDA Posslbly 25 militaryadvisers TANZANIA 350-500 technical, and possibly tome military.advisers malAqasv 30military advisers MOZAMBIQUE 450-600 mllitary advi8ers,150civilian technicians Mynd þessi birtist nýlega f The Economist og sýnir hernaðarlega Ihlutun Kúbu 1 Afriku

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.