Tíminn - 04.01.1978, Page 13

Tíminn - 04.01.1978, Page 13
Miövikudagur 4. janúar 1978 op. 27 nr. 1 i cis-moll og nr. 2 i Des-dúr, Scerzo nr. 2 i b- moll op. 31. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Hottabych” eftir Lazar Lagin.Oddný Thorsteinsson les þýðingu sina (12). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestur i útvarpssal: Det- lev Kraus prófessor frá Hamborgleikur á pianó Til- brigði og fúgu eftir Brahms um stef eftir Handel. 20.00 Á vegamótum Stefania Traustadóttir sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 Dómsmál Björn Helga- son hæstaréttarritari segir frá. 21.00 Tvisöngur i útvarpssai: Sigriður E. Magnúsdóttir og Simon Vaughan syngja Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 21.20 „Fimmstrengjaljóð” Hjörtur Pálsson les úr nýrri bók sinni. 21.35 Kammertónlist a. Blásarakvintett i e-moll eft- ir Franz Danzi. b. Sepett eftir Paul Hindemith. Hljóðfæraleikarar útvarps- ins i Baden-Baden flytja. 22.05 Kvöldsagan: Minningar Ara Arnalds Einar Laxness les (9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 4. janúar 18.00 Daglegt iif i dýragaröi v Tékkneskur myndaflokkur. 4. þáttur. 18.10 Björninn JókiBandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 18.35 Cook skipstjóri Bresk myndasaga. 13. og 14. þátt- ur. 19.00 On We Go Ensku- kennsla. 10. þáttur frum- sýndur. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsindar og dagskrá 20.30 Alice og Titti (L) Mæðgurnar Alice Babs og Titti Breitholtz syngja m.a. sex lög eftir Duke Ellington. Jasshljómsveit Nisse Lind- bergs leikur. (Týordvision — Sænska sjónvarpið) 21.20 Fiskimennirnir (L) Danskur sjónvarpsmynda- flokkur i sex þáttum, byggð- ur á skáldsögu eftir Hans Kirk. 4. þáttur. Sælir eru fátækir Efni þriðja þáttar: Syndsamlegt athæfi Lausts Sands og stjúpdóttur hans er mesta vandamál, sem fiskimennirnir eiga við að striða, enn sem komiö er. En nú er Anton Knopper orðinn ástfanginn af Katrinu á kránni, og það list mönnum illa á. En lifiö er ekki eintóm armæða. Fiski- mennirnir reisa safnaðar- heimili, þar sem þeir sam- einast i trúariðkun. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.20 Barbarossa-áætlunin Bresk heimildamynd um aðdragandann að innrás þýska hersins I Rússland I siöari heimssyrjöldinni sem gerð var þrátt fyrir griðasáttmála Hitlers og Stalins. Meöal annars lýsir Albert Speer fyrirætlunum Hitlers með innrásinni, en með henni urðu þáttaskil I ófriðnum mikla. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.10 Dagskrárlok UJIilMi 13 David Graham Phillips: 105 SUSANNA LENOX að koma töskunum í réttan áfangastað og færu síðan leiðar sinnar með strætisvagni fyrir tíu sent. Þau fengu stórt og viðkunnanlegt herbergi með baði og áttu að borga f jóra dali á dag. Spenser staðhæfði að það væri ó- dýrt. Súsanna lét í Ijós áhyggjur sínar — þau væru ekki búin að vera nema eina klukkustund í New York og þó hefðu þau þegar eytt tíu dölum og hún vissi ekki hvað miklu í smápeningum. Roderick hafði verið óspar á drykkjupeningana, því að hann vissi að það var kallað rikmannlegt, þótt ríkir menn viti venjulega allt of vel, hvert er gildi peninganna til þess að þeir sói þeim að þarf lausu. Þau mötuðust í veitingasal gistihússins og fóru síðan út að virða fyrir sér það ríki sem þau voru komin til að leggja undir sig og slá eign sinni á. Þau lögðu leið sína upp Breiðstræti að Fjórtándugötu, villtust í Ijósadýrðinni á Syðra-Sambandstorginu og komust ekki aftur í mann- haf aðalgötunnar fyrr en eftir talsvert rangl. Þau gengu nú hinn tiltölulega kyrrláta kafla frá Sambandstorgi að Þrítugustu-og-f jorðu-götu, þar sem við þeim blöstu öll undur kvöldanna í New York. Þau störðu forviða á loft- brautina sem hlumdi undir hvæsandi lestinni hátt yfir höfði þeirra. Þau gengu yfir Greelytorg en þá mætti þeim þar svo heillandi sjón að þau féllu alveg í stafi: gata sem á furðulegasta hátt var uppljómuð raf lýstum spjöldum af öllum stærðum og litum svo að þar var bjart eins og um hádag. Á gangstéttunum var aragrúi fólks flest eins prúðbúið og fyrirfólkið i Cincinnati. Þarna var hvert leikhúsið við annað og í Fertugustu-og-annarri- götu voru leikhús hvert sem litið var. Hér — hér gat ekki veriðerf itt að koma leikriti á f ramfærlannar eins f jöldi og hér var af leikhúsum sem öll þurf u auðvitað á nýjum leikritum að halda. Þau ræddu um það að fara í leikhús en afréðu þó að gera það ekki því að þau voru þreytt eftir ferðalagið og öll þau undur sem fyrir þau hafði borið. ,,Ég hef aldrei á ævi minni komið inn í sannnefnt leikhús”, sagði Sú- sanna.,, Ég verð að geta notið þess verulega vel þegar ég fer í leikhús í fyrsta skipti”. „Já", sagði Roderick. „Það er rétt. Til dæmis annað kvöld. Það verður ógleymanlegt". Og þau lásu aug- lýsingarnar á hinum skrautlegu spjöldum. horfðu í búðargluggana og ömbruðu hægt og hægt heim undir gistihúsið. Þegar þau voru komin aftur yfir Sambands- torgið sagði Spenser: „Hefurðu tekið eftir því hvað hér er mikið af götustelpum. Við erum búin að mæta mörg- um þúsundum. Finnst þér það ekki hræðilegt?" „Jú", sagði Súsanna. Aldrei gætir þú hugsað þér að lifa sliku lífi", sagði hann. Hún leit beint framan í hann. „Jú" sagði hún. „Ég hef gert það". Hann nam snögglega staðar og svipbrigði hans ollu henni andþrengslum. En hún horfði á hann án þess að láta sér bregða.,, Hvers vegna segirðu mér þetta!" sagði hann. „Þetta er ekki rétt. Þetta getur ekki verið rétt. Þú getur ekki átt við það sama og ég". „Jú, þetta er rétt". „ Ég hef ði átt að vita þetta! Ég hef ði átt að vita þetta!" hrópaði hann. „Ég komst að því hver þú varst strax um kvöldið, er ég kom heim f rá Carrollton. Þeir höf ðu símað um strokið. Svo að ég vissi hvernig allt var í pottinn bú- ið". „Með mömmu?" spurði hún, „e r það það sem þú átt við?" „O-o þú þarft ekki að skammast þín svona", sagði hann fullur veglyndis og meðaumkunar. „Ég skammast mín ekkert", sagði hún. En hún skýrði það ekki fyrir honum að svipbriaði hennar stöf uðu af því hve hún kveið því að hann ætlaði að neyða hana til þess að blygðast sín fyrir móður sína. „Nei, ég býst við að það sé rétt", sagði hann æf ur yf ir þessari nýju sönnun um skort á kvenlegri blygðunar- semi. „Þaðer sjálfsagt ekki réttaf mér að ásaka þig. Þú ert með þessum ósköpum fædd — án siðferðiskenndar." „Já, það er sennilegt", sagði hún þreytulega. „ Ef þú hefðir bara logið að mér — verið ósannsögul í þetta eina skipti " sagði hann. „Þá hefðirðu ekki feykt vonum mínum út í veður og vind. Þá hefðir þú ekki kæft ást mína." Hún nálfölnaði. Onnur svipbreyting sást ekki. ,, Ég er ekki að seg ja að ég elski þig ekki lengur", f lýtti hann sér að bæta við. „En þó ekki á sama hátt og áður. Og það getur aldrei orðið". Hann lagði báða lófana að vanga hennar. „Ó hve þetta andliter fallegt", sagði hann „mjúkt og sællegt! Og aug- un — ó, hve þau eru skær og sakleysisleg! Hvar sést það? Hvar sést það? Það hlýtur að sjást einhvers staðar". „Hvað Roderick?" „Skarnið". Það sáust ekki nein svipbrigði á andliti hennar nema hvað drættirnir dýpkuðu og dauft þjáningarf ullt biðjandi bros færðist yfir varir hennar. Hún mælti: „Ef til vill hefur ástin þvegið það af — ef það hefur nokkurn tíma hrinið á mér. Mér fannst það ekki hrina á mér — fremur en óhreindindin í herberginu mínu þegar ég var að þvo það." „Svona máttu ekki tala. Og þú ert róleg! Þú hvorki grætur né reiðist". „Þetta er svo— svo fyrnt — og dautt. Mér finnst þetta haf a verið einhver önnur. Og það var lika Roderick". Hann hristi höfuðið og hleypti í brúnirnar. „Við skul- um ekki tala um þetta" sagði hann hranalega. „Bara að ég gæti líka hætt að hugsa um það!" Hún bældi sjálfa sig niður eins og hún gat því að hún átti þó að búa i sömu stofu og hann. Hún forðaðist að auðsýna honum blíðuhót eða láta í Ijós ákafa löngun sína til þess að hann mýkti sár hennar. Henni kom ekki dúr á auga um nóttina og stundum áræddi hún að gæla við hann blítt og varfærnislega þegar hún var viss um að hann svæf i. Um morguninn lét hún sem hún væri í fasta svef ni og það var ekki f yrr en hann hafði kallað fvívegis til hennar að hún gaf til kynna að hún vakti. Snöggt augnatillit færði henni héim sanninn um það sem rödd hans hafði látið hana gruna. Andlit hennar var fölt og órætt en hjartað barðist i brjósti hennar með sárum kvalafullum slögum. En vonir hennar voru enn ólamaðar því að ást hennar var heil og f ölskvalaus. Skap hans myndi áreiðanlega mýkjasþhann myndi fyrirgefa henni. Um kvöldið fóru þau í leikhús — sáu Modjestu leika í „Mögdu". Súsanna hafði ekki komið í leikhús fyrr — eða neitt er því nafni gat kallazt. Eina stofnunin í Sutherland sem nálgaðist það að geta kallazt leikhús var Frimúrarahöll- in. Þar var leiksvið fyrir öðrum enda samkomusalsins og þar sýndu farandleikarar stundum lélega leiki. Fólk úr efnastéttunum sótti ekki þessar leiksýningar, að minnsta kosti ekki konur. Það var eindregin skoðun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.