Tíminn - 04.01.1978, Síða 19

Tíminn - 04.01.1978, Síða 19
Miðvikudagur 4. janúar 1978 19 flokksstarfið Keflavík Fundur verður i Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 5. janúar og hefst kl. 20.30. Frambjóðendur 1 prófkjörinu til bæjarstjórnarkosninga kynntir og ræða þeir ýmis áhugamál sin varðandi stjórn bæjarmála. Allir velkomnir. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Keflavik. Nýir aðal dansarar i Hnotubrjótnum AÞ — Næstkomandi födtudag verður sjötta sýning á Hnotu- brjótnum i Þjóðleikhúsinu. Það má segja að um nýja frumsýningu sé að ræða, þar sem miklar breytingar verða á hlutverkaskipan. Auður Bjarnadóttir dansar i fyrsta skipti hlutverk Plómudisar- innar með finnska gestinum Matti Tikkanen, en hann dans- ar prins disarinnar. Hlutverk Snædrottningarinnar og snæ- kóngsins dansa þá einnig i fyrsta sinn, Asdis Magnús- dóttir og Þórarinn Baldvins- son. Ymsar fleiri breytingar verða t.d. dansar Helga Bern- hard nú forystuhlutverkið i Blómavalsinum, Misti McKee Judy i fyrsta þætti, Ólafia Bjarnleifsdóttir i indverska dansinum og Guðmunda Jó- hannesdóttir i. rússneska dansinum. Við búið er að fleiri breytingar verði á hlutverka- skipan. Matti Tikkanen er nú i fyrsta skipti gestur Þjóðleik- hússins og tslenzka dans- flokksins. Haun er i hópi fremstu dansara Norðurlanda og hefur verið aðaldansari finnsku óperunnar, óperunnar i Zúrich og Houston Ballet i Bandarikjunum, svo eitthvað sé nefnt. Hnotubrjóturinn hefur feng- ið mjög góðar viðtökur og hver miði verið seldur á sýn- ingarnar og svo er einnig á föstudaginn. Athygli skal vak- in á þvi, að aðeins geta orðið tvær siðdegissýningar á Hnötubrjótnum sem höföar jafnt til barna og fullorðinna. Sýningar geta heldur ekki ver- ið nema frameftir janúar vegna gestanna, sem taka þátt i Hnotubrjótnum. Nú verða allir ökumenn bifhjóla að hafa hlífðarhjálma Nú um áramótin tóku gildi laga- ákvæði sem skylda ökumenn léttra bifhjóla, bifhjóla og far- þega bifhjóla sem eru 12 ára og eldri að hafa hlíföarhjálma við akstur. Lög þessa efnis voru sam- þykkt á Alþingi 5. maí 1977. 1 rannsókn norska yfirlæknisins dr. Olaf Bö á afleiðingum um- feröarslysa hjá ökumönnum og farþegum bifhjóla kom fram að hlifðarhjálmar drógu úr meiðsl- um hjá 80% af þeim sem notuðu hjálma og björguðu mannslifi i 15% tilvika. 1 skýrslu vinnuhóps er starfaði á vegum norræna um- ferðaröryggisj-áðsins kom fram að eigi væri að vænta æskilegrar aukningar á notkun hjálma með fræðslu- og upplýsingastarfi einu saman, til sliks þyrfti að lögbjóða notkun þeirra samhliða aukinni fræðslu. Notkun hlifðarhjálma hefur nú verið lögboðin f Dan- mörku, Noregi, Svfþjóð og Finn- landi auk margra annarra landa Evrópu. Hér á landi hafa ekki enn verið settar reglur um viðurkenningu hjálma, en Umferðarráð vill mæla með notkun hjálma er hlot- ið hafa viðurkenningu „Dansk, Finnsk, eða Svensk Standard” og/eða með merki Efnahags- bandalagsins. Þeim sem kaupa hlifðarhjálma er bent á að kaupa hjálma með áberandi lit þannig að þeir sjáist Afsalsbréf innfærð 24/10 — 28/10 — 1977: Haukur Pétursson h.f. selur Ragnari Ingibergssyni bilskúr nr. 15 að Dúfnahólum 2-6. Guðriður Inga Eliasd. og Gunnar Jóhannss. selja Haraldi Aðalsteinss. hl. i Snorrabraut 48. Frans og Gunnar s.f. selja Jóni Asgeirss. hl. i Flúðaseli 74. Sigmar Björnsson selur Helga Friðrikss. hl. i Kleppsvegi 34. Borgarplast h.f. selur Guöm. Agúst Péturss. hl. i Stuðlaseli 29. Þórdis Siguröard. selur Bryn- hildi Sigurðard. húseignina Urðarstig 4. SeglagerðinÆgirselur Seifi h.f. hl. i Gramdagarði 13. Ami H. Guðmundsson selur Kára Guðmundss. hl. i Barónsstig 57. Hörður Gunnarsson selur Guðna Kárasyni hl. i Hverfisg. 112A. Borghildur Jónsd. selur Hrafn- hildi Jakobsd. hl. i Kleppsvegi 4. Gisli GrétarSólonss. selur Auði Guðmundsd. hl. i Laugateig 16. Valur Einarsson selur Olgu Mörk hl. i Bergþórugötu 15A. Þorvaldur S. Jóhannesson selur ömari Gauki Jónss. hl. i Eyja- bakka 1. Hjörtur Jóhannsson selur Hirti Jóhannssyni Háteigsv. 25 I Stór- holti 30. RagnheiðurStefánsd. o.fl. selja Gunnari Arnasyni hl. i Flókagötu 5. Marius Guðmundsson selur Sveini Skúlasyni hl. i Sörlaskjóli 40. Hiidur H. Þorfinnsd. selur Ólaf- iu Hafliðad. húsiö Lyngholtsvik v/Suðurlandsbraut. Hjörtur Friöberg Jónsson selur Hafsteini Hjartarsyni fasteignina Barönsstlg 22. Viöurkenning Efnahagsbandalagsins. Talan fyrir aftan bókstafinn E segir til um í hvaöa landi hjálmurinn er viöurkenndur. 5DS5 Dansk Standard Finsk Standard Svensk Standard sem best I umferðinni, þ.e. gulum eða orangelit. Jafnframt er æski- legt að kaupa hlifðargleraugu um leið og hjálmurinn er keyptur svo hvort tveggja passa saman. 1 lagaákvæðum þeim, er tóku gildi 1. janúar og skylda ökumenn léttra bifhjóla, bifhjóla og far- þega bifhjóla 12 ára og eldri segir að þó sé eigi skylt að nota hllfðar- hjálma við akstur á bifreiðastæö- um, við benslnstöðvar eða viö- gerðarverkstæöi/ eða þar sem svipað stendur á. Björn Þorsteinss. selur Asdisi Karlsd. hl. i Kleppsvegi 124. Llneik Jónsdóttir o.fl. selja Oddgeiri Guðfinnss. hl. I-Aspar- felli 10. Kristveig Björnsd. selur Reyni Astþórss. hl. i Hverfisg. 106A. Elisabet Helgad. selur ólafi Ingimarss. hl. i Álfheimum 9. Kristján Erlendss. selur Ragn- hildi Asmundsd. hl. i Hraunbæ 146. Benedikt Grimss. og Þórdis Gunnarsd. selja Helgu Hauksd. hl. I Bjargarstig 6. Reykhúsið h.f. selur Haraldi Guðjónss. húseignina Grettisgötu 50B. Jóhann Jónsson selur Einari Kristinss. og Kristni Vilhjálmss. hl. í Kirkjuteig 19. Mosfell h.f. selur Leó Agústss. hl. I Flúðaseli 63. Sæmundur Guðveigsson selur Guðbjörgu Guðmundsd. og Jó- hanni Daviðss. hl. I Skarphéöinsg. 4. Bjarni Jónsson selur Eiöi Arna- syni hl. i Hátúni 3. Guðný Ardal selur Ágústu Jó- hannsd. hl. I Meistaravöllum 5. Sólveig Kaldalóns Jónsd. selur Ama ólafss. hl. i Blönduhlíö 2. Lilja A.K.Schopka o.fl. selja Félagi einst. foreldra húseignina Skeljanes 6. Byggingafel. Einhamar selur Ama Asgeirss. hl. i Austurbergi 10. Róbert Þ. Bender selur MarkúsiGuöjónss. hl. i Fellsmúla 20. ísleifur Sumarliöason selur Þóroddi Th. Sigurðss. hl. i Hjarðarhaga 40. Ragnheiður Einarsd. selur Jakob Hafstein hl. I Grenimel 1. Sigrlöur ólafsd. o.fl. selja Ólafshöfn h.f. leigulóðarrétt að Suðurlandsbraut 30. O íþróttir handknattleik. Með þvf að sam- þykkja það, ráku þeir hnffinn í eigið bak — f sambandi við Reykjavfkurmótið, sem varð með þessari samþykkt hálfgert æf- ingamót, sem vitað var að myndi ekki draga áhorfendur að, enda koma áhorfendur varla til að sjá sum af sterkustu félagsliðum Reykjavfkur leika með varalið sfn. Ég ætla ekki að fara að elta ólar við stjórnarmenn HKRR sem hafa allt aðrar skoðanir en ég og margir aðrir á þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að „ráð” eða sambönd eigi að finna sinar eigin fjáröflunarleiðir og gera eitthvaö róttækt f málum sfnum frekar en að gera tilraun með að seilast of- an I vasann hjá öðrum sambönd- um sem eru einnig illa stödd f jár- hagslega. —SOS *kJ£aupfélag Z/Zang&einga auglýsir: Höfum til sölu 75 ha. Massey-Ferguson dráttarvél, árg. 1976, með Mulfi-Power búnaði. 60 ha. Massey-Ferguson traktorsgröfu árg. 1966 og nokkrar minni dráttarvélar, einnig heybindivélar. Upplýsingar gefur Bjarni Helgason, sim- ar (99) 5121 og (99 ) 5225. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. ianúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.