Tíminn - 04.01.1978, Qupperneq 20
VI8-300
Auglýsingadeild
Tímans.
HREVFILL
Sími 8 55 22
Sýrö eik
er sigild
eign
HM
TRÉSMIÐJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822
Stuðningur A-pressunnar við Alþýðublaðið:
,,Bein f járhagsaðstoð hef-
ur ekki komið til greina’
segir Árni Gunnarsson ritstjóri
SSt. — t gær átti væntanlega aö
undirrita samkomulag milli Al-
þýðublaðsins og Reykjaprents
um áframhaldandi samvinnu
þessara aöila um útgáfu blaös-
ins næstu sjö mánuöina eöa til
júliloka. t þessum samningi
sem er framhald af samningi
sem geröur var 24. des. ’75 kem-
ur m.a. fram, aö sérstakt sam-
komulag skuli gert um aukna
útgáfu Alþýðublaðsins vegna
væntanlegra kosninga, stærö
blaösins.uppiagogkostnaö. Þá
er einnig tekiö fram I þessum
viöbótarsamningi að á samn-
ingstimabilinu greiöi tJtgáfufé-
lag Alþýöublaösins h.f. til
Reykjaprents h.f. rekstrartap
blaösins samkvæmt sam-
þykktri rekstraráætlun fyrir
timabiliö 1/1-31/7.
1 Dagblaðinu f gær var haft
eftir Arna Gunnarssyni aö enn
væri óljóst hvort um fjárhags-
legan styrkfrá blaöaútgáfuyfir-
tæki norska Verkamanna-
flokksins A-pressunni eins og
þaö er kallað yröi að ræða, eða
pappirslán. Af þvl tilefni hafði
Timinn samband við Arna
Gunnarsson og bar undir hann
hvort rétt væri að einhver fjár-
hagslegur stuðningur frá A-
pressunni kæmi til. Ami sagði,
að það hefði aldrei komið til
greina að þiggja peningagjafir
frá A-pressunni, og þess vegna
væri það sem haft væri eftír
honum i Dagblaðinu I gær um
þau efni, alger fjarstæða og
hreinlega Ut i loftið. Það er hins
vegar rétt að verulegar likur
eru á þvi að sú aðstoð sem til
kemur frá norsku A-pressunni,
veröi annað hvort pappirslán
eða pappirsgjöf, um annað er
ekki að ræða, sagði Arni.
Aðspuröur um hvers vegna
samningstiminn sé ekki lengri
en fram i júlilok og hvaö hefði
ráðið þar mestu um, svaraði
Arni, að þar ylli óvissa i blaða-
útgáfu og einnig myndu úrslit
komandi kosninga hafa mikið
að segja i þeim efnum.
Loðnu-
bátar
farnir
aðlóða
GV — Nokkrir loönubátar voru
komnir á miöin i gær og höföu
oröiö varir viö loönu um 45 milur
noröaustur af Kolbeinsey en ekk-
ert haföi veiözt, aö þvf er Hjálm-
ar Vilhjálmsson fiskifræöingur og
ieiöangursstjóri á r/s Arna Friö-
rikssyni tjáöi blaöinu i gær.
Loönuleitarskipiö var þá statt á
Hornbanka og átti Hjálmar von á
aö komiö yrðiá mi in um 4 leytiö i
nótt. A þessum slóðum var i gær
noröaustan kaldi og hriöarél.
Björgunarsveitir SVFI i Landeyjum og á Hvolsvelli viö björgun manna úr togaranum Surprise GK 4
sem strandaöi viö V-Landeyjasand áriö 1968.
232 BJARGAÐ
Á TÓLF ÁRUM
KEJ —t skýrslu frá Slysavarnar-
félagi tslands segir, aö á sl. 12 ár-
um hafi björgunarsveitir þess
bjargaö 232 mönnum af 22 skip-
um. „Eftir þjóöerni skiptast
strandmenn þannig: 138 íslend-
ingar, 75 Englendingar, 10 Danir
og 9 Norömenn.
A þessu tlmabili hefur björgun-
arsveitSVFÍ-Vikverji, Vik IMýr-
dal bjargað 39 mönnum af tveim
brezkum togurum og aðstoðað
aðrar björgunarsveitir I tveim til-
vikum, þar spm 14 mönnum af Is-
lenzkum fiskiskipum var bjarg-
aö.
Flestum var bjargað af togar-
anum Surprise GK4 úr Hafnar-
firði, er strandaði viö V-Landeyj-
asand, Björgunarsveitir SVFÍ i
Landeyjum og á Hvolsvelli björg-
uðu þar 28 mönnum.
Þá hefur björgunarsveit SVFl-
Þorbjörn I Grindavik bjargað 26
islenzkum sjómönnum af fjórum
fiskiskipum.
Og björgunarsveitir SVFI á
Stokkseyri og Eyrarbakka hafa
einnig bjargað 26 mönnum af
þrem islenzkum fiskiskipum á
þessum árum.
Björgunarsveit SVFI Garðar á
Húsavik bjargaði 19 manns af
vöruflutningaskipinu Hvassafelli,
er strandaði við Flatey á Skjálf-
anda.
Þá björguðu björgunarsveitir
SVFI á Isafirði og Borgarfirði
Eystra áhvönum tveggja brezkra
togara samtals 36 mönnum.
Aörar björgunarsveitir hafa
bjargaö f ærri mönnum,en alls eru
þaö 18 björgunarsveitir i öllum
landsfjórðungum, sem komið
hafa hér við sögu.
Auk þess björgunarstarfs sem
að framan greinir, hafa björgun-
arsveitir SVFl veitt strandmönn-
um margháttaða aðstoð eins og
t.d. þegar björgunarsveit SVFt-
Kári i öræfum sótti áhöfn v.s. Is-
leifs frá Vestmannaeyjum niöur á
sandana vestan Ingólfshöfða og
flutti til byggða. Og nú fyrir
skemmstu eða i nóv. sl. fór björg-
unarsveit SVFI Þróttur I Meðal-
landi fimm skipbrotsmönnum af
Gullfaxa frá Hornafirði til aðstoð-
ar á Skarðsfjöru. Höfðu þeir náð
þar landi i gúmmibát eftír að skip
þeirra hafði hvolft og sokkið
skammt undan landi.”
Spassky
sigraði í
fiórtándu
skákinni
Belgrad-Reuter. Biðskákin úr
14. einvigisskák þeirra
Spasskys og Korchnois, sem
tefld var i gær, lauk með sigri
Spasskys. Korchnoi gafst upp i
59. leik, en flestir töldu Spasskj
með unna skák þegar hún fór i
bið.
Nú er staðan i einviginu þann-
ig, að aðeins einn vinningur
skilur þá Spassky og Korchnoi
eftir 14 skákir. Korchnoi hefur 7
l/2vinning, en Spassky 6 1/2, og
er þetta 4. skákin, sem
hann vinnur i röð.
Aætlað er að 15. skákin verði
tefld i dag.
| Landsbankamálið:_|
Hafði trún-
aðarstörf-
in á
hendi
JS-Rannsókn hins mikla fjár-
svikamáls i Landsbanka tslands
er haldið áfram af fullum krafti
um þessar mundir, en niður-
stöður þó varla i sjónmáli enn.
Erla Jónsdóttir deildarstjóri
Rannsóknarlögreglu rikisins hef-
ur yfirumsjón með málinu og vill
hún engar upplýsingar gefa um
málið á þessu stigi þar eð það
gæti skaðað rannsókn málsins.
Þó er öllum Ijóst nú þegar að hér
er um að ræða eitthv. mesta
fjársvikamál sem um getur.
Annars vegar benda ýmsar likur
til þess að Haukur Heiðar, sá sem
hnepptur hefur verið i varðhald
vegna málsins, hafi stundað
fjáröflun sina árum saman og
jafnvel áratugum, en hinsvegar
er leitt getum að þvi að heildar-
fjárhæðin muni vera hærri en fyrr
hefur vitnazt i slikum brotamál-
um. Er talað um milli 50 og 70
milljónir i þessu sambandi.
Talið er að meint misferli
Hauks Heiðars hafi einkum verið
fólgið i þvi að hann hafi flutt skjöl
og færslur milli fyrirtækja, frá
þvi sem ekki hafði nýtt yfir-
dráttarheimild að fullu og til þess
sem skorti fé aö sinni til þess að
leysa ábyrgðir sinar út. A Haukur
siöan að hafa krafizt vaxta af
þeim sem hann veitti „aðstoð”
sina, en stungið vöxtunum loks i
eigin vasa. Haukur á þvi næst að
hafa komizt upp með meint svik
sin meö þvi að hafa á eigin hendi
mikið af þeim trúnaðarstörfum,
sem tilheyrðu ábyrgðadeild
bankans og naut við störf sin
fyllsta trúnaðar i bankanum unz
mál þetta komst upp. Þannig
segja óstaðfestar heimildir að
fyrir nokkru hafi endurskoðanda
einum i bankanum verið falið að
kanna störf og rekstur einstakra
deiida, en þá hafi ábyrgðadeildin
komizt undan þeirri endurskoðun
vegna harðfylgis Hauks Heiðar's.
Nú er rannsókn málsins i
Landsbankanum i fullum gangi
sem fyrr segir, en hlutur
einstakra fyrirtækja og forstöðu-
manna þeirra að málinu vekur
ekki minni athygli. Þannig fer
tvennum sögum af þvi hvort full-
— Stærsta
fjársvikamál
hérlendis?
ur trúnaður verður lagður á þá
staðhæfingu fyrrverandi for-
stöðumanns Dósagerðarinnar og
Bláfelds, Björgúlfs Guðmunds-
sonar, að hann hafi þegið „fyrir-
greiðslu” Hauks Heiðars i „góðri
trú” um að það hafði allt verið
fengið fé og i góðu heilli gjört.
Yfirlýsingar Björgúlfs eru ekki
allar jafntraustvekjandi, en það
er augljóst að hann hefur aðeins
verið einn af mörgum i þeim
„hring” vina og skjólstæðinga,
sem nutu „aðstoðar”.
Enn er ekki ljóst að fullu hve
mörg fyrirtæki kunna að dragast
inn i málið áður en yfir lýkur. Það
liggur jafnvel ekki fyrir hvort þau
fyrirtæki eða forstöðumenn, sem
skjöl, færslur og heimildir voru
notaðar frá, vissu hvilikri
meðferð málefni þeirra sættu i
bankanum af hálfu forstöðu-
manns ábyrgðadeildarinnar.
Blaðburðar
iólk óskast
Timann vantar fólk til
blaðburðar i eftirtalin
hverfi:
Melabraut
Háteigsvegur
Hátún
Miðtún
Skúlagata
Hagamelur
Grenimelur
fjr <9
SÍMI 86-300