Tíminn - 14.01.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.01.1978, Blaðsíða 19
Laugardagur 14. janúar 1978 19 flokksstarfið Prófkjör Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs Framsóknarflokksins i Reykjavik fyrir væntanlega alþingis- og borgarstjórnarkosn- ingar hefst miðvikudaginn 11. janúar og stend- ur yfir til 21. janúar. Kosið verður á skrifstofu flokksins að Rauðarárstig 18 alla virka daga kl. 9.00-17.00, laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-17.00. Þátttökurétt hafa allir flokksbundnir Fram- sóknarmenn i Reykjavik, 16 ára og eldri, svo og aðrir stuðningsmenn flokksins á kosninga- aldri. Sauðárkrókur Aðalfundur Framsóknarfélags Sauðárkróks verður haldinn mánudaginn 16. janúar kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarstjórinn, Þórir Hilmarsson, og bæjarfulltrUar Framsóknarflokksins sitja fyrir svörum um bæjarmál. Framsóknarfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin. Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliðar óskast til starfa i kjördeildum vegna væntan- legs prófkjörs sem haldið verður 21. og 22. janúar. Hafið samband við skrifstofuna að Rauðarárstig 18 sem fyrst og látið skrá ykkur. Simi 24480. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í Happdrætti Framsóknarflokksins og eru vinningsnúmerin innsigluð á skrjfstofu Borgarfógeta á meðan skil eru að berast frá umboðsmönnum og fl. sem ennþá eiga eftir að borga miða sina. Happdrættið hvetur menn eindregið til að senda uppgjör næstu da&a svo unnt sé að birta vinningaskrána. Hafnfirðingar Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar að Lækjargötu 32. Hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Húsvíkingar Félagsfundur verður haldinn i Framsóknarfélagi Húsavikur i Félagsheimili Húsavikur sunnudaginn 15. janúar og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. 2. Undirbúningur bæjar- stjórnarkosninganna. 3. Umræður um bæjarmál. 4. önnur mál. Framsóknarfélag Húsavíkur Framvegis verður skrifstofan opin á miðvikudögum kl. 18.00- 19.00 og laugardaga kl. 17.00-19.00. Bæjarfulltrúar verða á skrifstofunni á miðvikudögum og svara fyrirspurnum. Framsóknarfélag Húsavíkur efnir til Framsóknarvistar i Vikurbæ sunnudagana 22. og 29. jan- úar og hefst spilakeppnin kl. 20.30. Góð verðlaun. Loðnuflotinn Q allt of lágu og óviðunandi fyrir sjómenn og útvegsmenn. Fram hefur komið, að oddamaöur yfir- nefndar hefur með ákvörðun sinni afhent verksmiðjunum nær alla þá afurðaverðshækkun, sem orðiö hefur frá siðustu vetrarvertlö. Að auki lækkað greiðslu i veröjöfn- unarsjóð um eina krónu á kiló og fært verksmiðjunum það einnig. Fundurinn mótmælir þvi, að verð á loðnu skuli ekki hafa verið ákveðið fyrir áramót, eins og lög gera ráö fyrir, og flotinn þannig ginntur af staö án þess aö verð lægi fyrir. Fundurinn krefst þess, að tilskilin gögn liggi jafnan fyrir, þannig aö hægt sé að taka ákvörö- un um verð á tilskildum tima. 2. Núgildandi loðnuverði veröi sagt upp nú þegar i samráöi við fulltrúa seljenda I verölagsráði. 3. Viö næstu veröákvörðun á loðnu verði aðeins þær verk- smiöjur, sem vel eru reknar og á hagkvæman hátt, teknar til grundvallar við verðútreikninga. Sendir verði fulltrúar sjómanna og útgeröarmanna til nágranna- landanna, til aö fá upplýsingar um hina ýmsu rekstrarþætti fiskimjölsverksmiöja i viökom- andi löndum. Upplýsingar þessar veröi siöan haföar til hliðsjónar viö verðákvöröun á bræðslufiski. 4. Fundurinn, sem telur um 500 manns, lýsir einróma samþykki sinu við leigu bræðsluskipsins Norglobal og bendir á ótvlræöan hag, sem sjómenn, svo og þjóðar- heildin, höfðu af leigu sama skips i þau skipti, sem það hefur verið leigt hingað til lands áður. 5. Fundurinn telur, eins og áöur er sagt, að nýting I verksmiöjum hérlendis sé óeölilega léleg. Þetta hefur verið stutt rökum og er ekki bara óhagstætt sjómönnum held- ur þjóðinni allri. 1 trausti loforös forsætisráðherra hefjum við veiö- ar á ný, en til að undirstrika þá gifurlegu óánægju sem rikir meðal loðnuveiðisjómanna mun- um við ekki halda til veiöa fyrr en eftir hádegi þann 14. janúar 1978. 6. Hráefnisverö það, sem ákveöa skal 15. febrúar næstkom- andi, veröi miðað við eölilega nýtingu hráefnis hérlendis, þann- ig að mjölnýting verði metin 17% istaö 16%, eins og nú er, og I ööru lagi að einnig verði miðaö viö betri lýsisnýtingu. Viö felum full- trúum okkar i verðlagsráði að fylgja þessari samningskröfu eft- ir. 7. Fundurinn þakkar þann stuðning, sem loönuveiðisjómenn hafa fengiö frá Verkamannafé- lagi Islands og togarasjómönn- um. 8. Náist ekki viöunandi verö við næstu verðákvörðun, grípum við til aögerða. Ennfremur samþykkti fundur- inn eftirfarandi tillögu: Við viðurkennum að lög binda verðákvörðun þá, sem nú gildir. Viö beinum þeim eindregnu til- mælum til stéttarsambanda okk- ar, þ.e. F.F.S.I., S.S.I. svo og L.I.Ú., að þau leiti eftir þvi viö einstaka þingmenn eða þing- flokkana, að þeir flytji tillögu þess efnis á alþingi, aö væntan- legt nýtt verð. byggt á nýjum grundvelli, verði látiö verka afturfyrir sig, yfir verötímabil það sem nú er. Dagsbrún o tengsl forystu og almennra fé- laga.” Framboð þetta er algjörlega óháð öllum pólitiskum flokkum, enda sameinast Dagsbrúnar- menn um framboðiö á grundvelli eigin hagsmuna. Og 18. lið grund- vallarins segir svo um markmið félagsstjórnar: „Sérhagsmunir pólitiskra flokka verða ekki settir ofar hagsmunum verkafólks.” B-listinn mun gefa út blað, Dagsbrúnarverkamanninn, og munu koma út a.m.k. tvö eintök af honum fram að kosningum og veröur honum dreift á flesta þá vinnustaði, þar sem Dagsbrúnar- menn eru.” hækkaði gengi hans heldur minna, eöa um 9,3%, milli árs- meðaltala. Frá ársbyrjun til árs- loka 1977, varð þó heldur meiri gengisbreyting, eða samvegin hækkun erlendra gjaldmiðla um 14,7%, en Bandarikjadals sér- staklega um 12,3%. Skilning © rekstur og fjárhag innlánsstofn- ana, eigi aö vera bankaeftirlitinu óviðkomandi. Þeir þættir sem eftirlitiö hefur lagt áherzlu á, mótast bæöi af þeirri verkaskiptingu, sem kveðiö er á um i lögum, milli bankaeftir- lits og bankaendurskoöenda og annarra þeirra, sem fylgjast eiga með rekstri þessara stofnana, einnig af þvi sem reynslan hefur sýnt að athuga þurfi á hverjum tima. Prófanir miða ekki að hugsanlegu misferii — Eru ykkar starfsaðferðir þannig að þær hefðu getaö fundið það misferli sem upp hefur kom- ið? — Þaö er rúmt ár síðan banka- eftirlitiö framkvæmdi könnun á útlánastarfsemi Landsbankans og lagði fram um hana umfangs- mikla skýrslu. Sú könnun var alls ekki skipulögð þannig að með henni heföi mátt komast fyrir um það misferli, sem nú er til um- ræðu. Aðalreglan er sú I banka- eftirlitsstarfsemi, bæði hjá okkur og I öðrum löndum.að bankaeftir- litið geri ekki neinar prófanir, sem miða að þvi aö koma upp um hugsanlegan fjárdrátt starfs- manna. Eftir þvi sem ég bezt veit eru nánast engar undantekningar á þessu sviði i bankaeftirlitsstarf- semi nágrannalandanna. Hér á landi höfum við þó gert undan- tekningu á þessu sviði, með heim- sóknum á minni innlánsstofnanir, þar sem við höfum gert ýmsar prófanir, með það markmiö, aö uppgötva misferli, ef um það kynni aö vera að ræða. Má þar fyrst og fremst nefna fyrirvara- lausar kannanir á peningum i sjóði, og öörum fjármunum manna og víðtækri athugun og af- stemmningu á bókhaldi. Þetta stafar ekki af þvi að við teljum þetta I raun og veru vera á verk- sviði bankaeftirlitsins, heldur af þvi aö við teljum að sú endur- skoöun, sem gert er ráö fyrir I nú- gildandi löggjöf hjá þessum stofnunum, sé fullnægjandi. Hins vegar hefur engum dottið I hug, aö bankaeftirlitið geröi sllkar prófanir hjá stærstu bönkunum, enda þyrfti starfsliö bankaeftir- litsins þá að vera margfalt á viö það, sem þaö nú er. öflug endurskoðunar- deild — Telur þú að með fullnægjandi bankaendurskoðun hefði veriö hægt að komast að misferlinu I ábyrgðardeildinni, að ekki hefði þurft samanburö á bókhaldi ábyrgðardeildarinnar og við- skiptafyrirtækis til að komast að misferlinu? — A þessu stigi málsins, vil ég ekkert um þetta fullyrða, en að sjálfsögðu er þetta spurning, sem veröur gefinn fullur gaumur I sambandi viö athugun málsins. Ég vil benda á að telja veröur, aö þeir sem farið hafa með stjórnun Landsbankans undanfarna ára- tugi hafi sýnt mikinn skilning á nauðsyn svokallaðrar innri endurskoöunar hjá bankanum sem kemur fram i þvi, að hjá Landsbankanum hefur lengi starfað öflug endurskoðunar- deild. Veikleikinn — Hvernig gat þetta þá gerzt og I svona langan tlma? — Mér er engin launung á þvi aö að minu mati hefur mesti veik- leikinn I endurskoðun Lands- bankans legið I þvl, að skilningur virðist ekki hafa veriö fyrir hendi á þvl hve mikilvæg störf kjörinna endurskoðenda eru. En sá veik- leiki er fyrir hendi miklu vlöar en hjá Landsbankanum. Hitt er svo annað mál, að engin starfsemi er ágallalaus og staöreyndin er sú, aö starfsemi innri endur- skoðunardeildar þarf aö endur- meta, eins og aöra mannlega starfsemi og vinnubrögö, og aö- löguö ef þurfa þykir. Með þessum ummælum er enginn dómur lagð- ur á þessu stigi á starfsemi endurskoðunardeildar Lands- bankans. Ég tel mikilvægt aö menn geri sér grein fyrir því aö töluvert vantar á að nokkurn tima veröi að fullu komið I veg fyrir fjárdrátt og annað sllkt misferli, hvort sem i hlut eiga innlánsstofnanir eða önnur sllk fyrirtæki. Vissulega er starfsemi innlánsstofnana þann- ig, að þær eru viðkvæmari en ýms önnur fyrirtæki á þessu sviði. Og þvi er mikilvægara en ella að hæfilegar aðhaldsaðgeröir séu framkvæmdar. En reynist aö- haldsaðgerðir af einhverjum ástæðum ekki nægar, eru ýms dæmi um það hér á landi og þá ekki siöur I öðrum löndum, að misferli hefur getað átt sér stað i furðu langan tima, án þess að upp komist meö þeim prófunaraö- ferðum sem notaöar hafa veriö. Bandaeftirlitið hefur t.d. lengi gert sér grein fyrir þvi, aö sú endurskoðunaraöferö, sem felst I þvl að hafa samband við viö- skiptafyrirtæki innlánastofnana, er minna notuð hér á landi en I nágrannalöndunum. En almenn- ur skilningur hefur hingaö til ekki verið á þvi aö þörf væri á að breyta til I þessu efni hér á landi. G.V. Vík: Hart í bak SG — Vik Þriöjudaginn 10. jaaéar frumsýndi leikfélagið I Vlk Mk- ritið Hart I bak eftir Jflkal Jakobsson við húsfylli og mjög góðar undirtektir. Leikstjóri var Kristján Jónsson. Aðalleikarar voru Sigurjón Rútsson, Anna Björnsdóttir, Kristln Guðna- dóttir, og Eyjólfur Arni Rafnsson. Þeta er fjórða starfsár leikfélag- sins. Fyrirlestur um heimspeki Félag áhugamanna um heim- speki gengst fyrir fyrirlestri næstkomandi sunnudag 15. janú- ar, kl. 14.30. Frummælandi verð- ur Kristján Arnason og nefnir hann erindi sitt „Sören Kirke- gaard og heimspekin”. Aö loknu erindi frummælanda veröa fyrir- spurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og eru nýir félagar hvattir til að koma. Hann hefst eins og áður segir kl. 14.30 i Lög- bergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands. (Frétt frá Félagi áhugamanna um heimspeki) Hvað er mannúöleg't samfélag? A fundi i Norræna Húsinu mánudagskvöldið 16. janúar veröur umræöuefniö, „Hvað er mannúðlegt samfélag?” tekiö til umfjöllunar. Framsögu hefur Geir V. Vilhjálmsson, sálfræö- ingur, en þátt i umræöum taka meðal annarra, Gestur Ólafsson, skipulagsfræöingur, Haraldur Ólafsson, lektor, og Ólafur Mixa læknir. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er hann liður 1 undirbúningi norrænnar ráöstefu um mannúð- lega sálarfræði og uppeldisfræöi, sem haldin veröur i Háskóla Islands og I Norræna húsinu dag- ana 23. júni til 1. júll n.k. Ráðstefnan veröur opin öllu áhugafólki og allir sem áhuga hafa á viðfangsefninu, „Hvaö er mannúðlegt samfélag?” eru vel- komnir i Norræna húsiö á mánu- dagskvöldið. (fréttatilkynning) Frá Bridgefélagi Stykkishólms Nýlega er lokið aðal tví- menningskeppni félagsins á þess- um vetri. TIu pör tóku þátt og voru spilaðar fimm umferöir. Úrslit urðu þes^i: 1. Ellert og Halldor M. 593 stig 2. -3. Kristinn og GS4JÐNI 579 stig 2.-3. Kjartan og Viggó 579stig 4.-5. Höröur og Sigfús 567 stig 4.-5. Leifur og GIsli 567 stig 6. Þórður og Már 538 stig 7. Halldór J. og Isleifur 520stig 8. Björgvin og Jón 514 stig 9. Hermann og Erlar 482stig 10. Eggert og Emil 461 stig Miölungur var 540 stig. EBcSGJliJ Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsia Múrari getur bætt við sig verkefnum, helst úti á landi. Upplýsingar i simum 2-49-54 og 2-03-90 >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.