Tíminn - 31.01.1978, Síða 8

Tíminn - 31.01.1978, Síða 8
8 Þriðjudagur 31. janúar 1978. „Ódýrar Norðurlandaferðir bezta kynningarstarfsemin” segir Hjálmar Ólafsson formaður Norræna félagsins SJ — Við lítum á það sem hlut- verk Norræna fclagsins að koma fólki til Norðurlandanna á eins ódýran hátt og kostur er, sagði Hjálmar ólafsson for- inaður félagsins Timanum. — Á þessu ári bjóðum við ferðir, sem eru ódvrari en nokkrar aðrar fcrðir til Norðurlanda. Jafn- framt er tekin upp nýbreytni, svo scm ferðir héðan beint til Norðurkoilulanda, þ.e. lands- svæðanna við og norðan við heimskautsbaug. Ferðir verða farnar á vegum Norræna félagsins til Kaup- mannahafnar frá þvi 18. feb. til 21. des. Til Osló verða farnar 12 ferðir á timabilinu marz til september. Einnig er áætluð íólaferð þangað. Þrjár ferðir verða til Stokkhólms, 12. júni- 17. júli og 7. ágúst. Ferð verður til Helsinki 16. júli. Þá verða 9 ferðir til Færeyja i mai-septem- ber. Miðaö við verð á flugi til Noröurlanda nú um siðustu ára- mót verða fargjöld á vegum Norræna félagsins báðar leiðir þessi: Til Helsinki kr. 62.950 Til Stokkhólms kr. 56.100 Til Kaupmannahafnarkr. 48.635 TilOsló kr. 44.805 TilFæreyja kr. 26.045 Til færeyja frá Egilsstöðum kr. 21.222 Aætlað er að allt millilanda- flug hækki um ca 7% 1. april, en hlutfallið milli fargjalda breyt- ist ekki. Skrifstofa Norræna félagsins skráir nú alla sina farþega til Norðurlanda^ og tekur á móti innborgun. Engin bókun er staöfest, fyrr en viðkomandi félagi hefur greitt kr. 5.000.- (2.500.- fyrir börn 2-11 ára ) upp I fargjaldið. Þessi upphæð er óafturkræf, ef farþegi hættir við að fara. Þess er farið á leit við þá félaga sem þurfa að hafa sam- band við skrifstofu Norræna félagsins vegna Norðurlanda- ferða að gera það á timabilinu kl. 9-14 daglega. Ferðir um Danmörku t sambandi við Kaupmanna- hafnarferðir félagsins i sumar verður farþegum boðið upp á skoðunarferðir innan Danmerk- ur. Annan hvern þriðjudag verður efnt til 4 1/2 tima skoðunarferðar um Kaup- mannahöfn. Hefst hún við aðal- járnbrautarstöðina (Hoved- banegárden) og verður ekið viða um borgina t.d. skoðuð Rósinborgarhöll, Grundtvigs- kirkjan og Tuborg- eða Carls- bergverksmiðjurnar. Fyrsta ferð verður 30. mai og siðasta ferð 5. september. Annan hvern föstudag verður ekið um Norður-Sjáland einn fegursta hluta Danmerkur ca. 9 tima ferð. Skoðað verður Fredriksborgslot i Hilleröd. Fredensborgslot og snæddur hádegisverður i Hotel Store Kro. Haldið verður áfram til Helsingör skoðað Kronborg slot og Louisiana-safnið i Humle- bæk. Einnig verður annan hvern föstudag efnt til ferðar um Suð- ur-Sjáland ca. 9 tima ferð. Farið m.a. til Knuthenborg-parken þar sem fjöldi villtra frum- skógadýra ganga laus og er hægt að sjá þau út um bilglugg- anaeinnig til Aalholm, þar sem er eitt stærsta safn gamalla bila Framkvæmdaráð Norræna félagsins: Þórdis Þorvaldsdóttir, Hjálmar ólafsson, Karl Jeppesen og Jónas Eysteinsson fram- kvæmdastjóri (standandi). á Norðurlöndum. Ferðir falla niður ef færri en 301áta skrá sig iþær. Allar ferðirnar hefjast við Hovedbanegárden og lýkur þar. Fyrsta ferð um Norður-Sjáland verður 2. júni og síðasta ferð 8. september. Fyrsta ferð um Suður-Sjáland verður 9. júni og siðasta ferð 15. september. All- ar nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Grænlandsferðir Þá má geta þess(að Norræna félagið er að vinna að þvi að koma á ferðum til vesturstrand- ar Grænlands og hefur hafið samvinnu við Útivist þar um. Likur eru á að farnar verði tvær ferðir i júli og ágúst ca. 20 far- þegar i hvora, en dagsetningar og verð er ekki ákveðið. Ahuga- fólk um þessar ferðir ætti að snúa sér til skrifstofu félagsins eftir 1. april og fá nánari upp- lýsingar. Sérferðir Þá hefur hefur félagið fengið 40sæti I ferð til Ume3 i Norður- Sviþjóð 28. júli-6. ágúst i vél er flýgur með hóp iþróttafólks á Kalotkeppnina og 40 sæti i ferð til Þrándheims i Noregi 10. júli- 23. júli. Fargjöld i þessar ferðir verða nálægt 40. þús. kr. Far- þegar i þeim þurfa að hafa með sér viðleguútbúnað og gista i tjöldum. Ýmsar skoðunarferðir verða skipulagðar i sambandi við þær. Þeir, sem hafa áhuga á þess- um ferðum eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna, sem gefur allar upplýsingar. Starfsemin verður stöðugt umsvifameiri Arsfundur sambands norrænu félaganna á Norðurlöndum var haldinn i Vestmannaeyjum i september. Þar var samþykkt ný stefnuskrá fyrir norrænu félögin, og verður hún væntan- lega kynnt á næstunni. Reidar Carlsen frá Noregi er nú for- maður sambands norrænu félaganna. Móttökur Vest- mannaeyinga voru frábærar og dáðust gestirnir að uppbygg- ingarstarfinu I Eyjum. Þátttak- endur voru um 50 þar af 10 ís- lendingar. Fjölmenn Norðurkollu- ráðstefna var einnig haldin hér i sumar. Fjórar nýjar félagsdeildir voru stofnaðar á árinu 1977, en þær eru i Grundarfirði i Dala- sýslu, i Dýrafirði og á Hólmavik fyrir Strandasýslu. Einnig var blásið nýju lifi i deildirnar á Ólafsvik og Bolungarvik, en þar hafði starfsemi legið niðri um hrið. Nú eru þvi 39 deildir i Nor- ræna félaginu með 11600 félaga. 1 tilefni 25 ára afmælis Norðurlandaráðs var ákveðið að norrænu félögin á öllum Norðurlöndum kynntu starf- semi ráðsins sem viðast. Nor- ræna félagið vildi ekki láta sitt eftir liggja og hófst samvinna milli félagsins og tslandsdeild- ar Norðurlandaráðs um kynn- inguna i janúar. Á sjálfan af- mælisdaginn 23. marz var fjöl- mennur kynningarfundur i Reykjavik og hjá deildinni á Siglufirði. I Reykjavik var Tryggve Bratteli frá Noregi aðalræðumaður en auk þess voru mörg norræn skemmtiat- riði. Siðan hafa verið haldnir kynningarfundir á 19 stöðum i öllum landsfjórðungum, en stærsta átakið var gert er for- maður félagsins ásamt Erlendi Paturssyni frá Færeyjum og frú hans heimsóttu svo til allar deildir á Vesturlandi, Vestfjörð- um og vestanverðu Norðurlandi alls 15 deildir og kynntu Norður- landaráð þá. Þá hafa einnig verið haldnir formannafundir á Austurlandi. Nokkuð hefur miðað i átt að auknum tengslum milli is- lenzkra bæjarfélaga og vina- bæjakveðja á Norðurlöndum. Þannig hafa myndazt föst tengsl milli Egilsstaða, Mosfellssveit- ar og Ólafsf jarðar annars vegar og þriggja norrænna vinabæja- keðja hins vegar. Tengsl við 5 aðra islenzka bæi eru svo vel á veg komin að likur eru á að þau verði endanlega ráðin á þessu ári. í sambandi við norrænar menningarvikur hafa ýmsir vinabæir sent fulltrúa hingað til lands og fulltrúum islenzkra bæja verið boðið til Norður- landa. Aldrei hafa fleiri islenzkir nemendur stundað nám i lýðhá- skólum á Norðurlöndum en nú, og hefur félagið aðstoðað 131 nemanda við að fá námsdvöl og styrki. Samband norrænu félaganna gefur út félagsblað og á árinu kom út árbók Norrænu félag- anna sem heitir Nordisk RSd i 25 ár. Ætlunin er að hafa námskeið i islenzku i Reykjavik i sumar fyrir fólk frá öðrum Noröur- löndum. Þegar Norræna félagið stendur fyrir ferðum hingað til lands bendir það erlendu gest- unum sérstaklega á ferðir Ferðaskrifstofu rikisins á sögu- slóðir og svonefndar jarðfræði- ferðir. A sambandsþingi Norræna félagsins 8. október s.l. var kos- in ný sambandsstjórn. For- maður var endurkjörinn Hjálm- ar Ólafsson, en auk hans voru kjörin i stjórnina Bárður Hall- dórsson, Akureyri, Gunnar Ólafsson Neskaupstað, Karl Jeppesen Seltjarnarnesi Þórdis Þorvaldsdóttir Reykjavik Þór- oddur Guðmundsson, Hafnar- firði og Þorvaldur Þorvaldsson, Akranesi. Úr stjórninni gengu samkv. eigin ósk: Arnheiður Jónsdóttir, Reykjavik, Guð- mundur Björnsson Akranesi, Helgi Bergs Reykjavik og Sverrir Pálsson Akureyri. Nor- ræna félagið þakkar þessu fólki frábær störf i þágu félagsins. Á þinginu var Vilhjálmur Þ. Gislason fv. útvarpsstjóri kjör- inn heiðursfélagi þess en hann hefur setið i stjórn félagsins lengur en nokkur annar. Framkvæmdaráð skipa nú auk formanns og framkvæmda- stjóra þau Karl Jeppesen og Þórdís Þorvaldsdóttir og til vara Þóroddur Guðmundsson. Fundur miðstjórnar Málm- og skipasmiða: Lífeyrissjóðirmr fuUnægja engan veginn lánaþörf FI — A fundi miöstjórnar Málm- og skipasmiöasambands tslands þann 16. janúar s.l. var rædd sii ákvöröun Alþingis, aö knýja lif- eyrissjóöina meö lagasetningu, til aö kaupa skuldabréf fjárfestinga- sjóöa. 1 ályktun frá fundinumsegir, að miöstjórnarfundur Málm- og skipas miðasambands Islands mótmæli þeirri ákvörðun Al- þingis, að skylda lifeyrissjóði verkalýösfélaga, sem tóku til starfa 1. janúar 1970 til þess að kaupa skuldabréf rikisins fyrir 40% af tekjum sjóðanna og skerða þar með ráðstöfunarfé lifeyris- sjóðanna stórle'ga. Segir i ályktuninni, aö fyrir þessa sjóði, sem hvergi nærri hafa getað fullnægt lánaþörf sjóðafélaga, veröi afleiðing þessarar ákvörðunar sú, aö láns- upphæðir lækka og biðtimi eftir lánum lengist. Við það skapist misrétti milli þeirra, sem þegar hafa fengið lán og þeirra fjölmörgu sem biða eft- ir afgreiðslu lána, t.d. biða af- greiðslu hjá Lifeyrissjóöi málm- og skipasmiða um 270 lánsum- sóknir. Miðstjórnin telur slika lög- þvingun forkastanlega og skorar á háttvirt Alþingi aö endurskoða þessa ákvörðun sina. Ný ferðaskrif- stofa hefur starfsemi sína Þessadagana er að hefja starf- semi sina ný ferðaskrifstofa i Reykjavik. Nafn skrifstofunnar er ATLANTIK TRAVEL eða Ferðaskrifstofan ATLANTIK, og hefurhún aðsetur i Iðnaðarhúsinu aö Hallsveigarstig 1. Skrifstofan mun hafa á boð- stólum hvers konar ferðaþjón- ustu, svo sem útgáfu farseðla i áætlunarflugi utanlands sem innanlands, hópferðir til nær- liggjandi landa og sólarlanda. Ætlunin er að leggja megin- áherzlu á nýja áfangastaði og þá með smærri hópa. Auk þess mun skrifstofan annast móttöku er- lendra ferðahópa. Hafa þegar náðst samningar við þekktar er- lendar ferðaskrifstofur um þjón- ustu fyrir þær. Meginmarkmið skrifstofunnar er að leggja meiri áherzlu á gæði en f jölda og að afla tekna sinna að jöfnu með þjónustu við islenzka og erlenda ferðamenn. Eigandi og framkvæmdarstjóri ATLANTIK er Böðvar Valgeirs- son, sem á að baki áralangt starf hjá Samvinnuhreyfingunni hér- lendis sem erlendis, siðast sem framkvæmdarstjóri Samvinnu- ferða. Auk hans starfa á skrifstof- unni tvær stúlkur, Ölafia Sveins- dóttir og Soffia Kjaran. Ólafia hefur starfað að ferðamálum meira og minna s.l. 8 ár, einkum á sviði móttöku erlendra ferða- manna. Soffia hefur einnig starf- að að ferðamálum s.l. 7 ár og hef- ur sérhæft sig I útgáfu farseðla i áætlunarflugi. * Utflutningxir á landbún- aðarafurðum — Nýjungar á markaði erlendis Að frumkvæði Búnaöarþings var komið á fót á siðastliðnu ári Markaðsnefnd landbúnaðarins. t nefndinni eiga sæti fulltrúar til- nefndir af Búnaðarfélagi Islands, Framleiðsluráði landbúnaðarins, Stéttarsambandi bænda, Sam- bandi Islenskra Samvinnufélaga og landbúnaðarráðuneytinu. For- maður nefndarinnar er Sveinn Tryggvason. Þýðingarmestu málin, sem nefndin hefur fjallað um, er út- flutningur landbúnaðarafuröa, enda var tilgangurinn með stofn- un hfefndarinnar, fyrst og fremst sá,að kanna sem itarlegast alla þá möguleika, sem um væri að ræða, til að koma landbúnaðaraf- urðum okkar í sem bezt verð er- lendis. Haldið hefur verið uppi fyrirspurnum erlendis og haft samband við innflytjendur i mörgum löndum, en þetta er að- eins upphafið, sem vonandi ber verulegan árangur áður en lang- ur timi liður. Hafin er könnun innan kjötiðn- aðarins um möguleika á fram- leiðslu sérstakra kjötvara, sem gætu orðið eftirsóttar á erlendum mörkuðum. A þann hátt telur nefndin meiri möguleika á sölu dilkakjöts, sem sérstakri gæða- vöru, sem gæfi hærra verð, en verið hefur fram að þessu. Rædd- ar hafa verið ýmsar hugmyndir, s.s. mismunandi mikið reykt dilkakjöt, saltkjöt og mismunandi tilbúnir réttir úr kindakjöti. Markaðsnefndin hefur mikinn áhuga á, að sem flestir komi fram með hugmyndir, sem gætu komið að gagni til aukinnar og bættrar sölu á landbúnaöarafurðum. Jón R. Björnsson hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, starfsmaður Markaðsnefndar, tekur fegins hendi við öllum til- lögum og væntir þess, að þeir, sem telja sig geta bent á nýjar leiðir i markaðsöflun, hafi sam- band við Markaðsnefndina sem fyrst.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.