Tíminn - 31.01.1978, Page 10
10
Þriðjudagur 31. janúar 1978.
LAND MEISTARA
NU hefur verið opnuð
á ný sýning á verkum
Kjarvals i austursal
Kjarvalsstaða, og mun
sýningin standa til
vors, en ef við munum
rétt, var seinasta Kjar-
valssýning tekin ofan á
liðnu hausti, vegna
stórra sýninga i húsinu.
Á sýningunni nú eru 59 verk,
sem flest koma kunnuglega
fyrir sjónir, en samt eru nú
fimm ný verk sýnd i fyrsta
skipti, þar af sum býsna áhuga-
verð. Gefin hefur verið út vönd-
uö sýningarskrá, þar sem m.a.
er að finna efnismikla og vand-
aða ritgerð, i ótrúlega stuttu
máli, eftir Indriða G. Þorsteins-
son, rithöfund, sem nú vinnur að
bók um Kjarval, og þvi færast-
ur til slikra hluta i bili.
Þaö er reynsla manna i list-
um, að nokkurrar þreytu gætir
hjá almenningi, ef ákveðnum
mönnum er haldið of mikið
fram.
Þetta á við menn úr svo að
segja öllum listgreinum og það
er þvi auövelt að kála mynd-
listarmanni með þvi einu að
halda uppi stöðugum sýningum
á verkum hans og endalausu
brambolti um nafn hans.
Þetta á þó ekki við um Kjar-
val, hann hefur þá miklu sér-
stöðu, aö verk hans eru yfirleitt
ný og fersk i hvert skipti sem
maöur sér þau. Hæfni og fjöl-
breytni málarans á vafalaust
sinn þátt i þvihvaö hann „þolir”
að hanga uppi i sýningarsölum
höfuðborgarinnar, og mynd-
irnar breytast og endurnýjast af
sjálfu sér, nægjanlega ört til
þess að maður hlakkar ávallt til
að finna þær aftur.
Nýjar Kjarvalsmyndir
Aö þessu sinni eru fimm ný
verk sýnd eftir Kjarval.
SÆNSKIR KVIKMYNDA-
TÖKUMENN (olia), TEPPI 1
OLIULITUM, FYRSTU
SNJÓAR (olia) MÓÐURAST
(vatnslitir) og HLÍÐARHÚS
(olia).
Gaman væri að vita eitthvað
um uppruna fyrstu myndar-
innar, SÆNSKIR KVIK-
MYNDATÖKUMENN, þvi
myndefnið gæti bent til þess að
meistarinn hafi setiö fyrir hjá
kvikmyndatökumönnum, sem
hingað lögðu leið sina, en allar
eru myndirnar nokkur fengur
fyrir hiö mikla safn Reykja-
vikurborgar á myndverkum
KJarvals.
Annars eru myndirnar fimm
ekki meðal beztu mynda á
sýningunni, en það er önnur
saga.
Ég veit ekki hvers vegna
undirrituðum finnst nú orðið
mun meira variö i myndir þar
sem meistarinn beitir vatnslit-
Kj arvalssý
stendur til
um, bleki, eða blandaðri tækni,
en i sjálf oliumálverkin. Ef til
vill er þetta nýungagirni, en
sagt hefur verið að borgin eigi
aragrúa slikra smámynda, sem
aldrei hafa verið sýndar.
Þessu þyrfti að koma i verk,
ekki i logandi hvelli, heldur
mætti gera áætlun fram i tim-
ann og taka ákveðinn fjölda til
sýninga i hvert skipti, sem ný
Kjarvalssýning er sett upp, en
nóg um það.
Þá er á þessari sýningu það
nýmæli, að sýnd eru bréf frá
Kjarval, gestabók frá seinustu
sýningunni, sem hann hélt
sjálfur og fleira smávegis, sem
tilheyrði meistaranum og er að
þvi mikill fengur, en undan þvi
hefur oft verið kvartað, að
myndlistarmanninum Kjarval,
væri gert hærra undir höfði en
meistaranum og rithöfundinum,
þvi Kjarval var ekki aðeins
málari, heldur lika margt ann-
að, og þess utan persóna, sem
setti svip á bæinn, meðatgjörvi
sinu og háttum.
Meðal merkilegra mynda er
ENGILL málaður á stein, en
steinn þessi er gjöf til borgar-
fólk I listum