Tíminn - 31.01.1978, Síða 19

Tíminn - 31.01.1978, Síða 19
Þriðjudagur 31. janúar 1978. 19 leiklist Síðbúinn póker Pókerspilarnarnir RÍKISCTVARPIÐ SJÓNVARP PÓKER, eftir BJÖRN BJARMANN Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikendur: Sigmundur örn Arngrimsson, Róbert Arnfinnsson, Valgerður Dan Kristbjörg Kjeld Flosi ólafsson, Erlingur Gislason Margrét Helga Jóhannsdóttir og fl. Kvikmyndun: Baldur Hrafnkell Jónsson Myndataka: Snorri Þórisson Hljóðupptaka og hljóðsetning: Oddur Gústafsson Stjórn upptöku: Tage Ammendrup Spillingin á Miðnes- heiðinni Hinn opinberi söguþráður Pókers, eftir Björn Bjarmann er á þessa leið: „Póker fjallar um leigubifreiðastjóra i Kefla- vik, starf hans og einkalif. Ná- vist varnarliðsins á Miönes- heiði eykur tekjur hans, en hon- um gremst sú spilling sem dvöl liðsins leiðir af sér.” Það er ekki mjög auövelt að rita um islenzkar sjónvarps- kvikmyndir fyrir gagnrýnend- ur. Þegar ritað er um leikhús, geta skrif þeirra gert gagn þau geta orðið leikendum til leið- beiningar, geta örvaö fólk til þess að fara og sjá leikrit — og öfugt, og skrifin eru innlegg i al- menna umræöu, sem mótar al- menningsálitið sem er blóð- vökvi allra leiksýninga, og ráða framtið þeirra og lifi. Ekki svo aö skilja, að við hér áli'tum að leiklistin eigi lif sitt undir slikum skrifum, það er öðru nær. A hinn bóginn er vandinn annar, þegar um er aö ræða s jónvarpsmynd sem þegar er búið að demba yfir, svo að segja hvert einasta heimili i landinu. Eiga gagnrýnendur kannski að segja þjóðinni hvernig hún skemmti sér? eða eiga menn að ráða þvi sjálfir? Aðalpersónan i Póker er ung- ur leigubílstjóri sem er nýflutt- ur til Keflavíkur, þar sem hann byrjar að aka leigubifreið. Hann hefur gefizt upp á sjómennsku i bili, og hann reynir að sjá sér farborða I hinu nýja starfi, m.a. við að aka stúlkum inn og Ut um vallarhliðið. A stöðinni spilar hann póker og tapar. I kvikmyndinni fáum við nokkuð trúverðuga lýsingu á leigubifreiðastjórum Suður- nesja, vissum þætti starfsins a.m.k. en leigubilstjór- arnir þar gegna vist ákaflega merkilegu hlutverki i gjaldeyr- ismálum þjóðarinnar, þvi ég hefi heyrt að þeir ráði um þess- ar mundir allri gengisskráningu i landinu, eða hinu fljótandi gengi. Þeir fá greitt i dollurum, sem þeir selja i banka, og lika Pétri og Páli ef svo ber undir, og verðið á þeim dollurum mun vera eina nothæfa gengisskrán- ing dollarans i þessu landi, þvi hann verðleggur aðra „svarta dollara” og sagt er að sjálfur Seðlabankinn leggi eyrun viö og taki viss mið af flotgengi bíl- stjóranna,sem er hið eina rétta i landinu. Við seljum þessa sögu ekki dýrara en við keyptum, en svo mikið er vist að þessi gengis- skráning er flestum i landinu kunn. Það er ekki minnsti vafi á þvi, aö kvikmynd Björns Bjarman líður notóiuð fyrir það, hversu seint hún er flutt. Smásagan, sem filman er gerð eftir, er komin nokkuö til ára sinna, og það leið langur timif rá þvi að henni var breytt i kvikmyndahandrit, þar til hún var tekin til vinnslu hjá kvik- myndatökumönnum Sjónvarps- ins. A þeim tima sem liðinn er hefur spillingin á Vellinum nefnilega breytzt að flestra mati. Ýmsar forsendur i sög- unni eru þvi dálitið hæpnar af þeim sökum. Hérfyrrá árum, þá var tekju- munur hermanna og íslendinga án efa mesti spillingarvaldur- inn. Hermenn höfðu hærra kaup, tollfrjálsar vörur, ódýrt áfengi, sigarettur og þeir höfðu tyggigúmmi og Mackintosh i haugum. Amerikanar voru rflúr. Siðan hefur á orðið veruleg breyting. óbreyttir ameriskir hermenn hafa ekki lengur meiri peninga en við. Það eru meiri peningar utan við hliðið en fyrir innan það, og ég hygg að ,,sam- skiptin við varnarliöið” sé ekki það söguefni, sem þau voru, fremur en ástamál annarra fá- tæklinga i landinu yfirleitt. Kjarninn hefur sem sé flutzt til, oghættan af herstöðinni hef- ur gert það lika. Þeir sem nú sækjast harðast á völlinn munu vera menn, sem eiga jarðýtur og krana.menn sem vilja fá nýja samninga, en ekki fólk i leit að ódyru áfengi sigarettum og Mackintos. Fyrir bragðið þá missir saga Björns Bjarman fótanna i nútið- inni, þótt hún sé um margt hag- lega samið verk. Sagan er sam- timaverk, þjóðlifslýsing, sem á réttum tima hefði án efa verið þýðingarmikið innlegg i hina daglegu umræðu. Myndin er of löng Ég veit ekki hvers vegna mér finnst ávallt vera viss ömurleiki i skandinaviskum kvikmynd- um, og þá islenzkum lika. Þess- ar frásagnaglöðu þjóðir sem hafa alið svo marga skáld- jöfra, senda yfirleitt frá sér langdregnar og leiöinlegar kvikmyndir. Það er mikið pissað og skroppið i rúmið, en það nefna margir „sænska kvikmynda- raunsæið” og þessa gætti að sjálfsögðu i kvikmynd þeirra Björns Bjarman og Stefáns Baldurssonar. Langtimum saman er ekið þegjandi i bil og talatriðin koma siðan með leik- sviðsleik, og maður hrekkur I kút. Þessa mynd þarf að klippá. Þeir sem lengst náöu i kvik- myndaleik voru stúlkurnar á Vellinum og afgreiðslustúlkan á bilastöðinni. Pókerspilararnir og þá sérstaklega Flosi Ólafs- son, sem virðist hafa náð sér- stökum tökum á kvikmynda- leik, þvi honum liður svo vel frammi fyrir kvikmyndavél- inni, að skelfing við filmuna verður ekki lengur greind. Um kvikmyndatökuna sjálfa má margt gott segja, nema skærin hefðu mátt koma aö meiri notum. Lika áræðumviðhérað benda á að túikun þessa efnis fær ekki afgerandi meðhöndlun i kvik- myndinni frá stilfræðilegu sjón- armiði. Var verið að segja sög- una meö töluðum texta eða meö myndatöku? Tilaösegja söguna meö talí varleikritið ekki nógu vel samið, þrátt fyrir ýmsa kosti. A.m.k. fór verkið ekki fram i orðræöunni einvörðungu. Kvikmyndin sjálf er á hinn bóg- inn aðeins ökuskýrsla, en ekki frumgerandi i sögunni nema i örfáum atriðum, eins og t.d. i kirkjugarðinum, þar sem þot- urnar syngja i staðinn fyrir- hinn saíta storm. Þar t.d. nást ákveðin áhrif sem sýna aö myndatökumennirnir hefðu átt að hafa sig meira i frammi viö gerð sögunnar. Myndin er öll tekin úti. Ekki i kvikmyndaveri. og mun þetta vera ein fyrsta leikna myndin sem þannig er gerð, og þvi er hún á vissu tilraunastigi sem vonlegt er. Jónas Guðmundsson Húsaviðgerðir Tökum að okkur viðhald og viðgerðir á húseignum stórum og smáum svo sem: Sprunguviðgerðir, ál, járn, stálklæðning- ar, glerisetningar og gluggaviðgerðir, uppsetningar á eldhúsinnréttingum, milli- veggjum, hurðum, parketi o.fl. Húsprýði h.f. Simar: 7-29-87 og 5-05-13 eftir kl. 7. íþróttir deildar liðsins I ljós, og þeir Viljoen og Talbot bættu við mörkum og sigur Ipswich var 4—1 og þar með missti fjórða deildin siðasta fulltrúa sinn úr bikarnum. Bristol Rovers kom mjög á óvart er liöiö vannöruggan sigur yfir bikarmeisturum 1976, South- ampton, 2—0. 18 ára leikmaður i liði Bristol Rovers, Paul Randall skoraöi bæöi mörk leiksins, sitt í hvorum hálfleik, og segja fróöir menn, að Randall þessi eigi eftir aðláta mikið að sér kveöa i fram- tiöinni. ó.O. Alþingi Húseigendur Hafið þér gert áætlun um viðhald á húsinu yðar? Við aðstoðum Önnumst hverskonar viðgerðir Endurnýjum gler og gluggakarma orku og dauða innifalin i á- byrgðatryggingu bifreiða. 6.1 stað núverandi vikugjalda at- vinnurekenda annars vegar til lifeyristryggínga og 'h'ins vegar til slysatrygginga, komi eitt sameiginlegt gjald, reiknað sem hundraðshluti af heildar- launagreiöslum á árinu. Flokk- un eftir áhættu falli niöur, og sjóðmyndun slysatrygginga hverfi úr sögunni (að undan- skildu framlagi til varasjóös i samræmi við núgildandi á- kvæöi um varasjóð lifeyris- trygginga.) 7. Endurkröfuréttur almanna- trygginga samkvæmt 59. gr. laganna falli niður. Er hér bæði um aö ræða endurkröfur slysa- trygginga og sjúkratrygg- inga.” Viðgerðir - Nýsmíði Kristján Ásgeirsson, húsasmíðameistari Simi 53121 Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Alternatorar 6 — 12 — 24 volt 35 — 100 amper. Teg: Delco Remy, Ford Dodge, Motorole o.fl. Passa i: Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Land-Rover Toyota, Datsun og m.fl. Verð frá kr. 13.500.- Varahluta- og viðgerðaþjónusta Bilaraf h/f Borgartúni 19. Simi 24-700 BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR I: Mersedez Benz 220D árg. '70 Peugot 404 árg. '67 B.M.V. árg. '66 Volkswagen 1300 árg. '70 Saab 96 árg. '65 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.