Tíminn - 31.01.1978, Page 24
':«*! 8-300 —N * f ifff-
HREVFJLL tjBÍSF 8fl
Auglýsingadeild Tímans. Slmi 8 55 22 P A núftCiöGM
TRÉSMIDJAN MEIDUR L ! SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
Allur ágreiningur
jafnaður á milli
Skáksambandsins og
íslenzku stór-
meistaranna
— íslenzku stórmeistararnir fá
ekki greidda dagpeninga
17 SKIP MEÐ
SLATTA
— flest lönduðu i Norglobal
GV — A sunnudag og aöfaranótt
mánudags öfluðu 17 skip 4.520
lesta loðnuafla og lönduðu flest
skipanna eða niu samtals 3.500
lestum i bræðsluskipiö Norglobal,
Norglobal sigldi inn á Eyjafjörö
aöfaranótt sunnudagsins og ligg-
ur nú rétt vestan við Hrisey, á
móts við Dalvik. Að sögn frétta-
ritara blaðsins á Dalvik, var1
óvenju liflegt i höfninni þar i gær,
þar sem skipin sigldu hvert af
öðru inn i höfnina drekkhlaðin af
loðnu, og biðu þar eftir löndun i
Norglobal.
Upp úr miðnætti á mánudag
byrjaði að bræla á miðunum, og
hættu flestir veiðum um það leyti.
1 gær var ekki útlit fyrir veiöiveð-
ur á miðunum. Nú er aðallega
veitt á tveim svæöum norður og
norðaustur af Melrakkasléttu.
Landsbankamálið:
Gæzluvarðhaldsúrskurður
rennur út á morgun
GV — Það er ekki búið að taka á-
kvöröun um kröfu rannsóknar-
lögreglunnar i þvi máli. Það kem-
ur i ljós á morgun sagði Hallvarð-
ur Einvarösson, er hann var
spurður um hvort ákvörðun lægi
fyrir um það, hvort gæzluvarö-
hald fyrrverandi forstöðumanns
ábyrgðardeildar Landsbankans
verði framlengt eða ekki, en eins
og kunnugt er var forstööumað-
urinn fyrrverandi Haukur Heið-
ar, úrskurðaður i gæzluvaröhald
22. desember til 1. febrúar.
Að öðru leyti vildi rannsóknar-
löreglustjóri ekki gefa upplýsing-
ar um gang málsins.
Fjölmennur baráttufundur
Fjölmargir borgarbúar flykktust niður á Hailærisplan I kulda og trekki siðastliðinn laugardag á fund og
mótmæitu þar, með stöðu sinni og góðri þátttöku, þeirri stefnu borgaryfirvalda, að rffa 11 hús Ikringum
Hallærisplanið og á Steindórsplani og byggja i staðinn margar og miklar byggingar á þessu sama svæði.
Gamli bærinn gjörbreytti um svip. Dagskráin var öll mjög skemmtileg, og tókst fundurinn I alla staði
mjög vel. Myndin er tekin, er leiklistarskólanemar fluttu leikþátt, sem saminn var sérstaklega af þessu
tilefni. Tímamynd: Róbert
ESE —Nú viröist svo sem ágrein-
ingur sá, sem upp kom fyrir helg-
ina milli Skáksambands Islands
og islenzku stórmeistaranna, sé
úr sögunni.
I samtali við Einar S. Einars-
son forseta Skáksambands Is-
lands kom það fram, að málin
hefðu verið útkljáð á fundi siðast
liðinn laugardag, og hefðu lyktir
orðið þær að þeir Friðrik og Guð-
mundur hefðu fallið frá kröfum
sinum um dagpeninga, en eins og
kunnugt er greiðir Skáksamband-
ið erlendu stórmeisturunum, sem
þátt taka i mótinu, dagpeninga á
meðan á dvöl þeirra stendur. Auk
dagpeninganna fá stórmeistar-
11 bílar í ein-
um árekstri í
Kópavogi
GV — 1 gærkveldi um átta leytið
skeði sá einstæði atburður að 11
bílar rákust saman á Hafnar-
fjarðarveginum, nánar tiltekið á
austari akbraut norður undir
fremri brúnni yfir gjána. Orsaka-
valdurinn að þessu öngþveiti var
fljúgandi hálka, sem varð á
þessum slóðum eftir að frysti slð-
degis I gær. Bílarnir lentu saman
á ýmsa vegu en sem betur fer
urðu engin meiðsli á fólki að þvl
Kópavogslögreglan tjáði blaðinu I
gærkvöldi. Umferð um „gjána”
tafðist um stundarsakir.
Nánast sömu mínúturnar uröu
tveir aðrir árekstrar I Kópavogi
og er annar þeirra óvenjulegur að
þvi leyti að ökuþórar voru engir.
Annar billinn rann af stað sjálf-
viljugur. Fyrr um daginn urðu
fimm árekstrar i Kópavogi allir
stórslysalausir. Alls urðu þvi átta
árekstrar á einum degi i Kópa-
vogi I gær.
— í dreifingii dagblaðanna út um land
arnir þátttökuþóknun, og hennar
njóta þeir Friðrik og Guðmundur
að sjálfsögðu til jafns við aðra.
Timinn hafði samband við Guð-
mund Sigurjónsson út af þessu
máli og kvaðst hann ekki hafa
verið á fundinum á laugardaginn,
en að sinu mati væri þetta ekkert
ágreiningsefni.
Einar S. Einarsson
Guðmundur Sigurjónsson.
SJ — Komið hefur til tals meöal
framkvæmdastjóra dagblaðanna
i Reykjavik að hætt verði að
senda blööin út á land um mán-
aöamótin til þeirra áskrifenda
sem fá þau póstsend sérpökkuð
héöan frá Reykjavik. Yrði þetta
gert I mótmælaskyni við hækkun
á póstburðargjöldum, en um
mánaðamótin stendur til að burð-
argjald undir hvert eintak af dag-
blöðunum hækki úr fimm krónum
I tuttugu krónur. Kæmi þetta
einkum niöur á áskrifendum
blaöa i sveitum, en til stærri bæja
og kaupstaða eru blöðin send i
frakt, fjöldi eintaka i einu.
Haraldur Sveinsson fram-
kvæmdastjóri Morgunblaðsins
sagöi Tfmanum i gær, aö komið
hefði tilboð frá póststjórninni um
viðræður við útgefendur vegna
þessa máls, og kvaðst hann gera
ráð fyrir að þær yrðu I dag.
Þeir framkvæmdastjórar dag-
blaðanna, sem Timinn ræddi viö I
gær, höfðu ekki tekið ákvörðun
um hvað gert yrði i þessu máli nú
um mánaðamótin, og fer það
væntanlega eftir þvi, hvort tekst
að ná betri kjörum við póststjórn-
ina á fundinum I dag eða ekki.
David Z. Rivlin afhendir Guðlaugi Þorvaldssyni bókagjöfina.
Bókagjöf frá ísrael
ESE — I gær afhenti David Z.
Rivlin, ambassador Israels á Is-
landi, Háskóla tslands bókagjöf
frá israelska rikinu. Bækurnar
eru israelskt alfræðisafn mjög
merk heimild um uppruna krist-
inna trúarbragða.
Við athöfn i Háskólabókasafni
veitti Guölaugur Þorvaldsson,
háskólarektor, bókagjöfinni við-
töku og þakkaði hlýhug i garð is-
lenzku þjóðarinnar. David Z.
Rivlin flutti einnig kveðjuorð frá
Israel og lýsti yfir vináttu og á-
huga ísraela á Islandi.
Við athöfnina voru viðstaddir.
nokkrir embættismenn háskól-
ans, og auk rektors fluttu þeir
Einar Sigurðsson, háskólabóka-
vörður, og Þórir Kr. Þórðarson,
deildarforseti guðfræðideildar á-
vörp.
Einnig var viðstaddur athöfn-
ina Aðalsteinn Eggertsson, kon-
súll Israels á tslandi.
Hækkun póstgjalda
veldur erfiðleikum