Tíminn - 01.02.1978, Blaðsíða 1
Skýrsla dómsmálaráðherra:
Dæmt hefur
verið í öllum
einkamálum
— sem dómtekin voru fyrir 1. júní
1977
KEJ — Ekkert einkamál sem
dómtekið var fyrir 1. júni 1977 er
enn ódæmt, segir i skýrslu Ólafs
Jóhannessonar dómsmálarað-
herra um meðferð dómsmála, en
skýrsla þessi var lögð fram á al-
þingi i gær. Þar kemur ennfrem-
ur fram að einkamál sem þingfest
voru fyrir 1. október 1975 og voru
enn til meðferðar 1. október sl.
eru alls 113, þar af eru 67 má til
afgreiðslu hjá embætti yfirborg-
ardómara i Reykjavik. A árinu
1974 segir i skýrslunni, fóru 359
slik mál i úthlutun til dómara, og
eru af þeim 20 óafgreidd eða
5.6%.Fram till.október 1975fóru
271 máltil dómara. Af þeim eru 18
óafgreidd eða 6,6%.
Alls voru 239 sakamál enn til
meðferðar 1. október sl., sem
ákært hafði verið i fyrir 1. janú-
ar 1977. Langflest þeirra brota
eru áfengis- og/eða umferðar-
lagabrot eða 104. Næst á blaði eru
fjársvik, alls 48, þá likamsárásir
þjófnaðir, nytjataka og skjala-
fals.
Sakamál, sem kærð voru fyrir
1. april 1976 og var ólokið 1. októ-
ber sl. eru alls 141. Þar af hefur
verið gefið út kæra i 61 máli á ár-
inu 1977.
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra:
Lög um emb-
ættisgengi
kennara
— Nauðsynlegt að tryggja
rétt réttindalausra
KEJ — A næstu dögum verður
lagt fram á þingi frumvarp til
laga um embættisgengi kennara,
þ.e. hvaða skilyrðum þurfi að
fullnægja til þess að verða skip-
aður kennari við grunnskóla og
framhaldsskóla. 1 þessu frum-
varpi verður mjög liklega ákvæði
um opnun námskeiða við Kenn-
araháskóla Islands fyrir grunn-
skólakennara, sem ekki hafa til-
skilin réttindi til kennslu. Kom
þetta fram i svari Vilhjálms
Hjálmarssonar menntamálaráð-
herra við fyrirspurn frá Ragnari
Arnalds á fundi i sameinuðu al-
þingi i gær.
Nokkrar umræður urðu á þing-
inu af þessu tileíni einkum um
stöðu réttindalausra kennara,
sem jafnvel um margra ára skeið
hafa haldið uppi kennslu viða úti
um landið.
Allir ræðumenn voru á einu-
máli um að tryggja þyrfti rétt
þessara kennara, en þeir voru
Helgi Seljan, Ingvar Gislason,
Þórarinn Þórarinsson og Karvel
Pálmason.
Lagði Þórarinn Þórarinsson
það til að strax yrðu gerðar við-
eigandi ráðstafanir til þess að
umræddir réttindalausir kennar-
ar geti öðlazt full réttindi. Full -
astæða væri til að námskeiðum i
þessu skyni verði komið á fót á
komandi sumri eða næsta vetur.
Kvaðst hann hræddur um aö
framkvæmd málsins gæti tafizt ef
hún yrðu bundin lagafrumvarpi
um viðtækara mál, sem staðið
Framhald á bls. 14.
ppnni
Jón Agúst kemur til Ytri-Njarövlkur I togi. Lóðsinn er kominn til aðstoðar við að koma bátnum að
bryggju.
„Allt brunnið sem
brunnið gat”
sagði skipstjórinn á Jóni Agúst, Kristján Albertsson
GV/GA — Báturinn er ónýtur
það er allt brunnið sem brunnið
gat, sagði Kristján Albertsson,
skipstjóri á Jóni Agúst GK, er
Tlminn náði tali af honum i
Njarðvikum i gær. Eldur kom
upp i bátnum um hálf-fimmleyt-
ið f fyrrinótt og að sögn skip-
stjórans varð sprenging sam-
faraþvi. Báturinn var þá stadd-
ur um 25 milur vestur af Garð-
skaga. Eldurinn breiddist mjög
fljótt út, og erMuninnGK kom á
staðinn um fimmleytið, hafði
eldurinn borizt um allan aftur-
hluta skipsins. Káetur.stýrishús
og bcrðsalur eru gjörónýt og er
vélarrúmið einna minnst
skemmt. Ekki er vitað um upp-
tök eldsins.
Skipver jarnir f jórir fóru yfir I
Muninn, en skipstjóri fór nokkru
siðar. Um kl. sex kom varðskip-
iöTýr á vettvang og fóru 7 varð-
skipsmenn um borð i bátinn og
hófu slökkvistörf. Fjórar dælur
vorusettar I gang og einnig var
notuð froða. Óli Valur Sigurðs-
son 1. stýrimaður stjórnaði að-
gerðum. Búið var að ráða niður-
lögum eldsins um tiuleytið i til hafnar og stigu skipverjar á
gærmorgun. Týr dró Jón Agúst land kl. rúmlega fjögur I gær.
Óli Ragnarsson kokkur á Jóni Agúst, I stýrishúsinu. Allur tækjakost
ur I brúnni er nú gerónýtur, en hann var endurnýjaður fyrir um ári
siðan og var þá metinn á 7 milljónir.
Reykjavikurskákmót-
ið hefst á laugardag
, . Fyrirkomulag m
— keppni með nýju fyrirkomulagi
ESE — Reykjavikurmótið i
skák hefst á laugardaginn kem-
ur, með þvi að Birgir tsleifur
Gunnarsson borgarstjóri leikur
fyrsta leiknum i fyrstu skák
mótsins, en enn er ekki ljóst á
milli hverra hún verður, þvi
ekki verður dregið um töfhiröö
fyrr en á föstudag.
Þetta kom fram i máli Ein-
ars S. Einarssonar á blaöa-
mannafundi, sem Skáksamband
Islands boðaði til I gær. Þetta
Reykjavikurskákmót verður
eitt af alsterkustu mólum, sem
haldin verðaá þessuári, ogþess
má geta. aö Skáksamband Is-
lands er eina skáksambandið á
Norðurlöndum, sem heldur svo
sterkt mót á eigin spýtur, en
mótið er i 11. styrk'eikaflokki.
Erlendu skáki eistararnir
eru væntanlegir til landsins á
næstu dögum, en einn þeirra er
þegar kominn, sr. Lombardy
frá Bandarikjunum. Fimm is-
lenzkir skákmenn taka þátt i
mótinu, en þeir eru Friðrik
Ólafsson og Guðmundur Sigur-
jónsson stórmeistarar, Helgi
Ólafsson, Margeir Pétursson og
siðast en ekki sizt Jón L. Arna-
son heimsmeistari unglinga 17
ára og yngri i skák.
Fyrirkomulag mótsins verður
með nokkuð öðru sniði en tiðk-
ast og teknar upp skemmtilegar
nýjungar. Þetta fyrirkomulag
nefiia þeir hjá skáksambandinu
„islenzka nýskipan”, en henni
hefur aðeins einu sinni verið
beitt, þ.e. á skákmótinu i Osló
nú fyrir skömmu.
Aðalkostur þessa fyrirkomu-
lags er, að mótið verður mun
skemmtilegra fyrir áhorfendur.
Timatakmörk eru mun þrengri
og þ.a.l. minni umhugsunartimi
fyrir keppendur. Fyrstu 30 leik-
ir hverrar skákar skulu leiknir á
90 minútum, siðan skulu næstu
20 leikir leiknir á 60 minútum,
eða alls 50 leikir á hálfum þriðja
tima. Ef skákin fer I bið þá á að
Stjórn Skáksambands islands á fundi með fréttamönnum. Tlma-
mynd: Róbert.
leika fyrstu 20 leiki biðstöðunn-
ar á 60 minútum.
Einnig er sú nýjung aö
greiðslur eru teknar upp fyrir
tapaðar skákir og er sú upphæð
„jafnvirði 15 Bandarikjadaia,
en til samanburðar má geta
þess, að fyrir jafntefli eru
greiddir 10 Bandaríkjadalir og
vinningur gefur 50 Bandarikja-
dali i aðra hönd. Ekki er að efa
að þessi nýbreytni skáksam-
bandsins mun draga að marga
áhorfendur, þvi að von er á
hörkukeppni og enginn skák-
mannanna getur bókað sigur, þó
að svo eigi að heita, aö hann
leiki gegn veikari skákmanni.