Tíminn - 01.02.1978, Blaðsíða 20
Miðvikudagur
X. febrúar 1978
W18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
HREVFILL
Sími 8 55 22
Sýrð éik
er sigild
eign
HU
TRÉSMIDJAN MEIDUR
i \ SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
Húsavik:
Tannlæknirinn fékk
sveitabæ til afnota
SJ 1 sumar lét HUsavikurkaup-
staöur gera upp sveitabæ á jörö-
inni Kaldbak sem telst til bæjar-
landsins. Siöan i haust hefur
annar af tveim nýaöfluttum
tannlæknum i bænum haft húsiö
á leigu. Erfitt er aö fá leiguhús-
næöi á HUsavik og nokkuö er um
að bærinn leigi starfsmönnum
sinum eöa stofnana kaupstaöar-
ins hUsnæði, einkum fólki úr
þeim slettum, sem vandkvæöi
eruá að fá til starfa. Fólk þetta
greiöir lága leigu og oftast kem-
ur þaö sér upp eigin hUsn æ,öi ef
þaö flengist i bænum. Þessi
háttur er hafðurá i fleiri bæjar-
félögum en á Húsavik, en þó
mun ekki algengt aö sveitabæir
séu til leigu á vegum þeirra.
Kaldbakur er um hálfan ann-
an km.sunnan Húsavikur. IbUÖ-
arhúsiö er asbestklætt timbur-
hús, reist um 1960, og var þaö
búið aö vera i niöurniðslu, er
tannlæknirinn sem þar býr nú,
sýndi áhuga á aö fá þaö til ibúö-
ar. Hestamenn á Húsavik hafa
fengið aö heyja á túninu að
Kaldbak og hafa hesta á beit á
jörðinni. Einnig eru þarna kart-
öflugaröar HUsvikinga.
Eftir aö Húsavikurkaupstað-
ur eignaöist Kaldbak var rekið
þar kUabú um skeið og siöan
harðfiskverkun en aö undan-
förnu hefur jöröin veriö i eyöi.
Haukur Haröarson bæjar-
stjóriá HUsavik sagði Tímanum
að ekki væru öll kurl komin til
grafar um kostnaðinn við stand-
setninguna á bæjarhúsunum að
Kaldbak en hann yröi yfir f jórar
milljónir. M.a. þurfti aö leggja
rafmagn til hússins en áður var
þar rafmagn frá disilstöö.
Jörðin Kaldbakur er við sjó-
inn og áskjósanlegur staöur fyr-
ir þá sem vilja vera út af fyrir
sig en þó auövelt um vik að
dtunda vinnu i næststærsta
kaupstaö á Norðurlandi.
Svæðislokun á
loðnumiðum
GV — SjávarUtvegsráöuneytiö
hefur i samráöi viö Hafrann-
sóknarstofnun gefiö Ut reglugerö
um loönuveiöar áriö 1978, þar
sem segir aö á timabilinu 15.
marz til 15. mai séu loðnuveiöar
bannaðar fyrir Norður- og
Austurlandi frá 20. gráöu vest-
lægrar lengdar, austur um að
Eystra—Horni, utan 25 sjómílna
frá viömiöunarlinu, en frá 15. mai
til 15. júli' eru allar toönuveiðar
bannaöar. Þessar takmarkanir á
loðnuveiöum eru sömu og giltu sl.
ár.
1 fréttatilkynningu frá
sjávarútvegsráöuneytinu segir:
Svæöislokun sú, sem gildir tíma-
bilið 15. marz — 15. mai er sett
vegna þess aö seinni hluta vetrar
og á vorin er mestöil önnur loðna
en hrygningarloöna mjög smá og
auk þess mögurog þvi lélegt hrá-
efni miðaö viö það, er siðar
verður.Svæöalokuniná aö koma i
veg fyrir veiðar á ókynþroska
smátoönu.ánþessaö hindraaðrar
loðnuveiðar.
Veiðibanniö frá 15. mai til 15.
júli er til þess aö tryggja aö
tveggja og þriggja ára loðna nái
verulegum hluta sumarvaxtar-
ins, sem er hraður, og ennfremur
sæmilegri fituprósentu.
Ennfremur er i reglugeröinni
ákvæði um bann við veiðum á
smátoðnu, minni en 12 cm aö
lengd, sé hún verulegur hluti afl-
ans.
Gæzluvarðhaldsúrskurður
framlengdur til 1. mars
r he [fn sn )■ KE BS IB BIB 13 ■ flm
1 ii a■ ■ i )■ «gr ■ 3 )■ ■ i q mm
Akranes:
Dvalarheimili
aldraðra tekur
til starfa
SJ — Um næstu helgi tekur Dval-
arheimilið Höfði á Akranesi til
starfa, en það er ætlað öldruðum
sem hafa fótavist og þarfnast
ekki daglegrar hjúkrunar.
Það er fyrri áfangi hússins eða
efri hæðin, sem nú er tekin i notk-
un, og komast þar fyrir 22 vist-
menn. Stefnt er aö þvi að siðari
hlutinn — sem rúma mun jafn
margt fólk — veröi tilbúinn i júli-
mánuði nk. Þaö getur þó hæglega
dregizt eitthvað, þvi mikið fjár-
magn vantar til að ljúka húsinu.
Umsækjendur um dvöl aö Höföa
eru um 60.
1 húsinu eru vandaðar smái-
búðir 28 ferm aö uatarmáli fyrir
einstaklinga og 43 ferm fyrir
hjón. Sjúkrahús Akraness sér i-
búumfyrir tveim máltiöum á dag
fyrst um sinn.
Mikil þörf var orðin á full-
komnu dvalarheimili fyrir Akra-
nesskaupstað og byggðirnar
sunnar Skarðsheiöar.
Jóhannes Ingibjartsson teiknaði
dvalarheimilið og hann hefur
jafnframt veriö formaöur stjórn-
ar þess frá upphafi. Fram-
kvæmdastjóri er Gylfi Svavars-
son fyrrv. skólastjóri.
Um sl. áramót var byggingar-
kostnaður við heimiliö oröinn
tæpar 200 milljónir. Aformað er
aö byggja þjónustumiðstöð fyrir
heimilið. Þegar hún verður risin
verður heimilið eitt fullkomnasta
dvalarheimili á landinu.
Dvalarheimiliö stendur á Sól-
mundarhöfða og er þar mikiö ó-
notaö landrými, sem i framtiðinni
verður áreiðanlega skipulagt fyr-
ir smáibúöir handa öldruðu fólki,
sem óskar eftir að selja ibúðir
sinar i bænum og fá smærri búðir
i nágrenni við Höfða sem getur
veitt þvi ýmiss konar fyrir-
greiðslu og öryggi i ellinni. Þar
mun þvi myndast. hverfi sem
aldraðic hafa forgang að og hefur
verulega vaxtarmöguleika.
Endurnýjun
í Búrfells-
virkjun
— miklu meira
slit en í fersk-
vatnsstöðvum
ESE — Nú á næstunni stendur
fyrir dyrum endurnýjun á helztu
slitflötum Búrfellsvirkjunar. Slik
endurnýjun hefur farið fram ann-
að slagið, en slit á þeim hlutum
sem um ræðir, þ.e., vatnshjóli,
hverfli og hverfilslokum, er mun
meiri i BUrfellsvirkjun, en t.d. i
Sogsvirkjun. Ástæðan mun vera
sú að um Búrfellsvirkjun rennur
jökulvatn, sem með framburði
sinum, sandi, leir og vikri, slitur
tækjabúnaði mun meir en þar
sem um ferskvatn er að ræða,
eins og i Sogsvirkjun. Búrfells-
virkjun hefur starfað frá árinu
1969.
— úrskurðurinn kærður til
Hæstaréttar
1 gærkvöldi var ákveöið i saka-
dómi Reykjavikur að fram-
lengja gæzluvarðhaldsúrskurð
fyrrverandi forstöðumanns á-
byrgðardeildar Landsbankans,
Hauks Heiðars til 1. marz, n.k..
Gæzluvarðhaldsfanginn kærði
úrskurðinn tii Hæstaréttar.
Akvörðun Sakadóms byggir á
þeirri kröfu rannsóknarlögregl-
unnar, að gæzluvarðhaldið þurfi
aö framlengja vegna þess aö
rannsókn málsins er ekki lokiö.
— Krafan byggði fyrst og fremst
á þvi að rannsókn málsins er
ekki tokið og er það náttúrulega
i þágu rannsóknarinnar aö
framlengja gæzluvarðhaldsúr-
skurðinn, sagði Birgir Þormar
fulltrúi I Sakadómi I viötali við
blaðið i gærkveldi. — Ég tók af-
stöðu til kröfugerðarinnar og
öllum upplýsingum um rann-
sóknina visa ég til rannsóknar-
aðila. Rannsókn heldur þvi á-
fram, bæði hjá bankanum og
annars staðar, sagði Birgir að
lokum.
Nótin fór í
skrúfuna
— Stapavík dregin til hafnar
GV — Á mánudagsmorgun fór
nótin i skrúfuna á Stapavik SI,
þar sem hún var á loðnuveiðum
norður af Rauðanúp á Melrakka-
sléttu. Mikið hvassviöri var á
þessum slóðum, svo að draga
þurfti bátinn til hafnar til að losa
nótina. Það tók rannsóknarskipið
Bjarna Sæmundsson einn sólar-
hring að komast til Siglufjarðar
með Stapavikina i togi I vitlausu
veöri.
Omar Hauksson skrifstofustjóri
útgerðarfélagsins Þormóðs
ramma sagði i viðtali við blaðiö i
gær, að froskmaður hefði losað
nótina á klukkutima, og er hún
mikið rifin. Strax var hafizt
handa við að gera við nótina.
Ekki urðu aðrar skemmdir á
bátnum. Vonazt var til að Stapa-
vikin færi á veiðar aftur i nótt.
Ungur leikari fær
ur hann leikið hlutverk Kalla i
leikritinu „Stalin er ekki hér”
og vakið þar athygli, og einnig
leikur hann i barnaleikritinu
öskubusku, hlutverk lærisveins
töfradisarinnar. Þá má geta
þess, að Sigurður lék i áramóta-
verðlaun
Að lokinni sýningu Þjóðleik-
hússins á leikritinu „Stalin er
ekki hér” á sunnudagskvöldið
var afhentur styrkur úr Minn-
ingarsjóði frú Stefániu Guð-
mundsdóttur leikkonu. Sjóður
þessi hefur það markmið að
styrkja islenzka leikara til utan-
ferða, og var stofnaður árið
1965. Þetta er I 7. skipti, sem út-
hlutaö er úr sjóðnum. Sjóðurinn
var á sinum tima stofnaður af
önnu Borg, dóttur frú Stefaniu,
og Poul Reumert, manni henn-
ar.
Styrkinn hlaut að þessu sinni
Sigurður Sigurjónsson leikari,
en styrkurinn nemur 350 þúsund
krónur.
Sigurður Sigurjónsson er
yngsti leikarinn, sem hlitið hef-
ur styrkinn til þessa. Hann er
22gja ára. Sigurður lauk prófi
frá Leiklistarskóla Islands voriö
1976, en það var i fyrsta skipti,
sem skólinn útskrifaði nemend-
ur. A skólaárum sinum tók hann
þátt I tveimur sýningum i Nem-
endaleikhúsinu: „Hjá Mjólkur-
skógi” og „Undir Suðvestur-
himni”. 1 fyrravetur lék hann
hjá Þjóðleikhúsinu i sýningun-
um: Dýrin i Hálsaskógi, Lér
konungur og Skipið. 1 vetur hef-
Sigurður Sigurjónsson leikari tekur við verðiaunum úr Minningar-
sjóði frú Stefaniu Guðmundsdóttur I ár. Timamynd: Gunnar.
skemmtiþætti sjónvarpsins, og
einnig hefur hann leikið i fleiri
sjónvarpsþáttum sem enn eru
ósýndir.
Formaður sjóðsstjórnar, Þor-
steinn ö. Stephensen, afhenti
Sigurði styrkinn á sunnudags-
kvöldið, en aðrir i sjóðsstjórn
eru Torfi Hjartarson og Davið
Scheving Thorsteinsson.