Tíminn - 01.02.1978, Blaðsíða 8
8
Miövikudagur X. febrúar 1978
iiMilI'Íí'
REGNBOGINN
og réttur borgaranna
Undanfarna daga hafa orðiö
nokkur skrif i dagblöðum um
kvikmyndahúsiö Regnbogann á
Hverfisgötu 54, en þar var staö-
iö mjög óvægilega aö málum af
hálfu borgarstjórnar og kann
þetta aö vera upphaf aö nýjum
stjórnarháttum, þar sem ráösk-
azt verður með varnarlausa
borgara á lokuöum fundum
pólitikusanna, án þess aö nokkr-
um vörnum verði viö komið.
Reyndar má segja, aö staðsetn-
ing kvikmyndahússins þarna sé
nýr óvæntur leikur i þeirri við-
leitni borgaryfirvalda að eyöi-
leggja miöbæ Reykjavikur, en
þar hefur þegar mikiö áunnizt.
Það er hins vegar nýtt tillag i
málinu, þegar ráðizt er beint á
borgara meö þvilikum hætti og
þarna er gert, svo að þeim veröi
i senn gert ómögulegt aö búa á
sama staö og ómögulegt að fara
þaöan.t
Hverfisgatan
skipulagsrústasafn
Hverfisgatan, önnur mesta
umferðargatan i Reykjavlk, er
oröin aö eins konar skipulags-
rústasafni. Frá Arnarhóli blasir
viö i vestri Morgunblaðshúsiö,
sem er reist á fyrrum fyrir-
hugaöri götu, þar fyrir framan
eru gömul hús, sem á aö rifa,
svo að teiknaöir Reykvfkingar
njóti þar lifsins i tómstundahöll.
Við tekur göngugata, þar sem
enginn á erindi eftir lokunar-
tima verzlana og banka. Göngu-
gatan endar i þvi, sem einu sinni
var Lækjartorg. Þar fyrir vest-
an má lita hina fyrirhuguöu
hraöbraut, sem liggur i gegnum
Tollhúsið. Ofar viö Hverfisgötu
er danska sendiráöið. Garöur
þess var skertur um þrjá metra
frá götu, þvi þaö stóö til aö
breikka Hverfisgötuna. Þá átti
einnig að mynda súlnagöng i
gegnum steinhúsin fyrir vegfar-
endur, og má greina þau i húsi
Skrifstofuvéla h/f. Á lengjunni á
milli Vatnsstigs og Frakkastigs
áttu að risa þriggja hæða há
pakkhús aö noröanveröu, sem
eigendur fasteignanna áttu að
sameinast um að byggja. Þar
andspænis áttuað vera fjögurra
hæöa há hús fyrir léttan iðnaö
og skrifstofur.
Nú hefur núverandi borgar-
stjóri óvenjulegan áhuga á
skipulagi borgarinnar. A sein-
asta ári hélt hann sjálfur marga
hverfafundi um skipulagsmál
og borgin hélt sýningu á Kjar-
valsstöðum, þar sem seinustu
afrek á þeim vettvangi voru
kynnt borgurunum, þvi vel skal
þaö vanda, sem lengi á aö
standa. Borgararnir voru hvatt-
irtil aöláta i ljós álit sitt, og allt
átti aö vera með sem lýöræöis-
legustum hætti.
Pólitískir fulltrúar, sem eru
kosnir i almennum kosningum
vegna stefnu sinnar og þeirra
flokka, sem þeir eru fulltrúar
fyrir fara með yfirstjórn
borgarinnar. Agreiningsmálin
eru mörg og hart barizt.
Þaö er oftast erfitt aö taka
veigamiklar ákvaröanir i
borgarmálum, þvi mörg eru
sjónarmiðin og hagsmunirnir,
og rekast gjarnan á. Til að
tryggja að mál séu skoðuö ofan i
kjölinn eru fjölmörg embætti og
nefndir á vegum borgarinnar,
og er leitað álits þeirra, þegar
mynda á sér skoöanir á einstök-
um málum.
Áhrif kvikmyndahúss
á umhverfi sitt
Bygging kvikmyndahúss er
meiri háttar ákvöröun, þvi bæði
er það, að slikt hús er dýrt, hef-
ur mikil áhrif á umhverfi sitt og
tryggja verður öryggigesta. En
á þvi hefur veriö misbrestur,
eins og nýlegt dæmi sýnir, þeg-
ar neyðarútgangar voru óvirkir
aöhluta, þegar brunikom upp i
kvikmyndahúsi i Reykjavik.
Ahrif slikrar starfsemi á um-
hverfi sitt eru m.a. mikil um-
ferð bila og vegfarenda á meðan
á sýningum stendur.
Þegar skipulagssýningin stóö
yfir að Kjarvalsstööum, kom
mikill fjörkippur i byggingar-
framkvæmdir á lóöinni að
Hverfisgötu 54, en þar haföi þá
litið gerzt i lengri tima. Þaö
spurðist strax, að þarna ætti aö
risa kvikmyndahús með fjórum
sölum auk tveggja diskóteka.
Fyrirspurnir hjá embættum
borgarinnar sýndu þó hið gagn-
stæða, þarna átti aö risa hús
undir léttan iönaö. Svo spurðist
þaö, að borgarráð hefði sam-
þykkt það á lokuöum fundi, aö
þarna skyldi samt verða kvik-
myndahús.
Umferöarnefnd Reykjavikur-
borgar skilaði þvi undariega"v
áliti, aö ekkert mælti á móti
staðsetningu biósins. Næg bila-
stæði væru innan seilingar.
Skipulagsnefnd var ekki spurö.
Stór kafli á járnbrautarleið-
inni á milli Leningrad og
Moskvu er sagöur beinn, ein-
mitt þar sem landslag er mjög
fjöllótt og erfitt til járnbrautar-
lagnar. Sagan segir, að tækni-
menn hafi átt i deilum um
hvernig bezt væri aö laga braut-
ina aö landslaginu. Málinu var
skotiö til þess keisara, sem þá
réöi málum. Hann ihugaði mál-
iö um stund, tók siðan reglu-
striku og teiknaöi beina linu og
sagði: „Svona skuluðþið ieggja
brautina,” sem var svo llka
gert. Þetta var pólitisk ákvörð-
un.
Staðsetning og framgangur
Regnbogans er, þótt undarlegt
megi telja, einnig pólitisk
ákvörðun.
Strax þegar spuröist, hvaö
væri á döfinni, var leitaö til
allra borgarfulltrúa og þeirra
nefnda og embætta, sem málið
var skylt. Nóg var af rökum,
sem mætlu á móti þeirri stað-
setningu, og má þar nefna:
Alls engin bilastæði:
Mikil og óæskileg truflunfyrir
ibúa nágrennisins vegna um-
ferðar bila, vegfarenda og húss-
ins sjálfs. Auk þess voru ekki
nema einar neyðardyr á húsinu.
Viöbrögð borgarfulltrúanna
vorumeð ýmsum hætti, en sam-
mála voru þeir um, aö málið
væri þess eölis, að ekki yröi við
spornað og bióið hlytí að fá
viðurkenningu.
i munnmælasögum segir, að
undir enda regnbogans sé mikill
sjóður falinn og sé hann eign
þess, sem hann finnur. Ágizkan-
ir eru um það, að þegar séu
komnar 200-300 millj.kr. i húsiö
en enn eru tvær hæöir óinn-
réttaöar. Þessum peningum var
dælt með þeim hraða i hús-
skrokkinn, að kvikmyndagagn-
rýnandi lét svo um mælt, aö
þarna væri kraftaverk á ferð-
inni og sannarlega var mikill
fyrirgangur á meðan á bygg-
ingu stóð. Unnið var dag og nótt
með stórvirkum tækjum, og
ekki gátu starfsmenn fundið sér
bílastæði frekar en aðrir, þar
sem þægilegt var að leggja, og
lögðu þá bilum sinum á gang-
stéttir, strætisvagnastæði,
þversum á götunni, eða bara
einhvers staðar, alla tima sólar-
hrings og alla daga, jafnvel á
jóladag.
Þegar þeim hamförum lauk
og bióiðtók til starfa, varkveikt
á miklu ljósaskilti, sem lýsir
nótt og dag inn um glugga gagn-
stæðra húsa, biógestir leggja
bflum sinum alls staðar, eins og
starfsmennirnir gerðu og gera,
og sýningum lýkur fyrst kl. 1.30
að nóttu.
Asgeir Leifsson.
Búið er að koma fyrir búkkum
á gangstéttum á móti Regn-
boganum. Ibúar þar geta þvi
hvorki tekið leigubil, né farið i
sjúkrabil. Engin stæði eru fyrir
gesti og stöðugt ónæði af bió-
gestum fram á nótt. Lögreglu-
þjónar hafa staðið fyrir framan
bióið seinustu þrjár vikur og
reynt með litlum árangri að
stugga viö ólöglega lögðum bil-
um. Þetta hafa sjálfsagt allir
ibúar Reykjavikur séð siðan
Regnboginn tók til starfa, og ef
ekki þá gefst þeim kostur á þvi
dag hvern, þegar háannatimi er
hjá bióinu.
Hagsmunir þeir, sem meta
átti og vega, þegar veitt var
leyfi fyrir bióinu, voru eftirfar-
andi:
1) Hagsmunir þeirra, sem yfir-
ráð höfðu yfir fjármagninu.
2) Hagsmunir borgarbúa.
3) Hagsmunir nágranna.
Nú vil ég beina eftirtöldum
spurningum til allra borgarfull-
trúa og annarra sem tóku þátt i
ákvarðanatöku þessari:
1. Hvernig voru hagsmunir
metnir, þegar ákvörðun um
kvikmyndahúsarekstur á
þessum stað var tekin?
2. Er von á annarri hávaöa-
starfsemi, s.s. diskóteki, i
húsinu?
3. Hvaða rétt eiga nágrannar
Regnbogans, sem hafa alsak-
lausir orðið fyrir þessum
átroðningi?
Og að lokum þetta. Ég óska
þess, að hvorki borgarfulltrúar
né aðrir verði fyrir þeirri sömu
óþægilegureynslu og nágrannar
Regnbogans, að missa rétt, án
þess að eiga von á leiðréttingu,
en sú hætta vofir yfir öllum i
þessari borg meðan svona er
staðið að málum.
Reykjavik, 27. jan. 1978
Ásgeir Leifsson
Kvikmyndahúsið Regnboginn viö Hverfisgötu.
Gjöf Jóns
Sigurðssonar
Verðlaunanefnd sjóðsins „Gjöf
Jóns Sigurðssonar” hefur auglýst
eftir umsóknum um fjárveitingar
úr sjóðnum árið 1978, en að þessu
sinni er ráðstöfunarféð 3.1 millj.
kr. Tilgangur sjóðsins er sá, að
verðlauna vel samin visindaleg
rit, styrkja útgáfur slikra rita og
styrkja höfunda, sem hafa vis-
indarit i smiðum. Oll skulu rit
þessi „lúta aö sögu Islands, bók-
menntum þess, lögum, stjórn og
framförum”.
A siðastliðnu ári veitti nefndin
þrenns konar viðurkenningu,
starfslaun, verölaun og útgáfu-
styrk.
Starfslaun hlutu þessir, 450 þús.
kr. hver:
Sigfús Jónsson landfræðingur
til að semja rit um áhrif sjá-
varútvegs á byggöaþróun á
Islandi 1940—1975.
Sverrir Tómasson cand. mag.
til að semja rit um formála
islenzkra sagnaritaraá miðöld-
um, könnun lærðrar rithefðar.
Þór Whitehead M.A. til að
semja rit um Island i siðari
heimsstyrjöldinni.
Verðlaun, 225 þús. kr., hlaut
Anna Sigurðardóttir i viður-
kenningarskyni fyrir söfnun
heimilda um sögu isle.nzkra
kvenna.
Otgáfustyrk, 225 þús. kr., hlaut
Sigfús Haukur Andrésson
cand.mag til að greiða kostnaö
við að ganga frá handriti um
islenzka verzlunarsögu
1774—1807.
Umsóknir um verðlaun eða
annan fjárstuðning úr sjóðnum
1978 skulu stilaðar til verðlauna-
nefndar, en sendar forsætisráöu-
k Framhald á bls. 9.
*
Lionsmenn skemmta sér í Atthagasal:
Villibráðarát og lista-
verkauppboð í fjáröflunar
skyni fyrir drykkjusjúka
SJ — Lionsklúbburinn Fjölnir
efnir til árlegs Villibráðaráts i
Atthagasal Hótel Sögu á föstu-
dagskvöldið, 3. febrúar, og hefst
það kl. 19. Um kvöldið fer fram
uppboð á listaverkum eftir
Baltasar, Guðmund Karl As-
björnsson, Hring Jóhannesson,
Jóhannes Geir, Ragnar Lár og
Valtý Pétursson.
Efnter til þessarar samkomu i
I fjáröflunarskyni og eru allir
velkomnir, Lionsfélagar sem
aðrir, til gæsa-, anda-, lunda-,
svartfugla-, rjúpna- og hrein-
dýraáts meðan nokkur biti er
eftir, en til að tryggja að skortur
verði enginn, er rétt að panta
miða i simum 72852, 13501 eða
83869 á kvöldin, þó ekki siðar en
á fimmtudagskvöld.
Veizlustjóri verður Richard
Hannesson, aðalræðumaður
Pétur Guðjónsson, en skemmti-
kraftur kvöldsins verður Ómar
Ragnarsson.
Lionsklúbburinn Fjölnir hefur
nú um árabil haft sem aðalverk-
efni stuðning við vistheimilið i
Viðinesi á Kjalarnesi, en til-
gangur stofnunarinnar, sem er
sjálfseignarstofnun, er að taka
til dvalar drykkjusjúklinga,
sem af eigin hvötum leita sér
lækninga á drykkjuskap sinum.
Vistheimilið starfar þvi sem
sjúkrahús og endurhæfingar-
stöð, þar sem vistmenn taka
þátt i margvislegri starfsemi
sem þar er rekin og temja sér á
ný að lifa eðlilegu lifi.
Með reglulegum heimsóknum
klúbbfélaga i Viðines hefur
skapazt náið samband við vist-
menn, og úr llknarsjóði Fjölnis
hefur verið lagt fé af mörkum til
viðhalds, hljóðfærakaupa og
uppbyggingar bókasafns svo
nokkuð sé nefnt. Þótt aðalverk-
efni Fjölnis sé Viöines, hefur
liknarsjóður klúbbsins einnig
látið verulegt fé af hendi rakna
til annarra liknarmála.