Tíminn - 15.02.1978, Síða 2
2
Miðvikudagur 15. febrúar 1978
veita
Mogadishu/Reuter. Sómalskar
hersveitir halda aftur af sókn
Eþiópiuhers meðfram ján-
brautarlinunni austur af Dire
Dawa. Einnig veitir Sómaliuher
mikið viðnám við Harraoua, að
þvi er sagði i tilkynningu upp-
lýsingaráðuneytisins i Moga-
dishu i gær. Samkvæmt upplýs-
ingum frá vigstöðvum berjast
skæruliðar Frelsishreyfingar
Vestur-Sómaliu og hermenn úr
fastaher Sómaliu nú hlið við hlið
gegn hermönnum stjórnarhers
Eþiópiu sem studdur er af So-
vétmönnum og Kúbubúum.
Bæjirnir Harraova og Adigala
landamæri Sómaliu norður at
Aysha og hertaka borgina Zeyla
sem stendur við Adne flóa.
Bandarikjamenn segjast hafa
fengið yfirlýsingar frá Sovézk-
um yfirvöldum þar sem þeir eru
fullvissaðir um að Sovétmenn
mundi ekki styðja innrás Eþió-
piumanna i Norður-Sómaliu.
Fulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna eru nú komnir til Moga-
dishu til þess að ræða hvernig
bregöast beri við straumi
flóttamanna frá Ogaden. Jac-
ques Cuenod varafram-
kvæmdastjóri Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
sagði við komuna til Mogadishu,
að hann hyggðist kynna sér
ástandið af eigin raun. Hann
mun dvelja eina viku i landinu ■
flytja heimili sin vegna striðsins
i Ogaden siðustu sjö mánuði, en
ekki er vitað hve margir hafa
flúið yfir landamærin til Sóma-
liu.
Deilur um stefnu
Thatcher innan
íhaldsflokksins
London/Reuter Brezki íhalds-
flokkurinn virðist i þann veginn
að klofna i stefnunni gagnvart
þeldökkum innflytjendum. Einn
þingmaður thaldsflokksins réðst
harkalega gegn ummælum Ed-
wards Heath fyrrum formanns
flokksins en ræöa er hann flutti i
fyrradag, hefur verið túlkuð sem
ávitur á arftaka hans i flokknum,
Margaret Thatcher. Heath sagöi
að óþarfi væri að taka mál inn-
flytjenda til umræðu á þinginu,
þar sem stjórnin hefði þegar
stjórn á þvi hve margir flyttust til
Bretlands. Frekari hömlur hvað
hann brjóta i bága við ákvæði
Helsinki sáttmálans sem undir-
ritaður var fyrir þrem árum.
Flokksmeðlimir sem fylgispakir
eru Thatcher, ásökuöu Heath
þegar i stað um að vera stefnu
flokksins ótrúr, og einn lýsti hon-
um sem spilltum dekurkrakka.
Margir. úr hófsamari armi 1-
haldsflokksins eru á sama máli
og Heath og hafa áhyggjur af um-
ræðum um kynþáttamál nú i ár
þegar vera kann að boða þurfi til
kosninga.
Skoðanakannanir sem gerðar
hafa verið eftir að Thatcher lýsti
þvi yfir að hún vildi beita hertum
reglum til að fækka innflytjend-
um, sýna að Ihaldsflokkurinn
hefur nú 11% meira fylgi en
Verkamannaflokkurinn, sem nú
situr að völdum. Fyrir mánuði
siðan hafði Verkamannaflokkur-
inn 2% meira fylgi i hliöstæðri
könnun. Stjórnin þarf ekki að
boða til kosninga fyrr en haustið
1979.
Deilan kom upp i sjónvarps-
þætti i siðasta mánuði þar sem
Thatcher hvatti til þess að inn-
flytjendum yrði fækkað, og taldi
hún margan Englendinginn bera
ugg i brjósti vegna gifurlegs
fjölda innflytjenda. Flokksforing-
inn talaði aldrei um hvaöa inn-
flytjendur hún ætti hér við en hún
hefur vafalaust átt við Indverja,
Edward Heath.
Bangladeshbúa, Pakistana og
Austur-Afrikubúa.
Peter Walker fyrrum ráðherra
istjórn Heaths sagði aö árásirnar
á Heath væru hrein vitleysa.
Walker sagði ennfremur að fjöldi
innflytjenda væri ekki stærsta
vandamálið sem við væri að
glima, heldur það hversu margir
þeirra gengju atvinnulausir og
hve lélegt húsnæðið væri er þeir
byggju i.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
margir innflytjendur vilja fara til
sins heima, en ber fremur við
vondu veðri á Bretlandseyjum en
kynþáttahatri.
Allir vopnfærir Sómaliumenn vlgbúast nú, og vegnár hernum betur
en búast mætti við.
Líbanon:
Óeirðir vegna
lagasetningar
þingsins
Bcirut/Reuter. Sjö særðust i
tveim sprengingum sem urðu i
miðborg Beirut eftir að þingið
samþykkti umdeilda reglugerð
varðandi lög og reglu i landinu.
Frumvarpið var samið eftir fjög-
urra daga átök Sýrlendinga og Li-
bana i siðustu viku, en i þeim
átökum biðu að minnsta kosti 150
manns bana. Flestir hinna látnu
voru úr friðargæzlusveitum Ar-
ababandálagsins sem koma átti á
friði i Libanon er borgarastyr-
jöldin geisaði.
I reglugerðinni, sem samþykkt
var i gær, er meðal annars gert
ráð fyrir að stofnuð verði sérstök
sýrlenzk-libönsk nefnd sem fjalli
um glæpi gagnvart friðarsveitum
Arababandalagsins i Libanon. Er
atkvæði voru gr-eidd um frumvarp
ið reyndust 72 þingmenn vera
fylgjandi þvi, en aðeins einn á
móti,. en 99 eiga sæti á þingi.
Hægri sinnar i Libanon telja
margir að með þessari nýju laga-
setningu sé gengið freklega á
réttindi Libana. A meðan umræð-
ur fóru fram i þinginu sprungu
eins og áður segir tvær sprengjur,
og sýnir það hve mikið vantar á
að Beirutbúar lifi við öryggi i
borginni.
Staðfest hefur verið að sýr-
lenzkir hermenn úr friðarsveitun-
um hafi umgirt búðir libanska
hersins þar sem átökin byrjuðu i
siðustu viku.
,,Ég veit ekki hvað þeir hyggj-
ast fyrir”, sagði foringi úr li-
banska hernum, ,,en þeir hafa
umkringt Fayyadiyeh búðirn-
armeð öllu sem þeir hafa, skrið-
drekum, eldflaugavörpum og
stórskotaliði.”
Ekki eru taldar likur á að lausn
finnist á efnahagslegum, félags-
legum og trúarlegum vanda Li-
bana, sem ekki tókst að leysa i
borgarastriðinu 1975-76 þó sem að
þar glötuðust meir en 60.000
mannslif.
Flóttamenn frá
S-Afríku og
Ródesíu nær ÍOO
þúsund talsins
Genf/» ter. Milli 80.000 og
100.000 fiottamenn frá Ródesiu
og Suður-Afriku eru nú i flótta-
mannabúðum i nágrannarikjum
þessara landa, að þvi er yfir-
maður flóttamannahjálpar Sam
einuðu þjóðanna, Poul Hartling,
sagði i gær. Hartling er nýkom-
inn úr viku ferð til Mósambik,
Losotho, Botswana, Zambiu og
Tansaniu og sagði á blaða-
mannafundi við komuna til Genf
að flóttamennirnir byggju við
niðurdrepandi aðstæður i mjög
miklum þrengslum.
1 Botswana búa 2.000 flótta-
menn i búðum sem ætlaðar eru
250 mönnum. Hartling kvað
40.000 flóttamenn búa i þrem
búðum i Mósambik, þar af
23.000 i Doroi-búðunum sem
hann heimsótti. „Skýrslur sið-
asta árs varðandi Doroi voru
ógnvekjandi, og ég sá aö um-
talsverðar bætur höfðu verið
gerðar” sagði Hartling „Flótta-
mennirnir þar hafa nú 600 hekt-
ara lands til að rækta á, fjórum
sinnum meira en fyrir ári sið-
an”.
enn viðnám
eru báðir sagðir enn i höndum
Sómaliumanna, en sókn Eþió-
piumanna á þá er hafin.
Herdeildir Eþiópiu-
hers er ráöist hafa á
Adigala koma frá eþiópisku
hafnarborginni Assam.
Fréttum Sómaliumanna og
Eþiópiumanna og vestrænna
diplómata ber ekki saman.
Eþiópiumenn og sendimenn er-
lendra rikja segja aö sókn Eþió-
piumanna eftir járnbrautar-
linunni milli Harar til Jijiga sé
afar hörð og Eþiópiuher hafi
þegar tekið borgirnar Harraoua
og Babile og séu komnir hálfa
leið til Jijiga.
Þrátt fyrir þetta er talið að
skæruliðar Frelsishreyfingar
Vestur-Sómaliu standi sig mun
betur i bardögunum við tviefld-
an her Eþiópíumanna, en áður
var haldiö. Talsmaður skæru-
liða sagði: „Fréttir eþiópiu-
manna eru hreinar lygar, þetta
er aðeins áróður ætlaður tl að
hressa upp á baráttuþrek hers-
ins.”
Leiðtogar Sómaliumanna
telja að Sovn stjórnin Eþiópiu-
mönnum bæði á stjórnmála-
sviðinu og vigvellinum, og fyrir-
hugað sé að sækja inn fyrir
Yamit, eitt af 20 búsvæðum israeismanna I Sinaleyðimörkinni. Staðurinn er nú meðal heiztu þrætuepla i
deilunni miili israeismanna og Egypta.
Árangur af ferð
Sadats metinn
— Atherton væntanlegur til Miðausturlanda
Kairó/Reuter Heimsóknir leið-
toga ýmissa Afriku- og Araba-
rikja til Egyptalands munu fylgja
i kjölfar átta landa ferðar Sadats
sem lauk i gær. Heimildir herma
jafnframt að von sé á aðstoöarut-
anrikisráðherra Bandarikjanna
til Miðausturlanda þar sem hann
munienná ný reyna málamiðlun.
Aður en Sadat hélt af stað i ferð
sina átti Atherton aðstoðarutan-
rikisráðherra viðræður við ráða-
menn i Jerúsalem og Kairó til að
reyna að þrengja biliö sem er
milli deiluaðila. Ráðamenn i Kai-
ró reyna nú að meta gildi ferðar
forsetans, en i gær lýsti hann
henni kvað hana hafa verið upp
örvandi. Talið er að árangur \ið-
ræðna Carters og Sadats muni
ráða mestu um næsta skrefið i
friðarumleitunum milli Egypta
og Israelsmanna.
Talið er að Sadat hafi tekizt að
fá Bandarikjamenn til að herða
afstöðu sina i milligöngumálum,
en egypzki leiðtoginn vill að
Bandarikjamenn hvetji Israels-
menn til að falla frá þeirri kröfu
að Gyðingar fái áfram að hafa
búsetu á herteknum svæðum.
Carter og utanrikisráðherrann,
Cyrus Vance, hafa báðir deilt á
búsetu Israelsmanna á hertekn-
um svæðum, og sl. laugardag
sagði Vance i ræðu, að slik búseta
„væri brot á alþjóðalögum” og
„stæði i vegi fyrir friði”. Egyptar
krefjast einnig sjálfstjórnai til
handa palestinumön.njm, en
Israelsmenn hafa sugi. ?* Gyðing-
ar muni ekki flytja fra herteknu
svæðunum og bjóða Palestinu-
mönnum aðeins takmarkaða
sjálfstjórn, þar sem stofnun sjálf-
stæðs rikis Palestinuaraba gæti
reynzt ógnun við öryggi ísraels-
manna.
Skæruliðar og Sómalir