Tíminn - 15.02.1978, Blaðsíða 11
Miövikudagur 15. febrúar 1978
11
„íslenzkur
meistari
í norskri
þýðingu’ ’
Fyrirlestur í
Norræna húsinu
,,Bli ndingsleikur (á
norsku:Blindebukk) eftir Guö-
mund Danielsson fær hástemmt
hrós i norskum blööum. Þýöing
Asbjörn Hildremyrs er talin frá-
bær.
Fjöldi blaöa hefur birt greinar
um bókina og skulu hér tilfærö
nokkur sýnishorn úr þeim.
„Islenzkur meistararóman” er
fyrirsögn á grein eftir Olav Dal-
gard i Oslóarblaöinu „Dag og
Tid”. Segir þar meöal annars:
„Við erum orðin vön aö halda og
trúa, að tsland eigi aðeins eitt
mikið skáld nú á dögum og að
sjálfsögðu er það hinn Nóbels-
krýndi Laxness. Vissulega verð-
skuldar hann sitt óvenjulega álit,
en er þó samt ekki sá eini, sein
skipar meistaraflokkinn á sögu-
eynni um þessarmundir. Eftir að
hafa lesið hina stuttu, en gnæv-
andi skáldsögu „Blindingsleik”
eftir Guðmund Danlelsson, vil ég,
án þess að hika, einnig leiða hann
til sætis meðal hinna útvöldu”.
Ludvik Jerdal skrifar grein i
blaðið „Dagen” og segir m.a.:
„Það er islenzkur meistari sem
kemur hér aftur meðbókþýdda á
norsku. Guömundur Danielsson
hefur óvenjulega góð tök á efni
sinu. Þetta er nánast hinn full-
komna skáldsaga, svo vel byggð,
svo hrifandi að maður fylgir frá-
sögninni i miklum hugaræsingi”.
I greinarlok segir: „Þetta er
sterk skáldsaga um rúmhelgina
og um mæðu og erfiðleika, en hún
er ósvikin (ekte). Asbjörn Hildre-
myr hefur þýtt hana á betri
norsku en maður á að venjast nú
á dögum.”
„Verdens gang” birtir ritdóm
eftir Annetta Mörkberg sem segir
m.a.: „Sagt er að enginn íslend-
ingur með sjálfsvirðingu ljúki lif i
sinu án þess að hafa skrifaö eina
bók. öruggt er aö á Islandi eru
margir rithöfundar. En fáir
þeirra rata veginn Ut hingaö.
Einn þeirra er Guðmundur Dani-
elsson.” Siðar segir: „Skáldsag-
an (Blindingsleikur) hlitir svo að
Guðmundur Danielsson, rithöf-
undur.
segjahinni sigildu kröfu um sam-
ræmi tima og rúms. Hún er aö
öllu samanlögðu afar traustlega
byggð og þess vegna ákaflega
spennandi. Maður hlýtur að lesa
hana i einni lotu.”
1 dagblaðinu „Sogn og Fjor-
dane” segir m.a. i nokkuð langri
grein: „Þegar Fonna Forlag
kynnti fyrst islenzka rithöfundinn
Guðmund Danielsson fyrir norksk.
um lesendum meö skáldsögunni
„Sonur minn Sinfjötli”,skrifaði
einn ritdómarinn (Knut Hauge i
Nationen) að ef Danielsson hefði
lifað og ort meöal fjölmennari
þjóðar, þá væri hann án efatalinn
til hinna mikiu rithöfunda á vor-
um dögum.”undir þessa tilvitnun
tekur greinarhöfundur siðan og
skýrir og skilgreinir bókina.
Mörgfleiriblöð hafaskrifaðum
bókina og eiga þær greinar þaö
sameiginlegt að bera mikið lof
bæði á höfundog þýðanda hennar.
Danski rithöfundurinn Elsa
Gress kemur hingaö til lands
mánudaginn 13. febrúar i boði
Norræna hússins. Von var ó henni
fyrir helgi, og var fyrirhugaö aö
hún héldi fyrirlestur hér um helg-
ina, en af því gat ekki orðiö. Sem
fyrr segir kom hún f gær, og held-
ur fyrirlestur i Norræna húsinu á
miðvikudagskvöld, 15. febr. kl.
20:30 sem ber heitiö „Indirekte og
direkte brug af virkeligheden i
kunsten”.
Siðari fyrirlestur Elsu Gress
verður i Norræna húsinu siðdegis
á laugardag 18. febrúar kl. 16:00
og ber heitið „Kan viö bruge
Kunstnerne?” Tveir norrænir
heimspekingar koma siðan hing-
aö tíl lands i vikunni, og halda
fyrirlestra i Norræna húsinu, þeir
Lars Hertzberg frá Finnlandi og
Peter Kemp frá Danmörku.
Lars Hertzberg (f. I945)ereinn
meöal fremstu ungra finnskra
heimspekinga, lauk doktorsprófi
frá Cornell-háskóia i Bandarikj-
unum og starfar nú sem dósent i
heimspeki viö Helsingforshá-
skóla. Ritgerðir hans um sið-
fræði, samfélagsheimspeki og
heimspekisálfræði eru þekktar. I
erindi Hertzbergs I Norræna hús-
inu verður fjallað um ýmsar hlið-
ar náms- og uppeldisaðferða, eins
og t.d. Chomsky og Wittgenstein
hafa skrifaö um.
PeterKemplf. I937)hefurritaö
margt heimspekilegs efnis,meðal
annars margar aðgengilegar
bækur um það efni. 1 Norræna
húsinu talar hann um „nýju
heimspekingana”, sem mikiö
hafa verið til umræöu upp á sið-
kastið. Þessir heimspekingar
hafa snúizt gegn marxisma, og
eru andstæöingar pólitiskra öfga
til hægri eða vinstri. Þeir vilja
sýna fram á, að pólitisku
heimspekikerfin stefni meira og
minna aö þvi að bæla manninn.
Finnski heimspekingurinn Peter Kemp.
onn
Taktu þér hlé frá daglegum
störfum um stund og fáðu þér
mjólkurglas.
Engin fæða uppfyllir betur þau
skilyrði að veita þér flest þau
næringarefni, sem nauðsynleg eru
lífí og heilsu.
Slakaðu á smástumHfrá starfí og
streitu dagsins og byggðu þig upp
til nýrra átaka um leið. n.
Drekktu mjólk í dag - og rtjóttu
þess. nx
Næringargildi í lOOg af mjólk eru u.þ.b
Prótín 3,4 g A-vítamín 80
Pita 3,5 g B.-vítamín 15
Kolvetni 4,6 g D-vítanjín 3
ICtalk 0,12 g Bj-vítamín 0,2
Fo\for 0.09 g C-vítamínN 1,5
Járrt^ 0,2 mg Hitaeiningar 63
ndokk