Tíminn - 15.02.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1978, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 15. febrúar 1978 Brýn nauðsyn að vanda betur gerð kj arasamninga, svo þeir gildi í raun Útdráttur úr ræðu Halldórs E. Sigurðssonar í útvarpsumræðum í gærkvöldi Frá atkvæðagreiðslu eftir 2. um ræðu um frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahagsmál. Tima- mynd Gunnar. Það sem einkennt hefur þessar umræður og álit verðbólgunefnd- ar er það sameiginlega álit allra, að aðgerða sé þörf til að tryggja áframhaldandi rdcstur atvinnu- veganna, forðast atvinnuleysi og tryggja atvinnuöryggi. Breyting á gengi krónunnar var ekki aðeins nauðsyn til að tryggja stöðu atvinnuveganna, heldur einnig eðlileg viðskipti okkar við önnur lönd. Kaupæði hefur verið hér mikið siðustu mánuðina, og t.d. varð halli á viðskiptum okkar við önnur lönd 3,9 milljarðar kr. i janúarmánuði. Hvort sem um er að ræða öryggi atvinnurekstrar eða við- skipti við önnur lönd, var ekki hjá gengisbreytingunni komizt, það má öllum ljóst vera. bað sem valdið hefur deilum af hálfu stjórnarandstöðunnar eru hliðarráðstafanir, sem fylgja gengisbreytingunni. Fer þar sem fyrr að þess er að litlu getið sem til bóta horfir. Nefna má hækkun tekjutryggingar og heimilisbóta um 2%, og barnabóta um 5% um- fram skattvisitölu. Vörugjald lækkar um 2% eða 720 milljónir. Niðurgreiðslur hækka um 1.300 milljónir. Ahrif þessara aðgerða auka kaupmátt um 1,4%. 1 umræðum sem farið hafa fram, hafa stjórnarandstæðingar látið svo sem það, að ganga á gerða kjarasamninga, væri ný- mæli. Ég vil taka það fram, að mér þykir miður að til sliks þurfi að koma en nýmæli er það ekki. Viðég vekja athygli á þvi að á ár- unum 1956-z-í-)--- hefur þetta gerzt 25 sinnum. Athyglisvert er hversu oft hefur þurft að gripa til slikra aðgerða og einnig hitt, að allir stjórnmála- flokkar hafa tekið þátt i þeim að- gerðum að ganga á gerða kjara- samninga. bykir mér rétt að minna á nokkur atriði i þessu sambandi: 1. Eitt af fyrstu verkum Gylfa Þ. Gfslasonar og Lúðviks Jóseps- sonar i ráðherrastólum árið 1956, var að binda verðbætur á laun i þrjá mánuði. 2. Árið 1959 lækkaði stjórn Emils Jónssonar verðlagsbætur á laun. 3. Arið 1960 var visitölubinding launa bönnuð, jafnhliða mikilli gengisbreytingu, og ekki tekin upp aftur fyrr en með samningum 1964. 4. 1970 var verðstöðvun og frestun visitölubóta. Gylfi Þ. Gislason sat i öllum þeim rikisstjórnum 'er þar voru að verki. 1 framhaldi af þessu þykir mér rétt að reyna að gera grein fyrir þvi hvaða ástæður liggja til þess, að stjórnvöld hafa og eru enn knúin til að fara inn á svo ósækilega braut, sem það er að ganga á gerða kjara- samninga. Ekki þýðir þar svo snöggsoðin afgreiðsla sem nú er notuð, að illmennsku stjórnvalda sé þar um að kenna. Um þá, sem þvi halda nú fram, þ.e. forystu Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, má með sanni segja: „Þar heggursá er hlifa skyldi.” — eins og þegar hefur verið sýnt fram á. Hins vegar er málið þess eðlis, að nauðsyn ber til að gera sér grein fyrir ástæðum þeim er þar að lúta. Hér er hvorki um nýmæli né illgirni stjórnvalda að ræða, heldur nauðsyn þeirra aðgerða, er rikisstjórnin telur sig knúða til að gera Endurskoðun visitölukerfisins, s^m boðuð er með þessu frum- varpi, er að minu áliti mikil nauðsyn. Tekna rikissjóðs sem fara til að greiða framlög til al- mannatrygginga, sjúkrahúsa, skóla, vega o.fl., nýtur þjóðin i endurbótum og framlögum til þeirra þátta er njóta fjárins, en getur ekki einnig notið þeirra i launahækkunum. Eins er fráleitt að beinir skattar og óbeinir hafi ekki sömu áhrif á launavisitölu. Þvi hefur verið haldið fram, að Framsóknarflokkurinn hefði minni áhuga fyrir samstarfi við launþega en aðrir stjórnmála- flokkar. Þessu mótmæli ég. Framsóknarmenn hafa tekið virkan þátt i viðræðum stjórn- valda við launþega, þegar til þeirra hefur verið stofnað. Þeir hafa haft forystu um gerð þeirra kjarasamninga, sem einna skyn- samlegastir hafa verið á undan- förnum árum, það eru samningar þeir er rikisstjórnin gerði við BSRB árið 1973. Hefði betur farið siðar, ef forystulið ASl hefði tek- izt samningagebðin svo vel á fyrstu mánuðum ársins 1974. Þá hefði ekki þurft, tveim til þrem mánuðum siðar, að draga veru- lega úr áhrifum þeirra samninga. Ég tel brýna nauðsyn bera til að vanda gerð og markmið kjara- samninga, svo þeir gildi i raun samningstimabil það, sem um er samið. Að lokum vil ég vekja athygli á þvi að stjórnarandstaðan hefur haldlausar tillögur einar fram að færa i þessum umræðum, og stendur ekki einu sinni saman um þær. Tómas Árnason í eldhúsdagsumræðunum í gærkvöldi: Mikil framleiðsla undirstaða góðra lífskjara A undanförnum árum hefur verið beint miklu fjármagni i að byggja upp atvinnutæki til lands og sjávar. Fiskiskipaflotinn hefur verið efldur. A þessu ári verður að mestu lokið uppbyggingu og endurbótum á frystihúsum og fiskiðjuverum á landsbyggðinni utan Reykjanessvæðisins, en ver- ið erað leggja grundvöll aðskipu- legri uppbyggingu á þvi svæði. 1 landbúnaði hefur verið stór- felld uppbygging. Þjónustu og framleiðsluiðnaður hefur verið stórefldur, þ.á.m. vaxandi út- flutningsiðnaður. Sem dæmi um árangur þessar- ar þróttmiklu framleiðslustefnu má nefna að útflutningsverðmæti sjávarafurðaframleiðslunnar nam yfir 80 milljörðum króna á sl. ári og þjóðartekjur Islendinga eruáætlaðar 500 milljarðar króna á þessu ári. Þá er ástæða til að undirstríka, að sá mikli árangur hefur náðst i byggðamálum, að búseta lands- manna hefur haldizt I eðlilegu jafnvægi sl. f jögur ár, m ,a. vegna hinnar miklu atvinnuuppbygg- ingar. En það er grundvallaratr- iði tíl þess að Islendingar geti hagnýtt beztu auðlindir sinar að tryggja lifvænlega byggö um allt landið. Það er mála sannast, aö sjald- an eða aldrá hefur íslendingum vegnað betur en einmitt nú. Vel- megun er mikil og almenn og at- vinnuleysi i algeru lágmarki. Skyndiráðstafanir i efnahagsmálum Þrátt fyrir margvislegan á- vinning hefur ekki tekizt að halda efnahagslifinu i þeim skorðum, sem nauðsyn ber til. Verðbólga er hér miklu meiri en hollt er og verður hvað sem tautar og raular að taka f astar á i þeim málum en gert hefur verið. Það hafa verið gerðar of miklar kröfur til at- vinnulífsins og þjóðfélagsins i heild. Þegar til lengdar lætur geta menn ekki lifað um efni fram, þótt slikt sé mögulegt um stundarsakir. — Svokallaðar heildarlausnir i efnahagsmálum eru vafasamar eins og málum er komið. Við erum ,,of hátt uppi” i efnahagsmálum til að geta stokk- ið niður á trausta jörð i einu stökki án þess að skaða okkur. Hvers vegna skyndiráð- stafanir? 1 sem einföldustu máli er það vegna þess að innlendur tilkostn- aður hefur vaxið meira en svo að útflutningsatvinnuvegirnir fái undir honum risið, þar sem þeir verða að selja afurðir sinar á nokkurn veginn föstu verðlagi er- lendis. Ef ekkert væri gert nú myndi verða rekstrarstöðvun i frystihúsunum og verksmiöjun- um sem flytja út iðnaðarvörur og þar með stórfellt atvinnuleysi. Sá árangur, sem þegar hefur náðst við uppbyggingu og eflingu atvinnuhf sins er svo mikilvægur, að ekki má spilla honum með Tómas Arnason vægðarlausri styrjöld launa og hagsmunahópa og hóflausri kröfugerð á hendur atvinnulifinu og þjóðfélaginu. Meginmálið er að varðveita góð lifskjör. Það sem er nýtt i þessum tillög- um er fyrst og fremst ákvæðið um það að frá og með 1. janúar 1979 skuli óbeinir skattar ekki hafa áhrif á verðbótavfs itölu eða verðbótaákvæði i kjarasamning- um. Það verður að telja i hæsta máta óeðlilegt ef Alþingi ákveður að gera eithvert nauðsynlegt á- tak,hvortsem það stafar af nátt- úruhamförum, æskilegri fram- kvæmd af einhverju tagi eða af félagslegum ástæðum, þá skuli laun almennt hækka i landinu jafnhliða. 1 þessu felst stík mót- sögn, að ekki er von að okkur vegni vel i baráttunni við verð- bólguna. Auðvitað er þessu ný- mæli ætlað að verða bremsa á verðbólguskrúfuganginn, þegar tíl lengdar lætur. Þetta ákvæði hefur hins vegar engin áhrif á þessu ári. Stefna stjórnarandstöð- unnar óskýr, seinvirk og óraunhæf Mér er ómögulegt að standa frammi fyrir allri þjóðinni og halda þvi fram að atvinnu- og efnahagslif þoli 60-70% launa- hækkanir yfir heilu lfnuna á einu einasta ári. Ég læt öðrum slikt eftir. Hins vegar vil ég tala fyrir eðlilegri launajöfnunarstefnu, sem tryggir þeim lægstlaunuðu nægilegar tekjur til sæmilegrar lifsafkomu. Stjórnarandstaðan hefur ekki bent á marktækt úrræði i efna- hagsmálum, heldur slegið úr og i og reynir i atkvæðaveiðum sínum að sannfæra menn um að hægt sé að lagfæra það sem að.er án þess að það komi við nokkurn einasta mann. Gylfi Þ. Gfelason hefur lýst þvi yfir, að gengislækkun hefi verið óumflýjanleg eins og ástatt er. Lúðvik Jósepsson fordæmir hins vegar gengislækkun og telur hana ekki koma til greina. Lúðvik Jós- epsson telur það hrein fjörráð við launþega að taka óbeina skatta út úr visitölunni og hefur um það stór orð. Um það atriði sagði Gylfi Þ. Gislason i þingræðu sem jafnframt var útvarpað i nóvem- ber sl.: „Hlutdeild launþega i vaxandi þjóðartekjum mætti tryggja með þvi að tengja laun þeirra visitölu um þróun þjóðar- tekna”. Hérkemurfram, að Gylfi Þ. Gislason er i grundvallaratriö- um sammála þeirri stefnu að taka óbeina skatta út úr visitöl- unniog meira en það. Hannvill að hlutdeild launþega i vaxandi þjóðartekjum mætti tryggja með þvi að tengja laun þeirra visitölu um þróun þjóðartekna. Samræmdar aðgerðir og samráð við aðila vinnu- markaðar Það er ekki nægilegt að lýsa or- sökum og skaðsemi verðbólgunn- ar. Það þarf að lækna hana. Hér erhægaraumaðtala en i að kom- ast. Hin brýna nauðsyn á að hægja á verðbólgunni og koma henni niður á það stíg, sem er sambærilegt við okkar nágranna- og viðskiptaþjóðir hlýtur að knýja Islendinga tíl athafna i þessum efnum. Það er ákaflega mikil- vægtað reyna að skapa almennan skilning á skaðsemi verðbólgunn- ar. Það er raunar skilyrði fyrir þvi að samstaða takist um nauð- synlegar úrbætur. Éghef litla trú á að mögulegt sé að ráða við verðbólguna nema til komi sam- ræmdar aðgerðir á sviði kaup- gjaldsmála, verðlagsmála, rikis- fjármála og peningamála. Og eitt er alveg vist,aðþað erekkiá færi neins eins aðila að kveða niður verðbólguna. Reynslan hefur sýnt að þörf er fyrir samræmda stefnu i efnahagsmálum og skipulögð samráð rikisvaldsins við aðila vin numarkaðarins. Aukin hagræðing Þegar til lengdar lætur ræður það úrslitum um efnahag þjóðar- innar, að hún gjörnýti auðlindir sinar til þess að bæta lifskjörin. Vinna fólksins i landinu, sem er ein dýrasta eign þjóðarinnar i bráð og lengd, þarf að skapa sem mest verðmæti með sem minnst- um tilkostnaði. Þetta er raunar galdur góðrar afkomu. Að þessu markmiði ber að stefna með skipulögðum hættí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.