Tíminn - 15.02.1978, Side 8
8
Miðvikudagur 15. febrúar 1978
(fflmnaust kf
SlDUMULA 7—9 - SlMi 8272?
REYKJAVlK
1. Veist þú hvar-vörurnar eru fáanleg-
ar?
2. Hef ur þú tekið saman hve mikið það
kostar þig að leita um allan bæ að
þvi sepn vantar?
3. Veistu hvernig greina á bilun á bíln-
um?
Einföld en góð /ausn
Vörulisti frá Bilanaust h.f. er 154 siður
með skrá yfir gífurlegt vöruúrval.
Ásamt upplýsingum um hvernig
greina má bilun i bilum, sem auðvelt
er að nota.
Það sem gera þarf: Panta lista
tUfyllið eyðublað þetta og sendið til Bilanausts h.f., Siðu-
múla 7-9, Posthólf 994, Reykjavik.
Nafn___________________________________________________
Heimili______________________________________________
Sveitarfélag___________________________________________
Verð aðeins kr. 600
Ég óska þess að Bilanaust sendi mér vörulista 1978 sem
kostar kr. 600.
□ Póstsendist hjálögð greiðsla kr. 850,- með burðargjaldi.
[j Póstkröfu með póstkröfukostnaði.
Laus staða
Staða deildarstjóra lifeyrisdeildar Tryggingastofnun-
ar rikisins er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist ráðuneytinu fyrir 13. marz 1978.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
13. febrúar 1978
Hafnfirðingar
Óskað er eftir umsóknum i 3ja herbergja
ibúð að Sléttahrauni 24, Hafnarfirði.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu bæjarverkfræðings og skilist
þangað fyrir 24. febrúar 1978.
Stjórn verkamannabústaða.
Tyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta.
66 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armúla 16 • Reykjavík ■ sími 38640
■<i
i 'X: |
þjoppur | ■ slipivelar
\Í’C)
dælur
o
sagarblöö
steypusagir
þjöppur
u
bindivirsrúllur
léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir
fyrir stein-
steypu.
Auglýsið í TÍMANUM
Hverju lýsir
Vésteinn Lúðvíksson?
Undanfarið hafa veriö nokkr-
ar umræður i Þjóöviljanum um
sjónleikinn: Stalin er ekki hér.
Þessar umræður snúast um það
hvort höfundur lýsi Þórði rétt
sem flokksmanni sósialista-
flokksins 1957.
Ekki skal þvi neitað aö þaö
geti verið skemmtilegt við-
fangsefni að finna út hvernig
slikum flokksmanni sé rétt lýst.
En hér er um sjónleik að ræöa
og hann á allt annað og meira
erindi við okkur en það. Þvi þó
að ágætt væri að vita full skil á
flokksmanni 1957 er það ýmis-
legt annað sem okkur varðar nú
meira.
Vésteinn Lúðviksson lýsir
þarna hugsjónamanni. Hann er
húsbóndi á sinu heimili og segir
óspart fyrir um það hvernig
menn eigi að vera. Hér er verið
að hæða þau sannindi að hið
mannlega skiptír höfuðmáli i
öllu félagslífi. Það er engin til-
viljun að i niðurlagsatriðinu er
talað um miskunnarleysi og
umburðarlyndi. Hugsjónamað-
urinn stéttvisi, flokksmaðurinn
fórnfúsi, er strangtrúarmaður,
sannfærður um að hann þekki
hina einu sönnu trú og æðstu
sannindi og þvi geti hann sagt
öðrum fyrir og skipað þeim.
Þetta eyðileggur heimili hans
og fjölskyldulif.
Þetta er ekki hægt að sýna án
þess að fram komi hverja trú
húsbóndinn hafi. Ég hygg að
Vésteinn hafi talið heppilegt að
velja róttækan vinstri mann
sem hægt var að segja við: Þú
þóttist elska réttlætið og
umburðarlyndið.
Stjórnmálaskoöanirnar eru
baksvið og umgjörð þessa leiks.
Ég fæ ekki séð að Þórði verði
nokkurn tima ráðafátt að verja
flokkinn. Eins og góðum flokks-
manni sæmir þakkar hann
flokki sinum einum kaup
nýsköpunartogaranna og gefur
honum allan heiöur af þvi að
nokkuð af striðsgróöanum gekk
til að kaupa atvinnutæki. Sömu-
leiöis er hann sannfærður um að
án flokksins værum við amerlsk
herstöð til 99 ára og lífskjör
almennings óbærileg. Þóröur
tapar ekki trúnni á flokkinn eða
gildi hans og þýðingu. Hitt er
annað mál aö hvað miklu leyti
þetta er rétt. Úr þvi á þessi
sjónleikur að skera. Og það er
spaugilega barnalegt að velta
vöngum yfir því hvort þetta sé
rétt lýsing flokkslega öldungis
eins og það skipti mestu.
Rúrik Haraldsson i hlutverki
Þórðar.
Nú er þaö svo að menn eru
ýmislega gerðir og flokksmenn
eru ekki allir eins. Kommúnist-
ar eru ekki allir i einu móti
steyptir eins og brezkir tindát-
ar. Þeir hafa sin persónuein-
kenni eins og aðrir lifandi menn.
Það er gaman að lesa i Þjóðvilj-
anum núna um „góðu mennina”
sem voru Stalinistar. Ég held að
menn hafi verið nokkuð mis-
munandi hvað góðleikann snert-
ir i sósialistaflokknum —
sameiningarflokki alþýðu, eins
og gengur og gerist I öðrum
flokkum. En þó aö Þórður okkar
væri manngerð sem verið hefði
fm" Vfs ’■
Vésteinn Lúðvlksson rithöfund-
ur.
torfundin þar i flokki væri
Vésteinn Lúðvíksson i fullum
rétti. Það er lika sama hvaða
trú menn hafa og hvaða hug-
sjónir þeir hylla. Hér gildir
nefnilega það sem Páll postuli
sagði: Ef ég heföi ekki kær-
leika... Það er það sem Vésteinn
Lúðviksson er að segja.
Menn tala um að þetta sé
pólitiskur leikur. Sumum finnst
þar vinstri áróður. öðrum finnst
að ónotalega sé vikið að góðum
vinstri mönnum og stefnu
þeirra. Allt er þetta misskiln-
ingur og næstum furðuleg við-
kvæmni. Að visu mótmælir eng-
inn stjórnmálaskoðunum Þórð-
ar að marki. Ósigur hans bygg-
ist ekki á því. Það er ekki
pólitiskur ósigur. Það er ofriki
hans og óbilgirni og tillitslaust
ráðriki á heimilinu sem leggur
það i rústir og hnekkir hamingju
allra sem þess áttu að njóta.
Ég hygg að þetta verk sé að
ýmsu leyti merkasti sjónleikur
islenzkra höfunda á seinni árum
og hefur þó ýmislegt verið vel
gert. Og meðal annars ber þetta
verk merki þess að höfundurinn
hefur til að bera það sjálfstæöi
gagnvart ýmiss konar kreddum
og tizkustraumum að hægt er að
gera sér vonir um meiri og betri
verk frá hendi hans. H.Kr.
Þrjár kvikmyndanna beztar
— segir heiðursgesturinn, Wim Wenders
Wim Wenders, sem var
heiðursgestur á nýliðinni kvik-
myndahátið átti sæti i dóm-
nefnd, sem mat islenzkar
myndir, sem sýndar voru á há-
tiöinni. Hann fór af landi brott
áður en nefndin lauk störfum,
en skildi eftir skriflegt álit, sem
ákveöið var, i samráði við hann,
að birta, þar sem það geymir
fróðlega hugleiðingu um hinar
islenzku myndir og stöðu og
framtiö islenzkrar kvikmynda-
gerðar.
„Mér finnst aðeins vera 3
kvikmyndir I samkeppninni,
sem koma til álita við veitingu
verðlauna: Ballaðan um ólaf
Liljurós, Bóndi og Lilja. Hinar
eru annaðhvort of viðvanings-
lega eða ópersónulega gerðar,
þær tilheyra sviði iðnaðarkvik-
mynda, sem hafa auglýsingu
eða útbreiðslustarfsemi að
markmiöi. Það er skoðun mln,
að framvegis ættuð þið annað-
hvort aö undanskilja slikar
kvikmyndir, eöa setja þær I
flokk út af fyrir sig.
Hinar 3 ofannefndu kvik-
myndir hafa það umfram allar
aðrar að vera persónugerðar
framsetningar i kvikmynda-
formi, sem sýna tilfinningu fyr-
ir stil og fyrir hinu mannlega.
Ballaðan liöur meira en hinar
fyrir hinn þrönga fjárhagslega
stakk, sem henni er sniöinn, til
dæmis skort á nægilegri birtu i
inniatriðunum, og er ekki eins
kunnáttusamlega gerð og Lilja,
hin skáldsagnarkvikmyndin.
Bóndi er góð heimildakvik-
Wim Wenders
mynd, sem i eru nokkur sérstæð
atriði, en ef til vill skortir hana 1
heild sinni festu í uppbyggingu
og formi. Þannig fannst mér til
dæmis, að notkun hljómlistar i
kvikmyndinni rýröi mjög suma
kosti hennar.
Þvi virðist Lilja vera jafn-
bezta kvikmyndin, og hin eina,
þar sem raunverulegum tökum
er náð á hinu afmarkaða efni.
Þar sem höfuðskilyrði til þess
að skilja kvikmyndina er mælt
mál, og ég skildi ekki orð af þvi,
get ég aöeins dæmt hvernig
myndin kom mér fyrir sjónir, en
ég er hræddur um aö það sé
töluverð takmörkun.
Þvi er það tillaga min, að
verðlaunin fari til Lilju og/eða
Bónda, sem fulltrúa tveggja
mismunandi form skáldgerðar
og heimildamyndar, og að
Ballaðan um Ólaf Liljurós fái
viðurkenningu. Ef dómnefndin
verður að taka afstöðu um að-
eins aðra af tveim, verð ég að
láta hana skera úr um hvora.
Eftir að hafa séö „Blóörautt
sólarlag” eftir Hrafn Gunn-
laugsson, gerða fyrir Islenzka
sjónvarpið, og hrifizt af ágætum
tökum stjórnanda hennar, kvik-
myndatökumanns, leikara og
höfundar eða framleiðanda á
verkinu, langar mig mjög til
þess að mæla meö þvf við dóm-
nefndina, Islenzk yfirvöld, og
sérhvern þann sem hefur með
málið að gera, eða hefur áhuga
á islenzkri kvikmyndagerð, að
ihuga alla möguleika til sam-
vinnu milli sjónvarps, innlendr-
ar kvikmyndagerðar og
væntanlegrar aðstoðar rikisins.
Þetta land er of litið til þess að
bera uppi sjónvarp og kvik-
myndagerð óháð hvort öðru. Ég
veit af eigin raun að jafnvel i
landi sem Þýzkalandi, er það
hið sameinaða átak, sem hefur
gert tilveru og vöxt hinnar nýju
þýzku kvikmyndagerðar mögu-
lega.”
Farnist ykkur vel.
Wim Wenders