Tíminn - 15.02.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 15.02.1978, Qupperneq 15
Miövikudagur 15. febrúar 1978 15 [IþróttirJ Liverpool leikur á Wembley Liverpool tryggöi sér farseöilinn á Wembley i ensku deildarbikar- keppninni í gærkvöldi, meö þvi aö tryggja sér jafntefli (0:0) gegn Arsenal á Highbury i London. Liverpool-liðið vann sigur (2:1) i fyrri leik liðanna, sem fór fram á Anfield Road í sl. viku. 49.561 áhorfendur sáu leik lið- anna á Highbury og fóru þeir von- sviknir heim. Leikmenn Arsenal óðu i marktækifærum i gærkvöldi og hefðu þeir hæglega átt að geta unnið stórsigur yfir Liverpool — en þeir voru ekki á skotskónum og þvi fór sem fór. Þá varði Ray Clemence mjög vel i markinu hjá Liverpool — en Liverpool hefur ekki fyrr leikið til úrslita um deildarbikarinn, mun mæta Nott- ingham Forest eða Leeds á Wem- bley, Forest mun að öllum likind- um leika gegn Liverpool, þar sem liðið vann góðan sigur (3:1) yfir Leeds i fyrri leik liðanna, sem mætast aftur i Nottingham i kvöld. Ray Clemence... varði mjög vel á Highbury i gærkvöldi. til úrslita um enska deildarbikar- inn, eftir markalaust jafntefli gegn Arsenal i gærkvöldi Fyrsta vetrarnætur- rall háð laugardaginn 4. marz Þessi mynd var tekin i næturrallinu, sem vakti geysilega athygii sl. sumar, enda var ralliö mjög spennandi og skemmtilegt. SOS-Reykjavík. — Það má búast við harðri og spennandi keppni, enda fá ökumennirnir skemmtilegt verkefni til aðglíma við, sagði Jóhann Pétur Jónsson, varaformaður Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavíkur i stuttu spjalli við Tímann. Jóhann og félagar hans eru nú byrjaðir að undirbúa vetrarrall — og verður það i fyrsta skipti sem keppt varður í ralli í hálku og snjól. Vetrarrallið mun hef jast 4. marz. Jóhann sagði að mikill áhugi væri fyrir rallinu og nú þegar væru 23 ökuþórar skráðir til leiks, en fyrirhugað er að um 30 taki þátt i keppninni. — Rallið mun standa yfir i um 12 klukkutima og verður rallleiðin um 530 km. Keppnin mun að rgestu leyti fara fram að nóttu til. Allir sterkustu rakkökumenn landsins hafa tilkynnt um þátt- töku I keppninni, og má búast við gifurlega harðri keppni. Jóhann Pétur sagði að marg- ir nýir strákar væru búnir að fá áhuga fyrir ralli. — Strákar, sem munu veita Ömari Ragnarssyni og Jóni bróður hans harða keppni. enda eru þeir komir með sér- byggða bila, sagði Jóhann Pétur. öryggi fyrir öllu Þá sagði Jóhann Pétur, sem sér um lagningu leiðarinnar sem ekið verður, að margar núungar muni verða teknar upp i sambandi við keppnina. Við höfum ákveðið að skylda ökumenn til að vera með veltigrindur i bifreiðum sinum. Þá verða þeir að hafa fjögurra punkta öryggisbelti — svo kölluð axlabönd, öryggishjálm, 5. kg. af slökkviefni i bilum sinum, þri- hyrninga — endurskinsmerki, og sjúkrakassa. — Þaðfær enginn að fara af stað nema aö vera með þetta allt i fullkomnu lagi, sagði Jóhann Pétur, og hann bætti við að lokum, að þessar nýju öryggis- reglur væru strangari heldur en gerist i alþjóðlegum röllum. Greenwood velur 16 leikmenn — til að mæta V-Þjóðverjum i Frankfurt Ron Greenwood, landsliösein- valdur Englands, hefur vaiiö 16 manna landsliöshóp, sem ieikur viná ttulandsleik gegn heims- meisturunum frá V-Þýskalandi I Frankfurt 22. febrúar. Greenwood valdi sömu leik- menn og léku gegn ítölum á Wembley nýlega, en þeir eru: Rey Clemence, Liverpool Peter Shilton, Nott. Forest Phil Neal, Liverpool Trevor Cherry, Leeds Dave Watson, Man. City Emlyn Hughes, Liverpool Billy Bonds, West Ham Ray Wilkins, Chelsea Ray Kennedy, Liverpool Trevor Brooking, West Ham Bob Latchford, Everton Kevin Keegan, Hamburger SV Steve Coppell, Man. Utd. Trevor Francis, Birmingham Peter Barnes, Man. City Hörð bar- JL - í Laugardals- dLHcl höllinni í kvöld Tvcir haráttuleikir veröa leiknir i 1. deildarkeppninni i handknattleik i kvöld — þá mæta íslandsmeistarar Vals Fram kl. 20 i Laugardalshöllinni og að þeim leik loknum leika Vfkingar og ÍR-ingar. Það má búast við mjög spenn- andi leikjum og harðri baráttu þvi að þarna glima mjög jöfn lið. Valsmenn og Framarar hafa að miklu að keppa, en þeim hefur gengið illa i þeim leikjum sem þeir hafa leikið. Vikingar eru nú i efsta sæti — með 7 stig, en IR-ingar hafa tryggt sér 4 stig og ef þeir ætla aðblanda sér i baráttuna um Is- landsmeistaratitilinn, verða þeir að vinna sigur yfir Viking- um. Hér á myndinni sést Björgvin Björgvinsson fyrirliði Vikings, skora i leik Vikings gegn Hauk- um sl. laugardag. Á ferð

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.