Tíminn - 15.02.1978, Side 19
Miðvikudagur 15. febrúar 1978
19
flokksstarfið
Viðtalstímar alþingis-
manna og borgar-
fulltrúa Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, verður til viötals laugar-
daginn 18. febrúar kl. 10.00-12.00 að Rauðarárstíg 18.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn
fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 að Hótel Esju.
Listi til fulltrúaráðskjörs liggur frammi á skrifstofunni Rauðar-
árstig 18.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Vopnafjörður
Aðalfundur Framsóknarfélags Vopna-
fjarðar verður haldinn miðvikudaginn 15.
febrúar að Miklagarði og hefst kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á flokksþing.
Jón Kristjánsson kemur á fundinn.
Stjórnin.
Framsóknarfélag Garða-
og Bessastaðahr.
heldur fund i Gagnfræðaskólanum v/Lyngás fimmtudaginn 16.
feb. n.k. kl. 8.30 e.h.
Fundarefni: Kosning fulltrúa á flokksþing.
önnur félagsmál. Stjórnin.
Grindavík
Framsóknarfélag Grindavikur heldur framhaldsaðalfund
sunnudaginn 19. febrúar i Festi (litla sal) kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Stjórnin.
Framsóknarmenn Akureyri
Utan kjörstaðakosning vegna skoðanakönnunnar um framboð til
bæjarstjórnarkosninga hefst 15. febrúar á skrifstofu flokksins
Hafnarstræti 90 og fer fram á skrifstofutima alla virka daga
milli kl. 13.00 og 19.00.
Mosfellingar — Kjalnesingar
— Kjósverjar
Spilakvöld i Hlégarði fimmtudagskvöldið 16. febrúar kl. 21.00
Gunnar Sveinsson varaþingmaður Framsóknarflokksins i
Reykjaneskjördæmimætir i vistina. Kristinn Bergþórsson syng-
ur, Sigfús Halldórsson leikur á pianó.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Góð verðlaun.
Stjórnin.
Hvergerðingar
Atvinnuuppbygging eða áframhaldandi kyrrstaða er viðfangs-
efni almenns fundar um atvinnumál, sem haldinn verður I Hótel
Hveragerði mánudaginn 20. febrúar kl. 21.00.
Frummælendur Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður og Þor-
steinn Bjarnason, gjaldkeri Verkalýðsfélagsins. Atvinnumála-
nefnd og sveitarstjórnarmönnum hefursérstaklega verið boðiö á
fundinn.
Framsóknarfélag Hveragerðis.
IMörðurlandskjördæmi vestra
Aukakjördæmisþing framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi
vestra verður haldið i Miðgarði, laugardaginn 4. marz og hefst
kl. 2 e.h. Tekin verður ákvörðun um framboðslista Framsóknar-
flokksins til alþingiskosninganna i vor.
önnur mál.
Fulltrúar, mætið vel-og stundvislega.
Stjórnkjördæmissambandsins.
Í'iiliíSi
sjonvarp
Miðvikudagur
15. febrúar
18.00 Daglegt líf i dýragarði
(L) Tékkneskur mynda-
flokkur. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
18.10 Björninn Jóki (L)
Bandarisk teiknimynda-
syrpa. Þýðandi Guöbrandur
Gislason.
18.35 Cook skipstjóri (L)
Bresk myndasaga. Þýðandi'
og þulur öskar Ingimarsi
19.00 On We GoEnskukennsla.
Sextándi þáttur frumsýnd-
ur.
19.15 Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Reykjavikurskákmótiö
(L)
20.45 Asmundur Sveinsson
myndhöggvari. Svipast um
á vinnustofu og heimili
listamannsins og rætt viö
hann. Tónlist eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson. Um-
sjón Andrés Indriðason. Að-
ur á dagskrá 14. mars 1970.
21.25 Til mikils að vinna (L)
Breskur myndaflokkur i sex
þáttum. 5. þáttur. Háskóia-
lif Efni fjóröa þáttar: Dan
Bradley kennir enn úti á
landi. Hann og Joyce eiga
þrjú börn og una vel sinum
hag, en friöurinn er úti, þeg-
ar Alan Parks og kona hans
koma i heimsókn. Joyce
gerist óánægð með hlut-
skipti sitt, þegar hún sér,
hve vel Alan hefur vegnaö.
Hún heimsækir hann siöar I
Lundúnum og biöurhann að
útvega sér atvinnu. Þýðandi
Jón O. Edwald.
22.40 Selasöngur(L) Þáttur úr
breska fræös lum ynda-
flokknum „Survival”, þar
sem lýst er lifnaðarháttum
sela i norðausturhluta
Kanada. A þessum slóðum
hafa um langt skeið verið
stundaðar selveiöar, sem
undanfariö hafa sætt harð-
ari gagnrýni, og nú er þess
að vænta að selirnir fái
framvegis að kæpa i friði.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Ingason.
23.05 Dagskrárlok
ú/JWJWS&WW'km
hljóðvarp
Miðvikudagur
15. febrúar
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Guörún Guðlaugsdótt-
ir heldur áfram lestri ,,Sög-
unnar af þverlynda Kalla”
eftir Ingrid Sjöstrand (8).
Tilkynningar kl. 9.30. Þrng-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atr. ,,Ég ætla að spyrja
Guð” kl. 10.25: Guðrún As-
mundsdóttir les um-
þenkingar barns um lffið og
heilaga ritningu eftir Britt
G. Hallquist. Þýðandi: Séra
Sigurjón Guðjónsson. Les-
ari ritningarorða: Séra
Arngrimur Jónsson. Annar
þáttur. Passiusálmalög kl.
10.40: Sigurveig Hjaltested
og Guðmundur Jónsson
syngja: Páll tsólfsson leikur
á orgel Dómkirkjunnar i
Reykjavik Morguntónleikar
kl. 11.00: Filharmoniusveit
Berlinar leikur „Aladdin”
forleik op. 44 eftir Atter-
berg: Stig Rybrant stj. /
Enska kammersveitin leik-
ur tónverkið „Hljómsveitin
kynnir sig” eftir Britten:
höfundurinn stj. / Fil-
harmoniusveitin i New York
leikur Sinfóniu nr. 5 op. 50
eför Carl Nielsen: Leonard
Bernstein stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: ,,Maður
uppi á þaki” eftir Maj Sjö-
wall og Per Whalöö Ólafur
Jónsson les þýðingu sina
(9).
15.00 Miödegistónleikar
Melos-kvartettinn leikur
Strengjakvartett i B-dúr op.
67 eítir Johannes Brahms
Pro Arte kvartettinn leikur
Pianókvartett I Es-dúr op.
47 eftir Robert Schumann.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.30 Ctvarpssaga barnanna:
„Dóra” eftir Itagnheiði
Jónsdóttur Sigrún Guðjóns-
dóttir les (4).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frétúr. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Samleikur i útvarpssal:
Blásarakvintett Tónlistar-
skólans leikur tónlist eftir
Malcolm Arnold, Jón As-
geirsson og Jacques Ibert.
Kvartettinn skipa: Freyr
Sigurjónsson sem leikur á
flautu, Ölafur Flosason á
óbó, Björn Leifsson á klari-
nettu, Rúnar Vilbergsson á
fagott og Þorkell Jóelsson á
horn.
20.00 A vegamótum Stefania
Traustadóttir sér um þátt
fyrir unglinga.
20.40 Dómsmál Björn Helga-
son hæstaréttarritari segir
frá
21.00 Dansasvita eftir Bela
Bartok András Schiff leikur
á pianó.
21.15 ,,Augað i fjallinu" Eh'sa-
bet Þorgeirsdóttir les úr
nýrri ljóöabók sinni.
21.25 Stjörnusöngvarar fyrr
og nú Guðmundur Gilsson
rekur söngferil frægra
þyskra söngvara Fjórði
þáttur: Erna Berger.
21.50 Kvöldsagan: „Mýrin
heitna, þjóðarskútan og
tunglið" eftir Ólaf Jóh.
Sigurðsson. Karl Guð-
mundsson leikari les 2. lest-
ur.
22.20 I.estur • Passiusálma
Ólafur Þ. Hallgrimsson
nemi i guðfræöideild les 20.
sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Svört tónlist Umsjón:
Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Bandar ik j as t j ór n:
Stórfelld vopnasala
til Miðausturlanda
Washington/Reuter 1 gær lagði
bandariska stjórnin til að seldar
verði um 200 herflugvélar til
Egypta, Israelsmanna og Saudi-
Araba. Egyptar eiga að fá 50 F-
5E herflugvélar, Saudi-Arabar 60
vélar af gerðinni F-15, og ísraels-
menn 15 F-15 vélar að viðbættum
75 af gerðinni F-16S.
Samkæmt þvi sem haft er eftir
sendimönnum frá Arabalöndum,
en nokkurt jafnvægi i heildar-
vopnasölu Bandarikjamanna til
Miðausturlanda. Egyptar og
Saudi-Arabar munu fá 110 her-
flugvélar en ísraelsmenn geta
keypt u.þ.b. 80 flugvélar. Banda-
rikjaþing þarf að samþykkja alla
vopnasölu, og er talið að erfiðlega
muni ganga aö fá þingmenn til að
viðurkenna nauösyn þess að selja
Saudi-Aröbum vopn. tsraelsmenn
eiga sér marga stuðningsmenn i
Bandarikjunum, sem þegar hata
hreyft mótmælum. Talið er að
tsraelsmenn verði óánægðir með
þetta tilboð þvi þeir hafa sótzt
eftir aö fá keyptar 250 herflugvél-
ar af gerðinni F-16S sem eru mjög
fullkomnar vigvélar.
Egyptum verða boðnar vélar af
gerðinni F-5E en þær voru hann
aðar á sjöunda áratugnum. Er
Sadat var i heimsókn i Banda-
r ikjunum á dögunum, bað hann
um að fá keypt bandarisk vopn,
en lét þau orð falla að F-5E flug-
vélar væru „tiunda flokks”
striðstæki. Tilboð Bandarikja-
manna, er hljóðar upp á að
Egyptar geti fengið einhver vopn,
er talið viðurkenning á nauðsyn
Egypta á löglegum vopnum.
0 Ullarvörur
mikið heildarsalan á ullarvörum
til Sovétrikjanna jókst. Þá segir i
skýrslunniað vegna þess að vonir
um samninga við Sovétrikin hafi
brugðizt, sé fyrirsjáanleg mikil
óvissa i ullariðnaðinum á þessu
ári. Útflutningur forsútaðra og
loðsútaðra skinna minnkaöi, var
72.7 tonnum minni áriö 1977 en ár-
ið áruð, en þaö er vegna birgða
sem til voru i landinu frá árinu
1975. Nam verðmæti vöru sem
unnin er úr loðskinnum 157.6
millj. króna árið 1977, og er það
h.u.b. það sama og áriö áður.
0 M.A.
Að þvi er Tryggvi Gislason
skólameistari á Akureyri tjáði
blm. i gær, liður nú að þvi að i-
þróttahús þetta verði tekiö úr
notkun, þvi fjárveiting hefur loks
fengizttilað hefja undirbúning að
smiði nýs húss I stað þess gamla.
— Varðandi þetta nýja hús, er
ekki hægt að segja fyrir um
hversu stórt það verður en það
mun vissulega koma til með að
bæta úr brýnni þörf mennlaskól-
ans. Og það er i rauninni merki-
legt að þetta gamla hús skuli hafa
verið i notkun svona lengi.
Undirbúningur að verkinu
verður hafin i vor, en það þarf að
skipuleggja lóö skólans. ég veit
ekki hvort smiöi hefst á þessu ári,
en tel að þaö geti jafnvel ekki
orðið fyrr en á næsta ári. Ég geri
mér hins vegar vonir um að húsið
verði tilbúið til notkunar fyrir
haustið 1980, þvi þá verður
Menntaskólinn á Akureyri eitt
hundrað ára, sagöi Tryggvi
Gislason.
Lagmeti
verðmætið jókst úr 2050 millj. i
3441 milljónir.
Útflutningur skinnavara dróst
litillega saman milli ára. Annars
nam heildarútflutningur 631 tonni
á 1253 millj.
Kisilgúrútflutningur dróst sam-
an á árinu og nú voru flutt út tæp-
lega 21 þús. tonn á 831 millj. kr.
Samtals nemur útflutningur
ofantaldra vörutegunda um 6.7
milljörðum 0.7 milljarðar skipt-
ast svo milli um 10 vöruhópa.
Stærstu vöruhóparnir þar eru
málning og lökk 258,7 millj.
pappaöskjur 121 millj. og veiðar-
færi 106 millj. en útflutningur sið-
astnefndu vöruflokkanna jókst
verulega á árinu.
Úr fréttatilkynningu frá Otflutn-
ingsmiðstöö iðnaðarins.