Fréttablaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 10
10 15. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR HÁTÍÐ Í BÆ Pakistanar héldu upp á þjóðhátíðardag sinn í gær. Þessi blómarós klæddist hefðbundnum búningi pakist- anskra kvenna í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR, AP Norska ríkisstjórnin er hæstánægð með það hversu margir frumbyggjar sitja nú við völd í Rómönsku-Ameríku. Þetta kom fram í máli Eriks Solheims, ráðherra þróunarmála í Noregi. „Fólk sem hefur verið utan- garðs áratugum eða jafnvel öldum saman er nú að ryðja sér til rúms í stjórnmálum hvers landsins á fætur öðru,“ sagði Solheim. Solheim lagði á sunnudag í viku- langa ferð til Bólivíu, Brasilíu og Perú, þar sem hann mun meðal annars heimsækja Evo Morales, forseta Bólivíu, en hann er fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum sem gegnir forsetaembætti í Róm- önsku-Ameríku. - smk Norski þróunarráðherrann: Sáttur við frum- byggjastjórnir EVO MORALES Forseti Bólivíu mun síðar í þessum mánuði taka á moti Erik Solheim, þróunarmálaráðherra Noregs. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLA Ökumaður kraftmikillar BMW-bifreiðar reyndi að aka niður tvo lögreglumenn á vett- vangi eldsvoða í Neshaga í fyrri- nótt. Tilkynnt var um eld á Neshaga laust eftir miðnættið og fóru lög- reglumenn þegar á vettvang. Þá logaði út um glugga í mannlausri íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Slökkvilið náði fljótt tökum á eldinum og tókst að koma í veg fyrir að reykur breiddist um húsið. Sót og reykur olli nokkrum skemmdum á íbúðinni. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. BMW-bifreiðina bar að skömmu eftir að lögregla kom á staðinn en þegar ökumaður kom auga á lög- reglu skipti hann í bakkgír og ók á umferðarskilti. Þegar lögreglu- menn nálguðust bílinn gaf hann allt í botn og reyndi að aka þá niður, en þeim tókst að kasta sér frá. Bíllinn rakst í annan lögreglu- manninn, sem slapp ómeiddur, en við það brotnaði spegill af bíln- um. Bíllinn fannst síðar mannlaus við Sundlaug Vesturbæjar. Lög- reglan heimsótti eiganda bílsins, konu á fertugsaldri, sem varð margsaga um það hver hefði ekið bílnum um nóttina. Að sögn varð- stjóra lögreglu var saga hennar ekki trúverðug og hún því látin gista fangageymslur. Það er í rannsókn hvort atvikið tengist meintri íkveikju. - sh Ökumaður BMW-bifreiðar flúði af vettvangi eldsvoða í Vesturbænum í fyrrinótt: Reyndi að aka lögreglu niður ÁRÁS Á LÖGREGLU Ökuníðingurinn hvarf af vettvangi en bíllinn fannst skömmu síðar við Sundlaug Vesturbæjar. UMHVERFISVERND Umhverfisnefnd Rangárþings veitti viðurkenningar á dögunum fyrir góða umgengni og snyrtimennsku í sveitarfélaginu. Viðurkenninguna fengu að þessu sinni Félagsbúið Raftholti fyrir áratuga snyrtimennsku og góða umgengni, sumarhúsið Klofa- kot í Landsveit fyrir uppgræðslu- störf og fleira, Söluskálinn Land- vegamótum fyrir aðkomu- og öryggismál og Guðni Jónsson og Þórunn Jónasdóttir fyrir garð- rækt. Umhverfismál munu verða tekin nokkuð föstum tökum í Rangárþingi á næstu misserum og eru þessi verðlaun liður í því. - sgj Rangárþing: Verðlaun fyrir umhverfismál HÚSNÆÐI Búið er að fylla allar nýbyggðar stúdentaíbúðir og fjöldi nema í Kennaraháskólan- um, Listaháskólanum, Háskólan- um í Reykjavík og Fjöltækniskól- anum bíður eftir úthlutun húsnæðis. Sigurður Guðmundsson, rekstr- arstjóri hjá Byggingafélagi náms- manna, segir búið að úthluta rúm- lega 430 íbúðum á þessu ári, þar af 405 í Reykjavík. „Íbúðum er úthlutað um leið og þær eru til- búnar,“ segir Sigurður og bætir við að umsóknir um húsnæði hafi aukist vegna breytinga á almenn- um leigumarkaði. - hs 430 íbúðum úthlutað í ár: Fleiri sækja um íbúðir Steypubíll valt Steypubíll frá BM Vallá valt á hliðina í hringtorginu á Reyðarfirði í gærmorgun. Ökumaðurinn fór heldur hratt í hringtorgið, hemlaði og þá kom kast á steypuna í tromlunni og við það valt hann. Ökumann sakaði ekki en bíll- inn lokaði fyrir umferð í nokkra stund. LÖGREGLUFRÉTTIR Atvinnuleysi eykst á Vesturlandi Að meðaltali 51 maður var án atvinnu á Vesturlandi í júlí, eða 0,6 prósent af áætluðum mannafla, en hlutfallið var hálft prósent í júní. Atvinnuleysi karla var hálft prósent og hafði aukist úr 0,3 prósentum. Hlutfall kvenna á atvinnu- leysisskrá var 0,9 prósent og hafði aukist á milli mánaða úr 0,8 prósentum. Atvinnuleysi var mest á Akranesi eða 28 manns, þar af 17 konur. ATVINNUMÁL Brúðkaupsgjafir Óskalistar: Við höldum vandlega utan um alla óskalista og öll brúðhjón sem setja saman óskalista hjá Líf&List fá veglega brúðkaupsgjöf frá versluninni. FRAMSÓKN Sæunn Stefánsdóttir og Kristinn H. Gunnarsson vonast til þess að geta lagt sitt af mörkum svo að innra starf Framsóknar- flokksins verði skilvirkara en það hefur verið. Samkvæmt lögum Framsóknarflokksins er innra starf flokksins að nokkru leyti á ábyrgð ritara flokksins en hann gegnir embætti formanns lands- stjórnar sem „mótar stefnu um innra starf“, eins og segir orðrétt í lögum flokksins. Sæunn Stefánsdóttir, sem er fyrrverandi aðstoðarkona Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra, vonast til þess að geta sett mark sitt á framtíðarhlutverk Framsóknarflokksins ef hún verð- ur kosin til áhrifa á flokksþinginu um næstu helgi. „Framsóknar- flokkurinn stendur á tímamótum og hann þarf að endurnýja forystu- sveit sína. Ég tel flokksþingið vera heppilegt til þess að sætta ólík sjónarmið um menn og málefni innan flokksins. Með því getum við skapað kraft til þess að sækja fram, og snúið þannig vörn í sókn. Endurnýjuð forysta í flokknum verður í aðstöðu til þess að efla flokksstarfið og ég hef áhuga á því að vera í þeirri sveit.“ Kristinn segir nauðsynlegt að skapa félagsmönnum í flokknum stærra hlutverk. „Innra starf Framsóknarflokksins þarf að efla svo að grasrótin í flokknum geti haft meiri áhrif á framgang mála innan flokksins. Framsóknarflokk- urinn er umbótasinnaður félags- hyggjuflokkur sem þarf að gæta hófs í markaðs- og einkavæðingu, jafna lífskjör og gæta að tekju- dreifingu í þjóðfélagi. Ég tel mig geta orðið að gagni í starfi sem miðar að þessum áhersluatriðum og finn fyrir stuðningi meðal minna stuðningsmanna.“ Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi for- maður Sambands ungra framsókn- armanna, hafa báðir tilkynnt um framboð til embættis ritara. Á flokksþinginu verður fyrst kosið til formanns, síðan varafor- manns og síðast í embætti ritara. Landsstjórn Framsóknarflokksins fundar um innra starf flokksins að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári, samkvæmt lögum flokksins. Lands- stjórn flytur „skýrslu um störf sín á haustfundi miðstjórnar ár hvert“. magnush@frettabladid.is Vilja efla innra starf Framsóknarflokksins Sæunn Stefánsdóttir og Kristinn H. Gunnarsson telja nauðsynlegt að efla innra starf Framsóknarflokksins. Verður að huga betur að velferðarmálum, segir Kristinn. Kraftar flokksmanna geta losnað betur úr læðingi, segir Sæunn. FRAMSÓKNARMENN GREIÐA ATKVÆÐI Á FLOKKSÞINGI Spennandi kosningar eru framund- an hjá Framsóknarflokknum á flokksþinginu um helgina. Samtals hafa níu flokksmenn tilkynnt um framboð til forystustarfa fyrir flokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í framboði til formanns Í framboði til varaformanns Í framboði til ritara SIV FRIÐ- LEIFSDÓTTIR JÓN SIG- URÐSSON HAUKUR HARALDS- SON JÓNÍNA BJARTMARZ GUÐNI ÁGÚSTSSON KRISTINN H. GUNNARS- SON HAUK- UR LOGI KARLSSON SÆUNN STEFÁNS- DÓTTIR BIRKIR JÓN JÓNSSON Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir líflegar kosningar á flokksþinginu geta eflt flokkinn. Hann telur flesta flokks- menn fagna því að hafa val á flokks- þinginu um næstu helgi. „Ég fagna þessum framboðum. Ég hef orðið var við það á síðustu dögum, á fund- um með flokksmönnum, að fram- sóknarmenn fagna því að hafa val á því flokksþingi sem framundan er. Þetta leiðir til þess að flokks- menn hafa meira val og glæðir flokksþingið lífi, og verður til þess að efla Framsóknarflokkinn.“ Birkir Jón telur framboð Sæunnar og Halldórs ekki sýna skarpari skil á milli fylkinga innan flokksins. „Ég býð mig fram á mínum eigin for- sendum og tel aðra frambjóðendur gera það líka.“ - mh Birkir Jón Jónsson: Fagnar frambjóðendunum „Ég fagna mótframboði frá fólki sem hefur hug á því að láta til sín taka innan forystu flokksins,“ segir Haukur Logi, en hann telur framboð Sæunnar Stefánsdóttur og Kristins H. Gunnarssonar til þess fallið að glæða flokksþingið lífi. Haukur Logi staðfestir að hann styðji Siv Friðleifsdóttur í formanns- slagnum og Guðna Ágústsson til varaformanns. „Ég hef verið í þeim hópi sem hafði áhuga á því að fá Siv í framboð. Jón er hins vegar örugglega fram- bærilegur og ágætis maður, en ég hef ekki séð nógu mikið til þess að geta dæmt hann af verkum. Ég held að Guðni endurspegli ákveðin sjónarmið sem nauðsynlegt er að hafa í fyrirrúmi, sérstaklega hjá flokki sem hefur jafn sterka skírskotun til lands- byggðarinnar og raun ber vitni.“ - mh Haukur Logi Karlsson: Glæðir flokksþingið lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.