Fréttablaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. ágúst 2006 3 Enn er hægt að leigja fótbolta- sali í Sporthúsinu í Kópavogi en í íþróttahúsum skólanna í Reykjavík er eftirspurn meiri en framboð. Fjölmargir taka sig saman og leigja sal yfir vetrartímann til hvers konar boltaleikja. Ný tenn- ishöll er risin í Kópavogi og því losnuðu tveir af minni sölunum í Sporthúsinu í Kópavogi til iðkunar fótbolta, fyrir utan salinn sem fyrir er í útleigu og er með gervi- gras á gólfi. Það er því enn mögu- leiki á að festa sér tíma, að sögn Magna Fannberg sem hefur umsjón með völlunum. Hann segir Sporthúsið opið frá 6 til 23. Um 230 hópar leigja tíma í íþróttahúsum skólanna í Reykja- vík og þau eru fullsetin því eftir- spurn eftir slíkum tímum er meiri en plássið leyfir, samkvæmt upp- lýsingum Steins Halldórssonar, sem sér um útleigu salanna fyrir hönd Íþróttabandalags Reykjavík- ur. Hann segir eftirspurnina góðs viti því hún beri vott um áhuga almennings á hreyfingu og hreysti. „Í þessum tímum er stundað blak, karfa, fótbolti, bandí og handbolti, já, bara allt sem nöfnum tjáir að nefna,“ segir Steinn ánægður. - gg Ásókn í íþróttasali Bandí er ein þeirra íþrótta sem stundaðar eru í sölum Íþróttabandalags Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gelgjubólur eru leiðinlegur fylgifiskur unglingsáranna og há reyndar mörg- um oft langt fram eftir aldri. Það hefur ekki verið hægt að benda á til- teknar orsakir fyrir unglingabólum en mörg ráð koma að notum í barátt- unni gegn þeim. Það getur til dæmis verið gott að þvo húðina tvisvar sinnum á dag með mildri, súrri sápu. Í apótekum fást líka ólyfseðilsskyldar vörur sem vinna á bólum, svo sem Clerasil og Silicol Skin. Ef húðin er mjög slæm er ráðlagt að snúa sér til læknis sem skoðar húðina og getur þá mælt með tiltekinni lyfjameðferð ef þörf þykir vera á. Ráð gegn gelgjubólum ÞAÐ ERU ÝMSAR LEIÐIR Í BOÐI TIL AÐ VINNA BUG Á ÞESSUM LEIÐIN- LEGA VANDA. Gott er að þvo húðina með mildri sápu. Margir lenda í því að eiga við svefntruflanir að stríða, hvort sem þær eru tímabundið eða viðvarandi vandamál. Orsakir fyrir svefntrufl- unum geta verið margar, svo sem streita, líkamlegir þættir eins og bakverkir og liðagigt og umhverfi svo fátt eitt sé nefnt. Ýmis ráð eru við svefntruflunum en af þeim má nefna reglulega hreyfingu, að minnka neyslu efna eins og koffíns og áfengis, sérstaklega seint á kvöldin, þægilegt umhverfi og slaka vel á rétt fyrir svefninn. Ef erfitt reynist að vinna bug á vandanum má snúa sér til læknis. -rve Sigrast á svefntruflunum GÓÐUR SVEFN ER GRUNNUR AÐ ANDLEGRI VELLÍÐAN. Lille Collection
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.