Tíminn - 16.03.1978, Qupperneq 1

Tíminn - 16.03.1978, Qupperneq 1
t GIST1NG MORGUNVERÐUR Smiðjuvegi HF. i: 76600 SÍMI 2 88 66 - ----------------------------------------------------------- 55. tölublað — Fimmtudagur 16. marz—62. árgangur 1 ..- ■■ ~ ■ ■ --------------------------- ---- Frá aðalfundi miðstjórnar í gær HEI — Aðalfundur mið- stjórnar Framsóknar- flokksins var settur kl. 10 i gærmorgun, á Hótel Sögu. Þau ár, sem mið- stjórnarfundur fer fram að loknu flokksþingi, eru kosningar aðalmál fund- arins. Kosin var stjórn f lokksins og varastjórn, 9 aðalmenn í fram- kvæmdastjórn og 3 til vara, einn maður í stjórn Húsbyggingasjóðs, 9 aðalmenn í blaðstjórn Tímans og 2 til vara. Einnig eru kjörnir endur- skoðendur reikninga flokksins og Timans. Greinilegt er að forusta flokksins nýtur mikils trausts, því að talningu lokinni, kom í Ijós að allir i stjórn flokksins, fram- kvæmdastjórn hans og blaðstjórn voru endur- kjörnir. Sæti í miðstjórn eiga 115 fulltrúar úr öll- um kjördæmum landsins. Á bls. 8 í blaðinu í dag eru nöfn þeirra er kosnir voru í f ramkvæmdastjórn og blaðstjórn. Einnig varamanna í miðstjórn, en þeir voru kosnir á flokksþingi í fyrradag. Myndin var tekin á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var f gærdag á Hótel Sögu. TímamyndG.E. Flugmenn Loftleiða: Viljum að stað- ið sé við gerða samninga JB- Boðaðri vinnustöðvun Félags Loftleiðaflugmanna hefur veriö aflýst, en hún átti að koma til framkvæmda i dag. Var sam- Þörunga- vinnslan: Von á rekstrarfé í dag GV—Ég hef góðar vonir um að vandamál okkar leysist i dag, þvi aö i viðræðum við ráðherra var okkur heitið þvi að við fáum nú aðgang að þvi 30 milljón króna rekstrarfé, sem okkur var lofað 23. des- ember, sagði Vilhjálmur Lúðviksson efnaverkfræöing- ur og stjórnarmaður Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum i viðtali við Timann eftir viö- ræður sem hann og aðrir stjórnarmenn áttu með ráð- herrum i gær, forsætisráð- herra og iðnaðarráöherra meðal annarra. Ef ekki kemur til þess að rikið veiti Þörungavinnslunni þennan stuðning nú, veröur ekki hægt að borga starfs- mönnum verksmiðjunnar kaup á morgun, þar sem ekk- ert fé er fyrir hendi til útborg- ana. Þetta kom fram i viðtali Timans við Omar Haraldsson framkvæmdastjóra Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum i gær. Ómar sagði að starfsfólk verksmiöjunnar, sem eru 11 manns, hefði verið endurráðið um áramót á þeirri forsendu að rekstrárfé hefði verið lofað Framhald á bls. 19. þykkt á fundi i félaginu i fyrra- dag, að leggja ekki út i verkfall, en draga samtimis til baka allar undanþágur um leiguflug er kveða á um hærri vinnu- og vakt- tima en um getur i aðalsamningi. A blaðamannafundi með stjórn Félags Loftleiðaflugmanna i gær kom fram, að þessi deila flug- manna við Loftleiðir h.f. er ekki til komin vegna óska um launa- hækkanir, heldur er þaö, sem einkum vekur óánægju þeirra, það, að þeim þykir ekki hafa ver- ið staðið við gerða samninga af hálfu Flugleiða. —-Það er þvi ekki um að ræða neina uppgjöf en meginástæðan fyrir þvi aö við aflýstum verkfalli er sú, að við sáum fram á, að það yrði langsótt að fara út i harövit- ugt verkfall út af þessu, sér i lagi þegar haft er i huga, að fyrir dyr- um standa kjarasamningar og i þeim ætlum við ekki að lina neitt á kröfum um að islenzkir flug- menn fljúgi islenzkum þotum. þetta er þvi bara eins konar frest- un.” Þannig mæltist Þórði Finn- björnssyni, blaöafulltrúa félags- ins. Það sem styrinn stendur um er að flugmenn Loftleiða vilja auka atvinnuöryggi sitt með þvi aö taka að sér flug Air Bahama aö einhverju eða öllu leyti. Eins og kunnugt er er þaö félag að meiri- hluta eign Flugleiða, en hjá þvi fljúga bandariskir flugmenn, sem margir hverjir eru komnir á eft- irlaun hjá hernum. Einnig þegar þess er gætt að vél Air Bahama er skráð hér á landi, þætti flestum það eðlilegt að islenzk áhöfn flygi henni. Segja flugmenn að gert hafi verið samkomulag um þetta við stjórn Flugleiða, sem hún nú vilji ekki kannast við. Þótti flug- mönnum sú afstaða stjórnarinnar einnig einkennileg, að ekki mætti Framhald á bls. 19. Þessi mynd var tekin af nýkjörinni stjórn Framsóknarflokksins f gærdag. Frá vinstri: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, vararitari, Steingrimur Hermannsson, ritari, Ólafur Jóhannesson, formaður, Einar Agústsson, varaformaður, Tómas Arnason, gjaldkeri, og Guðmundur G. Þórarinsson, varagjaldkeri. Stjórn Fram- sóknarflokksins endurkjörin HEI — í gærdag, á aðal- fundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, fór fram kosning stjórnar Fram- sóknarf lokksins. Kosinn var formaður, ritari og gjaldkeri og varamenn þeirra. Olafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og for- maður flokksins, var end- urkjörinn með öllum greiddum atkvæðum. Aðr- ir stjórnarmenn voru einn- ig endurkjörnir með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða. Þeir eru Steingrím- ur Hermannsson alþingis- maður, ritari, Tómas Árnason, alþingismaður, gjaldkeri, Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, varaformaður, Ragnheið- ur Sveinbjörnsdóttir, bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði, vararitari, og Guðmundur G. Þórarinsson verkfræð- ingur, varagjaldkeri. Stjórnmálaályktun 17. flokksþingsins er birt á blaðsíðu 10 í blaðinu í dag

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.