Tíminn - 16.03.1978, Blaðsíða 3
Miövikudagur 15. marz 1978
3
Fólksflutningar
á íslandi 1977
ESE — A siðasta ári fluttu 2367
manns af landi brott, en aðflutt-
ir hingað voru 1358. A þessum
tölum séstað rúmlega lOOOfleiri
flytjast frá landinu, en til þess.
Flestir af þeim sem flytjast ut-
an fara til Norðurlandanna, og
þar eru Sviþjóð og Danmörk
efst á blaði, þvi að i fyrra fluttu
921 til Sviþjóðar og 547 til Dan-
merkur. Ef hins vegar er litið á
hve margir settust hér að frá
fyrrgreindum löndum, kemur i
ljós að sá samanburður er okkur
mjög óhagstæður, þvi að frá
Sviþjóð fluttust 271 hingað til
lands og frá Danmörku voru
þeir 331.
Ef litið er á alla flutninga sem
áttu sér stað hér á landi i fyrra
bæði innanlands og milli landa,
kemur i ljós að alls voru aðflutt-
ir 12653, en þeir brottfluttu
13662. Munurinn er sem sagt
Reykjavik
önnur sveitarfélög
á höfuðborgarsvæði
Suðurnes o.fl.
Vesturlnd
Norðurland vestra
Vestfirðir
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
Ef litið er nánar á þessar tölur
sést að i sveitarfélögum á höf-
uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum
og Norðurlandi eystra varð
fólksfjölgun, en annars staðar
er um fólksfækkun að ræða.
Vestfirðir koma vel út að þessu
sinni, og mun þar mest muna
um innflutt vinnuafl frá Nýja-
1009 manns, eða fjöldi þeirra
sem „tapazt” hafa héðan af
landi i flutningum siðasta árs.
Munurinn verður mun iskyggi-
legri, ef iitið er á þá staðreynd
að mun fleiri islenzkir rikis-
borgarar flytjast úr landi en
þeir sem flytjast heim. Ef litið
er nánar á tölurnar um aðflutta
og brottflutta milli landa, kem-
ur i ljós að af þeim 2367 mönnum
sem flytjast til útlanda á árinu,
eru 2034 islenzkir rikisborgarar,
en af aðfluttum hingað til lands,
samtals 1358, eru aðeins 867 is-
lenzkir rikisborgarar. Þvi er
munurinn raunverulega 1167, og
er það fjöldi þeirra islenzku
rikisborgara, sem flytjast af
landi brott umfram þá sem
heim flytjast.
Ef litið er á flutninga innan-
lands milli byggðarlaga, kemur
eftirfarandi í ljós:
Aðfluttir Brottfluttir
3481 4796
3253 2950
1047 891
696 838
513 559
737 734
1206 1027
576 602
1125 1253
Sjálandi og Astraliu, en margar
stúlkur frá þeim löndum vinna i
frystihúsum viðs vegar á Vest-
fjörðum.
Þessar og fleiri upplýsingar
er að finna i nýútkomnum Hag-
tiðindum, sem Hagstofa íslands
gefur út.
Ekki öll von úti enn
HEI— Aðspurður um rafmagns-
mál Vestmannaeyinga sagði
Garðar Sigurjónsson, rafveitu-
stjóri, i gær, að lokun hefði verið
frestað til morguns, þ.e. i dag.
Eins og kunnugt er af fréttum
hafði Rafveita Vestmannaeyja
tilkynnt frystihúsunum i Eyjum
um lokun fyrir rafmagn til þeirra
á s.l. þriðjudag og Rafmagnsveit-
ur rikisins hafa jafnframt til-
kynnt að lokað verði fyrir raf-
magn til Vestmannaeyja þann
sama dag. Hefur þvi fengizt
tveggja daga frestun á þessum
aðgerðum svo menn hafa ekki
misst alla von um að takast megi
að leysa þessi mái án svo harka-
legra aðgerða sem lokun fyrir
rafmagn til Eyja yrði. Um það
fást vonandi nánari fréttir i dag.
1 gær fór fram i Fossvogskapellu minningarathöfn um Karl Kristjánsson, fyrrverandi aiþingismann,
að viðstöddu fjölmenni. Séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, flutti minningarorð. Karl
Kristjánsson verður jarðsettur frá Húsavfkurkirkju næstkomandi laugardag. TfmamyndG.E.
Danskt verksmiðju-
skip til Þorlákshafnar
„Hagnýtum heimild rikisstjórnarinnar”
JB — „Tildrög þessa máls eru
að i janúar sl. samþykkti
rikisstjórnin aö veita Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins
heimild til að leigja verk-
smiðjuskip af danska fyrirtæk-
inu Esbjerg til að framleiða
fljótandi skepnufóður úr magurri
loðnu i lok loðnuvertiðar i ár, og
er nú bara verið að hagnýta þessa
heimild. Skipið er komið og hóf
vinnslu i gær. Enn sem komið er
fer allt eftir áætlun, en fram-
haldið hlýtur að fara eftir þvi
hvern áhuga innlendir aðilar sýna
þessu máli. Þvi þótt framleiðslan
fari fyrst i stað fram i dönsku
verksmiðjuskipi er að þvi stefnt
að um islenzka framleiðslu verði
að ræða siðar.”
Kom framangreint fram er
blaðið ræddi við Björn Dagbjarts-
son, framkvæmdastjóra Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins
varðandi komu dansks verk-
smiðjuskips til Þorlákshafnar s.l.
mánudag i þeim tilgangi að taka
þar loðnuúrgang og slor og vinna
úr þvi dýrafóður.
Að sögn Björns hafa Danir
framleitt dýrafóður úr ruslfiski i
mörg ár. Hefur verksmiðjuskipið
farið út á miðin, keypt skitfisk af
bátunum, unnið úr honum og far-
ið með framleiðsluna i land. þar
sem hún hefur verið selu til
bænda. En nú mun búið að loka
miðunum fyrir þeim á Norður-
sjónum, og hafa þeir þvi þurft að
leita annað til að fá hráefni en
þeir hafa komið sér upp stórum
markaði fyrir þessa framleiðslu.
Vinnslan fer þannig fram, að það
er eins og um raunveruiega melt-
ingu sé að ræða. Sýrustiginu i
hráefninu er breytt, eftir að það
hefur verið hakkað, eins og um
magameltingu sé aö ræða, þannig
aðhráefnið verður eins kona súpa
eða grautur. Og þannig fer það til
bænda. sem gefa svinum kúm og
kálfum til fóðrunar.
„Danir hafa skuldbundið sig til
að kaupa afurðirnar frá skipinu á
þvi verði sem rannsóknirnar
koma til með að kosta, sv að við
förum slétt út úr þessu fjárhags-
lega séð en reynslunni rikari. En
ljóst er að hér gæti verið um
mikilvægt mál að ræða, þvi fóður-
bætisframleiðsla af þessu tagi er
mun ódýrari en fiskimjölsverk-
smiðjur,” sagi Björn.
Ríkisútgáfa náms-
bóka fjörutíu ára
SKJ — Rikisútgáfa námsbóka á
um þessar mundir 40 ára afmæli.
Útgáfan gaf i fyrstu eingöngu út
bækur fyrir barnaskóla, en með
timanum hafa verkefnin orðið
fjölbreyttari og vafalitið á útgáf-
an eftir að aukast enn. Megin-
markmið Rikisútgáfu námsbóka
hefur frá upphafi verið að sjá öll-
um nemendum fyrir námsbókum
án efnalegs manngreinarálits.
Þrátt fyrir að islenzkar aðstæður
bjóði upp á mjög takmarkaðan
nemendafjölda og fjárráð, hefur
tekizt á undanförnum fjörutiu ár-
um að gera islenzka námsbókaút-
gáfu að verulegu leyti sambæri-
lega við það sem gerist með
stærri þjóðum, sem við berum
okkur oft saman við.
A árinu 1938 komu út fyrstu
frumsömdu námsbækur Rikisút-
gáfu námsbóka, en þær voru Bib-
liusögur, Grasafræði,
Lestrarbækur, Reikningsbók og
Skólaljóð. Útgáfan keypti einnig
útgáfurétt nokkurra eldri náms-
bóka. Reynt hefur verið frá upp-
hafi að myndskreyta námsbækur
barna, og 1938, þegar Grasafræð-
in var gefin út, voru i henni tvær
litprentaðar siður, sem þá var al-
ger nýjung. Hin viðfraéga bók
Gagn og gaman var hins vegar
Jfvrsta litprentaða bók útgáfunn-
ar.
Fljótt varð ljóst, að nauðsyn-
legt var að Rikisútgáfa námsbóka
hefði forgöngu um útvegun
kennslutækja, og var árið 1957
komið á fót verzlun með
skólavörur og nafn hennar ákveð-
ið Skólavörubúðin. Forsvars-
menn búðarinnar hafa siðan
reynt að fylg.jast með nýjungum á
sviði kennslutækni og hafa á
boðstólum sem mest úrval
kennslutækja.
Starfsemi þessara tveggja fyr-
irtækja hefur aukizt með árunum
vegna aukinnar notkunar hvers
konar hjálpartækja og fjölbreytt-
ari bókakosts, sem nú eru notuð
við kennslu.
í tilefni af 40 ára afrhæli Rikis-
útgáfu námsbóka og 20 ára af-
mæli Skólavörubþðarinnar hefur
verið gefið út serstakt afmælis-
hefti af ritinu Bækur og kennslu-
tæki, og þar ritar Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra grein i tilefni af afmælun-
um. Auk hans minnast f jölmargir
afmælanna i ritinu.
Öperutónleikar Sinfóniu-
hlj ómsveitarinnar i kvöld
GV— I kvöld kl. 20,30 verða
óperutónleikar á vegum Sinfóniu-
hijómsveitar Islands og verða
eingöngu flutt atriði úr óperum
eftir Beethoven og Wagner.
Stjórnandi tónleikanna er þýzki
óperustjórnandinn Wilhelm
Bruckner-Ruggeberg. A tónleik-
unum koma fram þýzku óperu-
söngvararnir Astrid Schirmer og
Heribert Steinbach, auk hljóm-
sveitarinnar og Karlakórs
Reykjavikur, sem Páll P. Pálsson
hefur æft. Tónleikarnir verða
endurteknir næstkomandi laug-
ardag i Háskólabíói kl. 15. Mynd-
in er tekin á æfingu hljómsveitar-
innar og sögvaranna i gær.
Timamynd:GE
Hnifsdalur:
Tjónið meira
en talið var
í fyrstu
JB — Klukkan 17.50 I fyrradag
var slökkvilið Isafjarðar kvatt
út, er kviknaði I húsi Smjörlikis-
gerðar Isafjarðar á Hnifsdal.
Þegar slökkviliðiö kom á stað-
inn var húsið alelda, en að sögn
Jóns Ólafs Sigurðssonar,
slökkvistjóra tókst að ráða nið-
urlögum eldsins á um klukku-
tima, og var það til hjálpar að
veður var gott er þetta gerðist.
Vakt var höfð I húsinu til mið-
nættir.
Magnús Sigurðsson, einn eig-
enda verksmiðjunnar, sagði i
samtali við Timann i gærkvöld,
að eldsupptök væru enn ókunn,
og skildu menn ekkert i þvi
hvernig þetta gæti hafa gerzt.
Ekki er búið að meta tjóniö, en
ljóst er að það skiptir milljón-
um, og er þaö meira en búizt
hafði verið við I upphafi. Hluti
hússins er til dæmis álveg ónyt-
ur. Annars sagði Magnús að
menn frá Reykjavik myndu sjá
um að meta tjónið, en annar
þeirra væri enn ókominn vestur.
Þetta er mikið áfall fyrir okk-
urk og var þvi ekki hátt tryggt.
Auk þess stöðvast verksmiðjan
um óákveðinn tima, sagði
Magnús.
Sólu
fagnað á
ísafirði
Sólrishátið menntaskólans á Isa-
firði hófst sunnudaginn 5. marz og
lauk viku siðar, 12. marz. Var vel
vandað til dagskráratriða alla
vikuna.
Meðal annars voru leiksýning-
ar, sem bæði voru ætlaðar börn-
um og fullorðnum, fyrirlestur um
bókmenntir og flutningur
bókmenntaverka, kórsöngur og
tónleikar, ljóðalestur og mynd-
listarsýning.
Þótti mjög myndarlega að
þessari sólrishátið menntaskóla
tsfirðinga staðið.