Tíminn - 16.03.1978, Qupperneq 4

Tíminn - 16.03.1978, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 16. marz 1978 íslendingasögnr halda gildi sínu Thomas Bredsdorff skrifar i Politiken um tvær bækur, sem komiö hafa út i Danmörku, þar sem fjallaö er um Islendinga- sögur eða efhi úr þeim. Þar seg- ir meðal annars: Islendingasögurnar eru lif- seigar. Jafnvel á þeim skeiöum, þegar skólar og fjölmiölar hneigjast hvað minnst aö fortiö- inni, eru alltaf einhverjir, sem halda áfram að lesa þessar sög- ur. Það stafar áreiðanlega af þvi, aö f þeim er svo mikill mergur, aö nokkuð er upp úr þvi að hafa að lesa þær, sama frá hvaöa sjönarhæð þær eru skoðaðar. Þótt þær séu lesnar sem hreinn skáldskapur, standa þær fyrir sinu, þveröfugt við mestan part annarra miðaldabókmennta. Og séu það mennirnir og athafnir þeirra með hliðsjón af samfé- laginu þá er einnig úr miklu aö moða i þessum gömlu sögum. 1 tveimur bókum, sem drepa skal á, beinist áhuginn i ólikar áttir. Tveir danskir há- skólamenn hafa lesið Islend- ingasögur og skrifað um þær mjög ólikar bækur. Jan Höyer hefur beint allri at- hygli sinni að Egils sögu og veg- íð hana á vogarskálum þess, sem samtiöin hefur fært honum að höndum. Ávöxturinn er safn mmsm ■ > Wmim: Mynd af Agli Skallagrimssyni úr handriti frá lokum seytjándu aldar kvæða eða öllu heldur ljóðsaga, þar sem Egill og hið mikla skap hans er notað til þess að bera uppi sögu um gjaldþrot ein- staklingshyggjunnar. Egill Skallagrimsson velur hina lok- uðu leið sjálfsþóttans í stað hinnar færu leiðar mannlegrar samhyggðar. I bókinni eru fallegir kaflar um samskipti Egils og Gunn- hildar drottningar. Veika hliðin er, að manni skilst helzt, hvaö 'hún fjallar um, af formálanum og þvi, sem prentað er á baksiðu kápunnar. Höfundinum hefur veitzt erfitt að finna orð, sem geta lýst hinum sterku tilfinn- ingum. Málfariö er heldur óaö- gengilegt og tilvil^anakennt. Þegar Höyer lýsir andblænum á bæ Egils og talar um hlýja samveru og návist, þá hljómar það of likt auglýsingu um sam- býlishús i Albertslundi til þess að geta kallast lifandi. En kannski hefur höfundur reynt það, sem engum manni er kleift, — að semja sögu um frá- bæra sögu. Preben Meulengracht Sören- sen hefur kosið sér venjulegra verkefni — að skrifa greinar- gerð um fornislenzkr bók- menntir. Honum hefur tekizt það vel. Bók hans kemur i Berlingskes Leksikon Bibliotek. Meulengracht lýsir vel og glögglega þvi, sem vitað er um landnámið, þjóðfélagsgerö og ytri einkenni lifs á Islandi að fornu, bæði samkvæmt skrifuð- um heimildum og munnmælum. Sérstaklega eru lýsingar hans á stéttum samfélagsins og hags- munahópum og mikilvægi sam- félagsstofnana gleggri og grein- arbetri en venja er i slik um bók- um. Ferðamál Nr.l — blað Ferða- málaráðs, komið út Nýlega er komið út fyrsta tölu- blað á þessu ári, af fréttablaði Ferðamálaráðs íslands, Ferða- mál. Fréttablað þetta kemur út a.m.k. fjórum sinnum á ári og oftar ef þörf krefur. Blaðið ereinkum ætlað þeim Is- lendingum, sem vinna að ferða- mannaþjónustu og þeim, sem mest samskipti hafa við erlenda ferðamenn hérlendis. I blaðinu að þessu sinni eru m.a. greinar um ferðamálasjóö og Framtiðaráætlun um skipan islenzkra ferðamala. Ritstjórar blaðsins eru Guð- brandur Gislason, af hálfu Ferða- málaráös og Haraldur J. Hamar sem hefur umsjón með útgáfuncj að öðru leyti. Hraðskák- mót i Kópavogi Hraðskákmót Taflfélags Kópa- vogs fór fram síðastliðinn iaugar- dag og voru þátttakendur 26. Tefldar voru 9 tvöfaldar umferðir eftir Monrad kerfi. Sigurvegari varð Guðmundur Ágústsson með 16 1/2 vinning, en næstir komu Jón Pálsson meö 16 vinninga og Egill Þórðarson og Július Friðjónsson með 12,5 vinn- inga hvor. —Sama dag var haldið hraðskákmót unglinga 16 ára og eldri. Þar varð hlutskarpastur Þröstur Einarsson með 10 1/2 vinning af 14 mögulegum. Að mótinu loknu fór fram verö- launaafhending fyrir skákþing Kópavogs, sem lauk fyrir skömmu. HVELL-GEIRI DREKI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.