Tíminn - 16.03.1978, Side 10
10
Fimmtudagur 16. marz 1978
1 x
1 ^ tL W J Á. ,< \ ' 'wylClgk •
Flokksþingsfulltrúar á fundi, er tekin var fyrir,rædd og samþykkt stjórnmálaályktun 17. Flokksþingsins.
Tfmamynd G.E.
Stjórnmálaályktun 17.
f/okksþíngs Framsóknarmanna
i
Framsóknarflokkurinn hefur
það meginmarkmiö aö standa
vörð um óskorað stjórnar-
farslegt, efnahagslegt og menn-
ingarlegt sjálfstæði islenzku þjóð-
arinnar á grundvelli þjóðskipu-
lags lýðræðis og þingræðis.
Framsóknarflokkurinn vill að
öllum þegnum þjóðfélagsins gef-
ist jöfn tækifæri til að þroska og
nýta hæfileika sina við nám og
starf og að öllum sé tryggt öryggi
i veikindum og vegna örorku, elli
og áfalla af völdum náthiruham-
fara. Hann vill byggja upp þjóð-
félag, þar sem manngildið er
metið meira en auðgildið, og
vinnan, þekkingin og framtakið
eru sett ofar og látin vega þyngra
en auðdýrkun og fésýsla. Hann
leggur áherzlu á frelsi einstakl-
ingins og sem beinust samskipti
hans við stjórnvöld, enda eru
mannréttindi og réttvisi undir-
staða lýðræðis.
Framsóknarflokkurinn vill að
atvinnulií landsmanna byggist á
framtaki efnalega sjálfstæðra
manna sem leysa sameiginleg
verkefni eftir leiðum samtaka,
samvinnu og félagshyggju, en að-
eins i sérstökum tilvikum með
opinberum rekstri. Hann telur að
undirstaða þess hljóti ætíð að
vera nýting landsmanna sjálfra á
islenzkum auðlindum og náttúru-
gæðum i fullri sátt við landið og
náttúru þess.
Framsóknarflokkurinn telur
þaðeina af meginforsendum heil-
brigðs þjóðlífs að blómlegt at-
hafna-og menningarlif sé i öllum
héruðum landsinsog vill stuðla að
þvi með öflugri byggðastefnu sem
m.a. feli i sérverulega valddreif-
ingu.
Framsóknarflokkurinn vill að
utanrikisstefna tslendinga bygg-
ist á góðum samskiptum við aðr-
ar þjóðir, baráttu fyrir friði i
heiminum, jafnrétti og sjálfræði
allra þjóða og rétti allra manna
til persónulegs frelsis og mann-
sæmandi lifs.
II.
Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar,
sem mynduð var að afstöðnum
þingkosningum árið 1971, hóf sem
kunnugt er alhliða framfarasókn
til sjávar og sveita, m.a. með þvi
að halda uppi þróttmikilli
byggðastefnu. Að lokum siðustu
þingkosningum reyndi Fram-
sóknarflokkurinn að koma saman
nýrri stjórn með þátttöku fyrri
samstarfsflokka ásamt
Alþýðuflokknum. Það tókst ekki,
fyrst og fremst vegna sundur-
þykkju Alþúðubandalagsins og
Alþýðuflokksins. Framáóknar-
flokkurinn valdiþá þannkostsem
ábyrgur stjórnmálaflokkur að
mynda stjórn með Sjálfstæðis-
flokknum, þar sem aðgerðir i
efnahagsmálum þoldu enga bið.
Framsóknarflokkurinn er
reiðubúinn til samstarfs við aðra
flokka á þeim málefnagrundvelli,
sem lagður er á þessu flokks-
þingi. Mun það móta afstöðu
flokksins til stjórnarsamstarfs að
kosningum loknum.
III.
Flokksþing Framáóknarflokks-
ins fagnar þeim ótviræða sigri,
sem náðst hefur með útfærslu
fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómil-
ur. Askömmum tima hefurokkur
Islendingum tekizt að tryggja
okkur óskoruð yfii;ráð yfir fiski-
miðunum umhverfis landið.
Flokksþingíð bendir á þá stað-
reynd, að Framsóknarflokkurinn
hefur jafnan verið í fararbroddi,
þegar fiskveiðilögsagan hefur
verið færð út. Þingið þakkar for-
ystumönnum flokksins fram-
göngu þeirra i þessu lffshags-
munamáli islenzku þjóðarinnar,
ekki sizt forystu i erfiðum samn-
ingaviðræöum við aðrar þjóðir og
stjórn landhelgisgæzlu á viðsjár-
verðum timum.
Flokksingið telur, að ekki beri
að veita öðrum þjóðum heimildir
til fiskveiða innan fiskveiðilög-
sögunnar, meðan við Islendingar
getum einir fullnýtt fiskimiðin.
Fylgjast verður náið með stærð
þorskstofnsins og annarra mikil-
vægra fiskstofna og sjá um, að
stofnar þessir nái að styrkjast,
svo að þeir geti hér eftir sem
hingað til staðið undirgóðum lífs-
kjörum islenzku þjóðrinnar.
IV.
Framsóknarflokkurinn telur
það meginverkefni næstu rfkis-
stjórnar að ráðast gegn verðbólg-
unni.
Flokksþingið visartil ályktunar
um efnahagsmál, en leggur sér-
staka áherzlu á eftirfarandi:
A- Fylgt verði eindreginni
framleiðslustefnu sem miði að
aukningu þjóðartekna. Islenzkum
atvinnuvegum verði veitt sam-
bærileg rekstrarskilyrði við það
sem tiðkast i helztu viðskipta-
löndum okkar.
B. Stefnan i efnahagsmálum
verði samræmd. Akvarðanir á
sviði efnahagsmála taki fúUt tillit
til afkomu þjóðarbúsins.
C. Aukningu peningamagns og
útlána verði haldið innan hæfi-
legra marka, en atvinnuvegunum
tryggt eðlilegt rekstrarfé með
viðráðanlegum kjörum. Samhliða
breyttri efnahagsstefnu verði
vextir lækkaðir, en jafnframt
tekið tillit til hagsmuna sparifjár-
eigenda.
D. Jöfnunarsjóðir verði stór-
efldir. Lagt verði i jöfnunarsjóði
þegar markaðsverð er hagstætt
og aflahorfur góðar. Auka ber
áhrif rikisvaldsins á stjórn sjóð-
anna til að tryggja að svo verði
jafnan gert.
E. Tryggður verði hallalsus
rekstur rikissjóðs. Vanda ber bet-
ur gerð fjárlaga og auka eftirlit
með útgjöldum útgjöldum rikis-
ins. Gera þarf skattheimtuna
sveigjanlegri m.a. með þvi að
taka upp staðgreiðslukerfi skatta.
F. Hægt verði á fjárfesh'ngu um
sinn, jafnt á vegum hins opinbera
sem einkaaðila. Mat á arðsemi
framkvæmda fari fram þótt arð-
semin ein megi ekki ráða ferð-
inni. Stjórn fjárfestingar beinist
fyrst og fremst að þvi að auka
framleiðslu og framleiðni at-
vinnuveganna.
G. Allir kjarasamningar verði
gerðir samtimis. Gildandi visi-
tölukerfi verði endurskoðað,
þainnig að verðbætur miðist fyrst
og fremst við afkomu þjóðarbús-
ins, en tryggi þó jafnan kaupmátt
lægstu launa.
H. Verðlagslöggjöf verði færð i
frjálslegra horf, án þess að slakað
sé á verðlagseftirliti.
I. Samhliða breyttri efnahags-
stefnu verði gildi krónunnar
breytt þannig að ein króna svari
til hundrað króna i dag.
J. Lagður verði á sérstakur
verðbólguskattur og skattur á
söluhagnað til að jafna eigna-
skiptinguna i þjóðfélaginu Jafn-
framt verði tekjuskatti og fram-
kvæmd skattalaga breytt þannig
að það hafi meiri áhrif til tekju-
jöfnunar. Neyzluskattar verði
hærri á munaðarvörum en nauð-
synjavörum..
Flokksþing Framsóknarflokks-
ins áréttar þá stefnu, að allir
Islendingar eigi að njóta jafnrétt-
is og jafnræðis, án tillits til bú-
setu, efnahags eða þjóðfélags-
stöðu.
Fylgt hefur verið fram þeirri
byggðastefnu, sem ríkisstjórn
Olafs Jóhannessonar markaði,
þ.á.m. hafa framlög til
byggðsjóðs verið stóraukin og
nema ráðstöfunartekjur hans i ár
2% af útgjöldum fjárlaga.
Atvinnulíf um land allt hefur ver-
ið reist úr rústum „viðreisnar”
Þetta hefur þegar skilað dr júgum
arði i þjóðarbúið og er reyndar
helzta skýringin á þvi, hversu
þjóðarframleiðsla hefur aukizt
hér á landi siðustu ár. Endurreisn
atvinnulífsins hefur sömuleiðis
stuðlað að jafnvægi i byggð lands-
ins og aukið fólki trú á gögnum
þess og gæðum.
Enn búa ibúar landsbyggðar-
innar við misrétti á mörgum svið
um, sem ekki verður við unað.
Jafna þarf verð á vörum og þjón-
ustu ogtryggja öllum landsmönn-
um sem hagkvæmasta orku til
upphitunar ibúðarhúsa. Sam-
göngur, póst og simaþjónustu
verður að bæta. Allir eigi kost á
viðunandi heilsugæzlu og menn-
tun við sitt hæfi. Allir geti fylgzt
meðog tekið þátt i þvi, sem er að
gerast i menningarlifi þjóðarinn-
ar. Móttaka sjónvarps og Utvarps
verði viðunandi um land allt, og á
helztu fiskimiðum umhverfis
landið.
Stjórnkerfi landsins á að gera
einfaldara og lýðræðislegra með
Framhald á bls. 19.
Frá fundi i stjórnmálanefnd. Ólafur Jóhannesson, ráðherra var formaður nefndarinnar
Tfmamynd G.E