Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Tíminn - 16.03.1978, Side 11

Tíminn - 16.03.1978, Side 11
Fimmtudagur 16. marz 1978 11 fólk í listum DEN NORDISKE N orræna- húsinu Sýningasamtök i Nor- ræna húsinu Það hefur verið nokkuð um það, að myndlistarmenn stofn- uðu með sér sýningasamtök, likt og eigendur iðnfyrirtækja, til þess að kynna verk sin og áform. Sum þessara félaga lifa skammt, önnur eru langlif. Sum eru óaldarflokkar, sem leitast við að berja nýjar hug- myndir inn i almenning, og þeir hafa náð árangri, a.m.k. til skamms tima. Það getur verið fengur að slikum félögum, bæði fyrir al- menning og eins fyrir lista- mennina sjálfa. Ef samtökin verða fræg, lyftir það hinum lakari, veitir þeim tækifæri, sem þeir hefðu ella ekki fengið. Den Nordiske eru slik sam- tök listamanna, að manni skilst, en ekki veit undirritaður mikið um þessa musterisreglu, en riddarar hennar virðast ekki hafa sérstök listpólitisk mark- mið, hvað myndlistina varðar. Yfir sýningu þeirra er hinn syfjulegi akademiski blær sem hangið hefur niður úr loftinu i listasölum Norðurlanda svo lengi, sem maður man, og ef maður reynir að gera sér grein fyrir stefnumörkun, þá virðist abstraktlistin nú endanlega vera dauð, nema eftirerað gefa út dánarvottorð fyrir högg- myndalist. Samt er þvi ekki að leyna, að innan félagsins eru mikilhæfir myndlistarmenn, og nægir þar að nefna Ingólv av Reyni og Sture Nilson, en annars eru félagarnir þessir: Hermann Hebler, Danmörku Zakarias Heinesen, Færeyjum Emil Hörbov, Danmörku Ai-ne Juhl Jacobsen, Danmörku Helmi Kuusi, Finnlandi Hans Lynge, Grænlandi Niels Andre Malström, Sviþjóð Göran Nilsson, Sviþjóð Sture Nilson, Sviþjóð Tryggvi ólafsson, Island Ólöf Pálsdóttir, Island Tuulikki Pietila, Finnland Gudrun Paulsen, Danmörk Jens V. Rasmussen, Danmörk Ingólvur av Reyni, Færeyjum og Jytte Thompson, Danmörku Gestir eru að þessu sinni: William Heinesen, Færeyjum Óskar Magnússon, tsland Björje Martinsson, Sviþjóð og Olga Tesch, Sviþjóð. Þó virðast fleiri nöfn koma við sýninguna i Reykjavik, sem haldin er i Norræna-húsinu, en gerð eru að umtalsefni i prentaðri sýningaskrá. Den Nordiske Þetta er stór sýning, sem nú er i Norræna-húsinu, þvi hún telur alls um 130 myndir, högg- myndir, málverk, grafik og vefnað. Fyrir mig persónulega er mestur fengur að verkum fær- eyska snillingsins Ingólvs av Reyni, sem þarna birtist i enn nýrri mynd. Það munu nú liðnir tveir áratugir siðan undirritað- ur sá fyrst myndir eftir þennan mann, og þær vöktu strax ein- hvernóskýranleganfögnuð, lika talsverða undrun, að svona góð verkskyldu vera eftir óþekktan listamann frá Færeyjum, en siðar átti ég eftir að kynnast þvi, að myndlistin virðist liggja svo einkennilega létt fyrir hinu færeyska fólki, aðþað jaðrar við rannsóknarefni. Samt kannaðist ég við forföður færeyskar nú- timalistar, öðlinginn Mykines, en verk hans eru líka til á Is- landi. Myndir Ingólvs av Reyni eru sérlega áhrifamiklar.Þær hafa lika breytzt. Færeyja-grænkan, sem Kjarval talaði um, er þar ekki lengur. Myndirnar eru grá- ar og óræðar eins og bergvegg- ur, og atriðum hefur fækkað. Sumar hafa ekki lengur nöfn. Einhverjusinni var rithöfundi lýst þannig, að hann heflaði texta sinn svo, að ekkert væri eftir i honum nema stillinn. Það er ekki ljóst hvað Ingólv- ur af Reyni hefur i huga með verki sinu, en á hinn bóginn er það auðfundið hverjum og ein- um, að hann færist nær, — nær einhverju óþekktu og dularfullu i senn. Sture Nilson sýnir i forstofunni Allt ber að sama brunni. Liturinn einfaldast. Atriðum fækkar, miðað við eldri myndir, sem hér hafa verið sýndar, en samt sem áður er i myndunum einhver áþreifanleiki, sem gerir þær svo einstæðar. Ingólvur av Reyni fer önd- verða stefnu í list sinni. Meðan abstraktlistin er á merkjanlegu undanhaldi, þá þróast myndlist Ingólvs av Reyni i áttina til hreinna ab- straktiona. Sture Nilson i forstof- unni Sá málari, sem liklega kemur mest á óvart þarna er Sture Nilson frá Sviþjóð. Af ein- kenniiegum ástæðum er honum þó í raun og veru úthýst úr hús- inu, myndir hans eru hengdar i forstofu hússins á aðalhæð, en ekki i sjálfan sýningasalinn. Það er örðugt að geta sér til um það, hvers vegna þessi málari hlýtur þessa sérstöku meðferð, að hafa einkasýningu innan um yfirhafnir og klósettganga. Ef þetta er gjört i auglýsingaskyni, hefði mátt setja úrtak i forstof- una, en það er fjölyrt um þetta hér.vegna þess að það var nán- ast fyrir hreina tilviljun að undirritaður átti erindi upp á loft og sá þá þessar merkilegu Varið land eftir Tryggva ólafsson myndir, sem reyndust svo vera partur af sýningunni — Den Nordiske. Sture Nilson sýnir fjögur verk, og þau eru öll mjög sér- stæð. Bæði vel máluð og svo ein- kennilega frumleg i lit. Liturinn minnir einna helzt á nýjárs- myndir Kinverja, — allavega á austurlenzka liti, fremur en norræna, ef unnt er að skil- greina liti eftir hnattstöðu manna og búsetu. Það var sannarlega fengur að þvi að fá að sjá myndir eftir þennan sérstæða listamann. Tryggvi Ólafsson kemur skemmtilega fyrir sjónir á sýn- ingunni og þá sérstaklega með myndinni Varið land. Hún er æði stór, viðlika og tvöföld bil- skúrshurð, og þar kemur fram táknmál, sem minnir á ljóö. Lit- ur Tryggva er þarna einhvern veginn áþreifanlegri, og hann hefur dýpra inntak en áður. Aðrir sem eiga athyglisverð verk á sýningunni að voru mati, eruTuulikki Pietiala,sem sýnir fingerða grafik. Guðrún Poul- sen á þarna nokkur málverk, sem ós jálfrátt minna tslendinga á Gunnlaug Scheving eða Jón Engilberts, þ.e.a.s. áhrifin. Þá er það hin litglaða Olga Tech, og Zajarias Heinesen. Gula mynd- in hans er skemmtilega spont- ant, og hann á lika dálitið af Færeyjagrænkunni góðu. Emil Hörbov sýnir mildar vel byggðar myndir. Grænlendingurinn Hans Lynge virðistóráðinni list sinni. September sól er ef til vill sér- stæðasta myndin. Það er ekki á hverjum degi, sem maöur sér málverk eftir Grænlendinga, en i listasögunni hafa þeir átt sinn fasta sess lengi. Sumir telja myndlistarkunnáttu Grænlend- inga til forna hafa verið með ólikindum mikla, og þótt það sé ósanngjörn krafa, þá vill mað- ur, eða krefst maður að upprun- inn skini gegnum hina akadem- isku menntun. Keramik-málverk Nils Andre Malström eru áhugaverð og vel gerð. Þarna er myndlistarleið (málverk upp á vegg) sem alltof sjaldan er farin. Brenndir litir og keramik gefa mikla mögu- leika i áferð og lit. Sýningunni i Norræna-húsinu lýkur um næstu helgi, eða nánar til tekið 19. marz. Jónas Guðmundsson Upplýsingar á tölvuspj öldum — ný tölvutækni getur sparað 25-50% af prentunarkostnaöi SKJ —Ný tölvutækni er nú að ryðja sér tíl rúms hérlendis, en hún mun leysa pappir af hólmi I tölvuvinnslu. Hér er um að ræða tækni, þar sem notuð eru filmu- spjöld til að geyma hvers konar uDDlýsingar i stað pappirs til þessa. Eru listarnir minnkaðir i hlutfallinu 1:48 frá þvf sem þeir væru á pappir. Sem dæmi má nefna, að Þjóðskráin öll kemst á 16 filmuspjöld af stærðinni 105x148 mm, en hún hefur hingað til tekið yfir fimmtán bindi á pappir, sem hvert um sig er svip- aðað þykkt og simaskráin. Marg- ir tölvunotendur, sem prenta stóra lista munu með þessari tækni geta sparað 25-50% af nú- verandi prentunarkostnaði. Fjögur fyrirtæki, Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborgar, Reiknistofa bankanna og tölvu- deildir SIS og Flugleiða hafa und- anfarna mánuði gert tilraunir með notkun mfkrófilma i tölvu- vinnslu. A þessum tima hefur nokkrum tölvukerfum er nota mikinn pappir, verið breytt og mikrófilmur myndaðar i staðinn. Hjá Skýrsluvélum einum hefur siðan verið prentuð um hálf milljón blaðsiðna á mikrófilmur. Sérstök lestæki eru notuð við lest- ur af filmunum og koma upplýs- ingarnar fram á skermi. Auk þess sem fyrirtæki geta haft bókhald sitt á míkrófilmum aukannarra tölvuútskrifta, er al- gengt að blöð og bækur séu geymd á tölvuspjöldum. Sem dæmi má nefna að New York Times, Time og Newsweek eru gefin út á mikrófilmum, einkum til notkun- ar á söfnum. Flestir kannast einnig við að varahlutalistar bif- reiðaumboðanna eru á mikró- filmum. Arlega er prentað á 200-300 tonn af pappfr i tölvuvinnslu hérlendis ,og er söluverðmæti þess pappirs 150-200 milljónirkróna. Auk þessa kostnaðar er ákaflega dýrt að geyma miklar upplýsingar prent- aðar á pappir vegna þess hve mikið pláss hann tekur. Ljóat er að notkun mikrófilma við tölvu- vinnslu býður upp á verulegan sparnað, meiri vinnsluhraða og bætta möguleika i leitun og up; flettingu i skrám. Mikrófilmi veita einnig aukið öryggi, þ’ auðvelt er að taka afrit af filmui um og geyma frumritið örugf lega fjarri notkunarstað. Sökui litillar fyrirferöar er geymsla filmunum mjög ódýr. Tæki til að lesa af mikrófilmui kosta flest 150-200 þúsund kr., e tæki sem geta tekið ljósrit « myndum á mikrófilmu og þanni skilað pappirsafriti, kost 800-1200 þúsund krónur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.