Tíminn - 23.05.1978, Page 3
Þriðjudagur 23. maí 1978
3
Ársfundur Rannsóknaráðs:
Landgæði og beitarþol langtum
minni en efni
standa til
— segir Ingvi Þorsteinsson
magister
Kás —Frá upphafi búsetu hefur
islenzkur landbúnaður byggzt á
nýtingu hins náttúrulega gróð-
urs og gerir það enn að verulegu
ieyti. En við sitjum ekki við
sama nægtarborö og forfeður
okkar, þvi stöðug rýrnun gróð-
urlendis hefur átt sér stað frá
upphafi landnáms. Nú er svo
komiö, að beitarþol úthagans
hefur aldrei verið minna siðan
landbyggðist. En jafnframt þvi
er nú i sumarhögum meiri f jöldi
sauðfjár og hrossa en nokkru
sinni fyrr. A þessa leið mælti
Ingvi Þorsteinsson magister i
erindi sinu um rannsóknir á
ástandi og beitarþoli islenzks
gróðurlendis, sem hann hélt á
ársfundi Rannsóknaráðs sem
haldinn var nú fyrir skömmu.
Ingvi gerði að umræðuefni
hina allöruggu vitneskju sem
fyrir hendi væri um breytingar
á stærð gróðurlendis Islands við
liðlega 1100 ára búsetu og nefndi
bað sorgarsögu. Við upphaf
landnáms hefðu nálægt 60-70000
fermetrar landsins verið þaktir
gróðri, og þar af 25.000
fermetrar af skóg- og kjarr-
lendi. Nú i dag væru hins vegar
25.000 fermetrar landsins þaktir
gróðri og aðeins 1250
ferkildmetrar af skóg- og
kjarrlendi. Sagði Ingvi að vafa-
laust væru margar orsakir fyrir
þessari eyðingu, en þvi yrði ekki
á móti mælt að búfjárbeitin væri
ein þeirra.
Að þvi búnu ræddi Ingvi litil-
lega um upphaf rannsókna á
beitarþoli sem hafizt hefðu árið
1960 og nefndi i þvi sambandi
helztu þætti þeirra, m.a. gerö
gróöurkorta, sem væru mjög
Ingvi Þorsteinsson
mikilvæg við ákvöröun beitar-
þols, og nýja tækni á sviði
gervihnattamyndatöku sem
gerðu kleift að greina á mynd á
milli ólikra gróðurlenda.
Þá sagði Ingvi, að I umræöum
manna á milli hugsuðu þeir
aðallega um tap gróðurlendis og
eyðingu skóganna sem átt heföi
sér staö frá landnámi, en þeir
geröu sér ekki grein fyrir þeirri
rýrnun sem átt heföi sér staö á
gæöum og framleiðslu þeirra
gróöurlenda sem eftir stæöu. Nú
væri komið i ljós aö gróöur
landsins væri ekki lengur I jafn-
vægivið rikjandi gróðurskilyröi
nema á mjög takmörkuöum
svæðum. Landsmenn yröu að
hórfast i augu við þá staðreynd,
að viöa á landinu væru landgæði
og beitarþol langtum minni en
efni stæðu til, og sums staðar á
hálendi væri ástand gróðurs svo
slæmt, a hann þyldi ekki áfölí af
völdum versnandi veðráttu.
Vissulega væri þetta svört
mynd sem hann hefði brugöið
upp. En á hitt væri að lita, aö
líklega vissum viö meira um
gróöurfar og beitarþol landsins
en flestar aörar þjóöir, þó sú
vitneskja hefði þvi miöur ekki
valdið neinum straumhvörfum i
nýtingu beitilands né þróun
landbúnaöar.
Að lokum sagði Ingvi, að á
margan hátt væri unnt aö flýta
fyrir endurgræðslu og uppbygg-
ingu landsins. Hins vegar væri
langhagkvæmast og raunar
eina leiðin, ef endurheimta ætti
glötuð landgæði, aö draga úr
sókn I ofbeitt beitilönd.
LANDBREYTING í 7700 ÁR
ÁRIO900
Armaö gröió land
40:000 km
Vötn
eþöokm* ^
Jakhr
noookmf'
Skóglendi
2soookm-
ÁRID 1978
Gróóurlaust /and
^ | 58000 km:’
Gróðurtaust land
18.000 km2
Annaögróið land
23.750 km2
Breyting gróöurfars viö 1100 ára búsetu
_Skóglendi
1.250 km2
Frá útskrift nýstúdentanna viö Hamrahlfö sl. laugardag. Guömundur Arnlaugsson rektor í ræöustóli.
Timamyndir: Róbert.
103 nýstúdentar úr MH
Kás — A laugardaginn útskrifaði
Menntaskólinn við Hamrahlíö 103
Borgin í
landakaupum
JG RVK — Avallt er nokkuð um
að landakaup séu rædd og frá-
gengin hjá borgarsjóði. Nýveriö
hefur borgarráð fjallað um
hugsanleg kaup á jörðinni
Reynisvatni. Þá var á sama fundi
lagt fram bréf Stefáns Hirst hdl.
frá 25. þ.m. varðandi sölu á landi
og fl. að Selásbraut 6.
Ennfremur var nýverið lagt
fram bréf Stefáns Pálssonar hdl.
frá 11. þ.m., þar sem borgarsjóöi
eru boðnar til kaups landsspildur
úr Grafarholtslandi. Visaö til
umsagnar skrifstof ust jóra
borgarverkfræðings.
Huppa
mjólkar
vel
Verðlaunakýrin Huppa á
Brúnastöðum mjólkaði vel i
aprilmánuði siðastliönum eöa alls
422 litra.Sigurvegari I samkeppni
Mjólkurdagsnefndar, Eydis
Einarsdóttir, fær þvi 50.640 kr.
fyrir mjólkurinnleggiö i april og
hefur nú samtals fengið 108.480
kr. Fóðrið handa Huppu i april
kostaði 16.500 kr, en mánaðar-
neyzla hennar var 290 kg af heyi
og 150 kg af fóðurbæti.
nýstúdenta við hátiðlega athöfn',
er Guðmundur Arnlaugsson rekt-
or skólans afhenti burtfararskirt-
eini.
Að sögn Sveins Ingvarssonar
áfangastjóra við skólann er þetta
svipaður fjöldi nýstúdenta og
útskrifaðist I fyrra, en næstkom-
andi laugardag verða i kringum
40 nýstúdentar útskrifaðir úr
öldungadeild skólans. Að auki
Kás — Siödegis i gær voru afhent
verðlaun þau, sem Reykjavikur-
borg veitir fyrir beztu frum-
sömdu barnabókina og beztu
barnábókarþýöinguna, fyrir siö-
asta ár, en þessi athöfn hefur
veriö árlegur viðburöur siöustu
i fimm árin. Athöfnin fór fram á
Höfða og afhenti borgarstjórinn,
ÍBirgir Isleifur Gunnarsson,
verölaunin.
Aö þessu sinni hlaut Armann
Kr. Einarsson verölaunin fyrir
útskrifuðust 60 nemendur um jól-
in.
Aö vanda eru flestir nýstiídenta
úr náttúrufræöideild en þaöan af
færrii öðrum deildum. Dúxar við
skólann urðu að þessu sinni Andri
Geir Arinbjarnarson og Margrét
Baldursdóttir, sem bæði ljúka
prófi eftir þriggja ára nám. Til
gamans má geta, aö af 10 efstu
nemendunum luku 9 prófi eftir
þrjú ár.
beztu frumsömdu barnabókina
fyrir bók sina, ömmustelpa.
Verölaunin fyrir beztu barnabók-
arþýðinguna skiptast á milli
tveggja þýöenda, Silju
Aöalsteinsdóttur fyrir þýöinguna
á Sautjánda sumri Patricks eftir
K.M. Peyton, og Heimis Pálsson-
ar fyrir þýöinguna á Elsku Mió
minn eftir A. Lindgren.
Dómnefnd skipuöu Matthias
Haraldsson. Jenna Jensdóttir og
Teitur Þorleifsson.
Verölaunahafarnir viö afhendinguna f Höföa i gær.
(Timamynd Tryggvi.
Beztu barnabækurnar 1977
Atvinnuhúsnæði samþykkt
Stúdentar vilja
brunastiga
HG-RVIK —A fundi bygginga-
nefndar Reykjavikur nýverið var
tekiðfyrir erindi Félagsstofnunar
stúdenta, sem óskaöi þess aö fá
að breyta þaki Gamla-garös við
Hringbraut og gera brunastiga
við suðurgafl hússins. Akvörðun
var frestað.
A sama fundi var tekin fýrir
umsókn Guðbjörns Guðjónssonar
um leyfi til að byggja korn-
geymslu úr steinsteypu á lóðinni
nr. 5 við Korngarða (Sundahöfn).
Stærð 800 fermetrar, 738 rúm-
metrar. Samþykkt, en byggingin
þó háð samþykki slökkvistjóra.
Fjórir fulltrúar voru samþykkir
byggingunni, en einn fuUtrúi,
Gunnar Hansson, var á móti.
Þá var einnig samþykkt stál-
grindarhús við Lágmúla 9.
Bræðurnir Ormsson h.f., Lág-
múla 9, sækja um leyfi til að
byggja vörugeymslu úr stáli og
timbri á lóðinni nr. 9 við
Lágmúla. Stærö 167.7 ferm., 738
rúmm. Gjald kr. 18.450.00. Samþ.
með skilyrði um, að byggingin
verði fjarlægð meö 3 mánaða
fyrirvara, þegar krafizt verður,
borgarsjóði að kostnaðarlausu.
GÓÐ SALA Á
GRASKÖGGLUM
Agæt sala hefur verið á gras-
kögglum undanfariö og er útlit
fyrir að mest öll framleiðsla sið-
asta árs muni seljast fyrir sumar
ið. Nokkrar birgöir munu enn
vera tU af orkurikum og góöum
graskögglum hjá grasköggla-
verksmiöjunni i Flatey i
A-Skaftafellssýslu eöa um 700
tonn. Er kilóið af graskögglum
selt á 42 kr.
Að sögn Agnars Guðnasonar
hja Uppslýsingaþjónustu land-
búnaðarins er það einkum tvennt,
sem veldur góðri sölu á gras-
kögglum núna. Verö á þeim
miðaö viö innfluttan fóöurbæti er
mjög hagstætt. Tonnið af innflutt-
um fóðurbæti kostar núna um 60
þús kr. en tonn af graskögglum
um 42 þús kr. frá verksmiöju-
vegg. Hin ástæðan að sögn
Agnars er sú, að góð reynsla
þykir fengin á að gefa ám gras-
köggla fyrir og eftir sauðburð og
reyndar telja margir fjárbændur
graskögglana eitt bezta fóðrið,
sem völ er á fyrir ærnar, þegar
þessi timi er kominn.
Gísli Jónsson prófessor:
Fyrirlestur um
þróun og stöðu
rafbílsins
Hjá verkfræðiskor verkfræöi-
og raunvisindadeildar Háskóla
Islands hefur sl. þrjú ár verið
unniö að rannsóknum á mögu-
•legri nýtingu raforku til flutninga
hér á landi. Unniö hefur veriö aö
þessum rannsóknum I náinni
samvinnu við iönaöarráðuneytið,
•semm.a.hefúr veittfjárhagslegan
stuöning. Til kynningar á þessum
rannsóknum mun GIsli Jónsson,
prófessor flytja á vegum
verkfræði- og raunvisindadeildar
almennan fyrirlestur um einn
meginþátt þessa máls, þ.e. um
núverandi stööu og þróun rafbils-
ins. Fyrirlesturinn veröur hald-
inn n.k. fimmtudag þann 25. mai
kl. 17:00-19.00 i stofu 158 i húsi
verkfræði- og raunvisindadeildar
viö Hjaröarhaga, 2. áfanga.
FyTÍrlesturinn er ætlaöur öllum
þeim, sem áhuga hafa á rafbilum,
en er ekki sérstaklega ætlaöur
tæknimenntuðu fólki. öllum er
heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir.