Tíminn - 23.05.1978, Qupperneq 6
6
Þriöjudagur 23. mai 1978
Guðmundur Sveinsson skólameistari:
Þekkingarþj óðf élag
— ævimenntun
I
Þegar borgarstjórnar-
kosningar eru á næsta leiti er
eðlilegt að hugur væntanlegra
kjósenda hvarfli að þeim þátt-
um borgarli'fsins er alla varðar.
Einmitt til þess að marka stefnu
i slíkum þáttum höfum við
stjórnmálaflokka. Eftir að
stefna hefur verið mörkuð er
siðan farið að beina athyglinni
að einstökum úrlausnarefnum.
Éghygg að mörgum finnistsem
mér, að stjórnmálaflokkar á Is-
landi nú leggi of litla rækt við
heildarstefnumörkunina og
stjórnmálabaráttan verði pex
um einstök mál er leysa á oft i
litlu eða engu samhengi við
meginstefnumið. Það hefur i
vitund flestra.að ég ætla.mátt
greina islenzka stjórnmála-
flokka I félagshyggjuflokka
annars vegar en einstaklings-
hyggjuflokka hins vegar. For-
ystuflokkur félagshyggjunnar á
tslandi hefur Framsóknar-
flokkurinn verið. Framsóknar-
flokkurinn byggir stefnu sina á
þeirri fornu staðhæfingu
Grikkja að „maöurinn sé
félagsvera”. Að visu ber i sam-
bandi við félagshyggjuflokkana
að greina skýrt á milli þeirra
sem leggja höfuðáherslu á
hópinn, múginn, og hina sem
telja að persóna mannsins og
persónuleiki skipti megin máli.
Maðurinn þroskast og göfgast
sem persónuleiki i heildinni, en
glatar ekki sjálfstæði sínu og
séreinkennum eins og næsta
mikil hætta getur verið á i
múgnum. Þarna skilur á milli
sósialistisku flokkanna og ann-
arra félagshyggjuflokka eins og
til dæmis Framsóknarflokksins.
II
Einn þeirra þátta borgarlifs-
ins sem stjórnmálaflokkar, er
óska eftir fylgi Reykvikinga i
næstu borgarstjórnarkosning-
um,þurfa að marka heildar-
stefnu i,eru menntamálin. Það
er engan veginnnóg aðsegja við
háttvirta kjósendur að byggja
þurfi skóla á grunnskólastigi,
framhaldsskólastigi og jafnvel
háskólastigi. Kjósendur þurfa
llka að fá aö vita hvers vegna is-
lenzkir stjórnmálaflokkar telja
eðlilegt aðskólar séu byggðir og
starfræktir.
Mörgum kann að visu að finn-
ast að slikt liggi I augum uppi.
Svo er þó engan veginn. Það er
meira segja uppi i samtiðinni
mjög áhrifamikil menntastefna
sem heldur þvi fram að við eig-
um að losaokkur við alla skóla i
þeirri mynd sem þeir eru nú.
Ég li't svo til,aö Framsóknar-
flokkurinn leggi áherslu á
mikilvægi skólabygginga og
skólarekstrar af tveim
ástæðum. önnur ástæðan er sú,
að framsóknarmenn styðja þá
menntastefnu i samtiðinni i
meginatriðum sem telur að þró-
un þjóðfélagsins stefni til þekk-
ingar og fræðslu. Við erum að
feta okkur inn i það þjóðfélags-
fyrirbæri, sem einmitt hefur
verið kallað „Þekkingarþjóð-
félagið” til aðgreiningar frá þvi
þjóðfélagsformi, sem verið
hefur einna áhrifamest allt
fram á siðustu ár og er að vissu
leyti ennþá, það er orkuþjóð-
félagið, kilówattaþjóðfélagið.
Máttur þekkingarinnar hjá
þjóðfélagsþegnunum er þrátt
fyrir allt meiri og mikilvægari
en sú orka sem leysa má úr læð-
ingi i náttúrunni, svo ágæt og
stórbrotin sem hún er. Hin
ástæðan til að framsóknar-
menn leggja rika áherzlu á
skóla og skólabyggingar er sú,
að þeir álita að taka beri meira
og meira tillit til umbreytingar
á sviði menntamála er felst i
svokailaðri ævimenntun.
Skólakerfi Vesturlanda hafa
fram á siðustu ár mótazt af
þeirri staðreynd að það er ekki
meira en um það bil ein öld
siðan að meðalævi manna var
aðeins 40-50 ár. Þess vegna er
talið eðlilegt að skipta henni
milli undirbúnings annars veg-
ar og þátttöku i atvinnulifinu
hins vegar. Nú er meðalævi
Vesturlandabúa milli 70-80 ár
eða nær helmingi lengri. Við það
breytast forsendur allar. Það er
ekki lengur eðlilegt að bernska
og æska séu þau timaskeið i ævi
manns sem ætluð séu til skóla-
menntunar. Þvert á móti.
Menntunin verður að koma i lot-
um, lengri eða skemmri, sem
dreifast með eðlilegum hætti á
ævina alla. Þetta er þvi sjálf-
sagðara sem þekkingarforðinn
hefur margfaldazt.
Það verður I ljósi þessara
tveggja heildasjónarmiða:
þekkingarþjóðfélagsins og ævi-
menntunarinnar sem stjórn-
málaflokkar á siðari hlúta 20.
aldar verða að móta stefnu sina
i menntamálum. Ég treysti eng-
um flokki betur til að marka svo
viðsýna stefnu sem þörf er fyrir
og bera hana framtil sigurs en
Framsóknarflokknum.
Guðmundur Sveinsson
skólameistari
BORGARMÁL--------------------
Gerður Steinþórsdóttir:
Pótemkíntj öld
Sj álf stæðisf lokksins
1 ævisögu Katrinar miklu
Rússadrottningar segir frá þvi
að hún fól ráðgjafa sinum
Pótemkin að bæta lifskjör þegn-
anna. Litlum sögum fer af þvi
starfi hans. En þegar drottning
tókst ferð á hendur til að kanna
hversu miðað hefði, lét Pótem-
kin lagfæra framhliðar þeirra
húsa sem hún átti leið hjá og
fékk leikara til að látast vera
þar að störfum. Drottningin lét
blekkjast og þakkaði Pótemkín.
Aðferð borgarstjórnarmeiri-
hlutans fýrir kosningar svipar
um margt til starfshátta
Pótemkins. Framhliðin er fáguð
og skreytt. 1 Morgunblaðinu
hefur mátt lesa þessa daga um
frábæran árangur Sjálfstæðis-
flokksins I Reykjavik i atvinnu-
málum, I húsnæðis- og félags-
málum.
Þeir sem starfa að félagsmál-
um geta skyggnzt á bak við for-
hliðina. Þeir sjá viða bágar
heimilisástæður, fátækt og um-
komuleysi. En sliku er skotið
undan i skrautsýningu Sjálf-
stæðismanna.
Tiundi hver borgarbúi i
Reykjavik er ellilifeyrisþegi.
Fyrir fjórum árum átti borgin
aðeins þrjáti'u ibúðir sérhannaö-
ar fyrir aldraða. Nú er verið að
bæta sjötiu og fjórum ibúðum
við. Þeir einir koma til greina
að hljóta ibúð sem búa i ótæku
húsnæði og geta séð um sig
sjálfir. Þrir voru um hverja
ibúð.Égnefni tvó’ dæmi um hús-
næði umsækjenda: Risibúð með
leigumála til hausts. Langtima-
hrakningar og ibúðarleysi.
Gömul umsókn. önnur: Niður-
grafin kjallaraibúð. Leki, raki
ogfúkkalykt. Umsókn frá 1972.
Margir skjólstæðingar félags-
málastofnunar eru einstæðar
mæður. Fæstar hafa nokkra
starfsmenntun og fá aðeins
vinnu við hefðbundin kvenna-
störf, þ.e. láglaunastörf. Sam-
félagið þarf að styðja þessar
konur til starfsmenntunar. I
þessu sambandi vil ég minna á
þau orðforstöðumanns Kvenna-
sögusafnsins, að markmiði
kvenréttindabaráttunnar verði
þá fyrst náð þegar öll börn sem
verða fyrir þvi að missa annað
foreldri sitt verða jafnt á vegi
stödd, hvort sem það er móðirin
eða faðirinn sem fellur frá.
I Morgunblaðinu má lesa að
48% barna á forskólaaldri muni
njóta dagvistarrýmis i árslok.
Þegar að er gáð kemur i ljós að
hér er enginn grein'armunur
gerðurá dagheimilum, léikskól-
um óg fóstri á einkaheimilum.
Staðreyndin er sú að aukning
hefur orðiö mest hjá svokölluð-
um dagmæðrum, en þar eru nú
um 700 börn. A dagheimilum
borgarinnar eru aðeins 778
börn, en voru 500 fyrir átta ár-
um. Það eru þvi aðeins 10%
barna á dagheimilum. Hefð-
bundnir leikskólar fullnægja
engan veginn þörfinni þegar
báðir foreldrar vinna utan
heimilis, eins og sifellt færist i
vöxt. Borgaryfirvöld þurfa að
koma til móts við þá þróun með
miklu einbeittari hætti en gert
hefur verið.
Hvar er fötluðu fólki ætlaður
staður i glæsimynd Reykjavik-
urborgar? Hvernig kemst það
leiðar sinnar? 1 þessum efnum
erum við svo langt á eftir ná-
grannaþjóðunum að furðu gegn-
ir. Hér er dæmi um félagslegt
úrlausnarefni sem taka þarf
föstum tökum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
stjórnað Reykjavik meira en
hálfa öld. Slikt hlýtur að hafa
ýmislegt miður gott i för með
sér. Hanneri raun flokkurefna-
manna, flokkur einkahagsmuna
og sérhyggju. Allir eiga að
„bjarga sér sjálfir” eins og það
er kallað: allir þurfa að eiga
húsnæði og eyða kannski beztu
árum ævinnar i að byggja.
Leigjendur hafa nýlega vakið
athygli á aðstöðu sinni. Hún er
vægastsagt bág: það fólk er tal-
ið til annars flokks þegna. — Og
enn eitt: Stjórn sama stjórn-
málaflokksins svo langan tima
býður heim ýmiss konar spill-
ingu. Visasti vegurinn til að
koma ár sinni fyrir borð, jafnvel
til að hljóta lóðir og aðra að-
stöðu, er auðvitað sá að ganga
Sjálfstæðisflokknum áhönd. Hið
þéttriðna net flokksins i yfir-
stjórn borgarinnar felur þannig
i sér skoðanakúgun.
Borgarstj órnarmeirihlutin n
leiðir ykkur nú meðfram
Pótemkintjöldunum einu sinni
enn. Ef þið skylduð einhvers
staðar sjá i gegnum rifu, þá
segja talsmenn meirihlutans
ykkur, að þrátt fyrir allt verðið
þið að kjósa hann áfram: þið
vitið nefnilega ekki hvað við
taki. Máltækið segir að vogun
vinni, vogun tapi. Sá sem engu
hættir til vinnur ekki neitt. Og
hverju er að sleppa? Hver er
áhætta Reykvíkinga? Minn-
umst þess að umboð borgar-
'stjórnar er aðeins veitt til fjög-
urra ára.
Þau málefni sem hér hafa
verið gerð að umtalsefni sýna
að timi er til þess kominn að
önnur viðhorf hljóti framgang
við stjórn Reykjavikurborgar,
sjónarmið sem setja félags-
hyggju ofar samkeppni.
Framsóknarflokkurinn hefur
lagt fram itarlega stefnuskrá i
borgarmálum. Ég hvet Reyk-
vikinga til að kynna sér hana.
Baráttusætið á lista flokksins
skipar ungur maður sem góðs
má af vænta. Veitum B-listan-
um brautargengi og aukum
áhrif Framsóknarflokksins i
borgarmálum. Fram til sigurs
28. mai.