Tíminn - 23.05.1978, Page 7

Tíminn - 23.05.1978, Page 7
Þriðjudagur 23. mal 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn . Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöimúla 15. Slmi 86300. Kvöldsimar bláöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö ilausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Biaöaprent h.f. 27% virkur vinnutími Kosningabaráttan i sambandi við borgar- stjórnar- og sveitarstjórnarkosningarnar,sem fara fram næsta sunnudag, hefur verið fremur dauf og tiðindalitil fram að þessu. Til sérstakra tiðinda verður þó að telja fyrirsögn á forustugrein Mb.. siðastl. laugardag, sem hljóðaði á þá leið, að Reykvikingar kysu um það á sunnudaginn, hvort Karl Marx yrði næsti borgarstjóri Reykjavikur. Þótt Sjálfstæðismenn hafi oft komizt langt i öfga- áróðrinum um öngþveitið og glundroðann, sem skapast myndi i Reykjavik, ef flokkur þeirra missti meirihlutann, hefur Mbl. áreiðanlega sett met með þessari uppphrópun sinni. Það sýnir allt annað en sæmilegan málstað, þegar gripið er til öfgaáróðurs eins og þessa. En þótt kosningaslagurinn hafi verið daufur og tiðindalitill til þessa, hefur sitthvað komið fram, sem sýnir, að það er orðið aðkallandi fyrir Reyk- vikinga að skipta um stjórn borgarmálefnanna og koma á samstarfi sem flestra um þau, en yfirleitt hefur slikt samstarf gefizt vel annars staðar. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi og efsti maður á framboðslista Framsóknarflokksins, benti á glögga sönnun þess i sjónvarpsumræðun- um á dögunum. Kristján Benediktsson skýrði þar frá þvi, að nýlega hefði farið fram itarleg athugun á virkum vinnutima hjá útivinnuflokkum Hita- veitu Reykjavikur og hefði komið i ljós, að hann væri ekki nema 27%. Aðrir hlutar vinnutimans fari ibið og akstur (31%), upphaf oglok verks (22%) og aðgerðaleysi (20%). Að dómi rekstrarverkfræð- ings, sem gerði þessa könnun, ætti að vera hægt að auka virkan vinnutima úr 27% i 51-63%. Þetta dæmi er áreiðanlega ekkert einsdæmi um vinnubrögð hjá Reykjavikurborg. Hliðstæð dæmi er vafalitið hægt að finna á öllum sviðum borgar- kerfisins og áreiðanlega ekki sizt innan skrifstofu- kerfisins, þar sem báknið er orðið mest. Það er gömul og ný saga, aðsliktófremdarástand skapast jafnan hjá flokkum, sem fara lengi með völd, og aldrei er þvi neitt gert til að hrófla við kerfinu og endurbæta það, þvi að þá rekast menn oftast á ein- hverja gæðinga, sem standa i veginum. Kerfið heldur þvi áfram að hlaða utan á sig, án nokkurrar viðleitni til endurbóta. Þannig hefur þetta verið hjá Reykjavikurborg i meira en hálfa öld. Sannar- lega er það þvi orðið timabært að kjósendur blaki rækilega við bákninu. Axel svarar Mbl. Sennilega hefur glundroðakenning Morgun- blaðsins aldrei verið betur hrakin en i viðtali, sem Mbl. neyddist til að birta siðastl. laugardag við Axel Jónsson alþingismann, sem skipar efsta sætið á lista flokksins i Kópavogi. Axel Jónsson lýsti þar rækilega þeim margvislegu framförum, sem samstjórn flokkanna, sem farið hefur með völd i Kópavogi, hefur beitt sér fyrir og hrundið fram á undanförnum árum. M.a. segir Axel, að Kópavogur sé orðinn einn mesti iðnaðarbær lands- ins „fyrst og fremst vegna hins mikla átaks bæjar- stjórnarinnar, sem hefur kappkostað að hafa ætið til lóðir undir atvinnufyrirtæki”. Á sama tima hefur borgarstjórnarmeirihlutinn i Reykjavik vanrækt lóðamálin með þeim afleiðing- um að fjöldi fyrirtækja hefur flutt sig úr borginni. ÞÞ. ERLENT YFIRLIT Dómurinn yfir Orlov er veikleikamerki Hvers vegna var Orlov dæmdur? VAFALAUST hafa stjórn- endur Sovétrikjanna gert sér vel ljóst,aö dómur sá.sem var kveðinn upp i Moskvu siöastl. fimmtudag yfir andófemann- inum Yuri F. Orlov, myndi vekja mikla andúð erlendis. Stjórn Sovétrikjanna hefur samt metið,að hiin yrði eigi að siður aö fara sinu fram, og hefur þá sennilega haft jafnt I huga aðstöðuna inn á við og út á við. Innanlands hefði það getaö ýtt undir vaxandi andófshreyfingu eða hreyfing- ar,ef Orlovhefði fengið vægan dóm eða honum hefði veriö visað úr landi eins og taliö er að hafi verið von Carters for- seta,en sennilega heföi Orlovs- málið þá fyrnzt fljótlega er- lendis, likt og raunin hefur orðið varðandi þá andófsmenn sem sovézk stjórnvöld hafa visað þá leið. Utanlands hefði þetta getað ýtt undir það álit að mannréttindamenn þar þyrftu ekki annað en að lýsa stuðningi sinum við andófe- menn I Sovétrikjunum til þess að þeir fengju væga dóma. Stjórnendpr Sovétrikjanna virðast hafa talið nauðsynlegt, að þeir yrðu að sýna hér hörku og einbeitni, þvl að annaö gæti leitt til aukinnar upplausnar inn á við og þykja merki um linkind út á við.'Af tvennu illu væri skárra að sæta þeirri gagnrýni erlendis sem fylgt hefur I kjölfar dómsins yfir Orlov. MAL þetta sýnir vel hvernig stjórnskipulag Sovétrikjanna er allt annað en stjórnskipulag vestrænu lýðræðisrikjanna. í vestrænum löndum er mönn- um leyfilegt að gagnrýna rikisvaldið og halda uppi áróðri gegn valdhöfunum. t Sovétríkjunum er þetta aö visuleyfilegtí orði kveönu.en I reynd er það aöeins innan mjög þröngra takmarkáiia. I vestrænum lýðræðisrikjum hefði verið útilokaö að Orlov hefði fengið fangelsLsdóm ogút- legðardóm fyrir þær sakir. Yuri F. Orlov sem bornar voru á hann og kostaö hafa hann samkvæmt sovézkum lögum sjö ára þrælkunarvinnu og fimm ár I Utlegö til viðbótar. Sakir hans voru þær, aö hann hefði eftir undirritun Helsinkisáttmálans stofnað til félagsskapar, sem helgaði sig þvi verkefni að fylgjast með, hvernig mann- réttindaákvæðum hans væri framfylgt i Sovétrikjunum og veitti upplýsingar um meint brot á þeim. Nokkrum slikum upplýsingum munu hann og félagar hans hafa komið á framfæri við útlenda aðila en sumar þeirra reynzt rangar samkv. úrskurði dómstólsins i Moskvu. Orlov var þó ekki veitt leyfi til að leiða fram» vitni,sem hann taldi,aö heföi sannað mál sitt, en hins vegar fékk ákærandinnað leiða fram vitni til að sanna ákæru sina. Hvorki blaðamenn né er- lendir sendimenn fengu að vera viðstaddir réttarhöldin og ekki heldur samher jar Or- lovs. Hins vegar fengu kona hans og tveir fullorðnir synir hans af fyrra hjónabandi að fylgjast með þeim. Sam- kvæmt frásögn þeirra byggði Orlov vörn sina á þvi að hann hefði ekki aðhafzt neitt sem væri ósamrýmanlegt Hel- sinkisáttmálanum og rúss- neskum lögum. Dómarinn leit öðrum augum á þetta,a.m.k. hið siöarnefnda og dæmdi hann þvitilsjö ára þrælkunar- vinnu og fimm ára útlegðar eins og áður sagði. AF ÞESSU má vel ráða, hvernig stjórnskipulagi og réttarfari Sovétrikjanna er allt ööru visi háttað en vest- rænna lýöræðisrikja. I Sovét- rikjunum er gagnrýni á stjórnskipulagið og fram- kvæmd stjórnarstefnunnar flokkuð undir refsivert athæfi. Svipaö gildir i öðrum kommúnistarikjum austan- ’tjalds. Það veröur ekki talið merki um trú á styrkleika kerfisins, þegar slikum refsi- aðgeröum er beitt. 1 ýmsum vestrænum blöð- um hefur veriö bent á það und- anfarið, að upplausn hjá kommúnistaflokkum utan Sovétrikjanna kunni að hafa þau áhrif á forustumenn Sovétrikjanna,að þeir teljienn meiri þörf á aðgætni i sam- bandi viö hvers konar andófs- hreyfingar. Meðan Stalin lifði var kommúnistaflokkum utan Sovétrikjanna stjórnað frá Moskvu með harðri hendi. „Linan” var alls staðarhin sama. Siðan hafa kommún- istaflokkarnir fengið meira frjálsræði og það leitt til þess að komið hafa til sögunnar svo margar tegundir af kommúnisma,að ekki verður tölu á þær komiö. Rauöu her- deildirnar á Italiu eru einn anginn, en þær erueins konar uppreisn gegn aukinni lýð- ræðisstefnu italska kommún- istaflokksins. Skiljanlegt er að valdhafar Sovétrikjanna æskja ekki slikrar öfugþróun- ar I Sovétrikjunum, en spurningin er, hvort dómurinn yfir Orlovsérétt svarvið slik- um vanda,nema siöur sé. Þ.Þ. Lögreglumaður beinir vlsindamanninum Sakharov frá réttarhöldunum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.