Tíminn - 23.05.1978, Síða 11

Tíminn - 23.05.1978, Síða 11
Nýlegar skólabyggingar I Mosfellssveitinni^n þó þegar orönar of Dæmigerð gata i nýja Holtahverfinu. Fólk flytur auðvitað f húsin eins fljótt og mögulegt er þótt margt sé litlar, vegna örrar fólksfjölgunar. ógert, en umhverfið er ekki sérstaklega aðlaðandi fyrir ungbörn að leik, jafnvel stórhættulegt ef t.d. vatn safnast i svona gryfjur. HAUKUR NÍELSSON: NAUÐSYNLEGT AÐ HREPPURINN STUÐLI AÐ ATVINNUUPPBYGGINGU Haukur Nielsson á Helgafelli, 1. maður á lista Framsóknar- manna við sveitarstjórnarkosn ingarnar, hefur átt heima i Mosfellssveitinni alla æfi. Hann fékk snemma áhuga á sveitar- stjórnarmálum og hefur átt sæti i hreppsnefnd s.l. 12 ár. Má ekki segja að ibúum sveit- arinnar fjölgi með verðbólgu- hraða? — Það má nærri þvi segja það. Árið 1974 voru hér 680 á kjörskrá en nú 1270 svo það er nær tvöföldun á kjörtimabilinu. Ibúatalan var 2160 um áramót en i' dag um 2300 og segja má að hún breytist daglega. — Þá hljóta byggingafram- kvæmdir að vera miklar? — Á siðasta ári var lokið við 60 ibúðir, byrjað á 50 og i smiðum voru 245 og auðvitað var þegar flutt i margar þeirra ófullgerð- ar. Nýlega hefur svo verið úthlut- að lóðum undir 50 ibúðir, en umsóknir um þær voru nær þre- falt fleiri. Nitján af þessum lóð- um var úthlutað til Bygginga- samvinnufélags ungs fólks hér i sveitinni en i þvi eru nú um 70 manns. Félagið er með ibúðir i smiðum og þær fyrstu eru nú að verða fokheldar. Þetta eru litlar ibúðir, 50 til 70 fermetrar i raðhúsum en blokkabyggingar eru ekki fyrirhugaðar. Þetta er mjög gott framtak hjá þessu unga fólki og það á hreppurinn að styðja. — Svonaör uppbygging hlýtur að kalla á miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins? — Já verkefnin eru mörg. Helzta framkvæmdin á siðasta kjörtimabili var bygging iþróttahúss sem er af fullri stærð fyrir kappleiki. I húsið eru nú komnar röskar 100 milljónir, en það var mjög góð framkvæmd bæði fyrir æskulýðsstarfsemina sem og aðra ibúa sveitarinnar og segja má að húsið sé notað frá morgni til miðnættis. Þá hefur verið Haukur Nielsson unniðhér að heildarskipuiagi og er brýn nauðsyn að sem fyrst verði ákveðinn kjarni fyrir þjónustustarfsemi og verzlun. í sambandi við skipulagið vil ég undirstrika tvennt. Það er að byggð verði ekki leyfð meðfram strandlengjunni og sú ákvörðun hreppsnefndar, sem er einsdæmi á höfuðborgarsvæð- inu að ekkert frárennsli verði leitt i sjó nema i gegnum rotþró. Hins vegar hefur meirihluti hreppsnefndar dregið alltof lengi að hefjast handa um við- bótarbyggingu við barnaskól- ann svo séð er að mestu af fjármagni hreppsins verður að verja til þess á næsta kjörtima- bili. — En göturnar hérna i nýja hverfinu eru vægast sagt heldur leiðinlegar. — Já við erum langt á eftir með að gera varanlegt slitlag á göturnar og verður að gera stór- átak i þeim framkvæmdum á næstu árum. Þá er einnig mjög brýnt að auka öryggi gangandi vegarfenda við Vesturlandsveg- inn með lagningu gangbrautar aUt fra' Hliðartúni að UUarnesi og einnig með þvi að knýja á um að sett verði upp lýsing með- fram veginum á þessu svæði. — Þykja ekki sumum atvinnumöguleikar hér heldur fátæklegir? — Jú, ég tel að meirihluti hreppsnefndar hafi vanrækt að hafa iðnaðarlóðir til úthlutunar, þótt loks nú hilli undir nokkrar lóðir. Ég álit nauðsynlegt að hreppurinn stuðli að þvi að iðnfýrirtæki hefji hérna starf- semi og að t.dkomi vel til mála að gatnagerðargjöld væru lág og aðstöðugjöld yrðu feUd niður 2 til 3 fyrstu árin meðan fyrir- tækin væru að komast yfir byr j- unarörðugleikana. — Ef við snúum okkur að kosningunum og fylgi Fram- sóknar i þeim? — Það er mjög erfitt að átta sig á þvi. En við stefnum að þvi að fá tvo menn. I öðru sætinu er ung kona, sem yrði glæsilegur fulltrúi unga fólksins i sveitinni og skora ég á fólk að styðja okk- ur að ná þvi markmiði. HEI Þóranna Ingólfsdóttir: „Leikskólabörn eru betur búin undir skólagöngu” — Telur þú æskilegt að börn Forstöðukona dagheimilisins i Mosfellssveitinni, Þóranna IngóUsdóttir, er ein af hinum ungu innflytjendum i sveitinni. — Hvað er rúm fýrir mörg börn á heimilinu? — Daglega eru hérna 72 börn. Ein deild með 12 börnum er hér allan daginn en hin 60 skiptast á fyrir og eftir hádegi. — Er hægt að anna öllum um- sóknum sem berast? — Nei, þvimiðurlangtfrá þvi. Sérstaklega er mikið sótt um að koma fleiri börnum hingað eftir hádegi. Segja má að það sé brýn nauðsyn að byggja nýjan leik- skóla og það er minn draumur að hann verði byggður hér við hliðina, þvi þetta er mjög skemmtilegur staður. Þá tel ég tilfinnanlega vanta gæzluvöll hérna f hverfinu, þvi fólk er hrætt við að hafa ung börn úti án gæzlu. Hætturnar leynast svo viða. Annars stendur til að auka rýmið svolitið herna i sumar með þvf að innrétta bilskúr sem er áfastur við húsið. — Hvernig er að reka barna- heimili I þessu húsi? — Húsið er auðvitað ekki þægilegt sem slikt. Það var byggt sem ibúðarhús og hefur þvi ýmsa vankanta til þessaraT starfsemi. Hins vegar er að- staðan á leiksvæðinu hérna úti mjög góð. Þá er heldur ekki nógugott aðéger eina fóstran á heimilinu. Ég á ekki við að ég sé að vantreysta starfsliðinu hérna, þvi það er mjög gott, en ég tel nær nauðsynlegt að fóstra sé á hverri deild. dvelji á dagheimiU? — Ég tel að öll börn hafi gott af þvi að vera í leikskóla hálfan daginn. Þaulæra að umgangast og taka tillit til annarra og verða betur undir það búin að hefja skólagöngu. Aftur á móti er heilsdagsdvöl á dagheimili full mikið þótt það sé oft nauðsynlegt að svo sé. En börn- in verða mjög þreytt og spennt að vera allan daginn i svona stórum hópi. Ung börn sem eru á dagheimiliallt að 9 tíma á dag njóta heldur ekki nægra sam- vista við foreldra sina daglega þvi að þau sofna skömmu eftir að þaukoma dauðþreytt heim á kvöldin. — En hvernig kanntu svo við þig hérna i sveitinni? — Það tók talsverðan tima að venjast því, sérstaklega fannst mér erfitt og timafrekt að þurfa að sækja flesta þjónustu til Reykjavikur. En núna kann ég mjög vel við mig. Það er gott að eiga stutt i' vinnu. Dagurinn nýt- ist svo mikið betur. En tilfinn- anlega vantar fleiri atvinnu- tækifæri hérna i sveitinni, svo að fólk þurfi ekki i eins miklum mæli að sækja vinnu til Reykja- vikur. — Ert þú komin eitthvað inn i félagslff sveitarinnar? — Þaö er núheldur litið nema við hjónin erum komin i góðan félagsskaphestamanna,sem eru margir hér i sveitinni og mér finnst þeir hafa meiri félags- skap sin i milli heldur en i Reykjavik. Ef einhver ætlar t.d. ilengriútreiðatúra, þá er hringt um allt til að vita hverjir vilji slást i förina. Þetta er mjög skemmtilegt, enda hef ég haft yndi af hestum frá barnsaldri. HEI Þóranna Ingólfsdóttir forstöðukona dagvistarheimiiisins f kaffitfma með nokkrum af hinni uppvaxandi kynslóð i Mosfellssveitinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.