Tíminn - 09.06.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 09.06.1978, Qupperneq 8
8 Aðalfundur SÍF: Slæm rekstrarafkoma fiskvinnslustöðvanna 20% rekstrarhalli — samningar við Portú- gali á næsta leiti GV-Sam ninga viðræöum við Portúgali er ekki lokið, og staðan er nú þannig i viðræðunum, að viö eigum erfitt með að segja nokkuð opinberlega um þær, en við eig- um von á að ekki liði á löngu þar til niðurstaða fæst í viðræðunum, sagði Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda, i viðtali við Timann i gær, en for- ráðamenn SIF eru nú nýkomnir frá Portúgal, þar sem þeir hafa átt viðræður við portúgalska fisk- kaupendur um kaup á saltfiski frá tslandi. Portúgalir hafa um ára- bil verið langstærsti kaupandi islenzkrar saltfiskframleiðslu keyptu 21. þús. tonn af saltfiski af íslendingum á siðastliðnu ári. A aðalfundi Sölusambandsins, sem haldinn var i gær, voru mjög ofarlega á baugi þeir erfiðleikar sem saltfiskframleiðslan á nú við að striða. Þar kom m.a. fram, að rekstrarhalli saltfiskframleiösl- unnar hafi verið fyrir 1. júni 7—9%, en eftir launahækkanir og hækkun fiskverðs þann 1. júni muni rekstrarhallinn aukast i 20%. — Töluveröar upphæöir eru nú til í saltfiskdeild Verðjöfnunar- sjóðs, 2,5 milljarður, en þær munu fljótt étast upp ef sjóðurinn á að „dekka” 20% halla, sagði Friðrik Pálsson. A aðalfundinum var aðalstjórn Sölusambandsins öll endurkjörin, en i henni eiga sæti Tómas Þorvaldsson formaður Grinda- vik, varaformaður Siguröur Markússon Reykjavík, ritari Margeir Jónsson Keflavik, Stefán Runólfsson Vestmannaeyjum, Jón Armann Héðinsson Kópa- vogi, Bjarni Jóhannesson Akureyri og Viglundur Jónsson Ólafsvik. Nýr lánaflokkur við Fiskveiðisjóð stofnað- ur af gengismunarfé í frétt frá Sjávarút- vegsráðuneyti sem dag- sett er i gærdag, er sagt frá þvi, að út hafi verið gefin reglugerð um ráð- stöfun gengismunar, samkvæmt lögum nr. 97/1964 og nr. 27/1975 til stofnunar nýs lánaflokks við Fiskveiðasjóð ísiands, til hagræðingar i fiskiðnaði. Samkvæmt reglugerðinni skal stofna við Fiskveiðasjóð Islands nýjan lánaflokk er heiti: „Lán til hagræðingar í fiskiðnaöi”. Eftir- stöðvar gengismunar samkvæmt lögum nr. 97/1972, nr. 106/1974 og nr. 27/1975, sem nemur alls um 545 millj. kr„ þar meö talin lán, sem búið er að veita.skulu ásamt óinnheimtum vöxtum, vera stofn- framlag til þessa lánaflokks. Or þessum lánaflokki skulu veitt lán til hraöfrystihúsa, fiski- mjölsverksmiðja og annarra fisk- vinnslustöðva til hagræöingar, svo sem vélakaupa, endurnýjun- ar á vélum og vinnslurásum og annarra ráðstafana, sem horfa til hagræðingar að mati sjóösstjórn- ar. Lánin skulu vera til allt að 5 ára og ákveður sjóösstjórn láns- tima eftir eðli hvers láns. Vextir af lánum þessum skulu ekki vera hærri en almennir fasteignalána- vextireru hverju sinni og ákvarð- ast af sjóðsstjórn. Þau lán, sem veitt hafa veriö af umræddu gengismunafé við út- gáfu þessarar reglugerðar, skulu njóta hagstæðustu kjara þessa nýja lánaflokks. Ennfremur gaf ráöuneytið út i gær reglugerö um breytingu á reglugerð nr. 164 13. april 1978, um ráðstöfun 15.05% fjár gengis- munarsjóðs 1978 (áætlaöar 350 millj. kr.), til að greiða fyrir hag- ræðingu i fiskiðnaði sbr. b-lið 3. gr. laga nr. 2/1978. Er með breytingu þessari gert ráð fyrir, að fé það, sem lánaö var samkvæmt reglugerðinni, skuli jafnóðum og þaö innheimtist ásamt öllum vöxtum, renna til þess lánaflokks Fiskveiðasjóðs íslands, sem skýrt er frá i frétta- tilkynningu þessari og veita á lán úr til hagræöingar i fiskiðnaði. Stórgjöf til kvenfélagsins Bergþóru i Ölfusi Nýlega afhentl GIsli Sigur- björnsson, forst'jóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Kvenfélaginu Bergþóru i öifusi peningagjöf frá Stofnendasjóöi, að upphæð kr. 250.000.00, með — eins og segir i gjafarbréfinu — „beztu kveðjum og innilegu þakk- iætifyrir mikil ogágæt störf, sem margar félagskonur hafa unnið að Asi/Asbyrgi I Hveragerði um langt árabil”. t fréttatilkynningu segjr að þetta sé mikil hvatning fyrir litið kvenfélag, sem meö sjálfboöa- vinnu er að reyna að halda uppi menningar- og félagslifi I harðri samkeppni við lausung tiöarand- ans. Færir félagið Gisla Sigur- björnssyni þakkir af alhug og þakkar það traust og viðurkenn- ingu, sem félaginu er sýnd með þessari höfðinglegu gjöf. 417 manns atvinnulausir um siðustu mánaðarmót Blaðinu hefur borizt skrá um fjölda atvinnulausra i landinu um siðustu mánaðamót. t henni kem- ur fram að i kaupstöðum eru nú 342 atvinnlausir i staö 219, þegar siðasta samantekt var gerö, en i kauptúnum með 100 ibúa er nú enginn atvinnulaus, en 9 voru atvinnulausir áður. 1 öörum kauptúnum reynast nú 74 vera atvinnulausir, en voru viö siðustu talningu 54. Yfirleitteru miklu fleiri konur atvinnulausar en karlar, og td. i Reykjavik töldust nú um mánaðamótin 120 karlar atvinnu- lausir, en 124 konur. Þar eru atvinnleysisdagar 1400 , en 4293 á landinu öllu. Heildartala atvinnu- lausra á landinu er nú 417. t kaup- túnum eru flestir atvinnulausir á Grundarfirði, 25 manns,— allt konur. ULÍiÍl' m Föstudagur 9. júnt 1978 Norræna alþýðuakademian orðin fastastofnun Hlutverk hennar að þroska skiln- ing á þvi sem er sameiginlegt og því sem er sér- legt með Norður- landaþjóðum Norræna alþyðuakademian (Nordens folkliga akademi) hefur starfað i tiu ár. Nú hefur verið ákveðið að eftir tiu ára til- raunastarf skuli Alþýðuaka- demian verða ein af fastastofn- unum þeim, sem Norðurlanda- þjóðirnar reka sameiginlega. 200 námskeið og ráðstefnur hafa verið haldin á vegum hennar og áiika margar i samvinnu við aðra. Um 1000 manns hafa sótt Alþýðuakademíuna ár hvert. Fyrir tiu árum var skóli Norrænu alþýðuakademiunnar og Norræna lýðháskólans (Nordisk folkhögskola) að Fontinberget i Kung'álv vigður. Meðal ræðumanna var þáver- andi menntamálaráðherra Svia Olof Palme og fyrrúm mennta- málaráðherra Dana Jörgen Jörgensen sem kvað harðast hafði barizt fyrir þvi að norræn alþýðuakademia yrði að veru- leika. Tiu ára afmælið var haldið hátíðlegt 7. júni og flutti Vilhélm Nielsen stjórnarformaöur frá Dan- mörku ræðu við það tækifæri. Alþýðutónlistarskólinn i Gauta- borg flutti norræna söng- og tón- listardagskrá. Stjórn Alþýðu- akademiunnar hélt fund 6.-7. júlí og fékk þá tækifæri til aö skiptast áskoðunum við fulltrúa þeirra hópa, sem næsta standa ak'ademiunni, nefnilega lýð- háskólakennara á Norðurlönd- um. Ráð lýðháskóla á Norður- löndum hélt ársfund sinn i Kungalv 3.-7. júni. Bjórn Höjer fyrsti rektor nor- rænu alþýðuakademiunnar var meðal gesta á hátiðinni, en hann er nú rektor við Tollare lýðhá- skólans. Maj-Britt Imnander tók við starfi rektors Alþýðu- akademiunnar 1. marz sl. Fyrir tiu árum voru starfsmenn aka- demiunnar fjórir en eru nú orðnir tiu talsins. Þrir lektorar frá Danmörku, Finnlandi og Noregi stjórna, ásamt rektor (frá Sviþjóð) námskeiðahaldi, og á þeim hvilir sú ábyrgð að halda uppi tengslum við ýmsa hópa. Frá og með 1. janúar 1978 er Alþýðuakademian ein af fasta- stofnunum Norðurlandanna. Henni er fyrst og fremst ætlað að sinná þörfum kennara og leiðtoga við lýðháskólana og frjálsri alþýðumenntun og full- orðinsfræðslu. 1 reglugerð er einnig lögð áherzla á, að i Maj-Britt Imnander rektor Norrænu alþýðuakademlunnar. verkahring hennar sé að vekja og þroska skilning á þvi „marg- vislegaog sameiginlega i menn- ingar- og félagslifi Norður- landaþjóðanna” og á sam- vinnu þeirra við' aðrar þjóðir. Viðfangsefni og vinnuaðferðír hafa verið mismunandi á þessu tiu ára timabili tilraunastarfs. Akademian er lifandi stofnun og ólikar manngerðir hafa getað sett svipsinn á starfið Rætt hef- ur verið um framtiðarverkefni Alþýðuakademiunnar bæði inn- an hennar sjálfrar og utan. Aukin tengsl við Finnland hafa sett svip sinn á starfið siðustu árin — finnskum þátt- takendum fer fjölgandi, m.a. vegna þess að hægt hefur verið að bjóða upp á túlkun á mörgum námskeiða akademiunnar. Þá hefur hlutur Norrænu alþýöu- akademiunnar sem upplýsinga- miðstöð og tengiliður þeirra, sem vinna að fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum aukizt. S.J. Norræna alþýðuakademlan starfar m.a. sem upplýsingamiðstöð og tengiliður þeirra, sem annast fullorðinsfræðslu á Noröurlöndum. S.l. sumar komu 26 slikir á vegum akademiunnar til tslands og sóttu hér tveggja vikna námskeiö, sem var skipulagt i samvinnu við Guðrúnu Halldórsdóttur. A myndunum eru Terje Arvik frá Noregi og Anna Magnúsdóttir. Guðrún Halldórsdóttir t.h.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.