Tíminn - 09.06.1978, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 9. júni 1978
SWBIH SKIIBÚM
isteuktHipit ii HMftert
STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur
af stuðlum hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverj-
'um stað.
SVERRIR HALLGRÍMSSON
Smíðastofa h/f, Trönuhrauni 5. Simi 51745.
Vorum að fá hina vinsælu mánaðasteina
með sérstökum lit fyrir hvern mánuð.
Pinninn er 24 karat gull.
Skjótum göt i eyru á nýjan,
dauðhreinsaðan og
sársaukalausan hátt.
Klippingar
Permanent
Lagningar
Glansskol
Litanir
Hárgreiðslustofan Klapparstíg,
Klapparstig 29, simi 13010.
agrv---"^1
CHEVROLET
GMC
TRUCKS
Höfum til sölu:
Tegund: árg. Verð í þús.
Chevrolet Nova sjálfsk. 73 1.750
LandRover diesel 73 1.650
Opel Ascona (skuldabr.) 76
Opel Record4d 73
Saab99 L 74 2.150
Mazda 929 st. 76 2.900
Toyota Crown 71 980
Vauxhall Viva de luxe 77 2.100
Vauxhall Viva 74 1.150
Chevrolet Impala 75 3.500
Audi 100 LS m/vökvast. 76 3.200
Toyota Mark II 74 2.100
Skoda Pardus 76 1.050
Volvo244 de luxesjálfsk. 78 4.300
Opel Record 1900 sjálfsk. 77 3.500
Willys jeppi m/blæju 74 1.980
Audi LS 100 77 3.800
Chevrolet Nova Zetan 76 2.800
Chevrolet Nova 74 1.950
Chevrolet Malibu 75 2.980
Volvode luxe 72 1.700
Ch. Nova Custom V-8sjálfsk. 73 2.100
Opel Kadett Zedan 2ja d. 76 2.200
Ch. Nova V-8sjálfsk. 71 1.600
Chevrolet Nova Concours 76 3.450
Opel Disel 73 1.650
Ch. Blazer Chyenne 76 5.500
Ch. Nova Concours4 d 77 4.200
Fiat 131 Miraf iori 77 2.400
VW 1300 73 900
Mercedes Benz240 D 74 3.500
Ch. Vega Hatzchback GT 72 1.600
Ch. Caprice station 76 4.500
Opel Ascona station 71 1.300
Bronco 72 1.900
Samband
Véladeild
ÁRMÚLA 3 - SÍM* 38900.
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
Landgrunnslöffin 30 ára:
Lagasetningarinnar
minnzt með útgáfu
minnispenings og
rits um efni laganna
GV— „Um þessar mund-
ir eru liðin 30 ár frá setn-
ingu laga nr. 44 5. apríl
1948/ um visindalega
verndun fiskimiða land-
grunnsins. óhætt mun að
fullyrða að engin laga-
setning hafi markað önn-
ur eins tímamót i sam-
felldri baráttu þjóðarinn-
ar fyrir efnahagslegu
sjálfstæði. Þykir því til-
hlýðilegt að minnast
þessa tímabils.
Meö setningu landgrunnslag-
anna var lagður hornsteinn að
framtiðarstefnu tslendinga
hvað snerti fiskvernd og hag-
nýtingu fiskimiöanna við landið.
Hafa útfærslur fiskveiðiland-
helginnar i 4 milur 1952,12 milur
1958, 50 milur 1972 og 200 milur
1975 jafnan verið framkvæmdar
á grundvelli laganna. Þá hafa
aðrar þær stjórnunaraðgerðir,
sem framkvænjdar hafa verið i
þvi skyni að vernda fiskstofna
og fiskimið við landið oftast ver-
ið byggðar á landgrunnslögun-
um. Sýnir þetta bezt hve lögin
hafa verið sett af mikilli fram-
sýni”.
Þetta skrifar Mattias Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra i inn-
gangi rits, sem gefið hefur verið
út i tilefni af þvi, að á þessu ári
eru liðin 30 ár frá setningu laga
um visindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins, sem oftast
eru nefnd einu nafni land-
grunnslögin. Jafnframt hefur
•sjávarútvegsráðuneytið látið
slá silfur- og bronsmynt af
þessu tilefni, sem Seölabankinn
mun sjá um sölu á. Peninginn
teiknaöi Þröstur Magnússon, en
upplag silfurpeninga er 750 stk.
og upplag bronspeninga 3000
stk. Allir peningarnir eru
merktir i númeraröð.
Það kom fram á blaðamanna-
fundi með sjávarútvegsráð-
herra, að ritið um Landgrunns-
lögin 1948-1978 er ekki gefið út i
þeim tilgangi að gera hlut flokks
eða einstaklinga meiri, ritið
væri skrifað af hlutlausum emb-
ættismönnum. 1 ritinu er að
finna margar merkar greinar
um sjávarútveginn og annað
sem þeim atvinnuvegi tengist,
s.s. grein um Landhelgisgæzl-
una, hafrannsóknir, fiskvernd-
un o.fl.
Ritið er samið í samráði við
forsætisráðuneytiö, utanrikis-
ráðuneytið og dómsmálaráðu-
neytið, en Þjóðhagsstofnun,
Landhelgisgæzlan, Hafrann-
sóknastofnunin og Fiskifélag Is-
lands hafa aðstoðað við öflun
efnis i það.
Minnispeningarnir um landgrunnslögin, —eitthvað fyrir myntsafnara.
Skoðanaskipti
Ólafs Ragnars
Meðan ólafur Ragnar Gríms-
son var i Framsóknarflokknum,
lagöi hann á það megináherzlu,
að samvinna við Sjálfstæðis-
flokkimi kæmi ekki til greina.
Nú er Ólafur búinn að hafa
vistaskipti og orðinn valdamað-
ur hjá Alþýðubandalaginu. t
fiokkakynningunni i fyrrakvöld,
var sú spurning lögð fyrir hann,
hver yrði afstaða Alþýðubanda-
iagsins til stjórnarsamvinnu
eftir þingkosningarnar. Ólafur
hóf nú ekki neina fordæmingu á
Sjálfstæðisfiokkinn, eins og
meðan hann var I Framsóknar-
flokknum. Þvertá móti var svar
hans á þá leið, að Alþýðubanda-
lagið myndi vinna með þeim
flokki, sem kæmi inest til móts
við það.
Þannig er samvinna við Sjálf-
stæðisflokkinn siður en svo
útQokuð. Ólafur hefur því meira
en lítiö breytt um skoðun I nýju
vistinni.