Tíminn - 18.07.1978, Page 2
Þriðjudagur 18. júll 1978
Kulakov dáinn
Reuter/Moskvu. Fjodor Kula-
kov, einn af valdamestu
mönnum Sovétrikjanna, lést i
dag I Moskvu, 60 ára gamall.
Kulakov, þriöji yngsti
maður hinnar 14 manna fram-
kvæmdanefndar Kommún-
istaflokksins, var álitinn einn
liklegasti eftirmaður Brezh-
nevs. Fréttin af dauða Kula-
kovs kom fram i kvöldfréttum
sovéska sjónvarpsins i gær, en
ekki var sagt hvernig hann
hafði dáiö.
Kulakov sást siðast opinber-
lega fyrr i þessum mánuði á
þingi Sovétrikjanna. I siöasta
mánuði var Kulakov sendur til
Júgóslaviu, þar sem hann
gegndi þvi vandasama hlut-
verki að vera fulltrúi lands
sins á ársþingi júgóslavneskra
kommúnista.
Kulakov var landbúnaðar-
sérfræðingur og var kosinn I
framkvæmdanefndina árið
1971 eftir góð störf á sviði
landbúnaðarmála.
Hann var þrekvaxinn og
mikill maður og ólikt mörgum
öðrum háttsettum sovéskum
stjórnmálamönnum hefur
hann aldrei verið nefndur i
sambandi við heilsuleysi.
Kemur þvi fréttin af dauða
hans mjög á óvart.
Jarðaförin fer fram á Rauða
torginu i Moskvu, en það er
heiður sem aðeins örfáum er
veittur.
Þáhló
Kortsnoj
Baguio I7.júli Reuter. Askor-
andinn Victor Kortsnoj hafði
heppnina með sér i gærdag, þegar
hann dró hvitt á opnunarhátið
heimsmeistaraeinvigisins i skák
á Filippseyjum en einvigið hefst
þar i dag.
Nokkrum minútum fyrr kom
fyrir atvik, sem Kortsnoj og
reyndar fleirum þótti hálfneyðar-
legt. Hljómsveit frá Filippseyjum
spilaði „Internationalinn” i stað
sovéska þjóðsöngsins og skellti
þá Kortsnoj upp úr, enda þótt
hann hefði verið rændur ánægj-
unni að standa ekki upp þegar
sovéski þjóðsöngurinn væri spil-
aður eins og hann hafði hótað.
Þjóðsöngur Kortsnojs var hins-
vegar nokkrir valdir kaflar úr 0.
sinfóniu Beethovens, þvi hin upp-
haflegu orö hennar á 17. öld voru
„óður til frelsisins en ekki „óður
til gleðinnar” eins og það er þekkt
i dag.
Eins og sagt hefur verið frá i
fréttum, leystist fánamálið með
þvi að hvorugur teflir undir fána.
Setningarathöfnin gat þvi farið
fram á tilskyldum tima og sagði
Marcos, forseti Filippseyja, við
það tækifæri, að skákin hefði ver-
ið fundin upp i Austurlöndum og
að nú væri hún komin þangað aft-
ur.
Fangar
sleppa
Reuter/Lissabon. 1 gærdag
sluppu 124 fangar, sumir
hættulegir morðingjar, frá
Alcoentre fangelsinu 80 km
norður af Lissabon I Portúgal.
Fangarnir sluppu gegnum
göng, sem þeir höfðu grafið undir
fangelsismúrinn. Um 200 fangar
höfðu farið i hungurverkfall fyrr i
mánuðinum til að fara fram á
betri aðbúnaö. Alcoentre
fangelsið komst I fréttir fyrir
þrem árum, þegar 89 fyrrverandi
starfsmenn leynilögreglunnar
illræmdu i tið einræðisstjórnar-
innar sluppu þaðan. Flestir
þeirra náðust þó aftur.
‘Yt/7/7 ~—?2/7/7
Nýja kynslóðin
Nú eru komnar á markaðinn nýjar og endurbættar
gerðir af ZETOR dráttarvélum 47 og 70 ha.
í verði ZETOR dráttarvélanna fylgir
mun meira af fullkomnum aukaútbúnaði,
en með nokkurri annarri dráttarvél.
Og þær endurbætur sem nú hafa
farið fram á ZETOR dráttarvélunum
felast aðallega í eftirfarandi:
Oft hafa veriö góð kaup í ZETOR en aldrei eins og nú.
Gerð 4911, 47 ha. með fullkomnasta búnaði ca. kr. 1,600,000,-
Gerð 6911, 70 ha. með fullkomnasta búnaði ca. kr. 2,100,000,-
Y 2
umboöiö:
ISTEKK"
Bændur gerið h/ut/ausan samanburð
og va/ið verður ZETOR
íslensk-tékkneska verslunarfélagiö h.f.
Lágmúla 5, Simi 84525, Reykjavík
1. Nýtt og stærra hljóðeinangrað hús með sléttu gólfi og þurrku
á afturrúðu.
2. Vatnshituð miðstöð með blástur upp á rúður.
:i. I)e Luxe fjaðrandi sæti.
I. Alternator og 2 rafgeymar
>. Kraftmeiri startari.
(i. Fullkomnari girkassi og kúpling.
7. Framljós innbyggð i vatnskassahlif.
Olangreindar gerðir lyrirliggjandi eða vænt
anlegar á næstunni. Sýningarvélar á staðnum.
Bros-
mildur
og góður
skák-
maður
— er sagt um
Shcharansky
Þegar Shcharansky-réttarhöld-
in hófust f siðustu viku, þá sá
Shcharansky bróður sinn Leonid,
i fyrsta sinn siðan hann var hand-
tekinn 17 mánuðum fyrr. ,,Ó, þd
hefur fitnað”, sagði andófs-
maðurinn handtekni glottandi við
bróður sinn. Það er einkennandi
fyrir hinn þrituga Anatoly
Shcharansky, að hann skuli vera
sá eini, sem eitthvað kom nálægt
þessum réttarhöldum, sem hélt
gamansemi sinni óskertri. Sorg-
legt er til þess aö hugsa hve mikið
þessi glaðlyndi Ckraniu maður
getur breytst eftir 12 ára fangelsi
og þræikunarbúðir.
Anatoly Borisovich Shcharan-
sky, eins og hann heitir fullu
nafni, fæddist i úkraniu fyrir 30
árum. Faðir hans var meðlimur i
Kommúnistaflokknum og vann
hann ,á fréttablaði flokksins I
heimaborg sinni. I bernsku flutt-
ist fjölskylda hans til Istra, norð-
vestur af Moskvu. Þar fékk hann
á sig orð sem slyngur skákmaður,
jafnvel á sovéska visu. Fyrir sex
árum lauk hann svo prófi sem
tölvufræðingur með stærðfræði
sem hliðargrein. Hann hóf þá að
vinna við rannsóknir hjá hinum
rikisreknu gas- og oliufyrirtækj-
um, en sótti snemma um útflytj-
endaleyfi. Shcharansky er Gyð-
ingur og var honum neitað um
vegabréfsáritun undir þvi yfir-
skyni að hann byggi yfir rikis-
leyndarmálum.
Shcharansky tókþá þátt i störf-
um sovéskra andófsmanna og
varð fljótt einn af mikilvægustu
meölimum Moskvudeildar
Helsinki-hópsins, þrátt fyrir að
hann yrði aldrei eins frægur á
Vesturlöndum og þeir Orlov og
Ginzburg. Það kom snemma i
ljós, að hæfileikar Shcharanskys
nutu sin best á fundum með er-
lendum blaðamönnum. Hann tal-
ar ensku reiprennandi, auk þess
sem hann var ævinlega glaðlynd-
ur og snöggur að svara áleitnum
spurningum. Það var því engin
furða, að Shcharansky varð fljót-
lega vinsælasti andófsmaðurinn
meðal erlendu fréttamannanna i
Moskvu. Þeir voru alltaf udd-
teknir og Shcharansky eyddi
aldrei löngum tima I blaða-
mannafundi sina.
En það var einmitt þessi vin-
skapur hans við erlenda blaða-
menn, sem gaf yfirvöldunum
tækifæri til að ásaka hann. Sér-
staklega hefur hann verið tengd-
ur við blaðamann The Los
Angeles Times, Robert Toth, sem
var visað úr landi s.l. sumar.
Shcharansky hefur verið hand-
tekinn nokkrum sinnum sinnum
áður, en aldrei verið dæmdur I
fangelsi til langs tlma. Fyrst var
hannhandtekinn árið 1974, þegar
Nixon kom til Moskvu. Þá
hljóðaði ákæran upp á „trufla
friðinn”, en nú voru það njósnir,
sem hann var dæmdur fyrir.
Þýtt ogendursagt: MÓL
Anatoly Shcharansky