Tíminn - 18.07.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.07.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 18. júli 1978 veiðihornið Veiðihornið hafði i gær sam- band við Friðrik Stefánsson hjá Stangaveiðifélagi Reykja- víkur, og innti hann eftir þvi hvernig veiðin hefði gengiö i þeim ám, sem félagið hefur á leigu. Friðrik sagöi veiðina hafa gengið mjög vel og væri nú veitt af kappi i öllum helstu ám félagsins en þó sagöist Friðrik hafa litlar fréttir af Norðurá, en þar eru út- lendingar við veiðar fram yfir mánaðamót. 69% aukning í Elliðaán- um frá þvi í fyrra Veiðin i Elliðaánum hefur gengið mjög vel og s.l. föstu- dag voru komnir 514 laxar á land, en á sama tfma i fyrra voru þeir 305, og er þaö 69% aukning. Friðrik sagði, aö nú væru um 2300 laxar komnir upp fyrir teljara i Elliöaánum á móti 1630 á sama tima i fyrra og væri áin full af laxi. Það hefði komið fyrir nokkr- um sinnum að veiðst hafi yfir 30 laxar á dag en stærsti lax sumarsins I Elliðaánum hing- aö til vó 16 pund, og veiddi hann Sigurbjörn Fanndal I Ullarfossi, 3.7. s.l. Breiðdalsár Nú eru konmir um 50 laxar á land úr Breiðdalsám, eða um 10 löxum fleiri en á sama tfma i fyrra. Meðalþyngd laxanna er mjög góð og hafa mjög margir 10 - 11 punda laxar veiðst úr ánum i sumar.Veiðin er mest á svæði 2, en þaö er Suöurdalsá upp aö Beljanda. Leirvogsá Úr Leirvogsá voru komnir 40 laxar á land, áttunda þessa mánaðar og var það svipuð veiði og á sama tlma I fyrra. Friðrik Stefánsson sagöi að laxinn væri svipaður aö stærð og i fyrra, og væri hann yfir- leitt nokkuö vænn. Stóra- Laxá í Hreppum Ekki hafði Friðrik neinar spurnir af veiði á svæöi 1 og 2 I Stóru- Laxá, en 13,7. s.l. voru komnir um 80 laxar á land á svæöum 3 og 4 hvoru um sig, og hafði Friðrik fregnir af tveim 20 punda löxum sem veiðst heföu á svæði 3, en að öðru leyti er fiskurinn yfirleitt vænn. Gífurleg veiði í Grímsá Þaö hefur verið alveg gifur- leg veiði i Grfmsá-, sagði Frið- rik Stefánsson, þegar við ræddum við hann i gær. Áin er full af laxi og eru nú komnir yfir 700 laxar á land frá þvi að veiði hófst þar 23. siöasta mánaðar. Það eru útlending- ar, sem eru með ána á leigu þessa stundina, en SVFR tek- ur aftur við stjórntaumunum i næsta mánuði. Stærsti laxinn sem veiðst hefur i Grimsá á þessu sumri er 17,5 pund. Flókadalsá Friðrik sagöi okkur að Flókadalsá væri aö venju nokkuð sein til, en þó heföi þar veriö reytingsveiði að undan- förnu, Hannkvaðstþó eiga von á að veiði færi aö glæðast úr þessu en veiði i ánni væri yfir- leitt nokkuð góð seinni part sumars. Góð veiði í Langá Einar Jóhannesson á Jarð- langsstöðum sagði Veiðihorn- inu I gær, aö á svæðinu Háhóll, Hvltstaöir, Jarðlangsstaðir, sem nefnist svæði 2, væru nú komnir um 200 laxar á land. Einar sagði veiði hafa gfengið vel og samkvæmt nokkuö áreiðanlegum fréttum sem hann hefði fengiö, þá ættu nú að vera komnir yfir 800 laxar á land úr allri ánni. Ólafsvík — Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra i ólafsvik er laust til umsóknar, umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist oddvita ólafsvikurhrepps, Alexanders Stefánssonar fyrir 31. ágúst 1978. Hreppsnefnd Ólafsvikurhrepps. Kennarar óskast að Grunnskólanum Staðarborg, Breið- dalshreppi. Upplýsingar gefa skólastjóri i sima 97- 5618 og formaður skólanefndar i sima 97- 5648. m Ritari - ^ Heyrnardeild Ritara vantar á Heyrnardeild heilsu- verndarstöðvar Reykjavikur nú þegar. Umsóknarfrestur er til 26. júli 1978. Upplýsingar veitir forstöðumaður heyrn- ardeildar Birgir Ás Guðmundsson. A % HESTASL OÐUM Sigurjón Valdimarsson Gæðingar Skúmur, Sigfinns i Stóruiág I Hornafirði, varð efstur alhliða gæðinga með 8,94 i meðaleink- unn, Frami, Skúla Steinssonar varð annar með 8,86 og þriðji varð Garpur, Harðar G. Albertssonar með8,84. 1 B-flokki om fram ný stjarna, Hlynur frá Akureyri og sigraði glæsilega og heillaði áhorfendur. Hann hlaut 9,16 i meðaleinkunn. Brjánn, Harðar G. Albertssonar varð annar með 8,98 og Náttfari úr Hornafirði, Guðmundar Jóns- sonar, varð þriðji með 8,78. Einu glæsilegasta hestaþingi frá upphafi lauk á Skógarhólum á sunnudagskvöld. Svo er þeim guðum sem stýra veðrum ásamt Islenskum hrossaræktar- mönnum og knöpum og að sjálf- sögðu islenska hestinum fyrir að þakka, að allar sýningar og kappleikir voru glæsilegt augnayndi fyrir þvf sem næst tuttugu þúsund áhorfendur, sem létu þakklæti sitt I ljós með prúðmannlegri framkomu. Lögregla og hjálparsveit skáta áttu náðuga daga, trúlega hefur stærsta verkefni lögregl- unnar veriö að halda nokkrum hluta áfiorfenda frá keppnis- brautum. A öllum hestamanna- mótum er nokkur hópur fólks, sem vill komast sem næst hlaupabrautunum, sumir til að reyna að sjá meira en aörir, sumir til að ljósmynda og sumir bara til aö vera uppáþrengj- andi. Flester þetta fólk börn og unglingar og i Skógarhólum varð hópurinn stundum s vo stór að til vandræða horfði, og mót- stjórn varð að beita lögreglu og hótunum um að stöðva keppni tO að stöðva þennan átroðning, en mikil slysahætta skapast þegar svo mikill fjöldi flykkist að keppnisbrautum. Engin teljandi slys urðu á mönnum.en tvo hesta mun hafa þurft að aflifavegna meiösla, annan á fimmtudag og hinn á mánudagsmorgun, eftir að mót- inu lauk. i dag birtum við úrslit úr mótinu, en nánar verður fjallað um einstakar greinar og mótshaldið I heild siðar. Kynbótahross Sörli 653 frá Sauöárkróki stefndi að heiðursverðlaunum og náði þeim. Til þess þurfti hann að fá 8,10 stig fyrir tólf afkvæmi, og hlaut hann 8,11. Sörli var fyrir einn þekktasti stóöhestur landsins og ekki minnkar frægð hans nú við að fá heiðursverölaun. Eigandi Sörla er Sveinn Guömundsson, de&darstjóri á Sauðárkróki. Þrfr aðrir stóðhestar voru afkvæmasýndir, en með þeim voru sýnd sex afkvæmi. Allir hlutu þeir 1. verðlaun fyrir afkvæmi, til þess þurftu þeir að fá 7,90 stig fyrir afkvæmi. Efst- ur þeirra varð Þáttur 722 frá Kirkjubæ, með 8,09 stig, annar varð Stjarni 610 frá Bjóluhjáleigu með 8,05 stig og Fáfnir 747 frá Laugarvatni þriðji með 7,99 stig Ein hryssa, Fjöður 2826 frá Tungufelli, keppti að heiöurs- verölaunum og náði þeim með glæsibrag, hlaut 8,18 stig fyrir afkvæmi. Hryssan var sýnd með fjórum afkvæmum og má raunar segja að þar hafi veriö tvöföld afkvæmasýning, þvf fimm synir eigandans, Esterar Guömundsdóttur á Laugar- vatni, sýndu hryssuna og af- kvæmi hennar, og mátti varla á millisjáhvor afkvæmahópurinn stóð sig betur. Stjarna 3335 frá Kirkjubæ hlaut 7,82 stig fyrir afkvæmi og þrjár aðrar hryssur hlutu 1. verðlaun, fengu allar 7,80 stig fyrir afkvæmi, þær Drottning 3241 frá Reykjum, Blesa 3313 frá Hllð og Elding 4698 frá Akur- eyri. Af stóðhestum án afkvæma var Náttfari 776 frá Ytra- -Dalsgerði langefstur og fékk hæstu einkunn, sem kynbóta- hrosshefur fengið til þessa, 8,0 fyrir byggingu, 9,08 fyrir hæfileika, meðaleinkunn 8,54. Gáski 920 frá Hofsstööum varð efstur 5 v. stóðhesta, einnig með mjög háa einkunn, 8,10— 8,53 — 8,32. Dómarar brutu hin óskráðu lög sfn og dæmdu ein- um 4 v. hesti 1. verðlaun, sá er Hlynur 910 frá Hvanneyri sem fékk 8,20 — 7,87 — 8,04. Þrjár hryssur i flokki 6 v. og eldri voru áberandi hæstar, Snælda 4154 frá Argerði, meö 8,30 —8,38 —8,34, Sunna 3558 frá Kirkjubæ með 8,30— 8,35— 8,33 og Rakel 4288 frá Kirkjubæ með 8,20 — 8,40 — 8,30. Elding 4595 frá Höskuldsstöðum varð efst 5 v. hryssa með 8,20 — 8,30 — 8,25. Þá var Brynja 4734 frá Torfa- stöðum meö8,0 — 8,38 — 8,19 og Gletting 4725 frá Stóra-Hofi með 8,0 — 8,32 — 8,16. Kappreiðar Geysilegur spenningur rikti um úrslit hlaupa, einkum i 350 m og 800 m stökki. t skeiðinu var þó lltn spenna, enda hefur verið heldurdauftyfirskeiðinu I sum- ar. Fannar sigraði þar og kom engum á óvart, hann hljóp á 23,0 sek. ölver frá Akureyri varð annar á 23,5 sek og þriðji varð Vafi á 23,6 sek. Funi frá Búöardal kom til brokkkeppninnar og sigraði á nýju meti, 3:02,5 min., Blesi frá Miðey hljóp einnig undir gamla metinu á 3:06,9 mln. og þriðji varð Gráni frá Garösauka á 3:09,2 min. Kóngur frá Stafholtsveggjum sigraöi I folahlaupinu á 18,1 sek. eftir geysiharða keppni viö Storm, sem hljóp á 18,2 sek, og Snegla frá Stórulág varð þriðja á 18,4 sek. öskubuskan Nös, frá Urriöavatni, sigraði örugglega f 350 m stökki, á 24,5 sek. Gjálp frá Laugarvatni vann jafn- örugglega til annars sætisins, hljóp á 24,7 sek. og þriðja varð Blesa frá Hvitárholti, sú sem sigraði Loku á Rangárbökkum viku fyrr, varð þriðja á 25,1 sek. Loka meiddist eftir fyrsta sprettinn (undanrásir), sem húnhljóp á 24,9 sek.ogvar mikil eftirsjá i að hún skyldi ekki geta haidið áfram keppni. Glóa, methaflnn i greininni, hljóp á 25,1 sek. i undanrás en á lakari tíma bæði i milliriöli og úrslit- um. 800 m stökkið sigraöi Gust- ur á 63,5 sek. Mósi, hinn efnilegi frá Vindási varö annar á 63,4 sek. og Frúar-Jarpur, sá sem bætti metið i greininni viö Pétursey I sumar, varð þriöji á 64,3 sek. Hlynur frá Akureyri kom öllum að óvörum og sigraðl glæsilega bæði I B-flokki gæðinga og tölti. Knapi er Eyjólfur Isólfsson. Sjórall 78 Eins og flestum mun kunnugt efndu Dagblaðiö og Snarfari til sjóralls ’78 I kringum ísland. Keppnin hófst sunnudaginn 9. júli og komu fyrstu bátarnir til Reykjavikur rétt fyrir kl. 22 á sunnudagskvöld. Voru það Hafrót 05 og Signý 08. Sigldu þeir hnlf- jafnt inn I Reykjavlkurhöfn og var svo mjótt á milli þeirra I keppninni, að endanleg úrslit voru ekki kunn, fyrr en speking- arnir höföu borið saman bækur sinar og reiknað út stig þeirra eft- ir öllum kúnstarinnar reglum. Urslitin voru siöan kynnt kl. 21 i gærkvöldi i sýningarhöllinni á — aðallega flugi. DB. ljósmynd Ragnar TIl. Tveir bátanna á ferð og flugi Bfldshöfða og kom þá i ljós að báturinn Hafrót hafði sigraö, en keppendur á honum voru þeir Hafsteinn Sveinsson og Runólfur Guðjónsson. Var þeim vel fagnað og hlutu þeir að launum veglegan bikar og áletruð tölvuúr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.