Tíminn - 26.07.1978, Side 6

Tíminn - 26.07.1978, Side 6
6 Miðvikudagur 26. júli 1978 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúia 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjaid kr. 2.000 á mánuðL Blaðaprent h.f. Ungmennafélögin Það er enginn yfirdrepsskapur að viðurkenna að margvisleg óheppileg öfl sitja um heill æsk- unnar i landinu. Það er engin hræsni að játa að fjölmargt gæti farið betur i uppeldismáium og félagslifi æskulýðsins en verið hefur. Það er ekki heldur neitt einsýni að láta það koma fram að holl útivera og heilbrigðar iþróttir gera hvern mann betri, hraustari og heilsteyptari en ella. Og ekki verður það talið bera neinu ofstæki vitni þótt sagt sé að æska landsins hefði gott af meiri þjóðernis- anda en rikt hefur i landinu um langt skeið. Það er vafalaust að á þessum sviðum á hið opinbera miklu hlutverki að gegna. Sú staðreynd haggar þó ekki þeirri vissu að sjálft starfið á þessum vettvangi er best komið i höndum frjálsra áhugamannasamtaka. Þar fær framtak- ið, hugkvæmnin og félagsþroskinn hentasta og æskilegasta tækifærið til að brjótast fram og láta gott af sér leiða. 1 slikum samtökum fær æskan sjálf að takast á við viðfangsefnin á frjálsan hátt og getur þannig lagt sitt af mörkum við mótun þjóðlifsins. Islenska þjóðin hefur notið þess að eiga samtök af þessu tagi sem um áratugabil hafa unnið stór- kostlegt verk i þessum efnum. Ungmennafélögin um land allt hafa átt meiri þátt en margan grun- ar i þeirri hröðu framsókn sem einkennt hefur islenskt þjóðlif á þessari öld þrátt fyrir allt. Siðastliðna helgi hélt þessi mikla hreyfing lands- mót sitt á Selfossi, og var það þátttakendum og samtökunum i heild til mikils sóma. Landsmót ungmennafélaganna sýndi að i þess- um fjölmennu samtökum á islenska þjóðin raun- verulegan valkost i uppeldismálum og félags- málum æskunnar. Um þessi mál er oft fjallað eins og vonlitinn vandræðabálk. Slikt er skamm- sýni og ber þess ekki vitni að menn fylgist með þeim hreyfingum sem fyrir hendi eru. Fyrir þvi eru sjálfsagt margar ástæður að ung- mennafélögin hafa ekki verið svo mjög i sviðs- ljósi undan farin ár sem verðugt væri. En það er með þau eins og flest það sem er gott, fagurt og siðlegt og stefnir til umbóta og uppbyggingar, að þau starfa hljóðlátlega og af hógværð meðan vindgapar niðurrifs og veifiskatar tisku riða húsum og æpa sig hása. Hitt er verkefni, jafnt fyrir ungmennafélögin, önnur skyld samtök i landinu og fyrir þá sem til forystu veljast fyrir málefnum þjóðarinnar, að styrkja þessi samtök og efla þannig að þau geti náð til allrar æsku landsins. Ræktun lýðs og lands er kjörorð ungmenna- félaganna og það á enn jafnbrýnt erindi sem fyrr. Lifsbarátta litillar þjóðar á sér engan endi og framfarirnar biða sifellt vinnufúsra handa. Reynslan ætti að vera ólygnust um það að vandi á sviði uppeldismála og félagslifs æskunnar verður ekki leystur með háskólagengnum sérfræðing- um, heldur þroskandi og mannbætandi félags- þátttöku unglinganna sjálfra i þeirra eigin frjálsu samtökum. En ungmennafélögin berjast einnig fyrir þvi háleita markmiði að rækta og græða þjóðlif og fósturjörð. Þessar hugsjónir eru ekki úreltar þótt það þyki bera góðri menntun vitni á stundum að hæðast að þeim. Annað kjörorð ungmennafélag- anna er: Islandi allt, og það á lika brýnt erindi við alla þjöðina, ekki sist á timum sundrungar og efnishyggju. ERLENT YFIRLIT Pinochet og Frei keppa í Chile Ágreiningur innan hershöfðingjastjómarmnar Augusto Pinochet Ugarte ÞAÐ vakti nýlega nokkra athygli, aö einn þeirra fjögurra manna, sem þá skipuðu stjórnarnefnd hers- höföingjastjörnarinnar i Chile, Gustavo Leigh Guzman, yfirmaöur flughersins, lét I ljós I viötali viö italskt blaö, Corriere Della Sera, veru- legan ágreining viö Augusto Pinochet Ugarte, yfirmann landhersins, en hann hefur veriö talinn valdamesti maðurinn I stjórnarnefndinni og er oftast nefndur einræöis- herra landsins. Hinir tveir i stjórnarnefndinni eru Jose Toribio, yfirmaöur sjóhersins, og Cesar Mendoza Duran, yfirmaður rikislögreglunnar. Allir bera þeir fjórmenningar- nir hershöföingjatitil. 1 viðtalinu viö Leigh hers- höfðingja kemur m.a. fram, aö hann vill koma á lýðræöis- legrí st jórn i Chile innan fimm ára, en Pinochet hefur látiö i ljós, aö til þess þurfi miklu lengri tima eöa a.m.k. tiu ár. Leigh hélt þvi fram, aö meiri- hluti Chilebúa vildi búa viö lýðræðisstjórn, enda heföi aldrei veriö ætlun hersins, sem langoftast hefur haldiö sig utan við stjórnmáladeilur, aö fara meö völd, nema i stuttan tima. Leigh kvaöst óttast, aö lang- varandi hershöföingjastjórn gæti leitt til skæruhernaöar og óaldarverka. Þess vegna yröi aö gefa fyrirheit um, aö lýö- ræöisstjórn yröi endurreist. Leigh vildi þó ekki láta leyfa byltingarsinnaöa sósialistiska flokka, en flokkar I likingu viö sósialdemókrata á Noröur- löndum væru sjálfsagöir. Kristilegi flokkurinn ætti einnig aö fá aö taka þátt i kosningum, þvi aö meginþorri flokksmanna hans væru lýö- ræöissinnar, þótt hann heföi bæöi kommúnista og nazista innanborös. Leigh lýsti sig andvigan pyntingum og launmorðum, og kvaöst ekki trúa þvi, aö lög- tegluyfirvöld I Chile heföu beitt slikum aöferöum. Fyrir þvi eru þó óyggjandi sannanir. Leigh lýsti andúö sinni á moröinu á Orlando Letelier del Solar, sem var sendiherra Chile i Washington fyrir tiö hershöföingjastjórnarinnar. Letelier var myrtur i Washington 1976 og þykir sannaö.aö leyniþjónusta Chile hafi verið þar aö verki. Sumar heimildir telja, aö hún hafi fariðeftir beinum fyrirmælum Pinochets. ÞETTA viötal italska blaös- ins viö Leigh hershöföingja þótti benda til, að Pinochet hershöfðingi væri ekki eins traustur i sessi og álitiö hefur verið eftir þjóöaratkvæöa- greiösluna, sem fór fram i janúar siöastl. Pinochet efndi til hennar I tilefni af þvi, aö allsherjarþing Sameinuðu þjóöanna hafði vitt hin stór- felldu mannréttindabrot i Chile. Pinochet ákvaö aö svara þessu með þvi aö efna til þjóðaratkvæöagreiöslu um, hvort Chilebúar væru sam- þykkir þessum vitum. Aörir hershöföingjar I stjórnar- nefndinni voru þessu andvigir, en Pinochet haföi sitt fram. Spurningin, sem kjósendur voru látnir svara, þótti mjög óljós og telja ýmsir frétta- skýrendur, aö úrslitin heföu orðiö á annan veg, ef spurn- ingin heföi veriö nákvæmlegar oröuö. Um 75% þeirra, sem greiddu atkvæöi, svöruöu á þann veg, sem Pinochet vildi, og þótti sú niðurstaða mjög styrkja stööu hans en veikja áhrif hinna hershöföingjanna i stjórnarnefndinni. Þeir hafa þó ekki latið af þvi aö lýsa yfir ágreiningi viö Pinochet, eins og viötaliö viö Leigh sýnir. Einkum mun það Pinochet andstætt, að honum tekst ekki nógu vel aö hreinsa sig af þvi að eiga þátt I moröinu á Lete- lier. Letelier naut vinsælda innan hersins. Sumir frétta- skýrendur telja að herinn kynni að snúast gegn Pinochet, ef þaö sannaöist á hann aö hafa átt þátt i morö- inu. PINOCHET hefur nú sýnt1 styrk sinn með þvi að vikjá Leigh úr stjórnarnefndinni og' svipta hann starfi sem yfir-' maður flughersins. Það þykir' óumdeilanlega sýna, aö hann1 sé enn valdamesti maður Chile, þótt átökin viö Leigh kunni aö hafa veikt hann. Þaö hefur styrkt stöðu Pinochet, aö enginn annar maöur hefur komið áberandi fram á sjónarsviöiö siöan herinn brauzt til valda i september 1973. Pinochet hefur yfirleitt komið einn fram fyrir hönd hershöfðingjastjórnarinnar. Siöustu árin hafa stjórnmála- flokkarnir veriö bannaöir og nýir menn þvi ekki getaö komiötilsöguá vegum þeirra. Flestir hinna eldri stjórn- málamanna hafa dregiö sig i hlé. Úr hópi þeirra stendur þó einn eftir, sem ööru hvoru lætur til sln heyra og á vafa- UtiÖ enn mikíö fylgi hjá þjóö- inni. Þaö er Eduardo Frei Mont- alva, foringi Kristilega flokks- ins. Hann var forseti Chile 1964-1970, en gat samkvæmt stjórnarskránni ekki boðiö sig fram aftur. I forsetakosning- unum 1970 fékk enginn fram- . bjóöenda meirihluta greiddra atkvæöa ogréöi þvi þingiö vali forsetans. Frei lét flokk sinn fylgja þeirri venju, aö þingiö kysi þaö forsetaefniö, sem fengiö haföi flest atkvæöi i kosningunum. Það var sósialistinn Salvador Allende Gossens. Allende reyndi siöan að beita forsetavaldi sinu til að koma á sósialisma i and- stöðu viö þingiö og leiddi þaö til þeirrar upplausnar, aö her- inn taldi sig verða aö gripa i taumana, enda þótt hann heföi haft minni afskipti af stjórn- malum i Chile en annars staðar I Suður-Amerlku. Frei hefur fylgt þeirri stefnu siöan herinn brauzt til valda, að telja ekki óeölilegt aö her- inn heföiaö nokkruleyti hönd I bagga meöan veriö væri aö koma á lýöræöisstjórn aö nýju. Þetta hefur valdið þvi, aö herinn hefur ekki snúizt gegnhonum og sætt sig við, aö ‘ hann gagnrýndi ýmis verk hershöföingjastjórnarinnar. Um skeiö var taliö, aö Letelier gæti komiö til greina sem for- sætisráðherra i stjórn, sem herinnog borgaraleg öfl stæöu aö og færi meö völd meðan veriö væri aö endurreisa lýð- ræöi aö nýju. Ef til vill hefur sá orðrómur oröiö til þess, aö Letelier var rutt úr vegi. Þ.Þ. Eduardo Frei Montalva JS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.