Tíminn - 22.08.1978, Side 17

Tíminn - 22.08.1978, Side 17
Þriöjudagur 22. ágúst 1978 17 lOOOOOOO „stálu” sigrí frá Keflavík með þvi að skora tvö mörk á siðustu tveimur minútunum og tryggja sér jafntefli 2:2 I Keflavik PÉTUR PÉTURSSON.... sést hér sækja aft marki Keflvik- inga (f gömlum Keflavikurbdningi), en Þorsteinn Bjarnason, markvörður gómar knöttinn örugglega. (Timamynd Tryggvi) Pétur setti markamet í Keflavík — hefur nú skorað 19 mörk i 1. deild Pétur Pétursson hinn mark- sækni leikmaður Skagamanna, setti nýtt markamet I 1. deildar- keppninni, þegar hannskoraði 2 mörk gegn Keflvikingum i Keflavik. Péturhefurnúskorað 19 mörk i 1. deildarkeppninni, en gamla metið átti Hermann Gunnars- son, sem skoraði 17 mörk 1973. Pétur skoraði mörkin i Kefla- vlk átveimur siðustu min. leiks- ins og tryggði Skagamönnum jafntefli — 2:2. Þessi ungi leik- maður hefur skoraö 39 mörk i 1. deildá s.l. þremur keppnistima- bilum. —sos Geir Svansson slær snyrtilega upp úr einni sandgryfjunni á Nesinu Skagamenn „stálu” sigri frá Keflavikingum á elleftu stundu, þegar þeir léku i Kefiavik á laugardaginn. Kefivikingar voru yfir, 2:0, þegar aðeins tvær min. voru til leiksloka — þá var dæmd mjög vafasöm vitaspyrna á þá og skoraði Pétur Pétursson úr henni. Pétur var síðan aftur á feröinni á siðustu sek. leiksins — jafnaði 2:2 af stuttu færi. Þar með „stálu” Skagamenn sigri frá Keflviking- um, sem fengu ekki einu sinni tækifæri til að ná i knöttinn úr netinu hjá sér, þvi að þegar þeir ætluöu að gera það, flautaöi Óli Olsen, dómari til leiksloka. Vitaspyrnan, sem Skagamenn fengu á 90. min. leiksins, var mjög vafasöm og umdeild. Skagamenn áttu háa sendingu inn i vitateig Keflvikinga, þar sem knötturinn hoppaði upp I höndina á Þ<5röi Karlssyni, sem var að- þrengdur. Þórður gat ekkert að þessu gert — og var Óli Olsen, dómari, of fljótur á sér, þegar hann dæmdi vitið. Pétur Péturs- son skoraði örugglega úr vita- spyrnunni. Vegna tafa var leikurinn fram- lengdur um tvær min. og á siöustu sek. leiksins skoraði Pétur aftur — 2:2. Arni Sveinsson átti þá langt innkast inn i vitateig Kefl- vikinga, þar sem Jón Alfreðsson átti skalla að marki. Þorsteinn Bjarnason, markvöröur Keflvik- inga, náði að slá knöttinn, sem hoppaði eftir þverslánni og datt KEFLAVIK MEISTARI — I 3. flokki Keflvlkingar urðu tslands- meistarar I knattspyrnu I 3. flokki á Selfossi á sunnudaginn, en þar unnu þeir góðan sigur — 4:1 yfir Breiðabliki. Jón K. Gislason (2), Óli-Þór Magnússon og Sigurður tsleífsson skoruöu mörk Keflvik- inga, en Sigurjón Kristjánsson skoraði mark Breiðabliks. siðan niöur úti viö stöng. Pétur kom þar á fullri ferð og skoraði. Keflvikingar léku mjög vel og áttu þeir skilið að vinna sigur yfir Skagamönnum.Steinar Jóhanns- son skoraöi bæöi mörk Keflvik- inga — þaö fyrra með glæsilegum skalla á 10. min. leiksins. Ólafur Júiiusson átti þá góöa fyrirgjöf fyrir markið, þar sem Steinar kastaði sér fram og skallaöi fram hjá Jóni Þorbjörnssyni, mark- verði Skagamanna. Steinar skor- .aöi siðan aftur á 55. min., þegar hann náöi knettinum af Jóni Gunnlaugssyni. Steinar átti siðan skot að marki, sem Jón Þor- björnsson varöi, en þeir Steinar og Jón féllu — Steinar var fljótari upp og sendi knöttinn i mannlaust mark Skagamanna. Keflvikingar voru betri aöilinn I leiknum og héldu þeir Skaga- mönnum niðri. Skagamenn áttu þó góöa spretti i fyrri hálfleik, en Skagamenn léku I Keflavfkur- búningum Skagamenn vöknuðu upp við vondann draum á laugardaginn þegar þeir komu til Keflavikur. Þegar þeir ætluðu að klæða sig i gul/svörtu búningana sina, upp- götvuðu þeir, að þeir höfðu gleymt að taka töskuna með búningunum með sér. Skaga- menn þurftu þvi að leika I gul/bláum búningum, sem þeir fengu lánaða hjá Kefivlkingum, sem sjálfir léku I blá/hvltum búningum. Þegar það uppgötvaðist, að búningarnir Jiöfðu orðiö eftir uppi á Skaga, létu Skagamenn senda eftir þeim i flugvél — en búningataskan kom ekki fyrr en i hálfleik. Þá voru Skagamenn ekkert að skipta um, heldur léku áfram I Keflavikurbúningunum. —SOS Vallarmet á vallarmet ofan — einkenndu afrekskeppni FÍ i golfi Afrekskeppni Ft — eöa þotu- keppnin eins og hún er iðulega nefnd — var háð á Nesvelli um helgina. Geir Svansson bar sig- ur úr býtum i keppninni, en það eitt er út af fyrir sig ekki i frá- sögur færandi — heldur hitt, að árangur á mótinu var með ein- dæmum góður. Alls léku niu keppendur undir 300 höggum — sem er frábært — og til aö kó- róna frábærlega vel heppnað mót var valiarmetiö á Nesinu tvibætt. Keppnin var strax eftir 18 hol- ur mjög jöfn, en þá leiddu þeir Geir Svansson og Sigurður Thorarensen með 68 högg — sem var þá nýtt vallarmet á Nesinu. Eldra met áttu þeir Loftur Ólafsson (1972) og Jón Haukur Guðlaugsson (1977) en þaö var 69 högg. Þess má geta að par vallarins er 70, en SSS (Standard Scratch Score) er 67 högg. Eftir 36 holur haföi 'Sigurður einn forystu, hafði leikið á 140 höggum. Seinni dag keppninnar færðist svo heldur betur fjör i leikinn. Sveinn Sigurbergsson fór fyrri 18 holurnar á siöari deginum á 66 höggum, sem er nýtt glæsilegt vallarmet. Svo virtist, sem aðr- ir keppendur æstust allir upp viö þennan árangur Sveins, þvi menn fóru að leika 9 holurnar á 31, 32 og 33 höggum hver á fætur öðrum — sannarlega frábær árangur. Fyrir siðustu 18 holurnar hafði Geir Svansson forystu meö 213 högg, þá kom Sigurður Thorarensen á 217 höggum sið- an Björgvin Þorsteinsson á 218. Sama spennan hélst allan dag- inn og var hreint ótrúlegt hvernig keppendur léku. Ekki er það algengt að menn leiki 9 holurnar á 31 höggi (4 undir pari) en þaö gerði Magnús Birgisson á sunnudeginum. Það dugði þó skammt þvi Geir Svansson lék eins og sá, sem valdiö hafði og kom inn á 280 höggum, sem er aldeilis stór- kostlegur árangur. Það skemmdi mikiö fyrir Sveini Sigurbergssyni, að hann lék eina umferöina á 81 höggi — ella hefði hann veriö mjög sigur- stranglegur. Sigurður Thorarensen var mjög óheppinn á 2. braut á siðasta hringnum þegar hann fór tvivegis „out of bounds”. Undir lokin var keppendum farið að hitna I hamsi og lenti Björgvin Þor- steinsson i stappi við mótsstjóra út af óvissu með „out of bounds”-hæla og var svo að sjá, sem forráöamenn Nessklúbbs- ins væru ekki einu sinni vissir I sinni sök á sinum eigin velli. Annars varö lokaröö keppenda þessi: 1. Geir Svansson, GR............................68-76-69-67 = 280 2. -3. Sigurður Thorarensen, GK.................68-72-77-68 = 285 2.-3. Björgvin Þorsteinsson, GA.................73-74-71-67 = 285 4. Magnús Birgisson.GK...........................72-74-73-67 = 286 5. Sveinn Sigurbergsson, GK......................73-81-66-68 = 288 6. Óskar Sæmundsson, GR.........................73-70-78-73 = 294 7. -8. Magnús Halldórsson, GK...................70-75-76-74 = 295 7.-8. Ragnar ólafsson, GR ......................73-75-76-71 = 295 9. Hannes Eyvindsson, GR.........................72-75-76-74 = 297 10. Björn H. Björnsson, GL.......................79-90-87-79 = 335 — SSv — Sveinn Sigurbergsson setti glæsilegt vallarmet

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.