Tíminn - 13.09.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 13.09.1978, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 13. september 1978 Hmwmi titgefandi Framsóknarflokkurinn Haraldur Ólafsson skrifar: Framkvæmíastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri,: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúia 15. Simi 86300. Kvöidsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I iausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprent h.f. v___________________________________________) Lagt í brimgarðinn Um það er ekki deilt, að efnahagsaðgerðir rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar eru margþætt- ar blandaðar aðgerðir sem erfitt verður að mörgu leyti að koma fram og krefjast mikils Þeir dóu allir sama dag 26 rithöfundar, sem skrifuðu á jiddísku dóu allir 12. ágúst undirbúnings og vandaðrar vinnu. Þeim er ætlað að vinna bug á ófremdarástandi i efnahags- og atvinnumálum, þar sem hélt við allsherjarstöðv- un útflutningsatvinnuveganna. Menn verða að gera sér grein fyrir ástandi og horfum þegar þeir fjalla um efnahagsaðgerðirn- ar. Innihaldslitlar upphrópanir hægrimanna þessa dagana bera þvi ekki vitni að þeir æski málefnalegra umræðna um slikt meginmál sem atvinnuöryggi og hagur launafólksins eru. Fyrstu aðgerðir rikisstjórnarinnar eru hugsað- ar annars vegar sem bót á þvi ástandi sem upp var komið i kjölfar kjaradeilna og kosninga og hins vegar til þess ætlaðar að gefa ráðrúm til að marka nýja efnahagsstefnu. Meginatriði þessarar efnahagsstefnu eru efna- hagslegt jafnvægi, félagslegt réttlæti og varð- staða um kaupmátt fólksins. Lögð er á það alveg sérstök áhersla, að unnið sé i nánum og góðum samráðum við launþegahreyfingarnar til þess að tryggja vinnufrið og ná raunverulegum árangri. Með þvi að ganga til viðræðna við rikisstjórn- arflokkana hafa launþegasamtökin i reynd tekið á sig siðferðilega meðábyrgð, og verður að vænta þess að samráð og samstaða geti orðið sú undirstaða árangurs sem eftir hefur verið leitað. Stjórnarandstaðan hefur undan fama daga verið að hvessa vopn sin og reyna að hasla sér völl i þeirri stjórnmálabaráttu sem fram undan er. Það er ljóst að mest veður mun verða blásið um það, að unnið er að þvi að flytja til fjármuni i samfélaginu frá þeim sem mest hafa borið úr býtum og til hinna sem lifað hafa viðskarðan hlut. Það er athyglisvert hvernig allt er notað smátt sem stórt til þess að þyrla upp moldviðri undir yfirskini fréttaflutnings i málgögnum stjórnar- andstöðunnar. Það hefur verið fleiprað um vöru- flokka, sem lagt verði á hækkað vörugjald, án þess að til þess sé hugsað að fara með rétt mál. Það hefur verið rekið upp ramakvein út af skatt- auka á hátekjur og stóreignir, þótt menn hafi mátt vita, að skattaukinn snertir aðeins þann litla hluta skattþega, sem lifirvið best efni. Og nú skal hefja svipaðan söng um „aftur- virka” skatta eða „bakskatta” eins og það er nefnt. Þó liggur það alveg fyrir, að hérlendis hef- ur það tiðkast að skattar eru lagðir á ári eftir öfl- um tekna. Það er og alveg ljóst að sköttum má ráða með bráðabirgðalögum að islenskri stjórnskipan. Og það er undarlegt irafár að allt sé undir þvi komið að álagning fari fram i júni eða júli fremur en september. Menn getur auðvitað greint á um það hvernig þessum málum skuli skipað i þeirri nýju stjórnarskrá sem unnið er að. Og allir ættu að geta verið sammála um að ýmsir erfiðleikar verða á framkvæmd þessa skattauka. Höfuðatriðið er hitt, að þessi mál eru á valdi löggjafans og að hér er verið að leggja i brim- garðinn i atvinnumálum þjóðarinnar. Það er reyndar ekki kynlegt hver viðbrögð stjórnarand- stöðunnar hafa orðið. Þau lýsa eðli hennar. JS Dómar yfir andófsmönnum i Sovétrikjunum á þessu ári vekja óneitanlega óþægilegar minningar þeirra, sem þekkja til gyöingaofsókna i Evrópu það, sem af er þessari öld. Ofsóknir á hendur Gyðingum voru árviss viðburður i Rússlandi á keisaratimanum, og Stalin blés að glóðum gyð- ingahaturs i réttarhöldunum 1938 og á árunum 1948-53. Þetta siðasta timabil var að mati ýmissa formælenda sovéskra Gyðinga álika blóð- ugt og Utrýmingarherferð þýsku nasistanna. 1 fréttabréfi, sem f jallar um Gyðinga i Sovétrikjunum og gefið er út i Lundúnum, segir, að hinn 12. ágúst s.l. hafi verið 26ár frá þvi, að 26fremstu rit- höfundar á jiddisku I Sovétrikjunum voru teknir af lifi. Sovétmenn hafa aldrei upplýst hvernigþessum aftök- um var háttað, hverjar saka- giftir voru eða hvaða tilgangi þær þjónuðu. Þegar striðinu lauk var hálf fjórða milljón manna i Sovétrikjunum, sem hafði jiddlsku að móðurmáli. I janú- ar 1948 var einn fremsti lista- maður Gyðinga i Sovétrikjun- um myrtur af sovésku leyni- lögreglunni. Hann hét Solomon Mikhoels og var framkvæmdastjóri og jafn- framt leikari viö leikhús jiddiskutalandi manna i Moskvu. í nóvember sama ár þyrptist hópur lögreglumanna að húsakynnum útgáfufyrir- tækisins Der Emes i Moskvu. Lögreglan lét stöðva prentvél- arnar og byggingunni var lokað. Þarna voru prentaðar bækur á jiddisku. Naastu vikurnar voru fjöl- margir menntamenn af Gyð- ingaættum handteknir og fangelsaðir. Opinberlega var sagt, að þeir hefðu veikst. 'Hinn 24. desember 1948 var rithöfundurinn Itsik Feffer ihandtekinn. Hann var þó handgenginn ráðamönnum og talinn hinn harði flokksmaður i hópi Gyðinganna. I árbyrjun 1949 „veiktist” hver mennta- maðurinn á fætur öðrum. Nokkrir hurfu nóttina eftir að David Berelson, rithöfundur á jiddisku, var jarðsettur, og höfðu þeir allir verið við jarðarförina. Hundruð rithöf- unda af Gyðingaættum hurfu um þessar mundir, og þúsund- um annarra Gyðinga var varpað i fangelsi. Arin liðu ogekkertvar vitað um örlög þessa fólks. Þegar eftirlætishöfundar valdhaf- anna voru á ferðum erlendis voru þeir oft spurðir um þessa horfnu starfsfélaga sina. Þeir svöruðu þvi jafnan til, að þeim liði vel og ynnu þeir að nýjum verkum. Eftir að Krústjov flutti ræöu sina á 20. flokksþinginu þar, sem hann kenndi Stalfn um allt, sem miður haföi fariö i Sovétrikjunum, var farið aö minnast aftur á þessa týndu menn. Nöfn þeirrakomu aftur fyrir i uppsláttarritum. Brátt sáu menn, að af einhverri undarlegri tilviljun höfðu margir þeirra andast sama dag, 12. ágúst 1952. Smám saman kom sannleikurinn i ljós. Þessir menn höfðu verið teknir af lifi i fjöldaaftökum. Þeim var gefið að sök að hafa gertsamsæri um að gera Krimskaga að gyðinglegu riki, þaðan, sem Bandarikja- menn ættu að gera innrás i Sovétrikin. 26 rithöf.undar, sem skrifuðu á jiddisku voru leiddir út á sömu nótt og skotnir. Stalin var alla tið algerlega andvigur tilveru þjóðabrota i Sovétrikjunum, þjóðabrota, sem áttu rætur i öðru landi og höfðu tengsl við Vesturlönd. Þessar þjóðir varð að innlima, útrýma sérkennum þeirra, og það varð ekki gert á auðveld- ari hátt en að rifa menningu þeirra upp með rótum. Saga þeirra, menning, siðir, tunga og þekking, öllu þessu varð að útrýma.Þess vegna var ráðist gegn leikhúsum, skólum, prentsmiðjum, dagblöðum á jiddisku. En þaðnægði ekki. Það varð að skera á tengslin með þvi að útrýma lika öllum þeim, sem sköpuðu verk á jiddisku. Ekkert er hættulegra ráða- mönnum en skapandi list, skapandi andi, og þess vegna er meiri áhersla lögð á að út- rýma skapandi anda en nokkru öðru.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.