Tíminn - 13.09.1978, Side 7

Tíminn - 13.09.1978, Side 7
. Miftvikudaf'ur i;(. scptember 1978 17 Bindindismenn á móti áfengisdreifingu i flugvélum. • Osvinna að birgja milli- landafarar- tæki upp með tollfrjálsu áfengi_____________ Dagana 14.-18. júli i sumar var 27.norræna bindindisþingið haldið i Þórshöfn i Færeyjum i tilefni 100 ára afmælis bindindishreyfingarinnar þar. Fimm íslendingar sóttu þingið. Einn þeirra, sr. Björn Jónsson á Akranesi, prédikaði við guðsþjónustu i nýrri kirkju Þórshafnarbúa. Þingið samþykkti að senda rikisstjórnum Norðurlanda eftirfarandi ályktun: Ráðstefnan hefur m.a. rætt um áfengisdreifingu i milli- landaferðum. Nú rikir að ýmsu leyti ófremdarástand á skipum, i flugvélum og á flugvöllum vegna gifurlegrar sölu og neyslu ódýrs áfengis. Oft fer meðferö áfengis á þessum stöðum fram án verulegs eftirlits og hefur það tiðum i för með sér óhóflega áfengisneyslu ungra sem aldinna. Við sjáum enga eðlilega ástæðu til þess að áfengi sé selt fólki við vægu verði vegna þess eins að yfir landamæri er farið. Þvi krefjumst við þess að hætt sé þeirri óvsinnu að birgja upp farartæki, sem milli Norður- landa fara, með tollfrjálsu áfengi — og við krefjumst þess einnig at allur innflutningur tollfrjáls áfengis verði bann- aður. — Við förum þess og á leit við rikisstjórnir Norðurlanda að þær hafi forystu um aö gerðar verði alþjóðasamþykktir um bann við tollfrjálsri áfengissölu á langferðaleiöum. • Nýr skrif- stofustjóri — til Iönlánasjóös Gisli Benediktsson, viðskipta- fræðingur, hefur nýlega tekið við starfi skrifstofustjóra Iðn- lánasjóðs. Gish er fæddur 16. april 1947 og lauk kandidatsprófi frá Við- skiptadeild Háskóla Islands haustið 1971. Að loknu námi starfaöi hann hjá Félagi is- lenskra iðnrdcenda en i júni- mánuði 1976 tók hann við starfi útibússtjóra i Breiðholtsútibúi Iðnaðarbankans. Július Sæberg Olafsson, viö- skiptafræðingur, sem gegnt hefur starfi skrifstofustjóra Iön- lánasjóðs að undanförnu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Kristjáni 0. Skagfjörð h.f. • Ný útgáfa af Færeyinga sögu Færeyinga saga er nýlega komin út hjá Iðunni. Þetta er ný og endurskoðuð útgáfa, ætluð skólum, og er 13. ritið i flokkn- um islensk úrvalsrit, sem Iðunn gefur út. Ólafur Halldórsson cand. mag. hefur annast útgáfuna og er þetta endurprentun á útgáfu Ólafs frá 1967. Inngangurinn hefur verið aukinn og endur- saminn og miklu hefur verið bætt við skýringar. 1 inngangi sinum fjallar Ólafur m.a. um aðföng sögunnar, timatal henn- ar, aldur hennar, stil og sögu- snið og um söguna sem lista- verk. Einnig er gerð grein fyrir handritum af sögunni og útgáf- Ólafur Halldórsson um. Orðskýringar eru neðan- máls og verkefni viö lok hvers kafla. Jón Böðvarsson, skóla- meistari fjölbrautarskólans I Keflavík, samdi verkefnin. Þannig er frá útgáfunni gengið, að hún komi jafnt að gagni i grunnskólum sem háskólum, bæði hér á landi og erlendis. Stafsetning er færð til nútima- horfs. I innganginum segir ólafur Halldórsson m.a. á einum stað, að ,,...Færeyinga saga er ekki aðeins samin mönnum til skemmtunar og fróðleiks, held- ur er hún f jölþætt listaverk, og það erómaksins vert að kynnast henni. ... Sagan hefur þaö ein- kenni góðra skáldsagna, hvort sem rétt er að kalla hana skáld- sögu eða ekki, aö persónur hennar lifa sinu lifi i sögunni, svo sjálfstæðu, aö lesandinn gleymir þvi aö sagan eigi sér höfund, og hún er samin af þeirri list sem Islendingar kunnu einu sinni, að hún virðist vera sögð en ekki samin”. Bókin er 180 blaðsiöur að stærð, prentuð i Prentsmiðjunni Odda h.f. • Námskeið 1 svæðameðferð Námskeiö i svæðameðferð hefjast á vegum Rannsókna- stofnunar vitundarinnar um næstu helgi. Harald Thiis, for- stöðumaður Naturopatisk In- stitutt i Þrándheimi kennir á framhaldsnámskeiði i svæöa- meðferð á fótum og hefst það laugardaginn 16. september. Harald Thiis leiðbeinir einnig á sérstöku námskeiöi svæðameð- ferð III, þar sem nálar- stungupunktar viðsvegar um likamann og samband þeirra er kannaö. Upphafsnámskeið i svæöa- meðferð veröur svo haldið um aðra helgi 22.-24. september undir handleiðslu Geirs Vil- hjálmssonar. • Fram- kvæmdar- stjóraskipti hjá Stjórminar- félaginu.......... Nýlega fóru fram fram- kvæmdastjóraskipti hjá Stjórn- unarfélagi Isiands. Friðrik Sophusson lögfræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri félagsins frá 1972, lét af störf- um, en viö tók Þórður Sverris- son viðskiptafræðingur. Þórður Sverrisson er 26 ára. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlfð 1972 og prófi frá viðskipta- deild Háskóla Islands i janúar 1977. Að þvi loknu stundaði hann nám við rekstrarhagfræðideild Gautaborgarháskóla um eins árs skeið. A námsárum sinum starfaði Þórður við kennslu i hagfræði i verslunargreinum við Flensborgarskóla og Iðn- skóla Hafnarfjaröar. Þórður er kvæntur Lilju Héð- insdóttur og eru þau búsett i Hafnarfirði. • Efnafræði 2 komin út Komin er út hjá Almenna bókafélaginu Efnafræöi 2, sem er kennslubók fyrir mennta- skóla og framhald á Efnafræði I, sem kom út i fyrra. Höfundar eru þrir sænskir efnafræði- kennarar, þeir Stig Andersson, Ido Leden og Artur Sonesson. Þýðendureru Sigurður Elíasson og Hannes Jónsson. Miðað er við að nemendur geti hagnýtt sér efni bókarinnar á eigin spýtur. Efnafræöi 2 er 126 blaösiður i brotinu A4. Bókin er I sjö köflum sem heita: Sýrur og basar Hvörf málma með sýrum Efnisfræði I. 'Málmleysingj- arnir Sölt, haf og berg jarðar Efnisfræði II.Málmarnir Rafefnafræði. Auk þess eru verkefni og orðaskýringar aftast i bókinni. Atvinna — Smurstöð Vélaverkstæði Óskum að ráða hið fyrsta vanan mann á smurstöð, einnig bifvélavirkja eða mann vanan vélaviðgerðum. Upplýsingar hjá verkstjóranum i Borgar- túni 5, Reykjavik. Vegagerð rikisins. Laus staða Staða yfirmatsmánns við Framleiðslu- eftirlit Sjávarafurða með búsetu á Aust- fjörðum er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Framleiðslueftirliti Sjávarafurða Hátúni 4. a Reykjavik fyrir 8. okt. 1978. Framleiðslueftirlit Sjávarafurða. Bændur Dönsk stúlka óskar eftir að komast á sveitarheimili I vetur helst þar sem hestar eru. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt 1966. \ Verslunarstjóri Kaupfélag Skaftfellinga, Vik óskar að ráða verslunarstjóra i kjör, sem fyrst. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til starfs- mannastjóra Sambandsins, Baldvins Einarssonar, sem gefur nánari upplýsing- ar, fyrir 25. þ. mán. KAUPFÉLAG SKAFTFELLINGA ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA L. J Múrari getur tekið að sér múrverk úti á landi. Simi 75860. Keflavík Timinn óskar eftir að ráða umboðsmann fyrir blaðið i Keflavik. Upplýsingar i sima 92-1373 eða hjá af- greiðslustjóra i sima 86300 Reykjavik. Kennara vantar Viljum ráða strax tvo kennara, er annist kennslu i ensku og viðskiptagreinum, á grunn- og framhaldsskólastigi. Upplýsingar gefur skólastjórinn i sima 95- 5219. SKÓLANEFNDIN A SAUDARKRÓKI.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.