Tíminn - 13.09.1978, Qupperneq 17

Tíminn - 13.09.1978, Qupperneq 17
Mi&vikudagur 13. september 1978 l»M 1\ i| i ^ r Göngum í lið með lífinu Landbúnaður ofar stóriðju '|$fí A/x Framkvæmdir viö járn- blendiverksmiðjuna hófust sumarið 1975. Fyrstu framk- væmdir gengu vægast sagt hörmulega. Menn þurftu jafnvel aö standa i höröu öl að fá laun sin greidd hjá þeim verktaka, sem valinn var. Enn i dag hafa ekki allir fengið lauh sin, og er það vissulega blettur á fram- kvæmdasögu þessa fyrirtækis. Það blés í öndverðu illa fyrir verksmiðjunni og það i fleiri en einum skilningi. Bandariski auöhringurinn Union Carbide, sem Magnús ráðherra Kjart- ansson haföi fengið til fulltingis i þessu máli, hætti þátttöku i fyrirtækinu, greiddi Islending- um 850milljónir króna og þóttist vel sleppa. Hvers vegna gerði auðhring- urinn þetta? Varla vegna þess, að þessir slungnu fjármála- menn hafi verið hræddir við breytingar og nýjungar 1 at- vinnurekstri, eða viljað kasta frá sér milljörðum með þvi að ganga frá málinu. Þeir vissu einfaldlega, að þetta fyrirtæki var ekki arðbært, ekki hag- kvæmt, jafnvel þó að það ætti að fá dýrmæta islenzka orku fyrir margfalt, margfalt lægra verð, heldur en fslenzkir atvinnuvegir verða fyrir hana að greiða og þessi útlendi auðhringur skyldi njóta margs konar forréttinda fram yfir þegna þessa lands. En iðnaðarráðherra og aðrir forystumenn stóriðjunnar gáf- ust ekki upp við áform Magnús- ar Kjartanssonar og flokks- bræðra hans um að koma er- lendri stóriöju inn 1 þessa blóm- legu landbúnaðarbyggð. Samið var við annan erlendan auð- hring og gengið banka úr banka á erlendri grund til að leita eftir lánum, svoað milljörðum skipt- ir, til aö reisa verksmiðju, sem yrði rekin með gifurlegu tapi, jafnvel milljarða tapi á árs- grundvelli, eins og komið hefur fram á liðnum mánuðum. Það skyldi þó ekki vera, aö hinu gífurlega fjármagni, sem til byggingar járnblendiverk- smiðjunnar fer, væri betur var- ið til annarra hluta og skilaði þar meiri arði? Fróðlegt væri til dæmis að fá reiknað út, hvað mætti leggja mikið af varanleg- um vegum um landiðfyrir þetta fjármagn og hvaða arði slik fjárfesting skilaði. Ný andófsalda rís Snemma á s.l. ári höfðu að- stæður mjög breytzt í þessu máli og erfiðlega gekk að koma hinu nýja járnblendifrumvarpi gegnum þingið. Þingmenn, sem áður höfðu fylgt málinu, voru nú hikandi og óráðnir. Margir munu þóhafa látið binda hendur sinar fyrir fram og talið hæpiö að snúa við úr því, sem komið var. Vissulega var þeim nokkur vorkunn. Framkvæmdir við verksmiðjuna voru þá i fullum gangi, verk höfðu verið boðin út og samningar gerðir, áður en Alþingi haföi tekið lokaákvörð- un um málið. Slik vinnubrögð geta tæpast talizt lýðræðisleg og eru ekki til þess fallin að auka síðarigrein virðingu Alþingis meðal al- mennings. Um þessar mundir fór mikil og sterk andófsalda gegn stór- iðjunni hér um sveitirnar beggja megin Hvalfjarðar. Var þá að nýju boðaö til fundar i Heiðarborg. Sá fundur haldinn hinn 1. maí og var vel sóttur. Þar var samþykkt meö sam- hljóða atkvæðum ályktun, sem mælt var fyrir af bónda i sveit- inni, hógværum, greindum og traustum manni. í ályktuninni var skorað á rikisstjórnina að ,,hlutast til um það, að fram færi almenn leynileg atkvæða- greiðsla meðal fólks 1 ná- grannasveitum fyrirhugaðrar verksmiöju, þar sem könnuð yrði afstaða þess til verksmiðj- unnar.” Þessari áskorun var að sjálf- _ sögðu fyrst og fremst beint til iðnaðarráðherra, sem nokkru áður hafði lýst yfir þvi á Al- þingi, að hann mundi ekki beita sér fyrir rdtstri stóriðju við Eyjafjörö gegn vilja heima- manna, eða án þess að álits þeirra hefði verið leitað. Vildu menn nú láta á það reyna, hvort ráðherrann stæði við þessi orð sin, þegar Borg- firðingar ættu i hlut. Frá þvi er skemmst að segja, að þessari beiðni okkar Borgfirðinga og áþekkum óskum Kjósverja hafnaði iðnaðarráðherra af- dráttarlaust. Þannig var virð- ing ráðherrans gagnvart félags- legum óskum fólksins i gróand- anum árið 1977. Mjög brýnt er að breyta um stefnu og stjórnun i orkumálum. Það veröur bezt gert undir for- ystu Framsóknarflokksins, enda hafa Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur sýnt að þeim er ekki að treysta i þessum mál- um. Landbúnaður eða stóríðja Islenzkir bændur framleiða einhvern þann bezta og hollasta mat, sem völ er á i þessu landi. Borgfirzkir bændur eru engin undantekning frá þessu, enda er héraðið gott og blómlegt land- búnaðarhérað. Sveitirnar sunn- an Skarðsheiðar eru grónar og blómlegar byggðir er henta mjög vel til landbúnaðar ekki sizt mjólkurframleiðslu. Það sætir eðlilega tortryggni og gagnrýni bænda, að erlend stór- iðja skuli nú vera sett niður i þessa blómlegu landbúnaðar- byggö. Margir spyrja, hvort stóriðja og landbúnaður geti starfað og þróazt eðlilega hliö við hliö I sömu sveitinni. Égtel hæpið, að svo sé eða að svo muniverða. Ég hygg, að verksmiðjan muni ekki hafa jákvæð áhrif á land- búnað hér, þó að þvi hafi verið haldið fram af formælendum hennar. Þvert á móti mun hún valda byggðarföskun, gjör- breyta ásjónu landsins og draga úr landbúnaði, einkum mjólkur- framleiðslu, svo sem hún hefur þegar gert. Þeir, sem fastast mæla meö stóriðju, telja, að svonefnt „næturrafmagn” sé ekki unnt að nota til annarra hluta og færi það þvi forgörðum ella. Þvi sé það sérstakur búhnykkur að seija þessaorku til stóriöju fyrir litið verö. Nú ber þess aö gæta, aðbændur nota einnig næturraf- magn, svo sem til súgþurrkunar og fóðurframleiðslu. Ég tel, að nú þegar eigi að veröa viö rétt- mætum óskum bænda um það, að þeir fái rafmagn til land- búnaðarframleiðslu, einkum vegna fóðuröflunar, fyrir áþekkt verð og erlendir auð- hringir þurfa fyrir hana að greiða i okkar eigin landi. Islenzkur landbúnaður á nú að ýmsu leyti i vök að verjast, ekki sizt vegna hins skefjalausa og ódrengilega áróðurs, sem haldið er uppi gegn bændum, jafnvel i rikisreknum og rikisstyrktum fjölmiðlum. Bændur hafa verið og eru enn kjölfesta og styrkur hinna dreifðu byggða landsins. Verði landbúnaður hinna beztu og feg- urstu byggða smám saman látin þoka fyrir erlendri stóriðju, þá er vá fyrir dyrum i þessu landi. Þar er ekki að finna þær fram- farir, sem verða islenzkum bændum og islenzkri þjóö til þurftar. Framtið heilbrigðs og ham- ingjusáms lis i þessu landi verð- ur ekki reist á erlendri stóriðju. Nú mun vera mjög um það rætt, einkum þó á bak við byrgðardyr, aö járnblendiverk- smiðjan sé aðeins fyrsta skrefið að fleiri og stærri verksmiðjum i byggðum Hvalfjaröar. Fram- kvæmdastjóri verksmiöjunnar hefur sagt, að verksmiðjan sé „upphaf að meiri slikum iðn- aði.” Hefur iðnaðarráðherra kannski i hyggju að láta byggja hér fleiri slikar verksmiðjur og hefur ef til vill veriö tekin um það ákvörðun á .bak við tjöldin? A þessu vil ég vekja sérstaka athygli og vænti þess að fá svar við þessum spurningum nú. Jafnframt vil ég æskja þess, að þingmenn og varaþingmenn þeir sem kjörnir hafa veriö með atkvæðum i Vesturlandskjör- dæmi láti i ljósskýrtog afdrátt- arlaust skoðun sina á þessum málum, tjái afstöðu sina til er- lendrar stóriðju yfirleitt og geri grein fyrir þvi, hvort þeir viilja heldur styðja landbúnaö eða stóriðju i þessum byggðum. Hver eru áform þeirra og skoð- anir i sambandi við frekari er- lenda stóriðju á Vesturlandi? Hin jákvæða hlið s Járnblendiverksmiðjan gnæf- ir nú þegar yfir byggöir Hval- fjarðar. Fæstum mun finnast, að hún setji svip vors og fegurð- ar á ásjónu byggðarinnar. Verksmiðjan er staðreynd, sem menn veröa að sætta sig við, horfa á hinar björtu hliöar og vinna úr þeim til þeirra hags- bóta fyrir byggðina, sem unnt kann að vera að ná. Þrátt fyrir allt hefur járn- blendiverksmiðjan ýmislegt já- kvætt i för með sér, og svo er sem betur fer um flesta hluti. SR. JON EINARSSON — Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Hún skapar hér aukið og fjöl- breyttara atvinnulif, og vissu- lega þurfum við meiri fjöl- breytni i islenzkum atvinnu- rekstri. Hún mun einnig færa nokkurt fjármagn inn i þessar byggðir. Þá getur höfnin á Grundartanga orðið lyftistöng fyrir Vesturland, ef rétt og skynsamlega er að málum stað- ið. Þá mun fólki væntanlega fjölga hér um slóðir. Ég veit, að þeir, sem valizt hafa til forystu og fram- kvæmdastjórnar á Grundar- tanga, eru góðir og gegnir menn, sem ég berfullt traust til, býð velkomna i byggðina og vænö þess, aö þeir vilji setjast aðmeðal sveitamannanna, taka þátt i þeirra menningu og lifa þeirra lifi. Mérer kunnugt um, að gerður hefur verið uppdráttur að byggðakjarna f Skilmanna- hreppi. Égtel,aö nú þegar eigi að hefjast handa um frekari skipulagningu og byggingar. Þarna á Byggöasjóöur að koma tilaðstoðarog stjórnvöld að láta þessi mál til sin taka. Komiö að áfanga Svo sem flestum mun kunn- ugt, er hið mikla bil, sem oröið er milii mannsins og umhverfis- ins, eða það sem hér á landi hefúr verið túlkað með orðinu mengun.að veröa mikiö vanda- mál meðal margra menning- arþjóða heims. Margar þjóðir þurfa að verja gífurlegum fjár- munum til umhverfisverndar, þar á meðal til varnar mengun- ar frá verksmiðjum og af völd- um stóriðju. Fyrr eða siðar getur þetta einnig orðið vandamál hér á landi, ef áfram veröur haldið i álvera- og járnblendibraut. Þrátt fyrir alla tækni i mengun- arvörnum, þá er ástæða til að vera á varðbergi, læra af reynslu annarra þjóða og minn- ast þess, að lifriki Islands er viðkvæmt og auösært og þolir illa snöggar byltingar. Fyrir nokkrum árum héldu Sameinuðu þjóðirna ráðstefnu tilaðræöa um umhverfi manns- ins ogathuga þörfina fyrir sam- eiginleg viðhorf og sameiginleg stefnumið til hvatningar og leiö- sagnar þjóðum heims varöandi verndun og endurbætur á mann- legu umhverfi. I yfirlýsingu sem gefin var út að lokinni þessari ráðstefnu, segir meðal annars: „A okkar dögum getur hæfi mannsins til að breyta umhverfinu, ef rétti- lega er aö fariö, fært öllum þjóð- um ágóða hagþróunar og tæki- færi til bættra lifshátta. Ef sama valdi er hins vegar beitt ranglega og tillitslaust, getur þaðorsakað óútreiknanlegt tjón fyrir mannkyniö og mannlegt umhverfi. Viö sjáum i kringum okkur vaxandi ummerki um tjón af mannavöldum i mörgum heimshlutum: Hættulega mikla mengun i vatni, lofti, jarðvegi og lifverum, meiriháttar ósæki- lega röskun á vistlægu jafnvægi lifrfkisins, eyðileggingu og uppurun auðæfa, sem ekki verða endurnýjuð. Og i þvi um- hverfi sem maðurinn hefur mót- aö, sjáum við stórfeUd mistök, skaðvænleg likamlegri, and- legri og félagslegri heilbrigöi manna. Komið er aö þeim áfanga i mannkynssögunni, þar sem við verðum að móta athafnir okkar . um heim allan með meira tilliti til umhverfisahrifa þeirra. Með fáfræði og skeytingarleysi get- um við valdið stórfelldu og óbætanlegu tjóni á þvi umhverfi jarðar, sem lif okkar og velferö byggist á. A hinn bóginn getum við með aukinni þekkingu og vitrænum aögerðum náö fram U1 betra lifs fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar i umhverfi, sem er i meira samræmi viö mannlegar þarfir og vonir. Við eigum margar hugsýnir um bætt umhverfi og sköpun góös lifs”. Ganga í lið með lífinu Þessi orð úr yfirlýsingu Sam- einuðu bjóðanna um umhverfi mannsins held ég að okkur ís- lendingum sé hollt á ihuga. Ég vænti þess, aö íslendingar „móti athafnir” sinar i orkuöfl- un og orkunýtingu meö fullu til- liti til umhverfisáhrifa þeirra og hins viðkæma lifrikis móður jarðar. Ég vil mega vona þaö og óska þess, að Islendingar beri gæfu til aðnota orku landsins fremur til framleiðslu matvæla i svelt- andi heimi, heldur en til fram- leiðslu á áliog stáli og til annars mengunarvaldandi efnaiönaöar i samvinnu viö og undir valdi erlendra auðhringa. Þær „framfarir” sem eru þjóðinni fyrir beztu, verða að ganga i lið með lifinu og taka mið af þörf- um mannsins sem mennskrar og hrifandi persónu. Islendingar eiga land að elska og lif að vernda. A þessum dög- um er það von landsins og bæn til þegna sinna allra, að þeir hjálpi þvi til aö lifa heilbrigt og óskemmt, að þeir vilji rétta þvi vormannsins græðandi hönd og standa ávallt vörð um fegurð þess og frelsi, lif þess og lán. Saurbæ á Hvalfjaröarströnd, i fardögum 1978, Jón Einarsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.