Tíminn - 30.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1978, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 30. september 1978 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprenth.f. Erlent yfirlit Kosningamar í Hesse geta orðið sögulegar Áróðursherferð gegn Bahr og Holtz misheppnaðist Mannréttindabaráttan í ágætri ræðu, sem Benedikt Gröndal utanrikis- ráðherra flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 26. þ.m., kom hann viða við, eins og titt er við slik tækifæri. M.a. vék hann að mannréttindamál- um, sem nú eru mjög á dagskrá. Utanrikisráð- herra minnti á, að mannréttindayfirlýsingin á senn 30 ára afmæli. Utanrikisráðherra sagði siðan: „Yfirlýsing þessi, sem gefin var svo skömmu á eftir stofnskránni sjálfri, er einn af stærstu áföng- unum i starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Á sama hátt og boðorðin 10 i kristinni trú hefur hún verið og er enn leiðarljós margra. Hún hefur verið hræðslu- og áhyggjuefni þeirra, sem hafa gerzt brotlegir við hana, en þvi miður hafa allt of margir virt hana að vettugi. Baráttan fyrir mannréttindum hefur harðnað og jafnframt hefur hún minnt okkur á allt það, sem ógert er á þessu sviði. Við vitum, að pyntingum er beitt á ýmsa vegu i tugum landa, sem aðilar eru að samtökum okkar. Við megum ekki láta baráttu linna fyrr en þessi blettur á mannkyninu hefur verið afmáður. Við vitum, að þúsundum manna hefur verið varpað i fangelsi i fjölda landa af pólitiskum ástæðum, vegna þátttöku þeirra i verkalýðssam- tökum eða vegna trúarbragða, og þeim er haldið i fangelsi eða fangabúðum, án þess að koma fyrir dómstól. Þetta er óþolandi ástand. Við vitum, að kynþáttastefna og kynþáttamisrétti er ekki aðeins víða i framkvæmd heldur opinber stjórnarstefna i sumum löndum. Mikið hefur verið um ályktanir á allsher jarþinginu um kynþátta- misrétti, en fram að þessu hefur litill árangur náðst. Við vitum, að önnur mannréttindi, borgaraleg og pólitisk, efnahagsleg, félagsleg og menningar- leg, eru viða vanvirt. í tilefni af afmæli mannrétt- indayfirlýsingarinnar skulum við enn herða sókn- ina á þessu sviði. An grundvallar mannréttinda er ekki að ræða um raunverulegt einstaklingsfrelsi, og án einstaklingsfrelsis verður höfuðmarkmiðum stofnskrár Sameinuðu þjóðanna ekki náð”. í framhaldi af þessu vék utanrikisráðherra svo sérstaklega að kynþáttadeilum i suðurhluta Afriku og lýsti eindreginni andstöðu gegn kynþáttamis- mununinni þar. Vigbúnaður á höfunum Utanrikisráðherra vék i ræðu sinni að vigbún- aðarkapphlaupinu og nauðsyn þess að draga úr þvi. Ráðherrann sagði m.a.: ,,Hitt atriðið, sem ég legg áherzlu á,varðar höfin viðáttumiklu. Nú stendur yfir mikið og vaxandi vigbúnaðarkapphlaup á sviði sjóhers, kaupskipa, fiskveiða og rannsókna, allt i hernaðarþágu. Að sýna fánann i hverri höfn i heiminum, eins og risa- veldin gera, er vottur um nýja heimsveldisstefnu. Það er hörmulegt að vita til þess, að kafbátar hlaðnir kjarnorkueldflaugum sigla stöðugt um gamalkunnar fiskislóðir og sjómenn geta átt von á þvi að fá alls konar rafeindatæki i veiðarfæri sin”. Hvergi mun vigbúnaðurinn á höfunum vera meiri en á Norður-Atlantshafi. Það er vissulega orðið timabært að Islendingar hefji máls á sam- drætti vigbúnaðar þar. Þ.Þ. Alfred Dregger VAFALAUST anda leiötogar vestur-þýzku stjórnarflokkanna léttara eftir aö Kurt Rebmann, aöalsaksóknari rikisins,birti þá yfirlýsingu siöastliöinn þriöju- dag, aö ásakanirnar gegn tveimur þingmönnum sósialdemókrata, Egon Bahr og Uwe Holtz, um njósnir og óleyfi- legt samband viö rúmensku leynilögregluna,væru algerlega tilhæfulausar og gæfu þvi ekki tilefni til frekari rannsókna. Hefði úrskurður aöalsaksóknar- ans oröiö á aöra leið,myndi þetta mál hæglega geta haft mikil áhrif á hinar mikil- vægu fylkisþingskosningar sem fara fram i Hesse 9. október næstkomandi, en úrslit þeirra gætu leitt til falls sambands- stjórnarinnar í Bonn ef þau yröu mjög óhagstæö fyrir stjórnar- flokkana, einkum þó Frjáls- lynda flokkinn. Mál þatta hófst meö þvi aö helztu blöð Springer-hringsins, Bild-Zeitung og Die Welt, tóku aö glósa um þaö i byrjun siöasta mánaöar,að 1 uppsiglingu væri mikiö njósnamál i Bonn. Siðar var gefiö i skyn aö viö þetta mál væru riðnir Uwe Holtz, sem er talinn einn af efnilegri yngri þingmönnum sósíaldemókrata og Joachim Broudre-Groeger, náinn aöstoðarmaöur Egon Bahr, eins helzta leiðtoga sósialdemókrata og náins sam- starfsmanns Brandts og Sch- midts um langt skeiö. Onnur blööfóru svo aö birta fréttir um þetta. Þetta leiddi til þess.aö vestur-þýzka þingiö var kvatt saman til skyndifundar i byrjun þessa mánaöar og þar sam- þykkt aösvipta Uwe Holtz þing- helgi, svo aö dómsvöld gætu rannsakað mál hans. 1 kjölfar þessa hertu Springer-blööin áróðurinn gegn honum. Það kom fljótt I ljós hvaöan þessar ásakanir voru runnar. í byrjun siðasta mánaöar gaf rúmenskur njósnari, Ion Papeka, sig fram viö banda- risku leyniþjónustuna (CIA) og óskaöi eftir landvistarleyfi i Bandarikjunum. t staöinn gaf hannupp ýmsar upplýsingar.en hann hafði starfað i Bonn um skeiö. Meöal þessara upp- lýsinga voru þær, að Holtz og Broudre-Groeger heföu haft verulegt samband við rúmenska sendiráöiö 1 Bonn. Eftír einhverjum duldum leiðum komust þessar upp- lýsingar brátt I Springer-blööin. Þaö bættist svo viö, að Egon Bahr hefði gert áætlun um brottför Vestur-Þýzkalands úr Nato og hlutleysi sameinaös Þýzkalands. ttarleg rannsókn dómsvalda hefur nú leitt I ljós, að allt er þetta óhróöur einn. Holtz hafði haft nokkurt sam- band viö rúmenska sendiráðiö vegna þess aö hann var for- inaður þeirrar þingnefndar,sem fylgistmeð efnahagslegri aöstoö við önnur rflú,en Rúmenia var um skeiö eitt þeirra. Broudre-Groeger haföi llka átt erindi við sendiráöið af eölileg- um ástæöum. Aöalsaksóknarinn hreinsaöi þá þvi af öllum grun. Söguna um þær áætlanir sem Bahr átti að hafa samiö,hefur enginn tekið alvarlega. Sjálfur segist Bahr ekki vera svo vit- laus að láta sér detta slikt í hug. ÞETTA tilbúna njósnamál mun þvi vart hafa áhrif á kosningarnar í Hesse.nemá þá öfugt. Þar er nú staðan sú,að fylkisstjórnin byggist á sam- starfi sósialdemókrata og Frjálslynda flokksins, en samanlagt hafa þeir aöeins tveggja atkvæöa meirihluta á fylkisþinginu. Meirihluti þeirra má því ekki tæpari vera. Kristi- legir demókratar hafa veriö taldir i sókn 1 Hesse og er þaö m.a. þakkað forustumanni þeirra þar, Alfred Dregger,sem er snjall ræöumaöur og kemur vel fyrir I sjónvarpi. Hann til- heyrir ihaldssamari armi flokksins. Hann er talinn koma til greina sem kanslaraefni kristilegra demókrata, ef þeir sigra I Hesse.þvi aö Strauss muni þá tefla honum fram gegn Helmut Kohl. Hættan sem vofir yfir stjórnarflokkunum i Hesse er ekki aðeins sú, að þeir missi meirihlutann. Mesta hættan er sú, aö Frjálslyndi flokkurinn fái ekki 5% greiddra atkvæöa og þurrkist þvi alveg út úr þinginu. Þessihætta hefuraukizt viö þaö, að flokkur umhverfisverndar- manna býðurnúframf Hesseog virðist ná fylgi frá Frjálslynda flokknum. Ef Frjálslyndi flokk- urinn þurrkast Ut i Hesse, getur það vel oröiö til þess, að hann rjúfi stjórnarsamstarfið i Bonn. Stjórnarsamstarfið þar er að þvi leyti óheppilegt fyrir Frjáls- lynda flokkinn að Schmidt nýtur samkvæmt skoðanakönnunum miklu meiri vinsælda en flokkur hans og þvi kjósa óháöir kjós- endur frekar sósialdemókrata en Frjálslynda flokkinn. Leið- togi Frjálslynda flokksins Hans-Dietrich Genscher utan- rikisráðherra, nýtur tak- markaöra vinsælda. HINN 14. október fara svo fram fylkisþingskosningar i Bæjaralandi. Þar þykir flokkur Strauss vera sigurviss og mun athyglin beinast mest aö þvi, hvort hann fær meira en 62% greiddra atkvæða,en þaö fékk hann i siöustu kosningum. Þetta verður talið merki um persónu- legt fylgi Strauss, en þvi hefur verið lýst yfir, aö hann veröi fylkisstjóri eftir kosningarnar og hætti þá um leið þing- mennsku i Bonn. Strauss telur fylkisstjóraembættiö vænlegra til frama, en þingmennskuna. Genscher og Schmidt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.