Tíminn - 30.09.1978, Síða 17
Laugardagur 30. september 1978
17
......
"Einþáttimgari
Þjóðleikhúsinu
Í!S •Starfsár Fílharmóníunnar
JG RVK: Sigríður Olafsdóttir
Candi opnaði sýningu á mynd-
vefnaði i sýningarsal FIM að
Laugarnesvegi 112 i Reykjavik
á föstudaginn.
Frú Sigríður kallar sýningu
sina „Uppgötvanir” en þetta er
fyrsta einkasýning hennar á
myndvefnaði en hún hefur áður
sýnt málverk.
Sýningin verður opin daglega
en henni lýkur 8. október.
•Áskriftarkort
Þjóðleikhússins
— nær uppseld
Gifurleg sala hefur verið i
áskriftarkortum Þjóðleikhúss-
ins og hefur orðið að bæta við
sölu á tveimur áskriftarsýning-
um: 7. og 8. sýningu. Uppselt er
orðið á þá 7. en enn eru fáanleg
kort á 8. sýningu. Verður þetta
siðasta áskriftarsýningin.
Askriftarkort Þjóðleikhússins
kosta 10 þúsund krónur og gilda
á 6 sýningar á Stóra sviðinu. Er
hér um að ræöa 20% afslátt frá
venjulegu aðgöngumiðaverði.
Fólk kaupir sér ákveðin sæti og
gengur síðan að þeim visum á
þeirri sýningu sem það velur sér
(2.-8. sýning).
hafið
Söngsveitin Filharmónia hóf
sitt 19. starfsár miðvikudaginn
20. september s.l.
Verkefnin i vetur munu verða
„Sköpunin” eftir Joseph Haydn,
sem flutt verður á tónleikum
meö Sinfóníuhljómsveit Islands
þann 15. febrúar, undir stjórn
Marteins Hunger Friðriks-
sonar. Og „9. sinfónían” eftir
Ludwig van Beethoven, en hún
verður flutt á tónleikum með
Sinfóniuhljómsveit íslands þann
7. og 9. júní undir stjórn franska
hljómsveitarstjórnandans J.P.
Jacquillet. Þá mun Söngsveitin
einnig æfa nokkur Islensk lög
með útvarpsupptöku fyrir aug-
um. Eftirfarandi er stutt kynn-
ing á þeim verkum, sem veröa á
dagskrá Söngsveitarinnar FIl-
harmóniu I vetur.
Sköpunina samdi Haydn á ár-
unum 1795 og 1798 eftir að hafa
kynnst kórverkum Handels á
Lundúnaárum sinum. Sköpunin
er I hefðbundnum óratóriustil,
samin fyrir fiögurra radda kór,
þrjá einsöngvara og hljómsveit.
Þar skiptast á yndislegar ariur,
resitativ og kórar, og lýsir
Haydn á skemmtilegan og leik-
rænan hátt fjölbreytni og dýrð
sköpunarverksins. Verkið
veröur sungiö á þýsku og tekur
105 minútur I flutningi.
Beethoven samdi 9. sinfóni-
una á siðustu árum ævi sinnar.
Þrátt fyrir miskunnarlausa ævi
var hann lengi staðráðinn I að
semja gleðinni lofsöng. Boð-
•skapur ljóðsins, sem er eftir
Schiller er áhrifamikill, og á
alltaf erindi til okkar. Kröfur til
flytjanda eru miklar, en falleg-
ar laglinur og stórkostleg
dramatik verksins gera erfiðið
að ógleymanlegri ánægju.
I vetur munu fjórir einsöngv-
arar, þau Ólöf Harðardóttir,
Rut Magnússon, Friðbjörn G.
Jónsson og Halldór Vilhelms-
son, starfa meö stjórnandanum
og þjálfa hverja rödd fyrir sig,
viö æfingu fyrrgreindra verka.
Einnig mun kórinn hafa milli-
göngu við útvegun einsöngvara
til kennslu i hóp og einkatimum.
Þá mun Pétur Hafþór Jónsson
tónmenntakennari hafa með
höndum stjórn á tónfræði-
kennslu innan kórsins.
Þess má geta að Söngsveitin
Fflharmónia, óskar eftir nú eins
og ávallt áhugasömu söngfólki
til starfa með ser. En stjórnandi
Söngsveitarinnar er Marteinn
Hunger Friðriksson og undir-
leikari Agnes Löve.
fólk í listum
Þjóðleikhúsið hefur að
nýju hafið sýningar á ein-
þáttungunum ,/Þeir riðu
til sjávar" eftir J.M.
Synge og „Vopn frú Carr-
ar" eftir Bertholt Brecht,
á litla sviðinu. Þættir
þessir voru frumsýndir í
vor og voru þá 11 sýning-
ar fyrir fullu húsi við af-
bragðs undirtektir.
Myndin hér fyrir ofan er
úr „Vopnum frú Carrar"
og sýnir Bríeti Héðins-
dóttur sem fer með aðal-
hlutverkið ásamt Ævari
Kvaran og Bjarna Stein-
grimssyni.
Fer með barna-
leikrit í skóla
SJ — Starfsemi Alþýðuieikhúss-
ins á þessum vetri er nú i þann
veginn að hefjast og eru nú hátt
á fjórða tug leikara innan vé-
banda sunnandeildar leikhúss-
ins. Snemma i október hefjast
sýningar á nýju barnaleikriti
„Vatnsberarnir” sem Alþýðu-
leikhúsið fiytur i barnaskóium i
Reykjavik. Höfundur þess er
Herdis Egilsdóttir kennari.
Einnig er ætlunin að halda uppi
fullu starfi I Lindarbæ og efna til
leikferða út um land svo sem AI-
þýðuleikhúsið hefur gert til
þessa.
Flest af þvi unga fólki sem út-
skrifast hefur úr leikskólum hér
á landi siðustu árin er i Alþýðu-
leikhúsinu og auk þess hafa þvi
borist fleiri liðsmenn. Sumt af
þessu fólki starfar einnig hjá at-
vinnuleikhúsunum I Reykjavik.
Alþýðuleikhúsfólk er óánægt
með gildandi leiklistarlög og
telur að þar sé alls ekki gert ráð
fyrir starfsemi á borð við Al-
þýðuleikhúsið, heldur aðeins at-
vinnuleikhúsunum tveim og
Bandalagi' islenskra leikfélaga.
A sunnudagskvöld sýnir sjón-
varpið leikrit Böðvars Guð-
mundssonar, Skollaleik i upp-
setningu Alþýðuleikhússins.
• Skáld-Rósa
Skáld-Rósa leikrit Birgis Sig-
urðssonar er nu aftur á fjölun-
um i Iðnó. Verkið var frumsýnt
um siðustu áramót og sýnt 56
sinnum i vetur leið og hefur ekk-
ert verk verið sýnt jafn oft á svo
skömmum tima hjá Leikfélagi
Reykjavikur, enda aðsóknin
með eindæmum góð. Alls komu
um 13.000 manns á þessar sýn-
ingar.
A myndinni eru Ragnheiöur
Steindórsdóttir i titilhlutverkinu
og Harald G. Haraldsson sem
leikur Natan.
•Sýnir mynd-
vefnað i
Söngsveitin Filharmonia voriö 1978
Arnar Jónsson, Messiana Tómasdótti.r, Þórhildur Þorleifsdóttir og
Evert Ingólfsson eru meðal 30-40 félaga I Alþýðuleikhúsinu sem nú
hefur starfsemi sunnan fjalla en ætlar þó framvegis sem hingaö til
að vera leikhús allra landsmanna. Timamynd Róbert
• Alþýðuleikhúsiö....
•Saumastofan
i Færeyjum
i færeyska blaðinu 14.
september er frá þvi sagt að i
byrjun október verði ieikritið
Saumastofan eftir Kjartan
Ragnarsson frumsýnt i Sjón-
leikarhúsinu i Þórshöfn. Leik-
félag Reykjavíkur gaf Havnar
Sjónleikarfelag leiktjöldin og
mun Jón Þórisson,sem málaöi
þau, setja þau upp i Þórshöfn.
i blaðinu stendur að þetta sé
ákaflega skemmtilegur leikur
og sé nýnæmi að sjá konur i
meirihluta á sviðinu.
Auglýsing um aðalskoðun
bifreiða í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur í októbermánuði
1978
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriöjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds-
höfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar
alla virka daga kl. 08:00-16:00
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur og vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi.
Athygli skal vakin á þvi að skráningar-
númer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að
máli.
Lögreglustjórinn i Reykjavik
26. september 1978
Sigurjón Sigurðsson
HARÐVIÐARVAL H=
Skemmuvegi -40 KÓPAVQC3I s;74111
Grensásveg 5 REYKJAVIK s; S47’ 27
Harðviðarklæðningar Spónlagðar spónaplötur
Furu & Grenipanell Spónaplötur
Gólfparkett Veggkrossviður
Plasthúðaðar spónaplötur
2. október R-46001 til R-46500
3. október R-46501 til R-47000
4. október R-47001 til R-47500
5. október R-47501 til R-48000
6. október R-48001 til R-48500
9. október R-48501 til R-49000
10. október R-49001 til R-49500
11. október R-49501 til R-50000
12. október R-50001 til R-50500
13. október R-50501 til R-51000
16. október R-51001 til R-51500
17. október R-51501 til R-52000
18. október R-52001 til R-52500
19. október R-52501 til R-53000
20. október R-53001 til R-53500
23. október R-53501 til R-54000
24. október R-54001 til R-54500
25. október R-54501 til R-55000
26. október R-55001 til R-55500
27. október R-55501 til R-56000
30. október R-56001 til R-56500
31. október R-56501 til R-57000
Sólbekkir
Smiðum sólbekki eftir máli, álimda með
harðplasti. Mikið litaúrval.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Trésmiðjan Kvistur
Súðarvogi 42 (Kænuvogsmegin)
Simi 33177
Hjólbarðasólun, hjólbarðasala
og öll hjólbarða-þjónusta
Nú er rétti timinn tU
að senda okkur
hjólbarða til
sólningar
EÍRum fyrirlinKjandi
flestar stœróir
hjóiharöa,
sóiaða OR
nýja
Mjög
gott
verð
Fljót og góð
þjónusta
niJM UM LAND ALLT
VINNU
STOfAN
HF
Skipholt 35
105 REYKJAVÍK
slmi 31055