Tíminn - 12.10.1978, Qupperneq 5

Tíminn - 12.10.1978, Qupperneq 5
Fimmtuda^ur 12. október 1978 5 Kirkjuorgan istiim á Þingevri.... — er áströlsk stúlka Mikil uppbygging er á Þingeyri — sjö ný ibúðarhiis eru þar Ismlftum. VS— Áslaug Jensdóttir á Núpi i Dýrafirði hafði þetta að segja, þegar hringt var til hennar baö er ekki hægt aö segja annaö en að heyskapurinn hafi gengið vel hjá okkur i sumar. Aö visu var svalt framan af sumr- inu, og oft var sólarlitið, en þaö komu sólskinsdagar inn á milli, og þeir nýttust vel. Við gátum hirt af heimatúninu án þess að raka upp, og eftir að þurrheyið var komið i hlöðu, þurftum við ekki mikið að nota súgþurrkun- ina. Siöari hluta sumarsins var hlýtt og þá spratt allur jaröar- gróði vel. Kartöfluuppskera var með besta móti, og miklu betri en i fyrra. Til samanburðar má geta þess, að á kalárunum fraus oft i görðum fyrrihluta sumars, og þá kom jafnvel fyrir, að menn fengju færri kiló upp úr görðun- um áhaustín,ensetthöföu veriö niður að vorinu. Berjaspretta var mjög góð hér um slóðir i sumar, og óvenjumikið af krækiberjum, enda naut sólar og hita i rikum mæli um vaxtartimann. Haustið er búið aö vera gott, þaðsemaf er, og t.d.hefur viðr- að vel i fjárleitir. Hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á bing- eyri verður slátrað um hálfu niunda þúsundi fjár i haust, og það fé er úr Dýrafirði og norð- anverðum Arnarfirði. Hrognkelsaveiði var með lak- ara móti i vor, einkum grásleppuveiðin. Skuttogarinn Framnes á bingeyri er núna búinn að afla meira en allt árið i fyrra, eða 3.180 tonn, miðað við slægðan fisk. Færabátar hafa fiskað vel i sumar, en gæftir hafa verið misjafnar. bað hefur verið mikil vinna i frystihúsinu, og núna eftír helgina (þ.e. eftir 8. okt. Innsk.), koma fimmtán útlendingar til starfa þar. A bingeyri eru sjö ibúðarhús i smiðum, og þar er nýkominn læknir, sem gert er ráð fyrir að verði i eitt ár, en annars hafa þeiroftekki verið nema nokkra mánuði i einu. Hins vegar hefur enginn sótt um prestakallið, þótt það hafi verið auglýst, en menn vona, að úr þvi rætist. Ráðinn hefurverið nýr organ- istí i bingeyrarkirkju. baö er áströlsk stúlka, sem kom til starfa i frystihúsinu á bingeyri, og er nú búsett þar. HUn hafði verið organisti i heimahéraöi sinu i Ástraliu, áður en hún fluttist hingað til lands. Fram að þessu hafði verið organisti i bingeyrarkirkju GuðrUn Sigurðardóttir prestsfrú á bing- eyri, en hún flyst nú á brott þaðan eftir lát manns sins. bað er mikill sjónarsviptir að þeim hjónum fyrir bingeyri, og héraðið allt. FRAMNES.. er búinn að afla meira en allt árið I fyrra. Sj álfvirkur sími á alla b Ölfushr ESE — Þessa dagana er verið að ljúka við lagn- ingu sjálfvirks sima i Ölfushreppi og þegar því verki verður lokið innan fárra daga, þá verður Ölfushreppur einn af fyrstu dreifbýlishrepp- um landsins, þar sem allir bæir fá sjálfvirkan síma. Timinn ræddi af þessu tílefni við Garðar Hannesson sim- stöðvarstjóra i Hvera^eröi og kom fram i máli hans að í þessum siðasta áfanga yrði lagður sjálf- virkur simi á 14 bæi I hreppnum. Sjálfvirkni simans i ölfushreppi hófst árið 1976 og alls eru það um 60bæir,sem sjálfvirki siminn nær til. Garðar sagði að hér væri um mikið hagsmunamál fyrir ölfus- inga að ræða og nefndi hann þaö sem dæmi, að áöur en sjáifvirki siminn heflli komiö til, þá hefðu bæir i hreppnum veriö simasam- bandslausir þetta 12-14 tima 'á sólarhring, þegar stöðin i Hvera- gerði hefði farið út. Ekki sagði Garðar ráðgert að stækka simstöðina i Hveragerði Garðar Hannesson simstöðvarstjóri I sjálfvirku simstöðinni I Hveragerði. TlmamyndG.E. fyrr en i fyrsta lagi árið 1980, en gat þess að i sumar hefði 100 númerum verið bætt við stöðina, þannig að hún hefði nú yfir 500 númerum að ráða. brátt fyrir þessa stækkun þá væri orðið mjög erfitt að fá núrner og væri stööin að veröa fullsetin. Einnig væri mjög erfittað ná Ut úr Hveragerði á annatimum, vegna fárra val- lina og yrði varla bót ráðin á þvi vandamáli fyrr en viöbygging simstöðvarinnar á Selfossi yrði tekin i notkun i árslok 1979. KVIKNAÐI f ÚT FRÁ VINDLIN6I ATA —Klukkan 3:12 aðfaranótt þriðjudags var Slökkviiið Akureyrar kallaö út. Eldur var þá i rishæð hússins að Munkaþverárstræti 5. Eldurinn var i einu herbergi og fljótlega tókst að slökkva. Tjón er ekki talið mikið en þó eitthvaö, bæði af völdum reyks og vatns. I fyrstu var talið að kviknað hefði I út frá gömlum rafmagns- kapli en nú þykir likiegra, að glóð frá vindlingi hafi verið orsökin. Nú er rétti tíminn aó endurryóverja bilinn fyrir veturinn. Verklysing á endurryövörn. ÞVOTTUR: Óhreinindi á undlrvagni og annarsstaóar eru þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem hefur þrýsting alit að 130 kg/cm2). Kemur það í veg fyrir að óhreinindi geti ieynst i undirvagni eða hjól- hlífum. ÞURRKUN: Eftir nák»æman þvott, er bifreiðinni ekið í lyftu inn í þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft- blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum, sem nauðsynlegt er að framkvæma. til að ná sem bestum árangri gegn ryði og tæringu, þ. e. að bif- reiöin sé bæði hrein og þurr þegar ryðvarnarefni er borið á. BORUN: Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr þurrkskápnum. Síðan eru boruð 8 mm göt til að koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá staði, sem nauðsynlegt reynist meó hliðsjón af þar til gerðu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif- reiða. — öllum slíkum götum, sem boruð hafa verið, verður lokað eftir sprautun á snyrtilegan hátt með sérstökum plasttöppum. 1. SPRAUTUN: Fyrst er þunnu ryðvarnarefni (Tectyl 153B) spraut- að í öll samskeyti, brot og suður, en það hefur mjög góða eiginleika til aö smjúga inn í staði þar sem mest hætta er á ryðskemmdum. Þetta efni er einnig sett inn í hurðir, lokuð rúm, vélarhús o.fl. 2. SPRAUTUN: Eftir að sprautun 1 er lokið, er sprautað þykkara ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staði, þar sem meira mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti. 3. SPRAUTUN: Aö lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og á alla viökvæma staöi undir bflnum til frekari hliföar, ryðvarnarefn'nu og til einangrunar. ÞURRKUN: Að sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni inn í þurrkskáp, en þar er ryðvarnarefnið á bif- reiðinni þurrkað með heitum loftblæstri. ÞVOTTUR: Að lokum er bifreiöin þrifin að utan jafnt sem innan. Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og siðan spraut- uð með vatni, þannig að Tectyl og önnur óhreinindi á lakki skolast burt. Ryövörn sem aöeins tekur um tvo daga. Ryóvarnarskálinn vió JSigtún Simi 19400 - Póstholf 220 |CCl!|l

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.