Tíminn - 12.10.1978, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 12. október 1978
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjpri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Simi
86300.
Kvöidsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö i iausasöiu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á'
mánuði. Biaöaprenth.f.
_____________________________________________________________/
Vandinn verður ekki
leystur með orðagjálfri
Það er ljóst af fréttum, að fleiri þjóðir eiga við
efnahagsvanda að glima en íslendingar. Norska
rikisstjórnin hefur nýlega gripið til þess ráðs að
banna allar verðhækkanir og kauphækkanir á
annað ár. Rikisstjórn brezka Verkamannaflokks-
ins hefur ákveðið i andstöðu við verkalýðshreyf-
inguna að beita sér fyrir þvi, að kaup hækki ekki
meira en 5% frá 1. ágúst i ár til 1. ágúst á næsta
ári. Framundan virðast mikil átök á vinnumark-
aðnum i Danmörku. Danski forsætisráðherrann,
Anker Jörgensen, sem er leiðtogi helzta verka-
lýðsflokks Danmerkur, lýsir yfir þvi i stefnuræðu,
að kaup megi ekki hækka, heldur verði að þrengja
lifskjörin nokkuð meðan verið sé að sigrast á
mesta efnahagsvandanum. Anker Jörgensen lýsir
þessu yfir, þrátt fyrir það, að verkalýðssamtökin
hafa borið fram verulegar kaupkröfur.
Þau dæmi, sem hér hafa verið rakin, sýna og
sanna, að það er viðar glimt við efnahagserfið-
leika en á íslandi. Sennilega eru þeir þó öllu meiri
hér en annars staðar, þvi að íslendingum hefur
tekizt verr að hemja verðbólguna en flestum öðr-
um. Orsakirnar til þess eru þær, að hér er búið við
viðtækara og hraðvirkara vixlhækkunarkerfi en
annars staðar munu dæmi um. Þess vegna hækkar
verðlagið og kaupgjaldið hraðara hér, án þess að
nokkur græði á þvi, nema braskararnir, sem láta
verðbólguna mala gull fyrir sig.
Það er ósæmiiegur áróður, þegar þvi er haldið
fram,aðþetta megi ieysa með einhverjum undra-
ráðum. Það er nú óðum að koma i ljós, að þau
töfraráð, sem sigurvegararnir i kosningunum i
sumar töldu sig luma á, voru orðagjálfur eitt. Þó
sést enn viðleitni til að halda þessu orðagjálfri
áfram, eins og t.d. að vandann megi leysa með
•aukinni framleiðni, markvissari fjárfestingu og
stöðugri útflutningi. Það er rétt, að þetta eru
framtiðarúrræði, sem stefna ber að, en þau leysa
ekki efnahagslega erfiðleika dagsins i dag. Þau
geta t.d. ekki komið að gagni við afgreiðslu fjár-
laganna nú. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarmála-
ráðherra hefur t.d. nýlega skipað nefnd til að fjalla
um iðnaðarþróunina. Vafalaust á hún eftir að
vinna gott starf og koma með margar ágætar til-
lögur, en þær verða ekki framkvæmdar á svip-
stundu, nema þá örfáar þeirra. Þær munu ekki
stuðla að lausn þess vanda, sem glimt verður við
nú fyrir áramótin, nema þá að örlitlu leyti. Þess
vegna er það óheppilegt verk og raunar illt, þegar
stjórnarblöð eru að flagga með sliku i sambandi
við efnahagsvanda liðandi stundar.
Framtið þeirrar stjórnar, sem nú fer með völd,
veltur á þvi, að stuðningsflokkar hennar sýni
raunsæi og takist á við vandann, eins og hann er,
en reyni ekki að koma sér hjá þvi með þvi að benda
á eitthvað, sem hillir undir i framtiðinni. Verði
þannig haldið á málunum, getur stjórnin ekki orð-
ið annað en skammtimastjórn, eins og vissa menn
i tveimur stjórnarflokkunum dreymir um. Það
reynir á næstu vikurnar, hvort stjómarflokkamir
verða færir um að leysa málin til nokkurrar fram-
búðar, eða hvort þeir hafa aðeins getað náð sam-
komulagi um ráðstafanir til áramóta.
Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Enn vex fylgi GUstrupista
varö þvi stjórn flokkanna
tveggja. Báöir láta þeir i ljós.aö
hér sé ekki stefnt að langri sam-
vinnu heldur sé samstarfið að-
eins miöað við að afstýra yfir-
vofandi hruni. Forustumenn Al-
þýðusambands Danmerkur
(LO) voru andvigir þessu
stjórnarsamstarfi og létu það
ótvirætt i ljós. Það hefur ekki
bætt Ur skák, að formaður
Vinstri flokksins, Henning
Christophersen , utanrikis-
ráðherra. lét nýlega svo um-
mælt á þingi flokksins.aö Anker
Jörgensen hafi sýnt karl-
mennsku með þvi að láta ekki
verkalýðshreyfinguna stjórna
sér, og hann muni enn frekar
þurfa á þvi að halda. Anker
Jörgensen lét í ljós óánægju yfir
þessum ummælum. Þessi orða-
skipti þykja benda tilaö sljórnin
byggistá takmörkuðum heilind-
um.
FYRSTA skoðanakönnunin á
fylgi flokkanna, sem fór fram
eftir myndun stjórnarinnar,
var gerð á vegum Gallups
og Berlingske Tidende I slöari
hluta september. Sam-
kvæmt henni hafði fylgi sósíal-
demókrata heldur minnkaö, en
það hafði raunar farið minnk-
andi næstu mánuði á undan.eða
úr 40,1% I marz niður i 37% i
ágúst.en var nú komið niður I
35,9%. 1 þingkosningunum 15.
febrúar 1977 fengu sósialdemó-
kratar 37% atkvæðanna. Staða
þeirra má þvi enn teljast sæmi-
leg miðað við stjórnarforustu á
erfiöum tima. Vinstri flokkur-
inn virtist hins vegar hafa grætt
á stjórnarþátttökunni. Hann
fékk nú 13,9% en hafði ekki
fengið nema 11,7% i ágúst. 1
kosningunum 1977 fékk hann
12%. En sá flokkurinn sem nú
virðist græða mest, er flokkur
Glistrups. Hann fékk f kosning-
unum 1977 14,6% atkvæðanna,
var kominn niður i 13,7% í marz
1978, en hafði hækkað i 17,2% i
ágúst ogvarnú kominn i 18,2%.
Athyglisvert er að flokkarnir
til vinstri við sósíaldemókrata
virðastsiðurensvohafa grættá
stjórnarandstöðunni. Hvorki
kommúnistar eða vinstri
sósialistar náöu þeirri tölu nú,
sem þeir höfðu fengið i kosning-
unum 1977, en Sósialiski þjóöar-
flokkurinn hafði örlitiö bætt
stöðu sina.
Þ.Þ.
Henning Christophersen utanrikisráöherra.
MARGT bendirtil þess.aö hin
nýja stjórn Danmerkur, sem er
minnihlutastjórn sósialdemó-
krata og gamla Vinstri flokksins,
megi búast við hörðum átökum
á vinnumarkaðnum á komandi
vetri. Þessi ályktun er dregin af
þvi.að óvenjulega mikið bil er
milli sjónarmiða verkalýðs-
félaganna og atvinnurekenda i
sambandi við þá gerð heildar-
samninga, sem framundan er.
Sum verkalýðssamtökin hafa
borið fram kröfur um miklar
kauphækkanir eða allt að
20-30%. Þetta er raunar ekki
.óalgengt.þvi að það er venja í
Danmörku eins og hér að verka-
lýðssamtökin beri fram meiri
kröfur en þau búast við að fá
fram. Hitt vekur meiri athygli
að nú hafa atvinnurekendur
ekki látið sér nægja að segja
eins og venjulega,að atvinnu-
vegirnir þoli ekki frekari kaup-
hækkun. Nú segja þeir ákveðiö,
að kaupið veröi að lækka frá 1.
marz næstkomandi. Þeir gera
tillögur um aö kaupið lækki sem
svarar tveimur visitölustigum,
en láta mun nærri aö þetta nemi
um 2.232 krónum miðað við 60
þús. króna árslaun. 1 báöum til-
fellum er miðað við danskar
krónur. Þeir leggja til, að i
staðinn fái tekjulægstu
launþegarnir skattalækkun, og
þannig yrði kauplækkunin að
nokkru leyti bætt. Þá myndi það
einnig draga úr áhrifum kaup-
lækkunarinnar, að verölag
myndi hækka minna en ella,ef
kaupið lækkaði. Þrátt fyrir
þetta er reiknað með,að tillögur
atvinnurekenda skerði kaup-
máttinn um allt að 3%. Þeir
segja,að þessi kauplækkun
myndi hleypa auknu fjöri I at-
vinnulífiö og bendi áætlanir til
þess,að þetta gæti dregið tölu-
vert úr atvinnuleysinu á næstu
árum eða tryggt vinnu fyrir 55
þús. manns umfram það.sem nú
er.
Að sjálfsögðu hefur þessum
tillögum verið tekið illa af
verkalýössamtökunum,og gefa
margir leiðtogar þeirra til
kynna.að nú dugi ekki annaö en
láta hart mæta hörðu.
t STEFNURÆÐU þeirri,sem
Anker Jörgensen flutti eftir
setningu þingsins á dögunum,
kom þaö fram, aö rikisstjórnin
litur efnahagsstööuna svo dökk-
um augum, aö lifskjörin veröi
eitthvaö aö rýrna i bili eöa
meöan veriö sé aö vinna bug á
viöskiptahallanum viö útlönd,
sem enn er mjög mikill og at-
Anker Jörgensen og kona hans.
vinnuleysinu,sem enn fer vax-
andi. Sparnaður þyrfti að auk-
ast ög skuldasöfnun ein-
staklinga að minnka. Þess
vegna hefði stjórnin i huga að
draga úr vaxtafrádrætti við
skattaálagningu. Annars var
ræðan fáorð um fyrirætlanir
stjórnarinnar. Hún fjallaði
einkum um það, sem þyrfti að
gera, en ekki hvernig stjórnin
hygðist framkvæma það. Það
var ekkihelduróeðlilegt á þessu
stigi, þar sem stjórnin er minni-
hlutastjórn og þarf að ná sam-
komulagi við aðra flokka um
framgang mála. Þó hefur komið
fram,að hún stefnir aö einhverri
hækkun tekjuskattsins, en óvist
er að hún fái stuðning annarra
flokka til þess.
Rikisstjórnin var mynduð á
siðastliðnu sumri eftir að Anker
Jörgensen treysti sér ekki til
þess að láta minnihlutastjórn
sósialdemókrata einna fara
áfram meö völd. Hann taldi sig
þurfa að fá meiri þingstuðning.
Helzt vildi hann mynda meiri-
hlutastjórn með Vinstri flokkn-
um og Radikala flokknum.
Vinstri flokkurinn hafnaöi þessu
nema íhaldsflokkurinn yröi
einnig tekinn meö. Þvi höfnuöu
sósialdemókratar. Niöurstaöan
Harðar vinnudeilur
framundan hjá Dönum