Tíminn - 21.10.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 21. október 1978 Hversdagsleikinn hefur innreið sína í Beirútborg — jafnóðum og Sýriendingar draga sig i hlé — Sarkis hyggst gera tilraun til frambúðarlausnar Beirut/Reuter — Lifið i Beirutborg er nú að færast smám saman i daglegt horf jafnframt þvi sem sýrlenskir hermenn yfirgefa hverja varðstöðuna af annarri og hermenn frá Saudi-Arabiu og úr Libanonher leysa þá af. Þessar aögerBir eru árangurinn af fundi utanrikisráöherra Arabarikjanna er standa aö friöargæslusveitunum I Beirut, og viröast Sýrlendingar hafa slakaö meir á gagnvart viöhorfum Elis- ar Sarkis Libanonforseta en virt- ist samkvæmt fyrstu fréttum. 1 gær yfirgáfu Sýrlendingar brýrnar er tengja hverfi kristinna viö nyröri hluta Beirut og tóku Súdan styður Gamp David Fyrsti bandamaður Egypta Kharthoum/Reuter — Súdan- stjórn lýsti I gær yfir stuöningi viö Camp David sáttmáiann miili Egypta og Israeismanna og jafnframt var lýst yfir aö stjórnin sæi enga ástæöu til aö beita Egypta einhverjum hefndarráöstöfunum vegna friöarsamninganna. Þaö var þó fundiö aö Camp David sátt- málanum aö mál Vesturbakk- ans og Gaza væru ekki skýr I honum. Sovéskir geimfarar: Snúa aftur til jarðar Moskva/Reuter — Sovésku geimfararnir Vladimir Kovalyonok og Alexander Ivanchenkov eru nú aö undir- búa heimför úr geimstööinni Salyut sjötta eftir aö hafa slegiö geimdvalarmet, en þeir eru búnir aö vera I stööinni siöan I júnf I sumar. Tass fréttastofan sovéska sagöi I gær aö geimfararnir væru aö hefja æfingar I loft- þrýstibúningum til aö venja sig aö nýju viö þær aöstæöur sem á jöröinni rikja. Frétta- stofan sagöi ekkert um hvenær geimfararnir væru væntanlegir til jaröar annaö en þetta aö heimför væri I undirbúningi. Hafa geimfararnir unniö aö liffræöitilraunum I stööinni auk þess sem þeir hafa tekiö myndir af jöröinni. Þeir munu væntanlega snúa aftur I Soyuzi 31. sem þýsk-sovéska áhöfnin kom á til Salyut 6.1 ágústmán- uöi slöastliönum. En sú áhöfn sneri aftur til jaröar eftir stutta viödvöl á eldflaug tvimenninganna sem nú búast til heimfarar. saudiarabiskir hermenn upp varöstöðu á annarri brúnni en llbanskir á hinni. Strax aö loknum varöstööuskiptunum fór fólk aö flykkjast fyir brýrnar, sumir til aö finna heimili sln I rústum I kristna hlutanum en aðrir voru aö yfirgefa kristnu hverfin eftir aö hafa oröið þar innlyksa á meöan á bardögunum milli sýrlenskra hersveita og kristinna manna stóö. Tvær vikur eru nú liönar frá þvi fréttamenn sögöu þó f gær aö kæmi aftur til óeiröa gætu Sýrlendingar meö litlum fyrir- vara náö aftur þeim varöstööum er þeir nú yfirgefa. Þá hermdu fréttir í Beirut I gær aö Sarkis mundi I dag halda mikilvægan ráöuneytisfund þar sem veröur hafist handa um lausn stjórnmálavandans I Llbanon sem nú um langt skeiö hefur hvaö eftir annaö orsakaö borgarastyrjaldir i landinu. Fyrir nokkrum vikum hugöist Sarkis reyna eitthvaö állka og tilkynnti aö mynduö yröi ný stjórn at- vinnustjórnmá^amanna en sú tilraun hans kafnaði I byssureyk frá bardögum kristinna og Sýrlendinga. Sarkis vopnahléö var samiö I Beirut og hefur þaö veriö haldiö aö mestu leyti. Meö aögeröunum er á undan greinir frá,á aö reyna aö tryggja friöinn en vestrænir ERLENDAR FRÉTTIR umsjón: Kjartan Jónasson Dollarinn féll aftur — tveir dollarar í pundi í gær London/Reuter — Dollarinn tók stökk niöur á viö aö nýju I gærdag eftir aö hafa rétt nokkuö viö daginn áöur. Gengi hans gagnvart þýska markinu fór niöur fyrir þaö sem áöur hefur gerst og breska pundiö var i nær allan gærdag á viö tvo dollara sem ekki hefur áöur hent. Greinilegt er aö óvissan um framtlö efnahagsmála I Banda- rlkjunum er nú f hámarki og tekur dollarinn kippi upp á viö og niöur I samræmi viö minnstu fréttir frá Bandarikjunum. Samþykkt orkumálafrmvarps Carters hefur ekki eitt sér megnaö aö styrkja dollárann en á gjaldeyrismörkuöum er þess beöiö meö óþreyju aö fréttir af róttækum efnahagsmálaaö- geröum berist frá Bandarikjun- um. Pólverjar fjölmeima tíl vígslunnar í Róm Vatikanið/Reuter — Jóhannes Páll II., fyrsti pólverjinn á páfastóli verður vígður á Péturstorg- inu i Rómarborg á sunnudaginn kemur. Jóhannes Páll II Mikiö fjölmenni veröur væntanlega viö vfgsluathöfnina og meöal annarra veröa margir Pólverjar viöstaddir. í gær voru strax farnir aö streyma til Rómar pflagrimar frá Póllandi og fleiri eiga eftir aö koma. Þeir Pólverjar sem heima sitja missa þó ekki af öllu saman þvl I fyrsta skipti mun nú veröa sent beint út I sjónvarpi frá vígsluat- höfninni I Páfagaröi. Nú vill Smith viðræður en.... Nkomo hótar hefndum — segir árás stjórnarhers Rhódesíu hafa bitnað á bömum og flóttamönnum Washington/Reuter — Eftir fund Ians Smiths, þriggja blökkumannaleiðtoga úr bráðabirgða- stjórninni i Ródesiu og bandariskra og breskra embættismanna i Bandmbandarikjunum i gær lýsti Ian Smith þvi yfir að stjórn sin væri reiðubúin til viðræðna við leiðtoga skæruliða er herja á Ródesiu frá Zambiu og Mósambík, þá Nkomo og Mugabe. Nkomo lýsti þvi hins vegar yfir um sama leyti aö hann heföi ekkert viö Ian Smith lengur aö tala og hann hygöist ráöa niöur- lögum hans og stjórnar hans meö vopnavaldi. Sagöi Nkomo þetta á fundi meö blaöamönnum þar sem hann staöhæföi ennfremur aö árás stjórnarhers Ródeslu á búöir sinar I Zamblu heföu komiö niöur á börnum og flóttamönnum en ekki vopnuðum skæruliöum. Þeir heföu alls ekki veriö I búöunum. Sagöi Nkomo aö 226 flóttamenn heföu látist af völdum sprengju- árásarinnar og 629 væru illa særöir og mörgum hverjum ekki hugaö líf. Aökoman heföi veriö hræðileg eftir árásina, sagöi hann, og fyrir þessa glæpsamlegu árás yröi hefnt rækilega. Carter leggur fram nýjar fríðartíllögur — á samningafundum Egypta og ísraelsmanna Washington/Reuter — Bandaríkjamenn lögðu i gær fram nýjar vinnutillögur fyrir viðræðunefndir Egypta og ísraelsmenntilað hafa til hliðsjónar við friðarsamningsgerðina, sagði talsmaður viðræðu- nefndanna i gær. Einn egypsku fulltrúanna flaug I fyrradag meö þessar tillögur á fund varaforseta Egyptalands sem mun siöan sýna þær Sadat forseta Egyptalands. Voru tillög- ur þessar lagöar fram i fyrradag eftir aö Carter forseti Bandarlkj- anna haföi átt fund meö fulltrúum Egyptalands og Israels eftir aö viöræöur þeirra strönduöu. Ekkert var I gær látiö uppi um hvaöj hinum nýju tillögum fælist og ekki var heldur haldinn fundur meö viöræöunefndunum. Moshe Dayan, utanrikisráö- herra ísraels, lýsti þvl yfir síödegis I gær aö hann mundi ásamt varnarmálaráöherranum, Ezer Weisman, fljúga til fundar viö Begin forsætisráöherra næst- komandi mánudag og dveljast til viöræðna I Israel i tvo eöa þrjá daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.