Tíminn - 21.10.1978, Blaðsíða 6
6
LHiJJil'ii!"
Laugardagur 21. október mg
r
lOtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurOsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og- auglýsingar Siöumúla 15. Slmi
863U0. ,
Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Veröilausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á
mánuöi. Blaöaprent h.f.
Joseph G. Harsch:
Dlgresið, sem sáð
var til í Washington
Varhugavert að vekja falskar vonir
Fyrst i stað viðnáms-
og aðhaldsstjóra
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra lauk
stefnuræðu sinni, sem hann flutti á Alþingi siðastl.
fimmtudag, á þessa leið:
,,Ég býst við þvi, að flestir stuðningsmenn
þeirra flokka, sem að stjórn þessari standa, ætlist
til þess, að rikisstjórn þessara flokka sé umfram
allt framfarastjórn. Og vissulega vill þessi rikis-
stjórn vera framfarastjóm, svo sem mörg
ákvæði stefnuskrárinnar bera vitni. Hlutverk
þessarar stjórnar verður þó fyrst i stað, að
minum dómi, fyrst og fremst það að vera við-
náms- og aðhaldsstjórn. En ég held ég geti sagt,
án þess að það séu innantóm orð, að við viljum
stjórna fyrir fólkið og með fólkinu. Gengi
þessarar stjórnar er þvi ekki hvað sist undir því
komið, að henni takist að fylgja þeirri leiðar-
stjörnu-Og menn geta spurt sjálfa sig:Ef þessari
stjórn tekst það ekki — hvað þá?
Það segir sig sjálft, að þessi rikisstjórn, eins og
raunar aðrar, hefur störf sin með þeim ásetningi
að koma góðu til leiðar. En þrátt fyrir að ýmsu
leyti hagstæðar ytri aðstæður og þrátt fyrir það,
að við ættum að standa sæmilega að vigi, þó að
eitthvað kunni að blása á móti, þá er þvi ekki að
neita, að við ýmis vandamál er að fást, sum
sprottin upp i heimahögum, en önnur utanaðkom-
andi og siður á okkar valdi. A bak við margt leiti
biður óvissa. Það er þvi ekki á minu færi að spá
um framtiðina. Þess vegna fer best á þvi við upp-
haf ferðar að stilla öllum fullyrðingum i hóf.
Þessi rikisstjórn ætlar sér ekki þá dul, að
gera alla ánægða. Ákvarðanir rikisstjórnar
byggjast á samanburði og mati á hagsmunum og
valkostum, að sjálfsögðu innan ramma laganna.
Þessi rikisstjórn vill öðru framar lita á hagsmuni
heildarinnar án þess þó að setja frjálsræði ein-
staklingsins og athafnaþörf skorður fram yfir
það, sem þjóðarhagur krefst.
Auðna hlýtur oft að ráða, hversu til tekst i
framkvæmd og að hve miklu leyti góð áform
verða að veruleika. En að sjálfsögðu er það von
rikisstjórnarinnar að geta stuðlað að þvi, að bæta
samfélagið og lifsskilyrði innan þess á ýmsa
lund, þannig að islenzkt þjóðfélag megi verða
öðrum til fyrirmyndar á sem flestum sviðum.
Þess vegna vill rikisstjórnin treysta á skilning og
velvilja þingmanna og þjóðarinnar.”
Hjöðnun verðbólgu
1 stefnuræðu sinni sagði forsætisráð->
herra, að hann vildi ekki draga neina dul á að
fyrstu ráðstafanir rikisstjórnarinnar fælu i sér
mikinn fjárhagsvanda fyrir rikissjóð. Þann
vanda yrði að leysa, ef tilraunin til að rjúfa vita-
hring verðbólgunnar á að heppnast. Mikilvæg-
asta verkefni þingsins i haust yrði þvi að afgreiða
fjárlög næsta árs með greiðsluafgangi.
Forsætisráðherra sagði, að rikisstjórnin legði
áherzlu á, að visitölunefndin skilaði fyrsta áliti
fyrir 20. nóvember næstkomandi, en mikið væri i
húfi að samkomulag tækist um leiðir til að draga
úr vixilhækkun verðlags og kaupgjalds og
tryggja raunverulegan kaupmátt launa. Endur-
skoðun visitölunnar, sagði forsætisráðherra,á að
vera fyrsta skrefið i þeirri áætlun um hjöðnun
verðbólgu, sem rikisstjórnin vill vinna að i sam-
bandi við stéttasamtökin.
Ekki leikur vafi á
hverjir bera ábyrgð á
þvi hryggilega ástandi,
sem rikir i Nicaragua á
vorum dögum.
Frá árinu 1910 hefur
bandariskt hervald
(U.S. Marines, frá 1910
til 1933 og Þjóðvarðlið-
arnir „National
,Guard” frá 1933 til okk-
ar daga) ráðið allri
stjórnmálalegri þróun í
landinu.
Nútimasaga Nicaragua hefst
áriö 1910, þegar bandariskt
sjóliö greip fyrst fram I þróun
mála, til þess aö hindra stjórn
þá, sem þá sat, I aö ná völdum I
landinu öllu. Tveimur árum
siöar, var og sjóliö sent á
vettvang, til þess aö koma á fdt
stjórn undir forsæti Adolfo
nokkurs Diaz, sem var viö völd
samfellt til ársins 1917 og var I
raun hinn sterki maöur landsins
fram til 1933.
Ariö 1933 geröi sjóliöiö Juan
Batista Sacasa aö forseta og
fékk honum i hendur „Þjóö-
varöliöana”, sem bandariska
sjóliöiö haföi þjálfaö. Foringi
Þjóövaröliöanna var frændi
Sacasa forseta, Anastasio
Somoza, hershöföingi. Sacasa
forseti leitaöi eftir og heppn-
aöist aö ná sáttum viö þann
mann sem um þaö leyti og enn I
dag, stóö hjarta almennings i
Nigaragua næst og var þjóö-
hetja þeirra, hershöföingjmm
César Augusto Sandino. 1934
bauö hann Sandino til veislu,
svo sem til þess aö innsigla sátt-
mæli þeirra. Daginn eftir
veisluna var Sandino myrtur af
„Þjóövaröliöunum”, aö undir-
lagi Sacasa forseta.
Ekki reyndist Sacasa forseta
þaö nægileg trygging, aö eiga
frænda sem yfirmann „Þjóö-
varöliösins”. Ariö 1936 steypti
þessi frændi, Somoza hershöfö-
ingi, forsetanum af stóli og
útnefndi sjálfan sig (ólögmæt-
lega aö sjálfsögöu) sem forseta.
Hann stýröi landinu meö haröri
hendi til ársins 1956, þegarhann
var gripinn og skotinn. Viö
völdum tók sonur hans sem er
bróöir þess náunga úr Somoza
hiröinnvsem nú situr aö völdun-
um og hefur unniö markvisst aö
þvl aö hrella landslýöinn.
Somoza forseti.
Mesta öngþveiti rikir i
landinu nú. Vandræöin hófust
þann 10. janúar, þegar Pedro
Joaquin Chamorro Cardenal
var skotinn og drepinn á götu i
Managua, höf uöborginni.
Chamorro haföi veriö eigandi
La Prensa.helsta dagblaösins i
Nicaragua, sem haldiö haföi
uppi gagnrýni á haröstjórn
Somoza. Var moröiö til þess aö
upp hófst tveggja vikna verkfall
sem náöi til allra atvinnugreina
landsins. Var allt athafnalif
lamaö þennan tima, og alræöi
Somozamótmælt.Uppfrá þessu
héldu vandræöin áfram aö
hlaöast upp og f ágúst kom tÚ
annars allsherjarverkfalls, sem
skoöa varö sem kröfu um aö
Somoza legöi niöur völd.
Þann 9. september sleppti
Somoza rökkum sinum, „Þjóö-
varöliöunum ”, lausum.
Ruddust þeir úr einni borg til
annarrar, vopnaöir ameriskum
skriödrekum, flugvélum og
byssum og komu á harösvíruöu
hernaöareinræöi. Ætlaö er aö
1500 til 3000 óbreyttir borgarar
hafi veriö drepnir. Verslunarlif
er úr skoröum gengiö. Þúsundir
hafa misst heimili sin.
Somoza forseti og sonur hans
hafa þvi tögl og hagldir i
landinu, þar sem 85-90% lands-
lýösins mundu kjósa gegn þeim,
ef færi gæfist á. Þarna situr þvi
aö völdum erlend rikisstjórn,
studd hervaldi, sem þjálfaö er i
ööru landi, Bandarikjunum.
Þótt Bandarikjaforseti hafi for-
dæmt hvers konar skeröingu á
mannréttindum, hefur hann
ekki hreyft minnsta fingur til
þess aö rétta hlut fólksins i
Nicaragua.
Þráttfyrir þaösem aö framan
segir er engan veginn vist aö
kjör manna I Nicaragua væru á
einhvern hátt betri, ef Banda-
rlkin heföu hvergi komiö viö
sögu. Og orsakirnar til þess
ástands sem nú rikir eru engan
veginn augljósar. Carter forseti
er I þeirri aöstööu, aö hann
getur ekki auöveldlega fariö aö
hlutast til um innahríkismál
annars lands, þrátt fyrir yfir-
lýsingar slnarum mannréttindi,
og mótmæli gegn brotum á
þeim.
A því leikur enginn vafi aö
mannréttindi i Nicaragua hafa
veriö fótum troöin og þvi er
haldiö áfram á grófasta hugsan-
legan hátt. A þvi leikur enginn
vafi aöeinræöiSomoza er komiö
upp meö tilstyrk ameriskrar
þjálfunar og vopna og aö þetta
stjórnarfar er úrelt og ætti aö
hverfa. Kæmi kommúnisk
stjórn í staö þessarar, er ekki
vist aö hún svaraöi framtíöar-
vonum þessa fólks. Heföu
Somoza og nótar hans fariö frá
meö friöi fyrir löngu, eöa leyft
þjóöfélaginu aö breytast meir i
nútimahorf, mundi allt ef til vill
vera meö felldu, -eöa skárra en
nú er. Eins og á stendur aukast
likurnar á aö kommúnisk stjórn
setjist næst aö völdum meö
hverjum degi. Þvi fyrr sem
Somoza fer, þvi betra.
Svo viröist nú, sem ihlutun
mundi valda erfiöleikum, sem
ekki er vist aö enn róttækari
ihlutun megnaöi aö ráöa bót á.
En einnig viröist sem rétt væri
aö fara varlega meö oröiö
„mannréttindi” á næstunni.
Ræöuhöld Carters um þau
kveiktu von i brjóstum manna i
baráttunni gegn Somoza.
Kannski væri réttast aö hætta
nú aö vekja falskar vonir i
brjóstum manna um amerlskan
stuöning.
Þjóövaröliöar sækja fram I borginni gegn ungum andspyrnumönnum.