Tíminn - 29.10.1978, Qupperneq 7
Sunnudagur 29. október 1978
7
heimspeki og visindum er sú
hætta búin að staöna i fastmót-
uðum kennisetningum, þ.e. að
telja bilið milli mannlegrar
hugsunar og veruleikans sjálfs
vera brúað i eitt skipti fyrir öll
— en Guö sá sem einn er fylli-
lega („Ég er sá sem er”) er all-
ur annar, bilið milli hans og
mannlegrar hugsunar verður
aldrei brúað fræöilega. A hinn
bóginn eru hugsun mannsins og
likami, efni og andi ein órofa
heild andspænis Guði.
Mann-
fræðin
Fátt er merkilegra i kenningu
Krists en hugmyndin um al-
gjöra einingu efnis og anda,
likama og sálar, hugsunar og
veruleika. Mannssálin er ekki
ibúi i likama sinum hér á jörð-
inni, heldur eitt með honum:
likami mannsins er ekki tæki
sálarinnar heldur er hann
maöurinn sjálfur. Frumstæðir
draumar um sálnaflakk og
drauga eru blekkingar, sam-
kvæmt kristinni skoðun, þeir
eru flótti frá veruleika þessa
heims. Dulhyggja andatrúar
hindrar menn I þvi að skilja þá
helgi holdsins og efnisins sem
Kristur boðar og upprisa hans
táknar.
Kristur gerir greinarmun á
sönnum veruleika Guös og
veruleika fallins mannkyns.
Þennan greinarmun hafa menn
viljaö tengja einhverskonar tvi-
hyggju efnis og anda. En hann á
i rauninni ekkert skylt við tvi-
hyggju. 1 fyrsta lagi er þetta
greinarmunur á skaparanum og
sköpunarverkinu, i öðru lagi
greinarmunur á sannleikanum,
sem Guö er og hann miölar
mönnum i Jesú Kristi og raun-
verulegu ástandi manna I
veröld sem er merkt hinu illa.
En hið illa er ekkerti heiminum
eða náttúrunni, heldur vansköp-
un viljans, eða m.ö.o. spilling
sem maðurinn er ekki beinlinis
höfundur að þó hann sé meösek-
ur. Sú helgi sem Kristur vill að
menn uppgötvi i heiminum er
einmitt nátengd lausn verksins.
Þessa hélgimynd um náð Guðs
tjáir Páll postuli með eftirfar-
andi orðum: ,,En þar sem
syndin jókst, þar flóði náöin yfir
enn meir” (Róm. 5:20)
Vissulega getur kristin trú á
helgi tilverunnar farið saman
við náttúrudýrkun og trú á ýmis
annarleg öfl þessa eða annars
heims,trú á álfa eða drauga
o.s.frv. Sérkenna islenskrar
kristni er eflaust að leita i sam-
tvinnun alþýðutrúar á alls kyns
vættirog kristinna kenninga um
helga menn og dóma. En helgi-
dómar kristninnar eru þó af allt
öðrum toga en náttúrlegar vætt-
ir eöa andar annars heims.
Þeim er ætlað aö tengja menn
við persónulegan guð, gera
spillt jarðriki smám saman aö
sönnu guðsriki.
Staðleysa kristninnar og
krafa fræðilegrar skynsemi eru
tvimælalaust gerólik horf við
heiminum: eflaust heföi þróun
mannkynsins orðiö önnur ef
„söguleg tilviljun” heföi ekki
valdið þvi að þau mættust á
miööldum og tóku að móta
saman menningarheim Vestur-
landa. An staðleysunnar hefðu
visindin e.t.v. orðiö trúarbrögð
miklu fáránlegri og skelfilegri
en nokkur önnur: án visindanna
heföi staðleysan e.t.v. orðiö
gervivisindi eða blekking.
Þvi fer fjarri að átökunum
milli þessara skauta hugsunar
okkar sé lokið. Hér á íslandi eru
þau tæpast hafin. Sá heimur
sem visindi og tækni boða er
heimur án helgra vætta. — Sú
veröld sem kristindómurinn
boöar er veröld án illra vætta.
Bæði skynsamleg visindi og
sönn kristin trú berjast gegn
þeirri forneskju sem byrgir
manninum framtiðarsýn, en
hvort á sinn hátt og stundum
hvort gegn öðru.
Þorvaldar-
búðá
Hellissandi
Sjómannadagsráð á Hellissandi hefur komið upp
skemmtilegri aðstöðu þar á staðnum til útiskemmt-
anahalds og varðveislu gamalla hluta. Svæði það
sem sjómannadagsráð hefur til umráða er við þjóð-
veginn gegnum plássið og nefnist staðurinn, Sjó-
mannagarður.
Þorvaldarbúð og myndastyttan Jöklarar eftir
Ragnar Kjartansson.
A þessu skemmtilega úti-
vistarsvæði er nú búið að |
Vandi
háskóla-
stúdenta
í Evrópu
Það verður æ greinilegra, að
háskólar i Evrópu hafa til þessa
ekki dregið til sin nemendur úr
stéttum verkamanna eða bænda
i þeim mæli, sem búist var viö,
er skólarnir voru öllum opnaðir.
Viöast hvar á meginlandi
Evrópu eru engin skólagjöld i
háskólum, og allir þeir, sem
ljúka tilskildum prófum eiga
rétt á að stunda þar nám. Fyrir
þrjátiu árum voru háskólarnir
fyrst og fremst fyrir börnefna-
fólks og menntamanna. Nokkur
breyting hefur orðið á þessu, en
langtum minni en reiknaö hafði
verið meö. Nú munu 15—20 af
hundraði unglinga fara i
háskóla. En það er millistéttin,
sem sendir börn sin i langskóla-
nám öðrum fremur. Innritun i
háskóla fylgir eftir allt saman
svipuðum lögmálum og áöur.
Flestir feta I fótsporfeðra sinna
og mæðra þrátt fyrir ný og áður
óþekkt tækifæri til að öðlast
æðri menntun. Einungis um 15
af hundraöi háskólastúdenta I
Vestur-Evrópu kemur úr hópi
verkamanna og iðnaðarmanna.
Andstætt þvi, sem er i Banda-
rikjunum, þá viröast verka-
menn i Evrópu hafa litla trú á,
að háskólanám sé leiö til betra
lifs.
1 hópi þeirra, sem hætta
háskólanámi, eru námsmenn Ur
hópi verkamanna fjölmennir.
Þeir hætta oft námi.ef góð at-
vinnaer i boöi. I rannsókn, sem
nýlega var gerð i Hollandi, telja
tveir þriðju hlutar þeirra
stúdenta, sem koma úr hópi
efnafólks eða menntamanna, að
háskólanám sé sjálfsagt og beri
aðstunda það, en einungis 23 af
hundraöi námsfólks úr hópi iðn-
lærðra verkamanna telja
háskólanám æskilegt, og ekki
nema 16 af hundraði barna
verkamanna vill stunda
háskólanám.
Hin gifurlega fjölgun náms-
fólks I framhaldsnámi og vand-
ræðin, sem þaö á við að striða
við aö komast I atvinnu að loknu
námi, valda mestu um þessi
viðhorf. Margir telja, aö
þýöingarlaust sé meö öllu að
vera meö háskólapróf i bók-
menntum, heimspeki eða fé-
lagsvisindum. En þetta á við i
fleiri greinum. A Italiu stunda
46.000 stúdentar nám I húsa-
gerðarlist, en taliö er, að ein-
ungis 5 af hundraöi þeirra fái
starf við arkitektúr að námi
loknu.
H.Ó.i
byggja upp gamla sjóbúð I
sinu upprunalega formi.
Sjóbúð þessi er eftirliking
Þorvaldarbúöar, en sjú sjóbúö
stóð siöust eftir á staönum.
Lúövik Kristjánsson mældi
upp gömlu búöina og Þor-
steinn Jósepsson tók af henni
ljósmyndir. Hefur fyrir verk
þeirra veriö unnt aö gera Þor-
valdarbúð nákvæmlega upp
og stendur hún nú sem minn-
ing gömlu sjóbúöanna og lifs-
ins i verum undir Jökli.
Gunnar Sveinbjörnsson sá
um vegghleöslur og tyrfingu.
t sjómannagaröinum er
einnig stytta sem nefnist
Jökiarar og er eftir Ragnar
Kjartansson myndhöggvara.
Þá er varöveittur teinæringur
„Ólafur”, en hann er yfir 100
ára gamali og var geröur út
frá Hellissandi, annan bát,
teinæring hafa þeir og i takinu
en þaö er „Bliki” en hann er
bæöi stærri og eldri en ólafur.
Hugmyndin er sú aö varö-
veita i Sjómannagarðinum
minjar tengdar lifi og starfi
fólks undir Jökli. Hefur veriö
myndarlega af staö fariö en
sjóinannadagsráö aflar fjár tU
þessa meö skemmtunum o.fl.,
en auk þess berast góöargjafir.
Er ekki aö efa aö margur
mun njóta ánægju viöaö skoöa
safn þetta er stundir liöa og er
þetta framtak iofsvert.
K.Sn.
.
■ wyy •
■
BOXI, finnsk hannaða sófasettið
nýtur siaukinna vinsælda enda fallegt og vandaöjer nú til i leöri
ásamt fleiri tegundum af sófasettum.
HÚ SGAGNASÝNING
Höfum opnað húsgagnasýningu í ÍOOO ferm.
verzlunarhúsnæði okkar að Smiðjuvegi 6
Kópavogi
dagana 20. okt. til 29. okt.
Opið verður: Föstudaga
Laugardaga
Sunnudaga
Aðra daga
kl. 9-7
- 9-7
2-7
9-6 og 8-10
Sýndar verða ýmsar nýjungar
í innlendum og erlendum húsgögnum
VERIÐ
VELKOMIN
SMIDJUVEGI6 SÍMI 44544