Tíminn - 08.11.1978, Síða 3
Miðvikudagur 8. nóvember 1978
lili'iit'Í'
Ný gangbrautaljós
Nú á að fjölga gangbrautum með umferðaljós-
um i Eeykjavík. Á nokkrum stöðum i borginni
er verið að vinna að þessum framkvæmdum,
svo sem á Suðurlandsbraut, fyrir framan Hótel
Esju, og á Hringbraut, fyrir framan Land-
spitalann. — Timamvndir: G.E.
Mikil uppbygging í
Nauteyrarhreppi
— Bygging sláturhúss, félagsheimilis og vélaverkstæðis á döfinni
ATA — t lok slðasta mánaðar var
stofnaO hlutafélag viö lsafjaröar-
djúp og hlaut þaö nafnið Snæfell
h.f. Tilgangur félagsins er bygg-
ing og rekstur sláturhúss,
afuröarsala og verslun fyrir Inn-
djúpssvæöiö, en aö sögn stofn-
enda hlutafélagsins hafa þessi
mál veriö I miklum ólestri undan-
farna áratugi.
Hlutafélagið var stofnað á fjöl-
mennum fundi sem var haldinn
að Melgraseyri við tsafjarðar-
djúp. Stofnfé félagsins er 40
milljónir en stærstu hluthafar eru
Norðurtanginn og Sandfell á lsa-
firöi svo og Nauteyrarhreppur, en
þar er heimili og varnarþing hins
nýstofnaða félags.
Allt sláturfé úr Inndjúpi er nú
flutt til slátrunar annað hvort yfir
Þorskafjaröarheiði i Króks-
fjarðarnes eða til tsafjaröar bæði
á sjó og landveg en vegalengdin
til tsafjaröar frá ystu bæjum
norðan Djúps er um 240 km. Sjó-
leiðin er styttri en nær ógerningur
Fv’iávik Hei^’i yHavq. J
kTlna o O
i i 1
P^Qua7 'lx M 1
Fi l ippseyj^ F
l(<a \ 1 Iz. Iíl
V/ev\e^ue la ~7 FT 1 ” Itk.
o
mmwMm
Fv ol Vc \c \ \y\(X
kTo L u\/v\b i a
so?»
Arangur íslensku skáksveitarinnar
Arangur Islensku skáksveitanna á 23. Olympluskákmótinu I Buenos Aires hefur komið nokkuð á óvart
og þá einkum frammistaða Helga Ólafssonar, sem er hreint frábær.
Eins og sést á meðfylgjandi töflu þá hefur Helgi teflt 8 sinnum, unnið 5 skákir, gert 2 jafntefli og tapað
aöeins 1 skák — 75% árangur. Friðrik Ólafsson er meö sama vinningshlutfall eftir 4 skákir. Ingvar As-
mundsson hefur einnig staðið sig mjög vel, en hann er með 66% vinningshlutfall. Frammistaða
Margeirs Péturssonar er einnig mjög athyglisverö, en hann hefur hlotið 64, 3% vinninga. Guömundur
Sigurjónsson er meö 50% árangur og hefur frammistaöa hans, sem og frammistaða Jóns L. Arnasonar,
sem er með 35,7% vinningshlutfall, valdið vonbrigðum.
■ __________________________________________________________________
Frá Nauteyrarhreppi. Hér mun fljótlega rlsa nýtt sláturhús. Mvnd-
Helgi Sveinbjörnsson
er að flytja fé þannig i misjöfnum
veörum. Auk þess, segja stofn-
endur hins nýja sláturhúss, er
sláturhús Isfirðinga orðiö ónot-
hæft.
Fyrirhugaö er að hefjast handa
við byggingu sláturhússins þegar
næsta vor en það verður byggt á
Nauteyri I Nauteyrarhreppi. Þar
er umtalsveröur hiti i jöröu og
hafði veriö ákveöið að bora þar
eftir meira vatni og heitara síð-
asta sumar en það dróst af ýms-
um ástæðum en verður gert strax
næsta vor.
Auk sláturhússins eru á döfinni
bygging félagsheimilis og véla-
verkstæðis að Nauteyri og jafn-
framt aö koma þar upp léttum
iðnaöi. Þessar fyrirhuguöu fram-
kvæmdir mundu treysta mjög bú-
setu viö Isafjaröardjúp og koma I
veg fyrir aö unga fólkiö þyrfti I
jafnrikum mæli og nú aö leita
burt eftir atvinnu og félagsllfi.
Stjórn Snæfells h.f. skipa þeir
Engilbert Ingvarsson, Tyröil-
mýri, formaður, Benedikt
Eggertsson, Hafnardal, og Jón F.
Þórðarson, Laugarási.
Ingi Tryggvason
byrjar
hjáÚI
Kás — Ingi Tryggvason, fyrr-
verandi alþingismaður, mun
taka við starfi forstöðumanns
Ullar- og skinnaverkefnis hjá
Útflutningsmiðstöö iðnaðarins
um miöjan þennan mánuð.
I fréttabréfi Félags isl. iðn-
rekenda segir, aö hvorki Inga —
né þessa starfsemi hjá Otflutn-
ingsmiðstöðinni — þurfi að
Ingi Tryggvason.
kynna. En starfeviö hans verði
að auka iðnþróunarhraöann á
öUum sviöum 1 þessum grein-
um.
Olympíuskálonótíð:
Góður sig-
ur gegn
Búlgörum
- og íslendingar blanda sér nú i
toppbaráttuna
ESE — tslendingar unnu glæsi-
legan sigur gegn Búlgarlu 3-1 I
10. umferð Olympluskákmóts-
ins I Buenos Aires I gær. Aðeins
einni skák lauk á réttum tlma,
skák Helga og Ezmekov, en
Helgi sigraöi búlgarska stór-
meistarann i 38 leikjum.
Ekki gekk hinum búlgörsku
stórmeisturunum neitt sérstak-
lega vel 1 biöskákunum sem
tefldar voru i gær, þvl aö þá
sigraði Guðmundur Radulov, en
skákum Margeirs og Jóns L. við
þá Tringov og Padevski lauk
meö jafntefli.
tslenska sveitin hefur þvi
hlotið 24 vinninga aö loknum 10
umferöum og er hún nú komin I
hóp efstu þjóöanna á þessu 23.
Olympiuskákmóti.
önnur helstu úrslit i 10. um-
ferð urðu sem hér segir:
Sovétrikin — tsrael 1,5 - 1,5
(skák Romanishin og Gruenfeld
fór I bið öðru sinni)
Vestur-Þýskaland — Ungverja-
land 2-2.
Sviþjóð — England 2,5-1,5.
Júgóslavla — Argentina 2,5-1,5.
Danmörk — Sviss 2,5-1,5.
Spánn — Austurriki 3-1.
Sovétmenn eru enn efstir með
25,5 vinninga og biðskák, en
Vestur-Þjóðverjar hafa hlotið
sama fjölda vinninga. Skammt
á eftir koma svo Ungverjar með
25 vinninga.