Tíminn - 08.11.1978, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 8. nóvember 1978
'Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Sími
86300. , " j
Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á'
mánuöi. Blaðaprent h.f.
Ummæli Vísis um
Albert Guömundsson
Sjálfstæðisflokkurinn hélt um helgina svokall-
aða flokksráðs- og formannaráðstefnu. Tilgangur
ráðstefnunnar átti einkum að vera sá að draga úr
persónulegri ósætt og óheilindum i flokknum.
Þetta virðist ekki hafa borið mikinn árangur, ef
marka má forustugrein Visis i fyrradag. Þar er
ráðizt hatramlega á aðalleiðtoga Sjálfstæðis-
flokksins i Reykjavik, Albert Guðmundsson,
fyrsta þingmann Reykvikinga. Yfirskrift greinar-
innar er Alþingisloddarar, en hún fjallar um tillög-
ur, sem Albert Guðmundsson og Ólafur Ragnar
Grimsson hafa flutt. Um þær og flutningsmenn
þeirra segir m.a. i greininni:
,,Efnislega er ekki unnt að taka tillögur þessar
of alvarlega fyrir þá sök að hvorugur flutnings-
manna nýtur þess álits, sem til þarf. Þeir eru hvor
i sinum flokki fulltrúar gaspurs og slagorða”.
Þannig gefur Visir fyrsta þingmanni Reykvik-
inga og helzta leiðtoga Sjálfstæðisflokksins i
Reykjavik þann vitnisburð, að hann sé þingloddari
og fulltrúi „gaspurs og slagorða”. Svo mikið
traust hafa þó Sjálfstæðisflokksmenn sýnt Albert
Guðmundssyni, að hann er eini leiðtogi þeirra,
sem á bæði sæti á Alþingi og i borgarstjórn.
Þótt Visir afneiti þvi, að hann sé flokksblað, er
það alkunna, að útgefendur hans eru Sjálfstæðis-
flokksmenn og a.m.k. annar ritstjórinn hefur tekið
og tekur virkan þátt i flokksstarfinu. Hann og út-
gefendur Visis hafa skipað sér i þann arm flokks-
ins, sem berst gegn þeim Gunnari Thoroddsen og
Albert Guðmundssyni. Visir hefurverið persónu-
lega á eftir þeim og reynt að gera þeim sem flest
til pólitisks tjóns og vanza. 1 umræddri forustu-
grein bergmálar afstaða þeirra þingmanna og
annarra forustumanna flokksins, sem vildu fella
Gunnar Thoroddsen sem formann þingflokksins og
felldu Albert Guðmundsson, þegar kosið var i
utanrikisnefnd og fjárhagsnefnd neðri deildar.
Það er ljóát af Visisgreininni.að þessir aðilar eru
siður en svo af baki dottnir.
A svipaðan hátt og Visir hefur barizt gegn Gunn-
ari Thoroddsen og AlbertGuðmundssyni, hefur hitt
siðdegisblaðið, sem gefið er út af Sjálfstæðis-
flokksmönnum, Dagblaðið, beitt sér gegn Geir
Hallgrimssyni og talið hann óhæfan til flokksfor-
ustu. Þannig vinna þessi tvö siðdegisblöð, sem
Sjálfstæðisflokksmenn gefa út, að þvi að ófrægja
helztu forustumenn flokksins á vixl. Það er ekki
von að vel fari, þegar voldugar flokksklikur, sem
hafa útbreidd blöð á valdi sinu, ófrægja leiðtoga
flokksins á vixl.
En þótt útgefendur Visis og Dagblaðsins séu
þannig ósammála um leiðtoga Sjálfstæðisflokks-
ins og valdi flokknum þannig mikilli raun, eru þeir
innilega sammála um hver stefna Sjálfstæðis-
flokksins eigi að vera. Markmið blaðanna beggja
er að sveigja flokkinn til hægri. Bæði eru blöðin
mjög hægri sinnuð i leiðaraskrifum sinum. Þar
greinir ekki neitt á milli þeirra. Morgunblaðið
hefur heldur reynt að malda i móinn, en með slik-
um hálfkæringi, að allt bendir til, að siðdegisblöðin
muni mega sin betur og hafa á komandi tið meiri
áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins en Mbl. Spurn-
ingin er meira sú, hvort sókn Visis má sin meira en
vörn Dagblaðsins varðandi það að gera Albert
Guðmundsson að fulltrúa þingloddara i augum
Reykvikinga.
Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Risaveldin eru hlið-
holl íranskeisara
Þau óttast að verra getí teklð við
TURKEY
Mashhad
AFGHANISTAN
"JORDAN
PAKISTAN
KUWAIT
SAUD! ARABIA
SUDAN
SöMALIA
ETHI0PIA
SVO mikil hefur óöldin orðiö I
tranvegna mótmælaöldu þeirr-
ar, sem stjórnarandstæðingar
hafa reist gegn keisaranum og
vissum fyrirætlunum hans, að
hann hefur neyðzt til þess að
fela hernum að far a með stjórn I
landinu I umboöi sinu. Um helg-
ina var mynduð I Teheran ný
rfkisstjórn, sem er eingöngu
skipuð hershöfðingjum, að und-
anskildum utanrikisráðherran-
um. Forsætisráðherraer Ashari
hershöfðingi, sem var áður
formaöur herróðsins og er sagð-
ur náinn vinur og stuönings-
maður keisarans. Keisarinn
sagði, þegar hann tilkynnti hina
nýju stjórn, að henni væri ætlaö
að fara með völd til bráöabirgða
eða meðan verið væri aökoma á
friði i landinu. Hún hefði veriö
mynduö sökum þess, aö ekki
heföi tekizt aö mynda sam-
steypustjórn allra flokka, að
undanskildum flokki kommiln-
ista, sem starfar ólöglega eða
m.ö.o. er bannaöur i landinu.
Sumir trúarleiötogarnir munu
hafa gert þab að skilyrði, að
keisarinn afsalaði sér völdum,
en óeir öirnar haf a færzt meir og
meir f þann farveg, að ekki
aöeins væri fyrirætlunum keis-
arans mótmælt, heldur væri
einnig krafizt afsagnar hans.
Keisarinn hefur vitanlega ekki
viljað fallast á það, nema þá að
fullreyndu, og hefur þvi gripið
til þess ráös ab fela hernum að
fara með stjórnina i trausti
þess, að hann reyndist keisara-
stjórn hollur.Þaö mun nú ætlun-
in að berjaalla mótspyrnu niður
með harðri hendi, en mikilU
hörku hefur veriö beitt undan-
fariö, án þess aö þaö hafi borið
árangur. Nú viröist eiga að
beita enn meiri hörku, en marg-
ir fréttaskýrendur efast um að
það beri tilætlaöan árangur.
Þeir fréttaskýrendur, sem áður
töldu keisarann og stjórn hans
aUtrausta i sessi og eiga veru-
legu fylgi aðfagna, einkum utan
stórborganna, eru farnir aö ef-
astum,aö keisaranum takist að
halda velU.
ÞAÐ þykir styöja verulega
stöðu keisarans, að hann hefur
erlend riki og þó einkum risa-
veldin sér heldur hliöhoU i þess-
um átökum. Það þykir nokkurn
veginn ljóst, að verði keisaran-
um steypt úr stóU, undir núv.
kringumstæðum, munu völdin
komast i hendur afturhalds-
sinna undir forustu öfgafyUstu
trúarleiðtoga múhameðstrúar-
transkeisari er áhyggjufullur
manna. Bandarlkin og önnur
vestræn riki telja sér þetta ekki
heppilegt. Meöal annars væru
hinir nýju valdhafar Hklegir til
aö taka upp haröa andstööu
gegn Israel og jafnvel hætta
oliusölu þangaö, en tsraelsmenn
fá nú mest af þeirri oliu, sem
þeir kaupa, frá íran. Þá mun
slik stjórn enn liklegri en keis-
arastjórnin tU aö hækka oliu-
veröiö. RUssar viröast einnig
telja, aö slik stjórn yröi þeim
óhagstæöari en keisarastjórnin.
Trúarleiötogarnir eru mjög
andvigir Sovétrikjunum og
kommúnismanum og væru
sennilega fUsari til samstarfs
viö Kinverja en Rússa vegna
þess, aö Klnverjar eru lengra i
burtu. Leiötogar Klnverja virö-
ast þó treysta varlega á þetta.
Hua leiötogi kinverskra
kommúnista heimsótti Irans-
keisara á siöastl. sumri og fór
þá miklum viöurkenningarorö-
um um stjórn hans.
Vegna hinnar miklu oliuauð-
legðar og landfræðilegrar legu
J Of
Oman
YEMEN
Arabian Sea
tran ntt náftrnnnnrfki Hms
Irans, getur stjórnin þar haft
mikil áhrif á valdataflið i heim-
inum. Her Irans er orðinn mjög
öflugur og myndi auðveldlega
geta lokað Persaflóa eða hindr-
aö siglingar um hann. Viö
Persaflóa eru langsamlega
mestu ollulindir heims. Með þvi
að stöðva siglingar um Persa-
flóa, gæti tran raunverulega
haft írak, Kuwait, Saudi-Arablu
og arabisku furstadæmin i greip
sinni, en olluflutningar frá þess-
um löndum fara aö langmestu
leyti um Persaflóa.
Stórveldin fylgjast lika betur
meö atburöum I íran en I flest-
um öörum löndum. Þaö getur
haft hin mikilvægustu áhrif,
hvernig lyktarþeim átökum,
sem nú eru aö gerast þar.
ÞÓTT margt megi finna aö
stjórn keisarans, hefur óneitan-
lega þokaö I rétta átt á ýmsum
sviöum undir forustu hans.
Hægrimenn telja breytingarnar
alltof miklarog eru hinir áhrifa-
miklu trUarleiötogar þar
fremstir I flokki. Þeir hafa látiö
mest til sin taka aö undanförnu.
Vinstrimenn telja breytingarn-
ar alltof litlar og ekki beinast aö
þvi aö bæta kjör alþýöu manna.
Þeir hafa gengiö til liös viö
hægri menn i baráttunni gegn
keisaranum, enda þótt þeir eigi
ekki von á neinu góöu, ef hægri
öflin næöu völdum. Sennilega
yröi þaö eitt fyrsta verk þeirra
aö bæla niöur róttæk vinstri öfl
meö enn meiri hörku en nU er
gert. öfgafullir vinstri menn
viröast standa i þeirri trú, aö til
þess aö ástandiö geti batnaö,
þurfi þaö fyrst aö versna. Ofga-
full hægri stjórn yröi meö tiö og
tlma meira vatn á myllu vinstri
afla en keisarastjórnin, sem
reynir aö aöhafast sitthvað, er
stefnir til bóta.
Þaö hefur verið ætlun keisar-
ans að efna til kosninga næsta
sumar og veita þvl þingi, sem
þá veröur kosið, aukin völd. Enn
telur hann sig stefna að þvi, en
eins og nú horfir, er alveg eins
liklegt, aö hann hafi fyrir þann
tlma misst völdin. 1 Iran rlkir
nú alger óvissa um hvað næstu
mánuöir bera I skauti sér.
Þ.Þ.